Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

Náttúruauðlindir Íslands | 20. apríl 2018

Hálendisþjóðgarður sterk skilaboð til heimsins

„Ef að okkur Íslendingum tekst að stofna miðhálendisþjóðgarð þá yrðu það gríðarlega sterk skilaboð til heimsins um að Íslandi og Íslendingum sé full alvara með því að vera land sem kynnir sig sem land náttúru og land tækifæra fyrir fólk til þess að njóta hennar,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á málþinginu Máttur víðernanna á Kirkjubæjarklaustri í gær.

Hálendisþjóðgarður sterk skilaboð til heimsins

Náttúruauðlindir Íslands | 20. apríl 2018

Landslag og jarðminjar innan miðhálendisins eru gríðarlega fjölbreyttar og eintsakar …
Landslag og jarðminjar innan miðhálendisins eru gríðarlega fjölbreyttar og eintsakar á alþjóðlegan mælikvarða. Mörg svæðanna eru nú þegar friðuð. Hér gefur að líta Þjórsárver úr lofti. mbl.is/RAX

„Ef að okk­ur Íslend­ing­um tekst að stofna miðhá­lend­isþjóðgarð þá yrðu það gríðarlega sterk skila­boð til heims­ins um að Íslandi og Íslend­ing­um sé full al­vara með því að vera land sem kynn­ir sig sem land nátt­úru og land tæki­færa fyr­ir fólk til þess að njóta henn­ar,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra á málþing­inu Mátt­ur víðern­anna á Kirkju­bæj­arklaustri í gær.

„Ef að okk­ur Íslend­ing­um tekst að stofna miðhá­lend­isþjóðgarð þá yrðu það gríðarlega sterk skila­boð til heims­ins um að Íslandi og Íslend­ing­um sé full al­vara með því að vera land sem kynn­ir sig sem land nátt­úru og land tæki­færa fyr­ir fólk til þess að njóta henn­ar,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra á málþing­inu Mátt­ur víðern­anna á Kirkju­bæj­arklaustri í gær.

Guðmund­ur Ingi sagði að þar með væri ekki öll sag­an sögð um gildi miðhá­lend­isþjóðgarðs. „Burt séð frá nátt­úru­vernd­inni þá myndi miðhá­lend­isþjóðgarður skapa gríðarlega mik­il tæki­færi fyr­ir byggðirn­ar í jaðri hans. Það eru raun­veru­leg tæki­færi til staðar fyr­ir ímynd lands­ins með aðgerð sem þess­ari og fyr­ir at­vinnu­upp­bygg­ingu í hinum dreifðari byggðum.“

Ráðherr­ann skipaði í dag þver­pó­lí­tíska nefnd um stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu. Í nefnd­inni eiga sæti full­trú­ar allra þing­flokka á Alþingi auk tveggja full­trúa sveit­ar­fé­laga. Þá sitja full­trú­ar frá um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu í nefnd­inni.

Nefnd­inni er m.a. ætlað að skil­greina mörk þjóðgarðsins og setja fram áhersl­ur um skipt­ingu lands­svæða inn­an hans í vernd­ar­flokka. Einnig er henni ætlað að fjalla um hugs­an­leg­ar aðkomu­leiðir og þjón­ustumiðstöðvar, svæðis­skipt­ingu og rekstr­ar­svæði og greina tæki­færi með stofn­un þjóðgarðs á byggðaþróun og at­vinnu­líf. 

Nefnd­ina skipa:

• Óli Hall­dórs­son, formaður, skipaður af um­hverf­is- og auðlindaráðherra án til­nefn­ing­ar
• Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, til­nefnd af þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks,
• Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, til­nefnd af þing­flokki Sam­fylk­ing­ar,
• Hall­dóra Mo­gensen, til­nefnd af þing­flokki Pírata,
• Bergþór Ólason, til­nefnd­ur af þing­flokki Miðflokks,
• Ólaf­ur Ísleifs­son, til­nefnd­ur af þing­flokki Flokks fólks­ins,
• Hanna Katrín Friðriks­son, til­nefnd af þing­flokki Viðreisn­ar,
• Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, til­nefnd­ur af þing­flokki Vinstri­hreyf­ing­ar - græns fram­boðs,
• Vil­hjálm­ur Árna­son, til­nefnd­ur af þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks,
• Valtýr Val­týs­son og Dag­björt Jóns­dótt­ir, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga,
• Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir, til­nefnd af for­sæt­is­ráðuneyti.

Með nefnd­inni starfar Stein­ar Kal­dal verk­efn­is­stjóri, starfsmaður um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is.

Við störf nefnd­ar­inn­ar verður haft sam­ráð við helstu hags­munaaðila og al­manna­sam­tök, s.s. nátt­úru­vernd­ar­sam­tök, út­vist­ar­sam­tök og sam­tök hags­munaaðila s.s. í ferðaþjón­ustu, land­búnaði og orku­mál­um.

Sérstaðan ligg­ur í fjöl­breytn­inni

Að málþing­inu sem Guðmund­ur Ingi hélt er­indi á í gær um miðhá­lend­isþjóðgarðinn stóðu Eld­vötn – nátt­úru­vernd­ar­sam­tök í Skaft­ár­hreppi og var það vel sótt. Þar fluttu m.a. er­indi fólk úr Skaft­ár­hreppi sem nýt­ir víðern­in með ein­hverj­um hætti til at­vinnu­sköp­un­ar, s.s. göngu og fjalla­hjóla­ferða og út­sýn­is­flugs.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ræddi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á málþingi …
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra ræddi um stofn­un miðhá­lend­isþjóðgarðs á málþingi í Skaft­ár­hreppi á sum­ar­deg­in­um fyrsta. mbl.is/​Sunna

Guðmund­ur Ingi sagði marg­ar ástæður fyr­ir því að Íslend­ing­ar ættu að vernda miðhá­lendi Íslands. Gerði hann orð Þóru Ell­en­ar Þór­halls­dótt­ur, pró­fess­ors í grasa­fræði við Há­skóla Íslands, sem lýs­ir há­lend­ingu með þess­um orðum, að sín­um:

„Sérstaða miðhá­lend­is Íslands ligg­ur í fjöl­breytni lands­lags­ins, fram­andleika þess og í and­stæðunum sem þar birt­ast í ólík­um nátt­úru­fyr­ir­bær­um, lit­um, form­um, mynstr­um, þögn­um og hljóðum, kyrrð og hreyf­ingu.“

Guðmund­ur seg­ir þessi orð Þóru Ell­en­ar ná vel utan um það sem reynt er að ná fram með vernd­un miðhá­lend­is­ins. „Það er akkúrat þetta.“

Á miðhá­lendi Íslands er til dæm­is fjöldi jarðfræðifyr­ir­bæra sem finn­ast hvergi í heim­in­um á einu og sama svæðinu. Nefndi Guðmund­ur Ingi einnig stór linda­svæði á jaðri þess sem eru þau stærstu í Evr­ópu. „Þarna eru mikl­ar and­stæður í lands­lag­inu. Á há­lend­inu sjá­um við gróður­vinj­ar sem kall­ast á við svarta sanda.“

Guðmund­ur minnti á að nú þegar eru stór svæðis inn­an miðhá­lend­is­ins vernduð eða á nátt­úru­m­inja­skrá. Þá er stór hluti þess líka þjóðlenda, þ.e. í eigu rík­is­ins.

„En það má ef til vill leggja helstu áhersl­una á víðern­in,“ sagði Guðmund­ur og tók stór óbyggð svæði í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um sem dæmi til sam­an­b­urðar. „Þegar maður tal­ar um há­lendið við Kan­ada­menn og Banda­ríkja­menn þá þarf maður að minna á að í raun eru víðern­in okk­ar merki­leg, ekki síst í evr­ópsk­um skiln­ingi. Vegna þess að í hinni þétt­byggðu Evr­ópu er búið að um­bylta stór­um hluta af land­inu.“

Á hálendinu kennir margra grasa, bæði í bókstaflegri merkingu og …
Á há­lend­inu kenn­ir margra grasa, bæði í bók­staf­legri merk­ingu og óeig­in­legri. Hér blæs gufu úr jörð á Hvera­völl­um. mbl.is/​Rax

Á síðustu árum og ára­tug­um hafa víðerni á Íslandi minnkað veru­lega eða í kring­um 70%, sam­kvæmt skil­grein­ingu á stærð þeirra. Því hef­ur verið spáð að þau muni ekki fyr­ir­finn­ast, með sama áfram­haldi, eft­ir hundrað ár. „Að þessu leyti til ber­um við nátt­úr­lega ábyrgð á því að halda utan um þessi verðmæti sem fólg­in eru í því að vernda þessi víðerni. [...] Þetta ger­ir okk­ar víðerni og miðhá­lendið verðmæt­ara.“

Guðmund­ur minnti á að víðerni væru ekki aðeins laga­legt hug­tak held­ur einnig hug­lægt. Það komi m.a. fram í niður­stöðum rann­sókna Önnu Dóru Sæþórs­dótt­ur, ferðamála­fræðings við Há­skóla Íslands. Í rann­sókn­inni var spurt hvaða mann­virki fólki finnst geta verið á svæði án þess að það hafi áhrif á víðern­is­upp­lif­un þeirra. Í ljós kom að fjalla­skál­ar trufli ekki þessa upp­lif­un en hót­el gera það hins veg­ar sem og há­spennu­lín­ur og uppistöðulón svo dæmi séu tek­in.

En hvaða skref hafa verði stig­in í því að stofna miðhá­lend­isþjóðgarð á Íslandi?

Hug­mynd­in er nokk­urra ára göm­ul en árið 2015 komu fram þings­álykt­un­ar­til­lög­ur bæði Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um stofn­un miðhá­lend­isþjóðgarðs. Vilja­yf­ir­lýs­ing frjálsra fé­laga­sam­taka í nátt­úru­vernd og út­vist, sem og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, sem gef­in var út árið 2016, olli svo ákveðnum straum­hvörf­um að mati Guðmund­ar Inga. Hún breytti viðhorf­um margra og hreyfði við hinu póli­tíska lands­lagi.

Af­mörk­un miðhá­lend­is­ins miðast við línu dregna á milli heimalanda og …
Af­mörk­un miðhá­lend­is­ins miðast við línu dregna á milli heimalanda og af­rétta sem var aðlöguð í sam­ráði við viðkom­andi sveit­ar­stjórn­ir og aðra hags­munaaðila við vinnslu svæðis­skipu­lags miðhá­lend­is­ins sem tók gildi árið 1999.

Í fram­haldi af henni setti Sigrún Magnús­dótt­ir, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra, á stofn nefnd sem átti að kanna for­send­ur fyr­ir því að stofna þjóðgarð á miðhá­lend­inu. Hér er skýrsla henn­ar. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar árið 2017 var tekið fram að vinna ætti áfram að vernd miðhá­lend­is­ins.

Í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar er svo gengið skref­inu lengra og þar tekið fram að það eigi að stofna miðhá­lend­isþjóðgarð. „Í raun hef­ur þetta gerst ótrú­lega hratt, tvö ár eru núna frá því að vilja­yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð.“

Í skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið um stuðning við stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu hef­ur komið fram að um 60% lands­manna styðji hana. Um 12% lands­manna eru á móti stofn­un hans.

En hvar stend­ur vinna við und­ir­bún­ing að stofn­un miðhá­lend­is þjóðgarðs núna?

 Í dag skipaði um­hverf­is­ráðherra eins og fyrr seg­ir svo í þver­póli­tíska nefnd um stofn­un garðsins.

Nefnd­inni er ætlað að leggja til mörk þjóðgarðsins og koma með til­lögu að skipt­ingu svæðis­ins í ólíka vernd­ar­flokka. „Það er mjög mik­il­vægt, því það að friðlýsa miðhá­lendið þýðir ekki að við ætl­um að loka því og að þangað eigi eng­inn að koma. Held­ur er til­gang­ur­inn ein­mitt sá að búa til tæki­færi fyr­ir nátt­úru­vernd og fyr­ir ferðaþjón­ustu, svo hægt sé að vera þar áfram með hefðbundn­ar nytj­ar og þar fram eft­ir göt­un­um. Þess vegna eru þess­ir vernd­ar­flokk­ar mik­il­væg­ir,“ sagði Guðmund­ur Ingi.

Móbergsstapinn Herðubreið er einstakur á heimsvísu.
Mó­bergsstap­inn Herðubreið er ein­stak­ur á heimsvísu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mik­il áhersla verður lögð á að fjalla um hugs­an­leg­ar aðkomu­leiðir og þjón­ustumiðstöðvar og að greina tæki­færi í byggðaþróun og fyr­ir at­vinnu­líf. Hin þver­póli­tíska nefnd mun svo skila til­lög­um að laga­frum­varpi um stofn­un miðhá­lend­isþjóðgarðs og er ætl­un­in að þeirri vinnu verði lokið haustið 2019.

En hvað er þá þjóðgarður? Guðmund­ur sagði að mik­il­vægt væri að skipta lands­svæðum inn­an hans  upp með til­liti til þess hvers kon­ar nýt­ing á sér stað eða mun eiga sér stað. „Þannig má skipta þjóðgarðinum upp í mis­mun­andi vernd­ar­flokka og reyna með þeim hætti að ná meiri sátt um fyrsta lagi nátt­úru­vernd­ina, í öðru lagi at­vinnu­starf­semi, hefðbundn­ar nytj­ar, úti­vist og fleira.“

Farið verður að flokk­un Alþjóðlega nátt­úru­vernd­ar­sam­bands­ins en sam­kvæmt henni gilda ákveðnar regl­ur um hvern og einn vernd­ar­flokk. Á sum­um svæðum er meiri friðun og vernd og á öðrum minni.

Guðmund­ur Ingi sagðist leggja mikla áherslu á vald­dreif­ingu og aðkomu heima­manna við vinnu að stofn­un garðsins. „Þetta er al­gjört lyk­il­atriði.“ Nefndi hann Vatna­jök­ulsþjóðgarð í því sam­hengi en í svæðisráðum hans er aðkoma heima­manna að ákv­arðana­töku tryggð.

„Í öðru lagi er mik­il­vægt að at­hafn­ir sem eiga sér stað inn­an þjóðgarðsins séu með nátt­úru­vernd að leiðarljósi. Þannig að við tryggj­um nátt­úru­vernd­ina á sama tíma og við fáum heild­stætt skipu­lag á nýt­ingu og aðgengi í takt við mis­mun­andi vernd­ar­flokka.“

Samspil elds og íss er okkur Íslendingum kunnugt en á …
Sam­spil elds og íss er okk­ur Íslend­ing­um kunn­ugt en á heimsvísu er það ein­stakt að slík­ir kraft­ar sjá­ist að verki við mynd­un og mót­un lands. mbl.is/​RAX

Í þriðja lagi þurfi að leggja áherslu á at­vinnu­starf­semi í tengsl­um við garðinn. Tók hann sem dæmi niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar á efna­hags­leg­um áhrif­um Snæ­fells­jök­ulsþjóðgarðs. „Þar komst rann­sak­and­inn að þeirri niður­stöðu að þjóðgarður­inn væri að skila 3,9 millj­örðum króna í þjóðarbúið ár­lega og þar yrðu 1,8 millj­arðar króna eft­ir á Snæ­fellsnes­inu sjálfu.“

 Sam­kvæmt rann­sókn­inni eru marg­ir þeir sem heim­sækja Snæ­fells­jök­ulsþjóðgarð að koma þangað í dags­ferðum frá Reykja­vík. Ætla mætti að annað yrði uppi á teng­ing­um varðandi miðhá­lend­isþjóðgarð vegna fjar­lægðar frá  höfuðborg­inni og gest­ir hans því frek­ar sækja þjón­ustu, s.s. gist­ingu, í ná­grenni garðsins. „Eft­ir því sem komið er lengra frá Reykja­vík ættu þessi [efna­hags­legu] áhrif að geta orðið meiri, það er meira orðið eft­ir hlut­falls­lega í héraði.“

Guðmund­ur sagði því mikla mögu­leika til staðar. „Við þurf­um að huga að því að við erum með stórt verðmætt svæði í hönd­un­um. Ég tel að okk­ur beri siðferðis­leg skylda til að passa upp á þessi víðerni okk­ar fyr­ir kom­andi kyn­slóðir, fyr­ir okk­ur sjálf og fyr­ir gesti okk­ar. En við eig­um líka að búa til tæki­færi úr þessu. Og þarna eru fjöl­mörg efna­hags­leg tæki­færi sem við eig­um að nýta okk­ur fyr­ir byggðaþróun í land­inu.“

mbl.is