Veiðibann í sjónmáli

Humarveiðar | 23. apríl 2018

Veiðibann í sjónmáli

Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur ræddi málið við 200 mílur, en hann hélt erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku þar sem hann fór yfir sögu humarveiða við Ísland, frá því þær hófust upp úr miðri 20. öldinni og til dagsins í dag. Bar erindið yfirskriftina „Veiðar á leturhumri – sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“ og byggðist á rannsóknum Jónasar og Hrafnkels Eiríkssonar, forvera hans í starfi hjá stofnuninni.

Veiðibann í sjónmáli

Humarveiðar | 23. apríl 2018

Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa …
Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa aukist hefur dregið úr aflanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Jón­as Páll Jónas­son fiski­fræðing­ur ræddi málið við 200 míl­ur, en hann hélt er­indi á mál­stofu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í síðustu viku þar sem hann fór yfir sögu humar­veiða við Ísland, frá því þær hóf­ust upp úr miðri 20. öld­inni og til dags­ins í dag. Bar er­indið yf­ir­skrift­ina „Veiðar á let­ur­humri – sögu­legt yf­ir­lit afla­bragða og stofnþró­un­ar“ og byggðist á rann­sókn­um Jónas­ar og Hrafn­kels Ei­ríks­son­ar, for­vera hans í starfi hjá stofn­un­inni.

Jón­as Páll Jónas­son fiski­fræðing­ur ræddi málið við 200 míl­ur, en hann hélt er­indi á mál­stofu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í síðustu viku þar sem hann fór yfir sögu humar­veiða við Ísland, frá því þær hóf­ust upp úr miðri 20. öld­inni og til dags­ins í dag. Bar er­indið yf­ir­skrift­ina „Veiðar á let­ur­humri – sögu­legt yf­ir­lit afla­bragða og stofnþró­un­ar“ og byggðist á rann­sókn­um Jónas­ar og Hrafn­kels Ei­ríks­son­ar, for­vera hans í starfi hjá stofn­un­inni.

Uppistaðan tólf til tutt­ugu ára

„Þá fjallaði ég um stöðuna sem blas­ir við í dag, en hún er al­var­leg vegna mik­ils nýliðun­ar­brests,“ seg­ir Jón­as. „Segja má að frá ár­un­um 2010 og 2011 höf­um við orðið vör við það að það vant­ar þenn­an smærri hum­ar, en á sama tíma hef­ur þó verið ágæt­is stand á eldri hluta stofns­ins.“

Sá hluti muni þó á end­an­um hverfa úr stofn­in­um. „Hann verður ekki þarna að ei­lífu. Við erum að tala um dýr sem nær ekki nema í kring­um tutt­ugu ára aldri, og kem­ur inn í veiðistofn­inn fimm ára. Sæmi­leg nýliðun hef­ur ekki átt sér stað í sjö til átta ár og uppistaðan í stofn­in­um er þannig orðin tólf til þrett­án ára og allt upp í tutt­ugu ára. Að end­ingu geng­ur nátt­úr­lega á þenn­an hluta stofns­ins og að óbreyttu verður eitt­hvað rót­tækt að ger­ast.“

Ekki bundið við humar­inn

Jón­as seg­ist þó vilja leyfa sér að vera bjart­sýnn. „Það eru ýms­ir stofn­ar sem hafa náð sér á síðustu árum eft­ir hrap niður á við. Það var hrun í sandsíli og sjó­fugli við suður­strönd­ina, svo ég nefni dæmi, í keilu og blálöngu sömu­leiðis – þetta er því ekki aðeins bundið við humar­inn.“

Í er­indi sínu benti Jón­as á að þegar mest lét í humar­veiðunum voru yfir 170 bát­ar að veiðum und­an strönd­um lands­ins. Nú eru þeir níu tals­ins.

„Og ef við spól­um til baka um tvo ára­tugi, til árs­ins 1996, þá voru 53 bát­ar að veiðum. Nú hef­ur vertíðin verið að lengj­ast – menn voru að fara á vertíð kannski í maí­mánuði og voru svo bún­ir í júlí, nú hefja þeir veiðarn­ar 15. mars og eru svo að fram eft­ir hausti. Þá eru menn all­flest­ir komn­ir með tvö troll og með öfl­ugri skip við veiðarn­ar.“

Kynntu út­gerðinni stöðuna

Á sama tíma og bát­um hef­ur fækkað og af­köst hafa auk­ist hef­ur dregið úr afl­an­um.

„Aflaráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á síðasta fisk­veiðiári hljóðaði upp á 1.150 tonn, en það eru ekki mörg ár síðan við vor­um að ráðleggja veiðar á yfir tvö þúsund tonn­um. Í þessu ljósi má sjá að afl­inn fer minnk­andi.“

Spurður hvar þessi þróun endi; hvort hún endi jafn­vel í hreinu banni við humar­veiðum í ein­hvern tíma, seg­ir Jón­as að það hljóti að vera, að öllu óbreyttu.

„Ef við fáum ekki meiri nýliðun þá erum við að veiða magn sem er hrein­lega ekki til. Án þess að vera að reyna að mála ein­hvern skratta á vegg­inn þá er þetta staðan í dag.“

Staðan sem Jón­as ger­ir að um­tals­efni var kynnt út­gerðinni í des­em­ber síðastliðnum.

„Þeir vita al­veg af þess­um mögu­leika, þó að eng­inn sé auðvitað spennt­ur fyr­ir að fá ekki að veiða neitt. Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um þetta, en ein­hver úrræði verðum við að skoða. Það seg­ir sig sjálft að ráðlagður afli verður sí­fellt minni ef fram held­ur sem horf­ir.“

Nán­ar var fjallað um humar­veiðar í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag.

mbl.is