Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá óöruggum eiginmanni sem finnst yfirmaður eiginkonunnar vera að fara yfir mörk. 

Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Spyrðu um sambönd og samskipti | 1. júní 2018

Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn …
Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn varð hann að leita ráða hjá Valdimar Þór Svavarssyni ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá óör­ugg­um eig­in­manni sem finnst yf­ir­maður eig­in­kon­unn­ar vera að fara yfir mörk. 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá óör­ugg­um eig­in­manni sem finnst yf­ir­maður eig­in­kon­unn­ar vera að fara yfir mörk. 

Sæll Valdi­mar

Ég komst að því um dag­inn að kon­an mín er búin að vera í sam­skipt­um við yf­ir­mann sinn. Hann er 20 árum eldri og hafa þau sam­skipti átt sér staði í gegn­um sam­fé­lags­miðla í laumi. Ég sá eitt­hvað af þess­um skila­boðum og flest voru bara um dag­inn og veg­inn. Eitt sinn sendi hún hon­um mynd af sér í sund­föt­um og hann svarað henni til baka að mynd­in væri „töff og sexý“. Hún legg­ur áherslu á að hann sé að meina að mynd­in sé það, ekki hún sjálf. Síðan send­ir hann henni að hann sakni henn­ar þegar hún er ekki í vinn­unni og hlakki til að sjá hana og hún seg­ir sömu­leiðis. Hún seg­ir að þau séu bara vin­ir og ég sé að gera of mikið úr þessu og þess vegna hafi hún leynt þessu. Þarf ég að hafa áhyggj­ur af þessu? Eru þetta heil­brigði sam­skipti?

Kveðja, X

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Góðan dag­inn og takk fyr­ir þessa áhuga­verðu spurn­ingu.

Stutta svarið við spurn­ing­unni er já, þetta er eitt­hvað sem er eðli­legt að hafa áhyggj­ur af og nei, þetta eru ekki eðli­leg sam­skipti. Miðað við þína hlið á mál­inu þá er hægt að tala um fram­hjá­hald eða í það minnsta fyrstu skref­in í þá átt. Það er mis­mun­andi hvað fólk tel­ur vera fram­hjá­hald og mjög mis­mun­andi hvað hver og einn tel­ur að sé eðli­legt eða í lagi í sam­bandi við sam­skipti við aðra utan sam­bands­ins sem þeir eru í. Sum­ir vilja meina að ein­göngu sé um fram­hjá­hald að ræða þegar sam­band aðila verður lík­am­legt á ein­hvern hátt. Aðrir líta svo á að um leið og ein­hver sam­skipti eru far­in að eiga sér stað þar sem verið er að ýja að ein­hverju sem snýr að kyn­lífi, sam­bandi eða öðru sem snýr að nán­um sam­bönd­um, þá sé um fram­hjá­hald að ræða. Skipt­ir þá ekki  máli hvort þessi sam­skipti eigi sér stað maður á mann eða á ra­f­ræn­an hátt, t.d. á Face­book, Skype, Snapchat eða öðrum miðlum. Þegar talað er um fram­hjá­hald þá er það ein­fald­lega þannig að ef þú átt í sam­bandi við ein­hvern aðila og ákveður að leyna því fyr­ir maka þínum, þá er það trúnaðar­brot og fram­hjá­hald ef sam­skipt­in eru á þeim nót­um.

Þú seg­ir að sam­skipt­in hafi verið „í laumi“ og að kon­an þín hafi valið að leyna sam­skipt­un­um fyr­ir þér, þetta eru hvoru tveggja gild­ar ástæður til að segja að þarna sé um fram­hjá­hald að ræða. Trúnaðar­brot í sam­bönd­um eru afar slæm og valda öllu jafn­an mikl­um sárs­auka hjá þeim sem upp­lifa slíkt. Ekk­ert get­ur rétt­lætt fram­hjá­hald. Ef sam­bandið okk­ar er ekki eins og við vilj­um hafa það, þá er eðli­leg­ast að gera sitt besta til að vinna í því og leita leiða til þess að það sé inni­halds­ríkt og gott. Ef all­ar leiðir bregðast í slíkri vinnu er eðli­legt að skoða þann mögu­leika að ljúka sam­band­inu og gera það þá á heiðarleg­an hátt, áður en farið er að skoða aðra mögu­leika. Í hinum full­komna heimi væri þetta al­menn regla en raun­veru­leik­inn er sá að trúnaðarbrest­ir og fram­hjá­höld eru mjög al­geng í umræðunni þegar kem­ur að erfiðleik­um og áföll­um í sam­bönd­um.

Það er siðferðilega rétt að gæta trúnaðar í para­sam­bandi og að bera virðingu fyr­ir sam­bönd­um annarra. Það rík­ir sér­stök ábyrgð á herðum þeirra sem eru yf­ir­menn, stjórn­end­ur og all­ir fagaðilar sem vinna með fólki, að fylgja ýtr­ustu siðaregl­um á þessu sviði og koma fram af heiðarleika. Kon­an þín ber al­farið ábyrgð á sín­um þætti í mál­inu og sjálfsagt að setja spurn­ing­ar­merki við það að senda yf­ir­manni sín­um mynd af þessu tagi. Yf­ir­maður­inn ætti líka að setja skýr mörk á öll slík sam­skipti og taka ekki þátt í þeim.

Spurn­ing­in sem eft­ir sit­ur er hvað þú vilt gera í þess­ari stöðu og hvort þú sætt­ir þig við trúnaðar­brot af þessu tagi. All­ir geta gert mis­tök og ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vinna að sam­band­inu þó svo að svona mál hafi komið upp. Ég mæli með að fá aðstoð par­aráðgjafa í slíka vinnu. Til þess að vinn­an skili ár­angri þarf vilji beggja að vera til staðar til þess að sinna sam­band­inu, sam­komu­lag þarf að vera um hvað er rétt og rangt í sam­skipt­um við aðra og full­kom­inn heiðarleiki þarf að ríkja í fram­hald­inu.

Gangi ykk­ur vel í fram­hald­inu!

Kær kveðja,

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is