Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

Samfélagsmál | 9. apríl 2018

Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

Undanfarin ár hefur líf þeirra að miklu leyti snúist um að halda barninu sínu á lífi. Barnið glímir við fíkn og er fjölskyldan ein þeirra fjölmörgu sem hafa gengið á veggi í kerfinu. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt undanfarin þrjú ár.

Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

Samfélagsmál | 9. apríl 2018

Foreldrar barna sem glíma við alvarlegan vanda þurfa ekki bara …
Foreldrar barna sem glíma við alvarlegan vanda þurfa ekki bara að berjast fyrir því að halda börnunum sínum á lífi heldur einnig að berjast við kerfið. mbl.is/Hari

Und­an­far­in ár hef­ur líf þeirra að miklu leyti snú­ist um að halda barn­inu sínu á lífi. Barnið glím­ir við fíkn og er fjöl­skyld­an ein þeirra fjöl­mörgu sem hafa gengið á veggi í kerf­inu. Ástandið hef­ur verið sér­stak­lega erfitt und­an­far­in þrjú ár.

Und­an­far­in ár hef­ur líf þeirra að miklu leyti snú­ist um að halda barn­inu sínu á lífi. Barnið glím­ir við fíkn og er fjöl­skyld­an ein þeirra fjöl­mörgu sem hafa gengið á veggi í kerf­inu. Ástandið hef­ur verið sér­stak­lega erfitt und­an­far­in þrjú ár.

Þau sendu þing­mönn­um bréf í morg­un þar sem þau fara yfir stöðuna í mál­efn­um barna sem eru í barna­vernd­ar­kerf­inu en þau þekkja það af eig­in reynslu líkt og svo marg­ir for­eldr­ar sem starfa með sam­tök­un­um Oln­boga­börn, sam­tök aðstand­enda barna með áhættu­hegðun, að þar er margt veru­lega ábóta­vant.

Í lífs­hættu vegna neyslu á meðferðar­heim­ili

Barn­inu þeirra hef­ur verið naum­lega bjargað nokkr­um sinn­um á síðasta ári. Í mörg­um þeirra var ástandið mjög al­var­legt og það sem hef­ur bjargað lífi barns­ins er að hafa kom­ist fljótt und­ir lækn­is­hend­ur. Í sum­um til­vik­um hef­ur þurft að klippa utan af barn­inu föt­in í sjúkra­bíln­um til að koma lífi í það.  

Faðir­inn seg­ir ástæðuna fyr­ir því að þau ákváðu að stíga fram á þess­um tíma­punkti þá að þau eru nán­ast að gef­ast upp á því að fram komi veru­leg­ar úr­bæt­ur á barna­vernd­ar­kerf­inu. Úrbæt­ur sem eru löngu tíma­bær­ar.

Þau taka fram að þau fagni því úrræði sem Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags­málaráðherra kynnti á föstu­dag. Um er að ræða sér­hæft bú­setu­úr­ræði í fram­haldi af vist­un á meðferðar­heim­ili þar sem áhersla verður lögð á eft­ir­meðferð og stuðning við aðlög­un að sam­fé­lag­inu. Gert er ráð fyr­ir að ein­stak­ling­ar geti dvalið í þessu úrræði til að minnsta kosti 18 ára ald­urs og jafn­vel leng­ur. Um úrræði er að ræða sem get­ur aðeins tekið á móti mjög fáum ung­menn­um.

„Þetta er ein­fald­lega ekki nóg og því miður er allt of langt í fleiri úrræði og úr­bæt­ur í þess­um mála­flokki. Þetta varð okk­ur hins veg­ar hvatn­ing til að stíga fram op­in­ber­lega en hingað til höf­um við reynt að berj­ast fyr­ir barnið okk­ar án þess að stíga form­lega fram. Við höf­um ein­fald­lega ekki þorað það af ótta við að það gæti haft áhrif á þá aðstoð sem barnið okk­ar fær í kerf­inu,“ seg­ir hann.

mbl.is/​Hari

„Við höf­um átt góða fundi með Ásmundi Ein­ari og Hall­dóru Mo­gensen for­manni vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is sem og öðrum þing­kon­um og þing­mönn­um. Út frá því þá sjá­um við að við eig­um mikið af góðu fólki inni í stjórn­kerf­inu og í ráðuneyt­un­um sem við höf­um hitt. Úrræðið sem var til­kynnt um á föstu­dag­inn er góð byrj­un en við þurf­um að gera bet­ur og gott væri vinna sam­an að lausn­um í kerf­un­um og standa við bakið á hvort öðru. En við þurf­um að vera sam­stillt og vinna sam­an í því að gera kerf­in okk­ar miklu betri, því að við get­um það með því að standa sam­an,“ seg­ir í bréfi þeirra hjóna til Alþing­is.

463 börn í fóstri um ára­mót

Um síðustu ára­mót voru 463 börn í fóstri og þau hafa eng­an óháðan aðila til að leita til ef eitt­hvað er að. Í bréf­inu kem­ur fram að þau hafi séð ým­is­legt í barna­vernd­ar­kerf­inu og viti um margt sem er veru­lega ábóta­vant, bæði varðandi rekst­ur meðferðar­heim­ila og meðferð sem börn eru að fá.

„Mark­mið okk­ar er ekki að ráðast á starfs­menn í kerf­inu en því miður er ekki hægt að und­an­skilja þá. Marg­ur starfsmaður­inn hef­ur reynst for­eldr­um frá­bær­lega og er að biðja for­eldra um að berj­ast fyr­ir úr­bót­um á kerf­inu.“

Þau segja að það komi þeim ekki á óvart sú gagn­rýni sem hef­ur komið fram að und­an­förnu á  Barna­vernd­ar­stofu og ákveðna starfs­menn þar. Því þau hafi gagn­rýnt sömu ein­stak­linga hjá Barna­vernd­ar­stofu.

Starfs­hætt­ir yf­ir­manna Barna­vernd­ar­stofu séu langt frá því eðli­leg­ir og að starfs­menn bæði hjá barna­vernd sveit­ar­fé­lag­anna og Barna­vernd­ar­stofu þori ekki að tjá sig því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrú­verðuga. Þeir eru klippt­ir út úr sam­skipt­um og svona mætti lengi telja.

Leggja starfs­menn í einelti

„Yf­ir­menn Barna­vernd­ar­stofu hafa lagt starf­menn í kerf­inu í einelti og reynt koma því þannig fyr­ir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gef­ist upp og reyni að vera bara „stillt­ir“ í von um að geta hjálpað börn­un­um sem er nán­ast von­laust þegar mark­mið kerf­is­ins er að vernda kerfið með öll­um til­tæk­um ráðum.

Auðvitað þora for­eldr­ar og starfs­menn í kerf­inu ekki að standa upp og mót­mæla þess­ari vit­leysu sem er í gangi. Ástæðan er ein­föld, það er búið að brjóta svo oft á þeim og vaða yfir þau. For­eldr­ar með börn í vanda leggja ekki í þenn­an slag þar sem þau eru með barn í kerf­inu og vilja reyna að vernda það,“ seg­ir í bréfi for­eldr­anna.

Að þeirra sögn er nauðsyn­legt að taka til í barna­vernd­ar­kerf­inu en það sé ekki gert með því að færa yf­ir­menn frá Barna­vernd­ar­stofu inn í vel­ferðarráðuneytið til þess að end­ur­skoða sína eig­in verk­ferla.

Barnaverndarstofa rekur Stuðla.
Barna­vernd­ar­stofa rek­ur Stuðla. mbl.is/​Hari

Þau segja að í meðferðarúr­ræðum verði að ald­urs­skipta og kyn­skipta. Eins verði að gæta þess að börn sem eru í aðlög­un út í þjóðfé­lagið, svo sem með heim­ferðarleyf­um ofl., séu ekki í bein­um tengsl­um við önn­ur börn á sama meðferðar­heim­ili. Með öðrum hætti er ekki hægt að koma í veg fyr­ir að fíkni­efni flæði inn á meðferðar­heim­il­in með ung­menn­um sem eru að koma úr leyfi líkt og þau þekkja af bit­urri reynslu.

Líkt og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum hef­ur jafn­vel þurft að vista börn í fanga­klefa vegna þess að neyðar­vist­un­in á Stuðlum er yf­ir­full. Er svo komið að neyðar­vist­un­in á Stuðlum er meira og minna yf­ir­full alltaf þrátt fyr­ir að laus rými sé að finna á einu meðferðar­heim­ili.

12 ára barn á enga sam­leið með eldri sjúk­ling­um

Þau segja að laust pláss segi bara hálfa sög­una. Því á meðferðar­heim­il­um eru börn frá ell­efu ára aldri upp í átján ára og af báðum kynj­um. Börn í vanda eru mjög oft send á bangsa­deild­ina á Vogi og það gefi auga leið að tólf ára gam­alt barn á enga sam­leið með eldri sjúk­ling­um. Brotið var gegn barni ný­verið á Vogi og það mál er á borði lög­regl­unn­ar í dag.

„Þessi blönd­un er ekki að gera börn­un­um gott og þetta vita starfs­menn barna­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­lag­anna og þeir sækja því ekki um vist­un fyr­ir sína skjól­stæðinga á meðferðar­heim­ili á meðan staðan er þessi,“ seg­ir móðirin.

Börn í vanda sem reyna að svipta sig lífi fá litla sem enga aðstoð frá heil­brigðis­kerf­inu og barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans (BUGL), segja þau í bréfi sínu til Alþing­is.

Að sögn þeirra er börn­um í fíkni­vanda ekki sinnt af BUGL held­ur er þeim vísað frá en stund­um sé reynt að koma þeim inn á fíknigeðdeild / gjör­gæslu geðdeild með full­orðnum á meðan þau eru í sem mestri hættu á að skaða sig.

Þetta hef­ur komið fram í viðtöl­um mbl.is við fjöl­marga for­eldra sem eru í sömu spor­um.

Grein­ar­flokk­ar mbl.is um börn og ung­menni í vanda

„Börn sem eru í fíkni­vanda þurfa líka að fá geðhjálp, ekki bara afeitrun. Það er grund­vall­ar­atriði að þau fái þessa aðstoð og það er löngu tíma­bært að komið verði á sér­stöku úrræði inni á BUGL fyr­ir börn sem glíma við tvíþætt­an vanda. Þannig að hægt sé að vinna í grunn­in­um líka.

BUGL get­ur ekki leyft sér að segja að ekki sé hægt að aðstoða þessa krakka. Það er ekki eðli­legt í heil­brigðis­kerf­inu að geta valið sér ákveðna sjúk­linga­hópa og hunsa aðra. Op­in­bert heil­brigðis­kerfi á að sinna öll­um,“ seg­ir móðirin.

Líkt og fjöl­marg­ar rann­sókn­ir sýna þá glíma mörg þeirra barna sem ekki passa inn í kerfið við fleiri en einn vanda. „Ef það væri gripið fyrr inn væri hægt að koma í veg fyr­ir að vand­inn verði jafn stór og hann verður ef ekk­ert er að gert. Stund­um þarf ekki meira en að þau fengju sál­fræðistuðning strax í grunn­skóla. En í dag er staðan sú að orka skóla­sál­fræðinga fer öll í grein­ing­ar­vinnu. Börn í vanda eru ekki að fá viðeig­andi hjálp í skóla­kerf­inu og skóla­stjórn­end­ur segja við for­eldra að þeir geti ekki aðstoðað börn­in þar sem fagþjón­usta er ekki til staðar,“ segja þau.

Svo virðist sem illa gangi að láta kerf­in tala sam­an og þau benda á að vand­inn sé ekki  bara inn­an fé­lags­mála­kerf­is­ins held­ur líka heil­brigðis- og mennta­kerf­is­ins.

„Kerf­in eru mörg og það er mjög gott að geta bent á þetta kerfið eða hitt kerfið að það eigi að sjá um þetta. En því miður eru kerf­in okk­ar ekki að vinna sam­an og mjög mik­ill ríg­ur á milli þeirra og not­end­ur þeirra eru að líða fyr­ir það og kostnaður þjóðfé­lags­ins verður miklu meiri fyr­ir vikið,“ seg­ir í bréf­inu til Alþing­is.

„Kostnaður er ekki bara sá sem ríkið og sveit­ar­fé­lög þurfa að leggja út held­ur er mjög al­gengt að fólk í okk­ar stöðu missi heilsu út af álagi og öðrum þátt­um sem við ætl­um ekki að lista upp hérna, en þá miss­ir ríkið skatt­greiðend­ur og keðju­verk­un­in hefst.

Börn í vanda eiga for­eldra, systkini og fjöl­skyld­ur sem þetta hef­ur gríðarleg áhrif á og vind­ur oft upp á sig. Systkini barna í vanda eiga ekki mjög auðvelt líf og þurfa þau að upp­lifa hluti sem ekk­ert barn á að þurfa að horfa upp á og hvað þá að hafa þær áhyggj­ur sem þau hafa af systkin­um sín­um og for­eldr­um,“ seg­ir enn­frem­ur í bréfi for­eldr­anna.

Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmund­ur Fylk­is­son aðal­varðstjóri í lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Hari

Að sögn for­eldr­anna er einn maður sem hef­ur aft­ur á móti alltaf verið til staðar fyr­ir þau sem og aðra for­eldra í sömu spor­um.

„Við höf­um kynnst ein­stak­lingi sem er alltaf til staðar fyr­ir börn­in í land­inu og kem­ur úr frí­um þegar börn­in okk­ar eru í vanda. Hann hef­ur bjargað mjög mörg­um börn­um frá því hann hóf að leita að börn­um í vanda og hef­ur í raun bjargað barn­inu okk­ar ansi oft og komið því í ör­uggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okk­ur for­eldr­um þegar neyðar­vist­un get­ur ekki tekið við þeim.  Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barna­vernd­ar, held­ur er þetta Guðmund­ur Fylk­is­son aðal­varðstjóri sem sér um leit að týnd­um börn­um,“ segja þau.

mbl.is