Ósnortnu víðernin eru eins og gullnáma

Náttúruauðlindir Íslands | 28. apríl 2018

Ósnortnu víðernin eru eins og gullnáma

„Samtök ferðaþjónustunnar eru lifandi og kraftmikil hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hátt í 400 fyrirtæki eru innan raða samtakanna, bæði stór og smá fyrirtæki í öllum geirum ferðaþjónustunnar um land allt,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, sem var nýlega kjörin formaður samtakanna og hefur um árabil verið framkvæmdastjóri Kötlu DMI. Hún tók við embættinu af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins.

Ósnortnu víðernin eru eins og gullnáma

Náttúruauðlindir Íslands | 28. apríl 2018

„Það þarf að klára í eitt skipti fyrir öll heildstæða …
„Það þarf að klára í eitt skipti fyrir öll heildstæða stefnumótun fyrir greinina,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/RAX

„Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar eru lif­andi og kraft­mik­il hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu. Hátt í 400 fyr­ir­tæki eru inn­an raða sam­tak­anna, bæði stór og smá fyr­ir­tæki í öll­um geir­um ferðaþjón­ust­unn­ar um land allt,“ seg­ir Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, sem var ný­lega kjör­in formaður sam­tak­anna og hef­ur um ára­bil verið fram­kvæmda­stjóri Kötlu DMI. Hún tók við embætt­inu af Grími Sæ­mundsen, for­stjóra Bláa lóns­ins.

„Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar eru lif­andi og kraft­mik­il hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu. Hátt í 400 fyr­ir­tæki eru inn­an raða sam­tak­anna, bæði stór og smá fyr­ir­tæki í öll­um geir­um ferðaþjón­ust­unn­ar um land allt,“ seg­ir Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, sem var ný­lega kjör­in formaður sam­tak­anna og hef­ur um ára­bil verið fram­kvæmda­stjóri Kötlu DMI. Hún tók við embætt­inu af Grími Sæ­mundsen, for­stjóra Bláa lóns­ins.

Afar mjótt var á mun­un­um í for­mannsslagn­um. Í for­manns­kjör­inu atti hún kappi við tvo mót­fram­bjóðend­ur, þá Þóri Garðars­son, stjórn­ar­formann Gray Line, og Mar­geir Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóra bíla­leig­unn­ar Geys­is. Áður hafði Ró­bert Guðfinns­son dregið fram­boð sitt til baka. Af um 70 þúsund greidd­um at­kvæðum munaði aðeins 72 at­kvæðum á Bjarn­heiði og Þóri. Þannig hlaut hún 44,72% greiddra at­kvæða en Þórir 44,62%. Mar­geir hlaut 10,65%.

Bjarn­heiður seg­ir að það hafi verið já­kvætt hve marg­ir buðu sig fram. „Það hef­ur ekki áður gerst að fleiri en tveir hafi verið í fram­boði til for­manns Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Þetta end­ur­spegl­ar aukið vægi grein­ar­inn­ar og því er frá­bært hve marg­ir fram­bæri­leg­ir hafa áhuga á að leggja hönd á plóg. Sömu sögu er að segja af stjórn­ar­kjör­inu. Mik­ill áhugi var fyr­ir stjórn­ar­setu í sam­tök­un­um. Fleiri buðu fram krafta sína en sem nem­ur stjórn­ar­sæt­um sem voru í boði. Átta voru fram­boði um 4 stjórn­ar­sæti sem kjörið var um að þessu sinni, en alls skipa stjórn­ina 6 manns auk for­manns.“

Brenn­andi áhugi

Spurð hvers vegna hún hafi boðið sig fram í embætti for­manns Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir Bjarn­heiður að hún hafi brenn­andi áhuga á mál­efn­um ferðaþjón­ust­unn­ar. „Ég hef unnið við fagið í 30 ár, allt frá því ég var í námi. Alla tíð hef ég haft mik­inn áhuga á upp­bygg­ingu ferðaþjónst­unn­ar, þróun henn­ar og fram­gangi, og stjórn­mál­um sem eru alltumlykj­andi í starf­inu. Þetta hef­ur verið mitt helsta áhuga­mál árum sam­an. Sam­tök­in fagna 20 ára af­mæli síðar á ár­inu og ég hef frá upp­hafi tekið virk­an þátt í starf­inu, þótt ég hafi ekki áður setið í stjórn sam­tak­anna. Ég þekki því starf­sem­ina nokkuð vel. Mér þykir gam­an að hafa áhrif og gera eitt­hvað sem skipt­ir máli. Ég tel að ég geti lagt mitt af mörk­um.“

Stofnaði Kötlu í Þýskalandi

Bjarn­heiður lærði stjórn­un ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja í München í Þýskalandi. Sam­hliða námi starfaði hún hjá þýsku fyr­ir­tæki við að selja Íslands­ferðir. „Í nám­inu kynnt­ist ég Pétri Óskars­syni. Árið 1997 ákváðum við að stofna sam­an Kötlu Tra­vel München í Þýskalandi, sem er enn starf­rækt þar í landi og er með tólf manns í vinnu. Fá­ein­um árum síðar stofnuðum við Kötlu DMI á Íslandi sem einnig er með tólf starfs­menn. Katla Tra­vel í München er ferðaheild­sali sem sel­ur bæði ferðaskrif­stof­um og ein­stak­ling­um ferðir til Íslands. Fyr­ir­tækið á Íslandi skipu­legg­ur ferðir fyr­ir Kötlu Tra­vel München og fjölda annarra þýskra ferðaskrif­stofa.“

Bjarnheiður: Atvinnugreinin er þjóðarbúskapnum gríðarlega mikilvæg og því þurfum við …
Bjarn­heiður: At­vinnu­grein­in er þjóðarbú­skapn­um gríðarlega mik­il­væg og því þurf­um við að marka stefnu um hvert við vilj­um fara. Í slíkri stefnu­mörk­un kæmi fram hvernig upp­bygg­ingu ferðamannastaða og innviða yrði háttað, hvernig haga skuli um­hverf­is­vernd, rann­sókn­um og mennt­un. mbl.is/​RAX

Á meðal ferða sem Katla DMI skipu­legg­ur eru hring­ferðir um landið á bíla­leigu­bíl­um og rútu­ferðir fyr­ir hópa. „Ferðamenn bóka bíl og gist­ingu hjá okk­ur sem við höf­um valið. Þeir fá leiðarlýs­ingu með alls kyns fróðleik og til­lög­ur að stöðum til að skoða. Rútu­ferðirn­ar eru yf­ir­leitt vika með leiðsögu­manni. Marg­ir kjósa að nýta sér þessa þjón­ustu því þá losna viðskipta­vin­ir við að eyða mikl­um tíma í að finna gist­ingu, veit­ingastaði, áhuga­verða staði til skoða og fleira.“

Stefnu­mót­un fyr­ir grein­ina

Bjarn­heiður til­tek­ur nokk­ur mál sem ferðaþjón­ust­an set­ur á odd­inn. „Það þarf að klára í eitt skipti fyr­ir öll heild­stæða stefnu­mót­un fyr­ir grein­ina. Margoft hef­ur sú veg­ferð verið haf­in á veg­um hins op­in­bera en þeirri vinnu hef­ur ekki verið fylgt eft­ir sem skyldi. Það þarf að ljúka þess­ari vinnu á vett­vangi Stjórn­stöðvar ferðamála þar sem stjórn­völd, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga ásamt Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar taka hönd­um sam­an í mik­il­væg­um for­gangs­verk­efn­um er snúa að grein­inni. Ferðaþjón­usta er burðar­at­vinnu­grein og það þarf að meðhöndla hana sem slíka.

At­vinnu­grein­in er þjóðarbú­skapn­um gríðarlega mik­il­væg og því þurf­um við að marka stefnu um hvert við vilj­um fara. Í slíkri stefnu­mörk­un kæmi fram hvernig upp­bygg­ingu ferðamannastaða og innviða yrði háttað, hvernig haga skuli um­hverf­is­vernd, rann­sókn­um og mennt­un. Þá kæmi slík stefnu­mörk­um einnig inn á heil­brigðis­kerfið þar sem ferðamenn þurfa að geta gengið að góðri heil­brigðisþjón­ustu um land allt. Í raun má líta á ferðaþjón­ustu sem tæki­færi fyr­ir heil­brigðis­kerfið, þar sem ferðamenn greiða fullt gjald fyr­ir þjón­ust­una. Snertiflet­irn­ir eru nán­ast við allt sam­fé­lagið.

Við þurf­um að binda enda á umræðuna um gjald­töku af ferðamönn­um sem hef­ur verið ít­rekað haldið á lofti und­an­far­in ár. Fyr­ir fá­ein­um árum stóð til að ferðamenn yrðu að kaupa nátt­úrupassa og nú er stefnt að því í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar að leggja komu­gjöld á flug­f­arþega árið 2020. Gjald­tak­an mun leiða til þess að verð á Íslands­ferðum hækk­ar. Komu­gjöld­in myndu leggj­ast jafnt á ferðamenn sem Íslend­inga, og ég tel að það myndi falla í grýtt­an jarðveg. Það myndi sömu­leiðis þurfa að leggja komu­gjöld á inn­an­lands­flugið vegna Evr­ópskr­ar reglu­gerðar sem hér er í gildi. Það er því að mörgu að huga.

Það er út­breidd skoðun inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar að ferðamenn leggi nú þegar nóg af mörk­um til hins op­in­bera. Mik­il­vægt er að skoða þá skatta og gjöld sem ferðamenn greiða nú þegar í heild­rænu sam­hengi, áður en ákvörðun verður tek­in um frek­ari gjald­heimtu. Í fyrra er áætlað að bein­ar tekj­ur hins op­in­bera, þ.e. rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, að frá­töld­um kostnaði hafi numið 65 millj­örðum króna. Það er há fjár­hæð. Og að gjald­eyris­tekj­ur þjóðarbús­ins af ferðaþjón­ustu hafi numið 503 millj­örðum króna, sem eru 42% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar,“ seg­ir hún.

Stóra-Hafró

Bjarn­heiður fagn­ar hug­mynd­um ferðamálaráðherra um að koma á fót rann­sókn­ar­stofn­un fyr­ir ferðaþjón­ust­una. „Það vant­ar gögn og rann­sókn­ir til þess að hægt sé að taka skyn­sam­leg­ar ákv­arðanir til lengri tíma. Við þurf­um áreiðan­leg­ar töl­ur um fjölda ferðamanna, gist­inæt­ur, út­gjöld, dval­ar­lengd og al­menna ferðahegðun. Einnig upp­lýs­ing­ar um markaðina, þróun þeirra og svo auðvitað lyk­il­töl­ur um rekstr­araf­komu fyr­ir­tækja og tekj­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga, svo eitt­hvað sé nefnt. Þol­mark­a­rann­sókn­ir eru þar að auki mjög mik­il­væg­ar fyr­ir framtíðar­upp­bygg­ingu. All­ar þess­ar rann­sókn­ir þarf að gera með reglu­bundn­um hætti, til að hægt sé að fylgj­ast með þróun á milli tíma­bila. Ráðherra hef­ur talað um slíka rann­sókn­ar­stofn­un sem Litlu-Hafró. Ferðaþjón­ust­an er orðin stærri at­vinnu­grein en sjáv­ar­út­veg­ur og því væri nær að tala um Stóru-Hafró.“

Ferðamenn við Skógafoss.
Ferðamenn við Skóga­foss. mbl.is/​RAX

Það þurfi enn frem­ur að ríkja fé­lags­leg sátt um ferðaþjón­ust­una hér á landi. „Íslend­ing­ar þurfa að lifa í sátt og sam­lyndi með ferðaþjón­ust­unni. Án sátt­ar er erfitt að halda áfram að byggja upp ferðaþjón­ustu. Ef gest­risn­in, sem við erum þekkt fyr­ir, fer að láta und­an síga vegna pirr­ings út í ferðamenn, sem er aðeins farið að bera á á ör­fá­um stöðum á land­inu, er hætt við að ferðaþjón­ust­unni muni fat­ast flugið,“ seg­ir Bjarn­heiður.

Að henn­ar sögn virðist óþols gæta einkum í miðbæ Reykja­vík­ur og af­mörkuðum svæðum úti á landi, eins og Mý­vatni og Vík í Mýr­dal. „Þar er mikið af ferðamönn­um á litlu svæði. Það er mik­il­vægt að Íslend­ing­ar séu já­kvæðir gagn­vart ferðaþjón­ust­unni því þeir eru hluti af ferðalag­inu. Flest­ir ferðamenn vilja eiga í vin­sam­leg­um sam­skipt­um við hinn al­menna Íslend­ing – við starfs­fólkið á bens­ín­stöðinni og starfs­fólkið í baka­rí­inu. Íslend­ing­ar hafa alla tíð verið góðir gest­gjaf­ar og þannig vilj­um við auðvitað hafa hlut­ina.“

Til að halda Íslend­ing­um í liði með ferðaþjón­ust­unni er t.d. hægt að benda á hvað ferðaþjón­ust­an hafi gert fyr­ir land og þjóð og hve mik­il­væg hún er efna­hags­líf­inu. „Halda ber til haga að ferðaþjón­ust­an bjargaði ís­lensku efna­hags­lífi úr djúpri kreppu eft­ir banka­hrun. Það er henni að þakka að á und­an­förn­um árum hef­ur verið mik­ill hag­vöxt­ur og upp­bygg­ing í sam­fé­lag­inu. Ferðaþjón­ust­an hef­ur gert það að verk­um að ný tæki­færi hafa orðið til víða um land. Fjár­fest­ing hef­ur auk­ist gríðarlega, sveit­ar­fé­lög hafa eflst og rekst­ur þeirra víða snú­ist við til hins betra. Fólk hef­ur getað flutt aft­ur heim í byggðarlög­in vítt og breitt um landið. Og miðbær Reykja­vík­ur iðar af lífi. Þar hef­ur sprottið upp fjöldi veit­ingastaða og önn­ur þjón­usta sem rekja má með bein­um hætti til auk­ins ferðamanna­straums,“ seg­ir Bjarn­heiður.

Að henn­ar mati hafa ferðamannastaðir ekki verið und­ir­bún­ir nægi­lega vel fyr­ir komu ferðamanna. „Við bjóðum þeim að koma og skoða landið en höf­um ekki tryggt að girðing­ar, göngu­stíg­ar, merk­ing­ar, aðgangs­stýr­ing­ar og fleira sé með æski­leg­um hætti. Þetta er mik­il­vægt verk­efni, bæði til að bæta upp­lif­un ferðamanna og til að gæta að nátt­úr­unni.“

Ríkið fjár­magni ferðamannastaði

Hún seg­ir að ríkið eigi að fjár­magna upp­bygg­ingu ferðamannastaða. „Eins og komið hef­ur fram hagn­ast hið op­in­bera um 65 millj­arða af komu ferðamanna. Það er margsannað að fjár­fest­ing í innviðum marg­borg­ar til baka. Upp­bygg­ing innviða er lyk­ill­inn að blóm­legri ferðamennsku. Ferðamenn eiga að njóta dval­ar­inn­ar.“

Talið berst að ástandi gatna­kerf­is­ins. „Þekkt er að ástand vega er baga­legt. Það hef­ur verið van­rækt að fjár­festa í vega­kerf­inu frá banka­hrun­inu. Við erum að súpa seyðið af því núna enda veg­irn­ir meira og minna ónýt­ir víðast hvar á land­inu. Það skap­ar veg­far­end­um hættu.“ Sam­kvæmt út­tekt Sam­taka iðnaðar­ins þarf að leggja 110-120 millj­arða króna í vega­kerfið til að koma því í gott horf. „Hefja þarf stór­sókn í að efla vega­kerfið okk­ar, það mun ekki bara nýt­ast ferðaþjón­ust­unni held­ur lands­mönn­um öll­um,“ seg­ir hún.

Bjarn­heiður seg­ir að sókn­ar­fær­in í ferðaþjón­ust­unni liggi meðal ann­ars í því að fara vel með nátt­úr­una. „Nátt­úr­an er alltumlykj­andi í ferðaþjón­ustu hér á landi. Hún er á við stærðar­inn­ar gull­námu. Nátt­úr­an er án nokk­urs vafa verðmæt­ust ósnort­in nú á dög­um. Ósnortnu víðern­in sem við eig­um eru hvergi til leng­ur í Evr­ópu. Þar er búið að skipu­leggja hvern ein­asta fer­metra. Þetta er ein­stakt og verður að skoðast sem stór auðlind.“

mbl.is