Álag og áföll eru hluti af lífinu

Álag og áföll eru hluti af lífinu

Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík.

Álag og áföll eru hluti af lífinu

Aðgát skal höfð í nærveru sálar | 13. maí 2018

Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að …
Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því að það kemst ekki í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nær helm­ing­ur þátt­tak­enda í doktors­rann­sókn Mar­grét­ar Ólafíu Tóm­as­dótt­ur, heim­il­is­lækn­is, reynd­ist fjölveik­ur. Það er, þjá­ist af tveim­ur eða fleiri lang­vinn­um sjúk­dóm­um. Sterk tengsl voru á milli lík­ama­legra og and­legra veik­inda en ann­ars voru mynstur sjúk­dóm­anna mjög ólík.

Nær helm­ing­ur þátt­tak­enda í doktors­rann­sókn Mar­grét­ar Ólafíu Tóm­as­dótt­ur, heim­il­is­lækn­is, reynd­ist fjölveik­ur. Það er, þjá­ist af tveim­ur eða fleiri lang­vinn­um sjúk­dóm­um. Sterk tengsl voru á milli lík­ama­legra og and­legra veik­inda en ann­ars voru mynstur sjúk­dóm­anna mjög ólík.

Mar­grét vann verk­efnið sína meðal íbúa í Norður-Þrænda­lög­um í Nor­egi en öll­um íbú­um í fylk­inu á aldr­in­um 20-79 ára var boðið að taka þátt. Um far­alds­fræðilega rann­sókn með vís­an til streituþátta var að ræða en rann­sókn­in hef­ur verið gerð reglu­lega und­an­far­in fjör­tíu ár. Um er að ræða stór­an op­inn spurn­ing­ar­lista sem er send­ur til fólks auk þess sem það fer í blóðrann­sókn­ir.

Mar­grét seg­ir að rann­sókn­in sýni að 42% íbú­anna glími við fjölveiki. Þetta er svipað hlut­fall og ann­ars staðar þar sem sam­bæri­leg­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar. Að vísu hafi hlut­fallið verið held­ur lægra á Íslandi í rann­sókn sem gerð var hér á landi en sú rann­sókn náði til allra ald­urs­hópa, það er bæði full­orðinna og barna.

Í rann­sókn Mar­grét­ar eru tengsl milli upp­lif­un­ar í æsku og fjölveik­inda á full­orðins­ár­um sterk og voru fjölveik­ind­in al­geng­ari sam­fara erfiðri upp­lif­un í æsku.

Svipað sam­band fannst milli til­vist­ar­vanda á full­orðins­ár­um og þró­un­ar fjölveik­inda. Það voru mark­tæk tengsl milli flestra þátta til­vist­ar­vand­ans og þró­un­ar fjölveik­inda, en þau voru al­geng­ari eft­ir því sem til­vist­ar­vand­inn varð fjölþætt­ari.

Álag, sem er meira en ein­stak­ling­ur þolir eða tel­ur sig þola, hef­ur áhrif á horm­óna­kerfi og eins innkirtla­kerfi og tauga­kerfi viðkom­andi, seg­ir Mar­grét. Smám sam­an hef­ur þetta áhrif á þróun sjúk­dóma en þegar ein­stak­ir sjúk­dóm­ar voru skoðaðir sáust sömu tengsl í til­viki 19 sjúk­dóma af 21 sem var skoðaður.

Hún seg­ir að það sé aðeins mis­jafnt á milli rann­sókna hvort fjölveik­indi séu al­geng­ari meðal kvenna eða karla en marg­ar þeirra sýni að slík veik­indi séu  al­geng­ari meðal kvenna og það var niðurstaða rann­sókn­ar Mar­grét­ar. Eðli máls­ins sam­kvæmt eru fjölveik­indi al­geng­ari meðal eldra fólks en yngra.

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilslæknir.
Mar­grét Ólafía Tóm­as­dótt­ir heim­ils­lækn­ir.

„En þeir hóp­ar sem við horfðum sér­stak­lega til voru hóp­ar yngra fólks sem var komið með fjölveik­indi og hvort áföll væru að spila þar inn í,“ seg­ir Mar­grét.

Niðurstaðan var sú að þeir sem upp­lifðu mjög erfiða æsku voru að meðaltali lág­vaxn­ari, með stærra mitti og hærri lík­amsþyngd­arstuðul. Eins voru þeir með hraðari hvíld­ar­hjart­slátt og lægri blóðþrýst­ing en þeir sem upp­lifðu mjög góða æsku.

Niður­stöðurn­ar benda til tengsla milli erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á full­orðins árum, og fjölveik­inda seinna á æv­inni. Tengsl­in verða sterk­ari við aukna erfiðleika hvort sem það er erfiðari upp­lif­un á barnsæsku eða fjölþætt­ari til­vist­ar­vandi á full­orðins­ár­um, seg­ir meðal ann­ars í doktor­s­verk­efni Mar­grét­ar, Multimor­bidity in the Norweg­i­an HUNT popluati­on - An ep­i­dem­iological stu­dy with ref­erence to the concept al­lostatic load.

„Þetta er leynd­ur vandi sem lækna­vís­ind­in hafa ekki ein­beitt sér sér­stak­lega að á und­an­förn­um árum. Sem bet­ur fer er að aukast að áhersla sé lögð á áhrif áfalla og streitu í barnæsku á heilsu­far síðar á lífs­leiðinni.“ seg­ir Mar­grét.

Mar­grét seg­ir mik­il­vægt að kenna fólki rétt bjargráð í stað þess að fólk geri eins og það hef­ur jafn­vel gert í barnæsku sem get­ur þýtt að fólk fari út í lífið með bjargráð sem ekki gera þeim gott til lengri tíma litið.

Hún seg­ir áföll­in af ýms­um toga og áður hafi aðallega verið horft til áfalla eins og kyn­ferðis­legs of­beld­is, van­rækslu og ann­ars kon­ar of­beld­is en í henn­ar rann­sókn sé meira horft á upp­lif­un ein­stak­lings­ins. Það þurfi ekki vera um eitt­hvað fyr­ir­fram skil­greint áfall að ræða held­ur það hvernig ein­stak­ling­ur upp­lif­ir hlut­ina enda er það þín upp­lif­un sem hef­ur áhrif á þinn heila. Kannski eitt­hvað sem þú upp­lif­ir sem áfall en ekki ein­hver ann­ar, seg­ir Mar­grét.

Mik­il­vægt að grípa inn strax

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að and­leg líðan ungra stúlkna hef­ur versnað til muna á síðustu árum og marg­ar þeirra glíma við kvíða. Mar­grét seg­ir að þetta sýni mik­il­vægi þess að grípa strax inn hjá ungu fólki.

Getty Ima­ges

„Þetta er eitt­hvað sem verður að nálg­ast á lýðheilsu­grund­velli. Meðal ann­ars með seigluþjálf­un. Að fólk geri sér grein fyr­ir að það kemst ekki í gegn­um lífið án þess að verða fyr­ir áföll­um en læri heil­brigð bjargráð sem geti komið þeim í gegn­um erfiðleik­ana án þess að áföll­in valdi streitu sem get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Þetta er eitt­hvað sem allt vel­ferðar­kerfið verður að sam­ein­ast um.“

Mar­grét seg­ir að þetta sé ekk­ert sem kem­ur heim­il­is­lækn­um á óvart enda stór hluti þeirra sem leita til heim­il­is­lækna glíma við fleiri en einn vanda og oft vanda tengda streitu og áföll­um og áhrif þeirra á lík­ama­lega heilsu.

„Við erum að sjá mikla vit­und­ar­vakn­ing um þessi mál og von­andi verður þessu fylgt mark­visst eft­ir. Að börn verði alin upp við að álag er hluti af líf­inu og kenna þeim að tak­ast sem best á við slík áföll,“ seg­ir Mar­grét en hún er ein þeirra sem held­ur er­indi á málþingi Geðhjálp­ar og Virk um kon­ur, geðræna erfiðleika og leiðir til lausna næst­kom­andi föstu­dag.

mbl.is