Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Spurt og svarað | 6. júlí 2018

Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Við erum blönduð fjölskylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maðurinn minn á 6 ára tvíburastráka. Við verðum öll saman í fjórar vikur, bæði heima og svo erum við fara í frí saman og ég kvíði því töluvert, því strákarnir virðast þurfa lítinn svefn og ekki vanir rútínu eins og mín börn. Stelpan mín þolir illa rask á svefnvenjum og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tekur þvílík skapköst og er algjörlega óviðráðanleg stundum. Manninum mínum finnst þetta ekkert mál, segir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stressar mig mjög.

Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Spurt og svarað | 6. júlí 2018

Farsælt fjölskyldulíf byggist oft á því að allir þurfa að …
Farsælt fjölskyldulíf byggist oft á því að allir þurfa að mætast í miðri leið. Þetta getur meira krefjandi í fríum en í hversdeginum. Að sama skapi geta hversdagslegir hlutir verið meira krefjandi í samsettum fjölskyldum þar sem bæði börn og foreldrar koma með ýmsar venjur úr einni fjölskyldu sem ganga e.t.v. ekki upp í nýju fjölskyldunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Við erum blönduð fjöl­skylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maður­inn minn á 6 ára tví­burastráka. Við verðum öll sam­an í fjór­ar vik­ur, bæði heima og svo erum við fara í frí sam­an og ég kvíði því tölu­vert, því strák­arn­ir virðast þurfa lít­inn svefn og ekki van­ir rútínu eins og mín börn. Stelp­an mín þolir illa rask á svefn­venj­um og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tek­ur því­lík skap­köst og er al­gjör­lega óviðráðan­leg stund­um. Mann­in­um mín­um finnst þetta ekk­ert mál, seg­ir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stress­ar mig mjög.

Við erum blönduð fjöl­skylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maður­inn minn á 6 ára tví­burastráka. Við verðum öll sam­an í fjór­ar vik­ur, bæði heima og svo erum við fara í frí sam­an og ég kvíði því tölu­vert, því strák­arn­ir virðast þurfa lít­inn svefn og ekki van­ir rútínu eins og mín börn. Stelp­an mín þolir illa rask á svefn­venj­um og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tek­ur því­lík skap­köst og er al­gjör­lega óviðráðan­leg stund­um. Mann­in­um mín­um finnst þetta ekk­ert mál, seg­ir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stress­ar mig mjög.

Sæl, ég skil vel að þetta stressi þig og þá er nauðsyn­legt að þið ræðið þetta og finnið lausn­ir. Svefn er ótrú­lega mik­il­væg­ur og gegn­ir marg­vís­legu hlut­verki. Þó er al­veg ljóst að svefnþörf ein­stak­linga er mis­mun­andi. Þegar börn eru ung skipt­ir rútína og rammi ákaf­lega miklu máli, svo barnið nái að þróa með sér heil­brigðar og holl­ar svefn­venj­ur. Þegar þær venj­ur eru orðnar nokkuð fast­mótaðar má líka kenna sveigj­an­leika, sem er ekki síður mik­il­væg­ur.

Ég býst við að þið öll 6 hafið nokkuð ólík­ar svefnþarf­ir og því ólík­legt að all­ir fari alltaf að sofa á sama tíma og vakni á sama tíma. Það væri eig­in­lega óeðli­legra en hitt.

Upp­eldi felst líka í því að kenna barn­inu okk­ar að þekkja sig, þekkja þarf­ir sín­ar og setja orð á til­finn­ing­ar. Það er svo gott að vita hvað læt­ur mér líða illa og ekki síður, hvað get ég gert til þess að mér líði vel.

Stelp­an þín er orðin nógu stór til þess að hægt sé að spjalla við hana um svefn, líðan og til­finn­ing­ar. Nú veit ég ekki hvort hún sé treg að fara að sofa eða ekki, en hvort sem er þá er dýr­mætt að tengja svefn við allt það sem er já­kvætt. Kenna þeim að njóta þess að slaka á og vita að svefn er vin­ur. Sé dam­an treg til þess að fara að sofa má hafa í huga mik­il­vægi þess hvernig við nálg­umst hátta­tím­ann.

Það er mun­ur á því hvort við gef­um fyr­ir­mæli „farðu að sofa, ann­ars verður þú svo erfið á morg­un“ eða „lang­ar þig að fara upp í rúm og hlusta á eða skoða bók, svo þú haf­ir of­urkraft til að gera e-ð skemmti­legt á morg­un“? Börn­um finnst oft gott að sjá til­gang með því sem þau eiga að gera og skilja hvernig það gagn­ast þeim. Ekki bara hvað það gagn­ast okk­ur lang­best að þau sofni snemma, eru svo fal­leg sof­andi þessi yndi.

Börn sem þríf­ast best í rútínu eiga að fá að halda henni eins og þau þurfa, svo ef þú mögu­lega get­ur leyft henni að halda sinni svefn­rútínu á meðan þið eruð heima er það frá­bært. En lík­lega riðlast rútín­an eitt­hvað í út­lönd­um og hún þarf að læra að höndla slíkt.

Mik­il­væg­ast er að gefa henni verk­færi til þess að tak­ast á við þær aðstæður. Hugs­an­ir okk­ar hafa mik­il áhrif á hvernig okk­ur líður, ef við und­ir­bú­um barnið ekki fyr­ir breyt­ing­ar eða rask á ann­ars þægi­legri rútínu, get­um við bú­ist við erfiðri hegðun því barnið kann ekki endi­lega að tak­ast á við þess­ar nýju aðstæður. Öll hugs­un og hegðun er í raun eins og veg­ur í heil­an­um og því oft­ar sem heil­inn „keyr­ir“ þann veg því öfl­ugri verður hann. Ef við kenn­um hegðun ekki mark­visst gæti þreytt barn búið til braut sem er hvorki holl né hjálp­leg. Það er aldrei hollt að leyfa börn­um að kom­ast upp með erfiða hegðun bara vegna þess að þau eru „þreytt“ eða „svöng“, hvor­ugt af­sak­ar skapofsak­ast eða fýlu.

Það er al­veg dá­sam­lega hjálp­legt að nota dag­bæk­ur, með texta og mynd­um til þess að kenna nýja hegðun og ýta und­ir færni til þess að tak­ast á við nýj­ar aðstæður. Spjall við börn skil­ar miklu meiri ár­angri ef við not­um líka mynd­ir eða bara ein­fald­ar teikn­ing­ar, broskalla t.d.

Alla hegðun þarf að æfa og óvíst að æski­leg hegðun verði til á einu kvöldi á Teneri­fe. Svo um að gera að æfa döm­una líka heima, áður en þið farið út. Svo má gera skemmti­lega og ein­falda sögu, með mynd­um! Eins og t.d. „Í kvöld ætl­um við að fara á veit­ingastað, ég má taka liti/​bíl/​phony hest með mér. Ég ætla að panta mér spa­gettí og fá ís í eft­ir­mat. Þegar ég er búin að borða má ég hlusta á sögu, fara í ipad eða lita mynd. Ef ég verð þreytt má ég kúra hjá mömmu/​pabba. Ég er orðin svo stór að ég veit að stund­um verð ég leið ef ég er þreytt, en það er allt í lagi því við erum öll sam­an í fríi og á morg­un get ég hvílt mig. Ég elska að ferðast með fjöl­skyld­unni minni og hlakka til að segja ömmu og afa frá hvað við gerðum.“

Þess­ar leiðir virka líka vel á okk­ur full­orðna fólkið, æfðu þig í að keyra hjálp­leg­ar heila­braut­ir og taka eft­ir því sem geng­ur vel hjá þér, henni og ynd­is­legu fjöl­skyld­unni ykk­ar.

mbl.is