Hrefna Halldórsdóttir er 24 ára gamall sálfræðinemi og Hafnfirðingur í húð og hár. Hún og Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í fótbolta, hafa verið kærustupar í fimm ár. Hrefna er líka margfaldur Íslandsmeistari, Norður-Evrópumeistari og bikarmeistari í dansi.
Hrefna Halldórsdóttir er 24 ára gamall sálfræðinemi og Hafnfirðingur í húð og hár. Hún og Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í fótbolta, hafa verið kærustupar í fimm ár. Hrefna er líka margfaldur Íslandsmeistari, Norður-Evrópumeistari og bikarmeistari í dansi.
Hrefna Halldórsdóttir er 24 ára gamall sálfræðinemi og Hafnfirðingur í húð og hár. Hún og Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í fótbolta, hafa verið kærustupar í fimm ár. Hrefna er líka margfaldur Íslandsmeistari, Norður-Evrópumeistari og bikarmeistari í dansi.
„HM leggst bara ótrúlega vel í mig og ég er farin að finna fyrir mikilli tilhlökkun. Ég held að strákarnir eigi eftir ađ standa sig međ prýði og sýna enn og aftur hvað í þeim býr,“ segir hún.
Hrefna ætlar að sjálfsögðu að sjá alla leikina en hún og Sverrir Ingi búa í Rússlandi þar sem hann spilar með FC Rostov.
„Ég fer ađ sjálfsögðu til Rússlands, öll tengdafjölskyldan mín ætlar ađ koma með og síðan kemur pabbi og litli bróđir minn á Rostov-leikinn. Ég þarf ekki ađ taka mikið með mér þar sem ég verð mestmegnis af tímanum heima hjá mér í Rostov. En íslenska landsliðstreyjan verđur ađ sjálfsögðu sett efst í töskuna.“
Hefur HM einhver áhrif á fjölskyldulífið?
„HM hefur bara góð áhrif á fjölskyldulífið. Allir koma saman og mikil spenna og tilhlökkun er í loftinu. Ađ geta stutt landið sitt á svona stórmóti er eitthvað sem mađur tekur alls ekki sem sjálfsögðum hlut.“
Hvernig ertu á leikjum?
„Ég get verið mjög stressuð á leikjum og mađur byrjar ađ fá fiðrildi í magann morguninn á leikdegi en ég hugsa alltaf um ađ senda góða orku og hvatningu á liðið og minn mann.“