Litla-Afríka í Lóuhólum

Einstakar fjölskyldur | 1. júlí 2018

Litla-Afríka í Lóuhólum

Verslunarmiðstöð í Breiðholti er ekki öll þar sem hún er séð. Þar er til dæmis AfroZone í eigu Patience og Þóris Karlssonar en það eru 15 ár síðan þau gengu í hjónaband. Þau hafa eignast þrjú falleg börn og ýmislegt hefur drifið á daga þessarar fjölskyldu sem á ættir að rekja til tveggja ólíkra landa, sem þó eiga eitt og annað sameiginlegt.

Litla-Afríka í Lóuhólum

Einstakar fjölskyldur | 1. júlí 2018

Flott fjölskylda með rætur frá Gana og Íslandi. Frá vinstri: …
Flott fjölskylda með rætur frá Gana og Íslandi. Frá vinstri: Tinna, Þórir, Jóel, Patience og Karl. mbl/Arnþór Birkisson

Versl­un­ar­miðstöð í Breiðholti er ekki öll þar sem hún er séð. Þar er til dæm­is AfroZo­ne í eigu Patience og Þóris Karls­son­ar en það eru 15 ár síðan þau gengu í hjóna­band. Þau hafa eign­ast þrjú fal­leg börn og ým­is­legt hef­ur drifið á daga þess­ar­ar fjöl­skyldu sem á ætt­ir að rekja til tveggja ólíkra landa, sem þó eiga eitt og annað sam­eig­in­legt.

Versl­un­ar­miðstöð í Breiðholti er ekki öll þar sem hún er séð. Þar er til dæm­is AfroZo­ne í eigu Patience og Þóris Karls­son­ar en það eru 15 ár síðan þau gengu í hjóna­band. Þau hafa eign­ast þrjú fal­leg börn og ým­is­legt hef­ur drifið á daga þess­ar­ar fjöl­skyldu sem á ætt­ir að rekja til tveggja ólíkra landa, sem þó eiga eitt og annað sam­eig­in­legt.

Inn­gang­ur­inn í versl­un­ar­miðstöðina í Lóu­hól­um er frek­ar hefðbund­inn. Hár­greiðslu­stofa til hægri og Bón­us til vinstri, svo apó­tek. En svo birt­ist pólska versl­un­in Dzien Dobry sem út­leggst Góðan dag­inn á yl­hýra og asíska versl­un­in Fiska.is. Báðar með fram­andi vör­ur og maður er strax kom­inn svo­lítið til út­landa. Þegar gengið er áfram inn í versl­un­ar­kjarn­ann, fram­hjá Póllandi og Litlu-Asíu, blas­ir Litla-Afr­íka við, eða AfroZo­ne, óform­legt fé­lags­heim­ili Afr­íku­búa á Íslandi. Þó skal tekið fram strax í byrj­un að AfroZo­ne er fyrst og fremst sér­versl­un í Lóu­hól­um með afr­ísk­ar vör­ur og sér­vör­ur fyr­ir fólk á Íslandi með dökkt hör­und og hár sem get­ur verið erfitt viður­eign­ar að sögn Patience Karls­son, eig­anda versl­un­ar­inn­ar.

Þegar blaðakonu ber að garði er hún að flétta Sögu, vin­konu Tinnu, 10 ára dótt­ur Patience og Þóris, með að því er virðist ótelj­andi litl­um flétt­um sem hún bland­ar gervi­hári með blá­um end­um. Það er ljóst að hin unga Saga verður sval­asta stúlk­an á svæðinu í sum­ar.

Svala, vinkona Tinnu verður eflaust svalasta 10 ára stúlkan á …
Svala, vin­kona Tinnu verður ef­laust sval­asta 10 ára stúlk­an á svæðinu í sum­ar með afró hár. mbl.is/​Dóra

Patience greiðir og flétt­ar afró­hár en hún seg­ir að sér­tækni þurfi til að meðhöndla það, tækni sem ekki er á valdi alls hár­greiðslu­fólks. Því sé oft haldið í skefj­um með flétt­um sem eru tíma­frek­ar en afar fal­leg­ar. Hún seg­ir einnig að dökk húð þurfi feit­ari krem eða hrein­ar ol­í­ur hér­lend­is vegna veðurfars­ins og því sé kakóbauna- og kó­kosol­ía afar vin­sæl meðal fólks með dökka húð sem hér býr. Að sjálf­sögðu fást líka ýms­ar sér­stak­ar hár­vör­ur fyr­ir þeldökkt fólk svo og ýms­ar mat­vör­ur frá Gana. Patience seg­ir að reynd­ar séu hár- og snyrti­vör­urn­ar farn­ar að njóta vin­sælda meðal fólks með ljósa en þurra húð og þurrt hár. Í AfroZo­ne má sjá fram­andi mat, svo sem jam-rót, ýms­ar ban­ana­teg­und­ir og mjöl af ýms­um gerðum, fersk aloe vera blöð, afró­hárskraut, föt, skart og margt fleira.

Hefðbund­in æska og sam­held­in fjöl­skylda

Patience, eða Pat eins og hún er kölluð, kom hingað til lands árið 2003 og gift­ist hon­um Þóri sín­um. Hún seg­ist hafa átt frem­ur hefðbundna æsku í Gana. Pabbi henn­ar var lög­reglu­stjóri og mamma henn­ar sinnti land­búnaðar­störf­um sam­hliða heim­il­is­störf­um eins og al­gengt er víða í Afr­íku en hún á fjög­ur systkini, tvo bræður og tvær syst­ur auk hálf­systkina sem eru eldri en hún. Það sem var ódæmi­gert í æsku henn­ar var lög­reglu­stjórastaða föður henn­ar í Gana sem kallaði á reglu­lega flutn­inga fjöl­skyld­unn­ar á um það bil tveggja til fjög­urra ára fresti. Sem þýddi að hún og fjöl­skylda henn­ar skutu hvergi rót­um og bjuggu víða í land­inu. Hún seg­ist ekki hafa upp­lifað þetta sem rót­leysi, ræt­urn­ar voru fyrst og fremst hjá fjöl­skyld­unni, og henni fannst spenn­andi að flytja á nýja staði og kynn­ast nýj­um vin­um.

Spjall Patience við blaðakonu Fjöl­skyld­unn­ar fer fram á ensku sem hún seg­ir þó ekki vera móður­mál sitt held­ur ewe, tungu­mál sem er talað af sex til sjö millj­ón­um manna í Gana og víðar. Enska er hins veg­ar tungu­málið sem sam­ein­ar fjölda fólks í þess­um hluta Afr­íku og er enska því Pat mjög töm, en hún hef­ur m.a. starfað sem ensku­kenn­ari ung­linga í sínu heimalandi.

Hún segst hafa verið í hefðbundn­um skól­um fram­an af en 13 ára hafi hún farið í heima­vist­ar­skóla sem er al­gengt fyr­ir­komu­lag í Gana og hún eigi þaðan mjög góðar minn­ing­ar.

En hvað í ósköp­un­um dró þessa gan­versku konu til Íslands?

Jú, það er ást­in – eins og svo oft þegar út­lend­ing­ar ákveða að flytja hingað út á mitt ball­ar­haf, þar sem sumr­in eru kald­ari en vet­ur víðast á jarðkringl­unni. Patience fann ást­ina á Íslandi eða reynd­ar kom Þórir Karls­son út til Gana og þar fundu þau hvort annað, en þau höfðu kynnst gegn­um sam­eig­in­lega vini og spjallað mikið og tengst á net­inu þegar hann kom út.

Svona fléttur eru ekki á færi allra.
Svona flétt­ur eru ekki á færi allra. mbl.is/​Dóra

Þórir starfar hjá Jarðbor­un­um og hef­ur unnið ýmis störf gegn­um tíðina en hann vann í fram­leiðslu­deild Acta­vis þegar þau kynnt­ust. Hann sagði að það hefði aldrei verið val­kost­ur að draga sam­bandið á lang­inn vegna flækj­u­stigs við að fara oft milli Íslands og Gana. Enda reynd­ist það ekki nauðsyn­legt því þau höfðu náð vel sam­an í sín­um sam­skipt­um áður og staðfestu þá nánd þegar þau hitt­ust.

Strax sann­færð um að þau ættu sam­leið í líf­inu

„Við átt­um strax mjög margt sam­eig­in­legt. Við erum bæði krist­in og deil­um sömu gild­um í líf­inu, svo sem kristn­um gild­um og fjöl­skyldu­gild­um. Við viss­um strax bæði að við vor­um rétt hvort fyr­ir annað og sann­færð um að við vær­um að taka rétta ákvörðun,“ seg­ir Patience enda flutti hún til Íslands tveim­ur mánuðum eft­ir að þau hitt­ust fyrst í Gana. „Síðan eru liðin 15 ár,“ seg­ir Patience og bros­ir enda ljóst að þau höfðu bæði rétt fyr­ir sér.

– Talandi um gildi. Hvernig upp­lifði Patience gild­in í ís­lensku sam­fé­lagi þegar hún kom hér fyrst?

„Það er mik­ill mun­ur á ís­lensku og gan­versku sam­fé­lagi. Í Gana er bor­in mik­il virðing fyr­ir þeim eldri og fólk þigg­ur al­mennt aðstoð þegar hún er veitt. Mér finnst eins og fólki hér finn­ist það merki um veik­leika ef það þigg­ur aðstoð af ein­hverju tagi.“ Hún seg­ist þó upp­lifa mikið ör­læti í báðum lönd­um en þó með ólík­um hætti. Gan­verj­ar opna dyrn­ar gjarna fyr­ir fólki og bjóða mat og húsa­skjól ef þeir hafa tök á því. Þó að Íslend­ing­ar standi bet­ur hvað ör­læti varðar í efn­is­leg­um gæðum þá gefa Gan­verj­ar af því sem þeir eiga af engu minna ör­læti.

„Íslenskt sam­fé­lag hef­ur breyst mjög mikið á 15 árum síðan ég kom hingað fyrst. Fólk er al­mennt miklu já­kvæðara og opn­ara gagn­vart út­lend­ing­um og ýmsu sem er öðru­vísi.“ Hún seg­ir að ýms­ir viðburðir, svo sem fjöl­menn­ing­ar­hátíðir, hafi haft góð áhrif á opn­ara viðmót Íslend­inga gagn­vart út­lend­ing­um og fjöl­menn­ingu en Íslend­ing­ar séu þó enn al­mennt lokaðri en flest­ir sem hún þekk­ir frá Afr­íku. Hún minn­ist þess ekki að hafa mætt for­dóm­um hér­lend­is; frek­ar að fólk hafi oft haldið sig til baka gagn­vart henni fyrstu árin eft­ir að hún kom. Kannski vegna óör­ygg­is.

mbl/​Arnþór Birk­is­son

Þegar Patience flutt­ist hingað til lands var hún búin að ljúka kenn­ara­námi og var bjart­sýn á að hún gæti á starfað hér sem kenn­ari. Eða við bók­hald sem hún hafði reynslu af. En þótt hún segi að ís­lenskt sam­fé­lag hafi al­mennt tekið sér vel þá hafi ekki það sama verið upp á ten­ingn­um á vinnu­markaðnum. Er­lent nafn hafi verið nógu erfitt á at­vinnu­um­sókn en lít­il sem eng­in ís­lensku­kunn­átta, eins og þegar Patience kom fyrst til lands­ins, gerði stöðuna erfiða. Hún byrjaði því að vinna í fiski og við þrif sem eru dæmi­gerð störf fyr­ir út­lend­inga sem ekki hafa náð tök­um á mál­inu. En síðan þá hef­ur hún lært góða ís­lensku og lokið kenn­ara­rétt­inda­prófi í Opna há­skól­an­um og MBA-námi á veg­um HÍ.

Doktors­nám sam­hliða umönn­un og versl­ana­rekstri

Í spjalli okk­ar kem­ur í ljós að Patience er eng­inn venju­leg­ur námsmaður því á seinna ár­inu í rétt­inda­nám­inu byrjaði hún í MBA-námi og á seinna ár­inu í því námi byrjaði hún í doktors­námi, sem hún hef­ur þó ekki lokið en er á góðri leið með rit­gerð sína um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja en hún valdi efnið í kjöl­farið á MBA-nám­inu. Það er ef til vill ekki skrýtið að hún finni ekki tíma til að ein­beita sér að doktors­rit­gerðinni því hún vinn­ur mikið í búðinni og tek­ur reglu­leg­ar vakt­ir á Grund.

Fjöl­skyld­an flutti til Bret­lands árið 2014-'15 þegar Patience fór í skipti­nám sem hluta af doktors­nám­inu, en þá tók hún nám­skeið í umönn­un til að geta unnið við hana sam­hliða nám­inu. Þórir seg­ir þetta hafa verið góðan tíma fyr­ir fjöl­skyld­una en hann hafi fengið vinnu á vöru­húsi á næt­urn­ar, komið börn­un­um í skól­ann þegar hann kom heim og sofið á dag­inn þar til þau komu heim úr skól­an­um og þannig hafi þetta allt gengið upp.

Þau hjón­in eiga þrjú börn, Karl 13 ára, Tinnu 10 að verða 11 ára og Jóel sem er níu ára. Fjöl­skyld­an býr á Ásbrú og ganga því krakk­arn­ir öll í Háa­leit­is­skóla. Tinna er frammi í búðinni þegar blaðakona er búin að spjalla við mömmu henn­ar og sýn­ir henni ýms­ar fram­andi vör­ur, afr­ískt rót­argræn­meti, ol­í­ur og hár­krem. Hún seg­ist oft af­greiða í búðinni og hún viti sumt um vör­urn­ar en ekki allt. Henni finnst gam­an að vera í sum­ar­fríi en það sé ekki alltaf gam­an að vinna í búðinni, en samt stund­um. Skömmu seinna kem­ur Karl, elsti son­ur­inn, og tek­ur við af­greiðslunni og sýn­ir þar fag­mann­lega takta enda elst­ur en Jóel er upp­tekn­ari af leikj­um í sím­an­um enda bara níu ára.

Versl­un­ar­miðstöðin í Lóu­hól­um er svo sann­ar­lega ekki öll þar sem hún er séð.

mbl.is