Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

Samfélagsmál | 8. júlí 2018

Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

„Kvíði er tilfinning – ekki sjúkdómur – ekkert frekar en reiði, depurð eða  ást,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni (Litlu KMS). Eina úrræðið sem allir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf getum við aukið enn frekar á vanda fólks, segir Steinunn.

Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

Samfélagsmál | 8. júlí 2018

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, segir að ekki …
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, segir að ekki megi rugla saman kvíða annars vegar sem er tilfinning og hluti af lífinu og kvíðaröskun (klínískum kvíða) hins vegar sem þarf að fá meðferð við. mbl.is/Hari

„Kvíði er til­finn­ing – ekki sjúk­dóm­ur – ekk­ert frek­ar en reiði, dep­urð eða  ást,“ seg­ir Stein­unn Anna Sig­ur­jóns­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni (Litlu KMS). Eina úrræðið sem all­ir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf get­um við aukið enn frek­ar á vanda fólks, seg­ir Stein­unn.

„Kvíði er til­finn­ing – ekki sjúk­dóm­ur – ekk­ert frek­ar en reiði, dep­urð eða  ást,“ seg­ir Stein­unn Anna Sig­ur­jóns­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni (Litlu KMS). Eina úrræðið sem all­ir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf get­um við aukið enn frek­ar á vanda fólks, seg­ir Stein­unn.

Líkt og fram hef­ur komið sýna rann­sókn­ir auk­inn kvíða hjá ungu fólki, einkum ung­um stúlk­um. Á sama tíma hef­ur börn­um sem fá lyf við kvíða fjölgað mikið.

Stein­unn seg­ir að ekk­ert bendi til þess að kvíðarask­an­ir eins og al­menn kvíðarösk­un, árátta-þrá­hyggja eða fé­lagskvíði séu al­geng­ari í dag en áður. Slík­ar rask­an­ir hafi verið til allt frá tím­um Forn-Grikkja líkt og bók­mennt­irn­ar sýna okk­ur. 

„Þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir sýni mæl­an­lega aukn­ingu á kvíða taka sál­fræðing­ar það mátu­lega al­var­lega þegar rann­sókn­ar­spurn­ing­in er opin. Til að mynda ef spurt er: Finn­ur þú fyr­ir kvíða? Það má velta því fyr­ir sér hvort það þýði að fleiri finni fyr­ir kvíða eða að fleiri séu meðvitaðir um kvíðaein­kenni án þess þó að vera með hamlandi kvíða eða kviðarösk­un. Þó að kvíði og vanda­mál tengd kvíða séu hugs­an­lega að aukast í sam­fé­lag­inu er ekki þar með sagt að fleiri þjá­ist af klín­ísk­um kvíðarösk­un­um en einna helst væri það þó fé­lagskvíðarösk­un (fé­lags­fælni) en það er hræðslan við að verða sér til skamm­ar, gera sig að fífli, vera út­skúfaður eða verða fyr­ir at­hygli,“ seg­ir Stein­unn.

Hún hef­ur und­an­far­in ár nán­ast al­farið ein­beitt sér að meðferðum fyr­ir börn og ung­menni með kvíðarask­an­ir og tengd­an vanda en Litla KMS var stofnuð fyr­ir tveim­ur árum vegna mik­ill­ar spurn­ar eft­ir meðferðum fyr­ir börn og ung­menni á Kvíðameðferðar­stöðinni (KMS).

Reynslan á að kenna okkur að kvíði er aðeins tímabundinn …
Reynsl­an á að kenna okk­ur að kvíði er aðeins tíma­bund­inn og líður hjá ef við lát­um hann ekki stjórna viðbrögðum okk­ar. mbl.is/​Hari

Breytt þjóðfé­lag og tök­umst ekki á við það óvænta

Að sögn Stein­unn­ar hef­ur þjóðfé­lagið breyst mjög mikið frá því sem áður var sem gæti að ein­hverju leyti skýrt aukn­ingu í kvíðavanda­mál­um hjá ungu fólki. „Til að mynda heyra heim­sókn­ir til frænd­fólks nán­ast sög­unni til og þegar þú ferð eitt­hvað með for­eldr­um þínum í frí eða heim­sókn­ir þá leyf­um við, sem for­eldr­ar, börn­un­um að sitja inni í stofu eða her­bergi með sím­ann eða spjald­tölv­una svo þau séu til friðs og full­orðna fólkið fái að tala sam­an. Heimasím­inn er deyj­andi fyr­ir­bæri og þeir sem eru með slíka síma eru með núm­era­birti. Það er aldrei neitt sem kem­ur þér á óvart. Þú þarft ekki að tak­ast á við sím­hring­ingu frá ein­hverj­um ókunn­ug­um. Enda er það orðið mjög al­gengt að ungt fólk veigri sér við að hringja sím­töl og þau svara sjald­an óþekkt­um núm­er­um sem hringja í sím­ana þeirra. 

All­ir eru með inn­byggt kvíðaviðbragð og hluti af því að verða full­orðinn er að læra að tak­ast á við kvíða á þann hátt að hann stjórni okk­ur ekki. Þeir sem læra það á upp­byggi­leg­an hátt; læra að tak­ast á við fleiri og fleiri krefj­andi aðstæður smátt og smátt, án þess að finna fyr­ir kvíða, og það er aðeins í nýj­um og óvænt­um aðstæðum sem kvíðinn kem­ur upp.

En reynsl­an á að kenna okk­ur að sá kvíði er aðeins tíma­bund­inn og líður hjá ef við lát­um hann ekki stjórna viðbrögðum okk­ar og höld­um ótrauð áfram. Þannig áttu að eiga auðveld­ara með að tak­ast á við kvíða eft­ir því sem þú verður eldri og þroskaðri. Þú þekk­ir til­finn­ing­una og veist hvernig á að tak­ast á við hana. Hér er ég að tala um venju­leg­an kvíða sem all­ir þekkja og flest­ir geta tek­ist á við án meðferðar. Kvíði sem upp­eldi og lífs­reynsla kenna okk­ur að tak­ast á við.

Hins veg­ar erum við með klín­ísk­ar rask­an­ir, svo sem al­menna kvíðarösk­un, þrá­hyggju­áráttu, fé­lagskvíða-, ofsa­kvíða- eða áfall­a­streiturösk­un o.fl., þar sem þarf aðstoð sér­fræðings fyr­ir viðkom­andi til að vinna á vand­an­um,“ seg­ir Stein­unn.

Meðferðin oft kostnaðar­söm og illa kynnt

Í dag eru meðferðar­horf­ur þess­ara skjól­stæðinga mun betri en fyr­ir 20-30 árum, þegar skjól­stæðing­ar með þrá­hyggju­áráttu til að mynda voru oft­ast nær sett­ir á sterk geðrofs­lyf og litið á vanda þeirra sem nær ólækn­an­leg­an. En vanda­málið er hins veg­ar að meðferðin er bæði kostnaðar­söm og illa kynnt, seg­ir Stein­unn.

Hún seg­ir að á sama tíma sé mik­il vanþekk­ing í gangi varðandi meðferðir við klín­ísk­um kvíða og meðferðirn­ar sem eru í boði gera ekki all­ar gagn og held­ur ekki all­ir þeir sem bjóða upp á slík­ar meðferðir.

Hver tími hjá sálfræðingi kostar frá 12 þúsund krónum upp …
Hver tími hjá sál­fræðingi kost­ar frá 12 þúsund krón­um upp í 18 þúsund krón­ur. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

„Við meg­um ekki rugla þessu tvennu sam­an: Kvíða ann­ars veg­ar sem er til­finn­ing og hluti af líf­inu og kvíðarösk­un (klín­ísk­um kvíða) hins veg­ar sem þarf að fá meðferð við. Eins og ég sagði þá er ekk­ert sem bend­ir til þess að fleiri séu að grein­ast með klíniskan kvíða en áður á sama tíma og meðferðin er orðin miklu betri. Það er ef þú átt næg­an pen­ing og veist hvert þú átt að leita eft­ir hjálp. Hver tími hjá sál­fræðingi kost­ar á bil­inu 12.000- 18.000 krón­ur og ólíkt því sem er varðandi til dæm­is sjúkraþjálf­un þá sér ríkið ekki ástæðu til þess að koma til móts við þá sem þurfa á slíkri þjón­ustu að halda nema í ein­staka til­vik­um og með mjög þröng­um skil­yrðum.“

Sál­fræðiþjón­usta er ein­ung­is niður­greidd af sjúkra­trygg­ing­um fyr­ir börn yngri en 18 ára sem eru í meðferð hjá sál­fræðing­um sem eru aðilar að ramma­samn­ingi sál­fræðinga og Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Að sögn Stein­unn­ar er eitt af skil­yrðum samn­ings­ins að aðeins þeir sál­fræðing­ar sem hafa starfað hjá hinu op­in­bera í tvö og hálft ár geti óskað eft­ir að gera slík­an ramma­samn­ing við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands.

Það er sett fram í samn­ingn­um til þess að tryggja að sál­fræðing­ar hafi öðlast reynslu af meðferð barna og ung­linga. En það þýðir að sál­fræðing­ar, sem hafa tveggja og hálfs árs starfs­reynslu á op­in­ber­um stofn­un­um sem sinna svo til engri meðferð fyr­ir börn og ung­linga með klín­ísk­ar kvíðarask­an­ir, s.s. Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins eða skóla­skrif­stof­ur, geta sóst eft­ir að veita niður­greidda meðferð fyr­ir börn og ung­linga, seg­ir Stein­unn.

Sál­fæðing­ar sem fengið hafa alla sína starfs­reynslu og þjálf­un á stofu eins og Litlu Kvíðameðferðar­stöðinni munu ekki geta sóst eft­ir að kom­ast á þenn­an ramma­samn­ing þrátt fyr­ir að starfa ein­vörðungu með börn­um og ung­menn­um og njóta hand­leiðslu og teym­is­vinnu mjög reyndra sál­fræðinga bæði hér­lend­is og er­lend­is, seg­ir hún.

Pen­ing­um kastað á glæ og vanda­mál­in áfram óleyst

„Með þessu er verið að kasta svo mikl­um pen­ing­um á glæ án þess að leysa úr vanda­mál­um því geðheil­brigðis­starfs­fólk fær ekki svigrún til þess að sér­hæfa sig nema að svo tak­mörkuðu leyti. Að mínu mati væri til­vís­un­ar­kerfi líkt og notað er varðandi sjúkraþjálf­un mun betri kost­ur en það kerfi sem nú er við lýði varðandi sál­fræðiþjón­ustu. Ég þekki sjálf hversu mik­il­vægt það var fyr­ir mig að fá að leita að sjúkraþjálf­ara sem kynni að vinna með axl­ir þegar ég var hætt að sofa fyr­ir vekj­um í öxl. Ég hefði ekki viljað fá aðgang að ein­um sjúkraþjálf­ara á minni heilsu­gæslu sem bæri ábyrgð á að sinna öll­um aldri, kyni og teg­und­um vanda­mála. 

Ég tel að það hafi verið frá­bært skref og mjög mik­il­vægt sem stigið var við að ráða sál­fræðinga inn á heilsu­gæsl­una. En á sama tíma er fjar­stæðukennt að halda því fram að fólk hafi aðgang að sér­fræðing­um líkt stund­um er sagt,“ seg­ir Stein­unn.

Biðin eft­ir þjón­ustu er of löng

Hún seg­ir að biðin sé of löng eft­ir þjón­ustu sér­fræðinga og ákveðið viðhorf á Íslandi að allt heil­brigðis­starfs­fólk viti jafn­mikið um geðræn vanda­mál. Að hver sem er geti kallað sig meðferðaraðila og viti hvernig bregðast eigi við.

„Stund­um ger­ist það að ein­hver með klín­ísk­an kvíða eða aðrar klín­ísk­ar rask­an­ir leit­ar til ein­stak­lings sem kenn­ir viðkom­andi slök­un, jóga, ár­vekni eða eitt­hvað annað. En því miður er í mörg­um til­vik­um verið að að láta viðkom­andi taka kvíðann sinn enn al­var­leg­ar en áður og gera viðkom­andi enn hrædd­ari við hann. Þetta ger­ir oft meira ógagn en gagn og viðheld­ur kvíðanum.

Hvernig væri að kenna börnunum að bjarga sér sjálf – …
Hvernig væri að kenna börn­un­um að bjarga sér sjálf – til að mynda að taka strætó í stað þess að pakka þeim sí­fellt inn í bóm­ull! mbl.is/​Eggert

Tök­um sem dæmi barn sem kvíðir fyr­ir stærðfræðiprófi. Því finnst stærðfræði erfið og er stressað um að ganga ekki nógu vel. Barnið þarf að læra að kvíði sé eðli­leg­ur hluti af því að und­ir­búa sig fyr­ir próf sem skipt­ir mann máli. Við vilj­um ekki taka eðli­leg­an kvíða of al­var­lega. Þegar það er gert fer allt að snú­ast um að losa barnið við kvíðann í stað þess að kenna því að tak­ast á við krefj­andi aðstæður þrátt fyr­ir kvíða. Aðferðir sem slá á kvíða svo sem slök­un eða djúpönd­un geta hjálpað okk­ur að draga úr kvíða en mik­il­væg­ast er að næra ekki það viðhorf hjá börn­um og for­eldr­um að all­ur kvíði sé stóral­var­legt mál og að þá sé hlut­verk sam­fé­lags­ins að fjar­lægja allt sem vek­ur kvíða hjá ungu fólki eða að for­eldr­ar eigi að hlífa börn­um sín­um við öll­um kvíðavekj­andi aðstæðum,“ seg­ir hún.

Börn­um pakkað inn í bóm­ull

Stein­unn tek­ur sem dæmi hvernig for­eldr­ar eru farn­ir að pakka börn­um sín­um inn í bóm­ull og vernda þau fyr­ir óvænt­um aðstæðum. Auðvitað sé gott að vera meðvitaður um að forða barni frá því að lenda í hættu en það séu tak­mörk fyr­ir því hversu góð þessi sí­fellda vernd er.

„Til að mynda þekk­ist það varla að börn læri að taka ein strætó tíu ára göm­ul. Í mjög mörg­um til­vik­um eru það for­eldr­arn­ir sem út­vega börn­un­um vinnu á sumr­in, jafn­vel þó svo þau séu kom­in yfir tví­tugt. Þeir sjá um sam­skipt­in við kenn­ara, þjálf­ara eða yf­ir­menn. Á sama tíma eru for­eldr­arn­ir kannski bún­ir að ákveða að fara í þriggja vikna frí til út­landa um sum­arið og ætl­ast til þess að ung­mennið fái frí í vinn­unni og komi með. Svo biðja for­eldr­arn­ir um frí fyr­ir hönd barns­ins og vinnu­veit­end­ur hrista bara höfuðið.

Við erum að rækta ákveðið viðhorf hjá ungu fólki á Íslandi í dag. Bæði ung­menn­um sem og ung­um for­eldr­um, það er að kvíði sé eitt­hvað sem alltaf eigi að bregðast við. Að það eigi að taka þessa teg­und kvíða al­var­lega og það verði að losa börn við kvíða svo þau geti tek­ist á við áskor­an­ir í líf­inu. Áskor­an­ir eins og að mæta í próf, halda ræðu, taka strætó, sækja um vinnu eða biðja um frí og svo mætti lengi telja,“ seg­ir Stein­unn.

Fram­leiðum kvíða með viðbrögðum okk­ar

„Þegar for­eldr­ar biðja um til­slak­an­ir fyr­ir hönd barna sinna þegar kem­ur að nauðsyn­leg­um og eðli­leg­um áskor­un­um sem all­ir þurfa að læra að tak­ast á við þá geta þessi viðbrögð for­eldra eða annarra aðila ekki bara viðhaldið vand­an­um held­ur líka að fram­leitt meiri kvíða gagn­vart at­höfn­um dag­legs lífs og þannig verður til kyn­slóð af ungu fólki sem kvíðir marg­vís­leg­um at­höfn­um sem nauðsyn­leg­ar eru til þess að geta starfað og lifað í nú­tíma sam­fé­lagi,“ seg­ir Stein­unn.

Það eru mjög góðir sálfræðingar starfandi á heilsugæslustöðvum en við …
Það eru mjög góðir sál­fræðing­ar starf­andi á heilsu­gæslu­stöðvum en við erum að leggja allt of mikið á þá, seg­ir Stein­unn Anna Sig­ur­jóns­dótt­ir sál­fræðing­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hræðsla við hræðslu

Þegar viðhorf okk­ar er að við lít­um á kvíða sem al­var­legt vanda­mál þá eru meiri lík­ur á að við þróum með okk­ur ofsa­kvíða, seg­ir Stein­unn. Slík köst eru í eðli sínu hræðsla við hræðslu.

„Við erum hrædd við viðbragðið sjálft og telj­um lík­am­legu ein­kenn­in vera al­var­legt vanda­mál, enda geta þau verið ótrú­lega kröft­ug og óþægi­leg. Því miður er það þannig að ef þú bregst þannig við – að ofsa­kvíði sé al­var­leg­ur – þá ertu að viðhalda hon­um og glím­ir áfram við kvíðann,“ seg­ir Stein­unn.

„Ofsa­kvíðarösk­un er til að mynda einn auðveld­asti kvíðavandi sem við fáum til meðhöndl­un­ar en mjög oft kem­ur í ljós að skjól­stæðing­ar hafa fengið ráð eða meðferð frá fagaðilum sem virðast ekki nógu vel að sér í meðhöndl­un á ofsa­kvíða sam­kvæmt klín­ísk­um leiðbein­ing­um. Yf­ir­leitt þarf ekki nema 5-10 viðtöl til þess að upp­ræta ofsa­kvíðarösk­un hjá fagaðilum sem kunna að meðhöndla hann,“ bæt­ir hún við.

„Hér er ég að tala um meðferð hjá sér­fræðingi sem hef­ur sér­menntað sig á þessu sviði og fylg­ir klíniskum leiðbein­ing­um land­lækn­is. Það er ekki nóg að vera með titil­inn geðlækn­ir, sál­fræðing­ur eða geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur. En vegna smæðar lands­ins og fá­menn­is er ætl­ast til þess að sér­hæf­ing hvers fag­manns sé mjög breið.

Til að mynda á sál­fræðing­ur á heilsu­gæslu að geta sinnt 12 ára barni sem er kvíðið, miðaldra konu sem glím­ir við áráttu- og þrá­hyggjurösk­un (Obsessi­ve Compulsi­ve Disor­der) og manni á fer­tugs­aldri með al­var­leg­an fé­lagskvíða. Hvernig á þessi sál­fræðing­ur að geta sinnt þessu? Það eru mjög góðir sál­fræðing­ar starf­andi á heilsu­gæslu­stöðvum en við erum að leggja allt of mikið á þá og það þarf að vera svig­rúm í kerf­inu líkt og við sjá­um hjá öðrum fag­stétt­um, svo sem sjúkraþjálf­ur­um. Við verðum að geta valið okk­ur fagaðila sem henta skjól­stæðingn­um bæði þegar kem­ur að meðferðarsam­bandi, aldri, reynslu og sér­fræðiþekk­ingu,“ seg­ir Stein­unn.

Getty ima­ges

Geðlyf oft það eina sem er í boði

Líkt og ít­rekað hef­ur komið fram hef­ur notk­un geðlyfja auk­ist mjög á Íslandi og ekki síst hjá börn­um. Börn fá til­vís­un á kvíðalyf hjá heim­il­is­lækn­um og seg­ir Stein­unn að þetta sé oft það eina sem fólki býðst.

„Eina meðferðin sem þú hef­ur aðgang að og all­ir hafa aðgang að er að fara til heim­il­is­lækn­is og óska eft­ir því við hann að fá kvíðalyf nema þú sért þeim mun rík­ari. Með þessu er sam­fé­lagið að fram­leiða þetta viðhorf – að kvíði sé sjúk­dóm­ur sem þarf að meðhöndla með lyfj­um,“ seg­ir Stein­unn.

Stein­unn tel­ur að með auk­inni og betri fræðslu þar sem börn­um er kennt að taka á mót­læti og taka af­leiðing­un­um sé hægt að koma í veg fyr­ir sjúk­dóm­svæðingu kvíða með til­heyr­andi lyfja­neyslu. Til að mynda ef barn kvíði fyr­ir prófi í fagi sem hef­ur verið lítið sinnt þá sé það mjög eðli­legt að barnið sé kvíðið yfir því að falla og að barnið verði ein­fald­lega að taka af­leiðing­un­um og læra af þeim.

Meg­um al­veg klappa börn­um aðeins minna á bakið

Eins ef barn er kvíðið vegna áreit­is frá sam­fé­lags­miðlum þá þurfa for­eldr­ar að grípa inn og kenna barn­inu að eðli­lega sé það kvíðið því áreitið er of mikið og að vand­inn sé ekki kvíðinn held­ur tím­inn og at­hygl­in sem fer í sam­fé­lags­miðlana.

„Við meg­um al­veg klappa börn­un­um aðeins minna á bakið og gefa þeim aðeins meiri tíma. Að gera hlut­ina sjálf. Það get­ur þýtt 4-5 ferðir í strætó eða eitt­hvað annað þar sem barni er kennt að tak­ast á við nýj­ar eða ófyr­ir­séðar aðstæður því með því að vernda þau of mikið tök­um við frá þeim þroska sem get­ur valdið kvíða seinna meir,“ seg­ir hún.

Stein­unn á sér þann draum að koma meira með þessa hugs­un inn í grunn­skól­ana frá fyrsta til tí­unda bekkj­ar. Að byggja inn í skóla­kerfið geðheil­brigðis­fræðslu með mark­viss­um hætti með áherslu á heil­brigt viðhorf til til­finn­inga og þjálf­un í að þola að upp­lifa nei­kvæðar til­finn­ing­ar án þess að grípa til flótta eða sjálfsskaðandi hegðunar. Þess vegna verða sér­fræðing­ar að koma að þess­ari upp­bygg­ingu. Skól­ar þar sem sím­arn­ir eru tekn­ir af börn­um og hvorki sé í boði að vera í sím­um í frí­mín­út­um eða að taka spjald­tölv­ur heim. En að í staðin séu þau lát­in spjalla í frí­mín­út­um hvert við annað.

Að börn séu sett í óvissuþjálf­un og þeim kennt að þau geti vel tek­ist á við nýj­ar eða ófyr­ir­sjá­an­leg­ar aðstæður. Það myndi ekki bara draga úr al­menn­um kvíða held­ur einnig byggja upp sjálfs­traust. Börn í dag þurfa miklu meiri þjálf­un í að tala fyr­ir fram­an bekk­inn reglu­lega og að færa rök fyr­ir máli sínu bæði gagn­vart jafn­öldr­um og kenn­ur­um. Í dag er þetta orðið hlut­verk kenn­ara í mennta­skóla en þess­ari þjálf­un á að vera lokið þegar þau koma í fram­halds­skóla seg­ir Stein­unn.

AFP

Nán­ast óyf­ir­stíg­an­legt að fara í Kringl­una ein og án sím­ans

„Á sama tíma veit ég að þetta er meira en að segja það því flest­ir for­eldr­ar eru að vinna allt of mikið og hafa ein­fald­lega ekki tíma til þess að láta ung­linga gera eitt­hvað án sím­ans. Til að mynda er það orðið nán­ast óyf­ir­stíg­an­legt fyr­ir sautján ára ung­ling að fara einn í Kringl­una og það án síma.

Þau upp­lifa varn­ar­leysi og óör­yggi og þar eig­um við for­eldr­ar sök að máli því okk­ur líður bet­ur ef við vit­um um hvert skref sem börn­in okk­ar stíga og vilj­um svo inni­lega að þau séu alltaf ör­ugg. En þessi þörf okk­ar fyr­ir ör­yggi ger­ir það að verk­um við að fram­leiðum kvíðasjúk­linga. Við þurf­um að tak­ast á við okk­ar eig­in kvíða til þess að börn­in okk­ar geti tek­ist á við sína til­veru,“ seg­ir Stein­unn.

Vernd get­ur rænt barnið þroska

„Ef þú ætl­ar að vernda barnið þitt fyr­ir van­líðan þá ertu að ræna það þroska. Þú tek­ur frá því að upp­lifa sigra og finna að það get­ur meira en það held­ur. Að læra að kvíði er ekki hættu­leg­ur, að hann geng­ur yfir og að það get­ur gert hvað sem það vill þrátt fyr­ir kvíða,“ seg­ir Stein­unn.

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, segir að við …
Stein­unn Anna Sig­ur­jóns­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni, seg­ir að við for­eldr­ar verðum að taka á okk­ur ábyrgðina ekki varpa henni á aðra. mbl.is/​Hari

Hún seg­ir að kvíðalyf eigi við í ákveðnum til­fell­um en ekki alltaf og þau eigi alltaf að nota í hófi.

„Við erum að senda kol­röng skila­boð með því að setja mann­eskju, sem er að glíma við lífið og kvíða sem því fylg­ir, á lyf. Það er búið að segja fólki að því eigi aldrei að líða illa sem er svo rangt því lyf­in kenna því ekki að tak­ast á við lífið og einu lyf­in sem virki­lega slá á kvíðaein­kenn­in eru ávana­bind­andi. Við þurf­um að kenna ungu fólki að tak­ast á við lífið. Kannski með aðstoð sér­fræðings sem get­ur tekið skamm­an tíma en lengri í öðrum til­vik­um. Við sem for­eldr­ar verðum að taka á okk­ur ábyrgðina og ef við þurf­um á aðstoð að halda þá þurf­um við að hafa aðgang að fag­legri aðstoð sem ger­ir gagn í stað þess að auka vand­ann,“ seg­ir Stein­unn Anna Sig­ur­jóns­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni.

Grein­ar­flokk­ur um mál­efni ungs fólks

mbl.is