Jónas Páll Jónasson flytur í dag erindið „Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“, á málstofu Hafrannsóknastofnunar.
Jónas Páll Jónasson flytur í dag erindið „Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“, á málstofu Hafrannsóknastofnunar.
Jónas Páll Jónasson flytur í dag erindið „Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“, á málstofu Hafrannsóknastofnunar.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni verður málstofan haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4. Hefst málstofan klukkan 12.30 og eru allir sagðir velkomnir, en henni verður jafnframt streymt á sérstakri YouTube-rás stofnunarinnar.
Í ágripi Jónasar segir að farið verði yfir sögu veiða á leturhumri, sem hófust hér við land í byrjun sjötta áratugarins.
„Hér er tegundin við norðurmörk útbreiðslu sinnar og hafa aflabrögð og útbreiðsla veiðanna sveiflast nokkuð með hlý- og kuldaskeiðum. Hámarksafli náðist árið 1963 þegar 6000 tonnum var landað.“
Undanfarin misseri hafi humarveiðar við Ísland einkennst af minnkandi afla á sóknareiningu, auk þess sem veiðislóðin hafi stækkað og ný svæði verið numin.
„Nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi síðan 2005 og rannsóknir benda til þess að nýliðun í humarstofninum verði áfram með lakasta móti.“