HM svíta prinsanna með þeim flottari

HMxSmartland | 26. júní 2018

HM svíta prinsanna með þeim flottari

Það er nauðsynlegt að horfa á HM í knattspyrnu á góðum skjá og það veit Hussein bin Abdullah, krón­prins Jórdan­íu. Krónprinsinn og Vilhjálmur Bretaprins horfðu á leik Englands og Panama í sannkallaðri HM svítu í höllinni Beit Al Urdun. 

HM svíta prinsanna með þeim flottari

HMxSmartland | 26. júní 2018

Vilhjálmur Bretaprins og Hussein bin Abdullah í Jórdaníu.
Vilhjálmur Bretaprins og Hussein bin Abdullah í Jórdaníu. AFP

Það er nauðsynlegt að horfa á HM í knattspyrnu á góðum skjá og það veit Hussein bin Abdullah, krón­prins Jórdan­íu. Krónprinsinn og Vilhjálmur Bretaprins horfðu á leik Englands og Panama í sannkallaðri HM svítu í höllinni Beit Al Urdun. 

Það er nauðsynlegt að horfa á HM í knattspyrnu á góðum skjá og það veit Hussein bin Abdullah, krón­prins Jórdan­íu. Krónprinsinn og Vilhjálmur Bretaprins horfðu á leik Englands og Panama í sannkallaðri HM svítu í höllinni Beit Al Urdun. 

Vilhjálmur er í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og gat ekki horft á leikinn í beinni. Hann reyndi að komast hjá því að heyra hvernig leikurinn fór og naut þess að horfa á leikinn á risaskjá í boði gestgjafa síns í Jórdaníu. 

Sjónvarpsherbergi jórdanska krónaprinsins er ekki af verri endanum og auk risaskjásins, stóra sófans og púðana er að finna hafnaboltahanskastól eftir Donata D'Urbino and Paolo Lomazzi.  Samkvæmt The National var stóllinn hannaður á áttunda áratug síðustu aldar og tileinkuð hafnaboltakappanum Joe DiMaggio. Hvíti standlampinn í herberginu er síðan Original 1227 Giant Floor lamp frá Anglapoise. 

Kensington-holl birti mynd af HM svítunni á samfélagsmiðlum.
Kensington-holl birti mynd af HM svítunni á samfélagsmiðlum. skjáskot/Twitter




mbl.is