„Óhreinu börnin hennar Evu“

Samfélagsmál | 9. maí 2018

„Óhreinu börnin hennar Evu“

„Eins og við vinnum í dag þá tekst barnavernd yfirleitt ekki að vinna á vanda barnanna og fjölskyldna nema vandinn sé alvarlegur og það er meðal annars vegna þess að við höfum allt of fáa barnaverndarstarfsmenn til þess að sinna hverju máli svo vel sé. Auk þess skortir okkur betri úrræði til að taka við börnum í alvarlegum vanda. Þá horfi ég til ríkisins, Barnaverndarstofu og BUGL [barna- og unglingageðdeild Landspítalans] , Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar og fleiri aðila.“ 

„Óhreinu börnin hennar Evu“

Samfélagsmál | 9. maí 2018

mbl.is/Hari

„Eins og við vinn­um í dag þá tekst barna­vernd yf­ir­leitt ekki að vinna á vanda barn­anna og fjöl­skyldna nema vand­inn sé al­var­leg­ur og það er meðal ann­ars vegna þess að við höf­um allt of fáa barna­vernd­ar­starfs­menn til þess að sinna hverju máli svo vel sé. Auk þess skort­ir okk­ur betri úrræði til að taka við börn­um í al­var­leg­um vanda. Þá horfi ég til rík­is­ins, Barna­vernd­ar­stofu og BUGL [barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans] , Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöðvar­inn­ar og fleiri aðila.“ 

„Eins og við vinn­um í dag þá tekst barna­vernd yf­ir­leitt ekki að vinna á vanda barn­anna og fjöl­skyldna nema vand­inn sé al­var­leg­ur og það er meðal ann­ars vegna þess að við höf­um allt of fáa barna­vernd­ar­starfs­menn til þess að sinna hverju máli svo vel sé. Auk þess skort­ir okk­ur betri úrræði til að taka við börn­um í al­var­leg­um vanda. Þá horfi ég til rík­is­ins, Barna­vernd­ar­stofu og BUGL [barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans] , Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöðvar­inn­ar og fleiri aðila.“ 

Þetta kom fram í máli Júlíu Sæ­munds­dótt­ur, fé­lags­mála­stjóra Fljóts­dals­héraðs, á ráðstefnu vel­ferðarráðuneyt­is­ins um snemm­tæka íhlut­un í mál­efn­um barna á Íslandi, SIMBA, í gær.

Júlía seg­ir barna­vernd­ar­starfs­menn búa við marga flösku­hálsa sem þeir geta lítið haft áhrif á. „Biðlist­ana, óhreinu börn­in henn­ar Evu sem eng­inn vill taka við og þá á ég við börn með fjölþætt­an vanda. Gráu svæðin á milli þess sem sveit­ar­fé­lög­in ann­ars veg­ar og ríkið hins veg­ar eiga að sinna. Skapa vanda sem ger­ir kerfið óskil­virkt og haml­ar því að börn fái þá þjón­ustu sem þau hafa þörf fyr­ir og eiga rétt á,“ seg­ir Júlía. 

Sam­vinna skil­ar ár­angri

Hún kynnti á ráðstefn­unni Aust­ur­lands­líkanið að fyr­ir­mynd Ný­borg­armód­els­ins sem sex sveit­ar­fé­lög á Aust­ur­landi standa að. Sænska mód­elið geng­ur út á aukið sam­starf fagaðila, skóla, heilsu­gæslu og fé­lagsþjón­ust­unn­ar sem fel­ur í sér mark­viss­ari ráðgjöf og meðferð í mál­um ein­stakra nem­enda og fjöl­skyldna. Það er að segja bætt þjón­usta við börn og for­eldra og auk­in sam­vinna fag­fólks um mál­efni tengd vel­ferð og námi nem­enda frá leik­skóla­aldri.

Júlía seg­ir að þetta komi í veg fyr­ir að leita þurfi á marga staði. Eins of- eða vanþjón­ustu og að sér­fræðing­ar séu jafn­vel að vinna á móti hver öðrum með ólíkri nálg­un sem get­ur skapað glundroða í lífi skjól­stæðinga.

Mikilvægt er að hafa kennara með í ráðum þegar kemur …
Mik­il­vægt er að hafa kenn­ara með í ráðum þegar kem­ur að úrræðum fyr­ir börn í vanda. mbl.is/​Hari

Skóla­starfs­fólk hef­ur að henn­ar sögn lengi kvartað yfir úrræðal­eysi þegar kem­ur að því að ráðleggja börn­um og fjöl­skyld­um þeirra sem eiga í vanda. Oft standi skóla­fólk eitt í bar­átt­unni án nægr­ar aðstoðar frá öðrum sér­fræðing­um.

Þetta skapi mikið álag og eins hafi skóla­stjórn­end­ur um all­an vest­ræn­an heim kvartað yfir barna­vernd­um sem vinni af þag­mælsku með mál­efni barna.

Mik­il­vægt hlut­verk kenn­ara

Kenn­ar­ar sem vinna með börn­in alla daga fá því oft ekki upp­lýs­ing­ar um til hvaða aðgerða er gripið. Þeir fái það jafn­vel á til­finn­ing­una að ekk­ert sé verið að gera í mál­um barns­ins. Þetta eyk­ur á óör­yggi og van­líðan, seg­ir Júlía.

„Kenn­ar­ar eru mik­il­væg­ir í þessu sam­hengi og geta gert mikið til þess að bæta aðstæður barn­anna þegar hlustað er á þeirra reynslu og þekk­ingu á barn­inu. Þegar þeir eru hafðir með í ráðum og hafa hlut­verki að gegna í því að vinna að sam­eig­in­legu mark­miði – að barn­inu farn­ist bet­ur,“ seg­ir hún og bend­ir á mik­il­vægi þess að horfa ekki fram hjá sérþekk­ingu þeirra á aðstæðum.

Með því að upp­lýsa og hlusta á kenn­ara fái þeir hlut­verk og til­gang sem eru meðal grund­vall­ar­atriða í starfi kenn­ara og vinn­ur á móti hættu á að viðkom­andi brenni út vegna álags. 

Júlía ræddi í fyr­ir­lestri sín­um um ný­lega könn­un Sigrún­ar Harðardótt­ur og Ingi­bjarg­ar Karls­dótt­ur á líðan kenn­ara. Þar kem­ur fram að ætl­ast sé til þess að kenn­ar­ar geti haldið tíu bolt­um á lofti á sama tíma.

Þeir bendi á að við slík­ar aðstæður væri gott að vera í sam­starfi með sér­fræðing­um. Auk þess sé það erfitt fyr­ir kenn­ara að horfa upp á börn sem glíma við mikla van­líðan. Til að mynda vegna áfalls í fjöl­skyldu, fá­tækt­ar, fé­lags­legr­ar út­skúf­un­ar. Kenn­ar­ar upp­lifa sig hjálp­ar­vana í þeim aðstæðum. Að mati kenn­ar­anna skort­ir aðstoð fag­fólks í slík­um aðstæðum svo sem fé­lags­ráðgjafa og annarra sér­fræðinga. 

Falla í þá gryfju að vísa vand­an­um annað

Í Aust­ur­lands­líkan­inu er lögð mik­il áhersla á snemm­tæk inn­grip og for­varn­ir, seg­ir Júlía. Það segi sig sjálft að það er mun ódýr­ara þegar gripið sé snemma inn og skaðleg  áhrif á þroska barns­ins ekki eins langvar­andi. Með þessu verður inn­grip í líf fjöl­skyld­unn­ar minna þegar komið er að mál­um strax í upp­hafi vand­ans. Jafn­framt get­ur þetta þýtt að mál barns­ins þarf ekki endi­lega að rata á borð barna­vernd­ar með til­heyr­andi skriffinnsku og vinnu­álagi. 

Júlía fjallaði um þann vanda sem við stönd­um frammi fyr­ir sem fé­lags- og vel­ferðarsam­fé­lag. Hvað þurfi að gera til þess að spara fjár­muni og vinnu­álag um leið og við veit­um betri þjón­ustu.

Hún seg­ir að sér­fræðing­ar sem þurfa að leysa vanda allt of margra skjól­stæðinga eða sjúk­linga falli gjarna í þá gryfju að vísa vand­an­um í annað kerfi eða stofn­un.

„Kannski oft vegna álags og krafna í starfi sem erfitt er að mæta og sinna. Þá erum við að tala um börn­in sem eru í mest­um vanda og þurfa kostnaðar­söm úrræði strax. Fæð starfs­manna og fjöldi mála hvers sér­fræðings ger­ir það að verk­um að lít­ill tími gefst til þess að sinna for­vörn­um og snemm­tæk­um inn­grip­um.

Þetta er, leyfi ég mér að segja, jafn­heimsku­legt og hund­ur sem elt­ir skottið á sér. Kerfið er sprungið og þjón­ar ekki mark­miðum sín­um nema af tak­mörkuðu leyti og við miss­um gott fólk í veik­inda­leyfi vegna álags eða það flýr í önn­ur störf þar sem álag er minna.

Ég ótt­ast að stutt sé í að við náum ná­grönn­um okk­ar í Skandi­nav­íu með fjölda starfs­manna sem glíma við al­var­leg­an kvíða og út­brennslu í starfi. En hvað er til ráða? Hvernig dóm myndi kerfið okk­ar fá ef það væri rýnt með gler­aug­um fag- og viðskipta­fræði?“ spurði Júlía ráðstefnu­gesti.

Dýrt að slökkva elda í stað þess að ráðast á glóðina

„Fyr­ir aust­an þá lít­um við á fé­lags­leg­an vanda, þar á meðal heil­brigðis­vanda, sem ákveðinn bing sem við erum öll að vinna á hvert í sínu horni og stofn­un. Með því að leggja sam­an krafta okk­ar, sér­fræðiþekk­ingu, úrræði og fjár­muni náum við betri og skil­virk­ari ár­angri í því að vinna á bingn­um og minnka fé­lags­leg­an vanda í okk­ar sam­fé­lagi,“ seg­ir Júlía.

Hún seg­ir að ef horft er á þetta út frá rekstr­ar­hag­fræðinni ná­ist betri af­köst, betri þjón­usta og við auk­um vel­ferð í sam­fé­lagi. Um leið og við minnk­um álag á hverja stofn­un og sér­fræðing.

„Sam­legðaráhrif og skil­virkni skap­ar betri nýt­ingu fjár­muna, tíma og úrræða held­ur en ef við héld­um áfram að vinna sér í hverju horni með tak­markaðri sam­vinnu. Lyk­il­atriðið er snemm­tæk íhlut­un og for­varn­ir. Að tak­ast á við vand­ann áður en hann verður krón­ísk­ur og hef­ur meiri áhrif á vel­ferð og þroska barna og fjöl­skyldna,“ seg­ir Júlía.

„Það er svo dýrt að vera alltaf að slökkva elda þegar við get­um ráðist á glóðina og komið í veg fyr­ir stór­bruna. Okk­ar sann­fær­ing er sú að á end­an­um spar­ist fjár­mun­ir hjá öll­um stofn­un­um með því að leggja sam­an krafta okk­ar með mark­vissu sam­starfi.

Við þurf­um að brjóta niður veggi og múra stofn­ana og miða úrræði út frá auk­inni sam­vinnu. Við þurf­um að hugsa kerf­in okk­ar upp á nýtt með gæðastýr­ingu, hag­kvæmni og best­un þjón­ust­unn­ar að leiðarljósi,“ seg­ir Júlía og hvet­ur til þess að starfs­menn stofn­ana hætti að hugsa ein­vörðungu út frá fjár­hags­áætl­un­um eig­in stofn­ana eða með því að vísa verk­efn­um frá sér til annarra.

„Við minnk­um öll vinnu­álag okk­ar með því að ráðast mark­visst og sam­taka á bing­inn og all­an þann fé­lags­lega vanda sem við eig­um við að etja í okk­ar sam­fé­lagi,“ seg­ir Júlía. 

Grein­ar mbl.is um mál­efni barna og ung­menna

mbl.is