Ísland leikur á móti Nígeríu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Úrslit leiksins eiga eftir að koma í ljós en að mati Vogue vann nígeríska landsliðið keppnina um best klædda liðið á mótinu.
Ísland leikur á móti Nígeríu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Úrslit leiksins eiga eftir að koma í ljós en að mati Vogue vann nígeríska landsliðið keppnina um best klædda liðið á mótinu.
Ísland leikur á móti Nígeríu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Úrslit leiksins eiga eftir að koma í ljós en að mati Vogue vann nígeríska landsliðið keppnina um best klædda liðið á mótinu.
Landsliðsbúningur Nígeríu hefur ekki bara slegið sölumet heldur þóttu Nígeríumennirnir afar smart í tauinu á leiðini til Rússlands. Íslenska landsliðið klæddist jakkafötum frá Herragarðinum á leiðinni til Rússlands en Nígeríumennirnir voru hins vegar í öllu hressilegri klæðnaði, hvítum fötum með grænu munstri.
Bindi íslensku landsliðsmannanna vöktu athygli og það gerðu aukahlutir Nígeríumanna líka. Hattarnir þykja flottir með grænu fjöðrunum og skórnir voru ekki síðri, hvítir með grænum dúskum.