Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

Snyrtipenninn | 3. ágúst 2018

Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

Óheppileg staða kom upp í lífi mínu um daginn þegar vonbiðill stakk upp á því að við færum í útilegu um helgina. Sem einhleyp kona á fertugsaldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þennan herramann og hugsanlega talið honum trú um að ég væri mikil útivistarmanneskja og fjallageit, ég er þó ekki enn þá farin að ljúga til um aldur.

Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

Snyrtipenninn | 3. ágúst 2018

Óheppi­leg staða kom upp í lífi mínu um dag­inn þegar von­biðill stakk upp á því að við fær­um í úti­legu um helg­ina. Sem ein­hleyp kona á fer­tugs­aldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þenn­an herra­mann og hugs­an­lega talið hon­um trú um að ég væri mik­il úti­vist­ar­mann­eskja og fjalla­geit, ég er þó ekki enn þá far­in að ljúga til um ald­ur.

Óheppi­leg staða kom upp í lífi mínu um dag­inn þegar von­biðill stakk upp á því að við fær­um í úti­legu um helg­ina. Sem ein­hleyp kona á fer­tugs­aldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þenn­an herra­mann og hugs­an­lega talið hon­um trú um að ég væri mik­il úti­vist­ar­mann­eskja og fjalla­geit, ég er þó ekki enn þá far­in að ljúga til um ald­ur.

Ég lenti í svipaðri stöðu fyr­ir nokkr­um árum en þá stakk maður­inn upp á stefnu­móti þar sem við mynd­um hlaupa upp Esj­una og ég leysti það ein­fald­lega með því að hætta að svara hon­um. En ég get ekki beitt sömu aðferð við þenn­an mann því hann er skemmti­leg­ur og hef­ur ekki slitið sam­band­inu þrátt fyr­ir áhorf mitt á Fat­her Brown á RÚV, sem mamma hans elsk­ar líka og er átt­ræð.

Þegar ég hugsa um að sofa í tjaldi hryll­ir mig við til­hugs­un­inni um að vakna morg­un­inn eft­ir sveitt, loftið heitt og raka­fyllt, hárið út í loftið, förðunin enn þá á en kom­in út um allt og enda­laus haus­verk­ur. Allt þetta án þess þó að drekka áfengi. Í þetta skiptið er ég búin að lesa mér til um hvernig ég tækla þetta verk­efni og hvað ég þarf til þess að virka frísk­leg sem sum­ar­blóm dag­inn eft­ir nótt í tjaldi.

Augn­hár­in lituð

Maskari get­ur verið erfiður í úti­legu svo gott ráð er að lita augn­hár­in fyr­ir helg­ina svo þú þurf­ir ekki nauðsyn­lega á maskara að halda.

Þurr­sjampó er nauðsyn

Það er lík­lega erfiðast að halda hár­inu í lagi í úti­leg­um. Hatt­ar og der­húf­ur fara mér ekki vel svo ég mun treysta á þurr­sjampó. Marg­ir hafa verið að benda mér á Dav­ines Hair Refres­her svo ég prófaði það og ekki verður aft­ur snúið. Það sýg­ur í sig olíu og ger­ir hárið fyllra ásýnd­ar en þyng­ir það ekki.

Davines Hair Refresher, 3.190 kr.
Dav­ines Hair Refres­her, 3.190 kr.

Hreinsi­klút­ar

Hingað til hef ég aldrei notað hreinsi­klúta en ný­lega kom MAC Gently Off Wipes + Micell­ar Water á markað en það eru hreinsi­klút­ar sem sér­stak­lega eru hannaðir fyr­ir viðkvæma húð og augu og þeir henta mér mjög vel. Formúl­an er án ilm- og litar­efna, án sápu og alkó­hóls og stífl­ar ekki húðina.  

MAC Gently Off Wipes + Micellar Water, 2.390 kr.
MAC Gently Off Wipes + Micell­ar Water, 2.390 kr.

And­lits­hreins­ir sem þarf ekki vatn

Þar sem ég ætla ekki að vera hlaup­andi um tjaldsvæðið í leit að renn­andi vatni þurfti ég aðeins að leggja höfuðið í bleyti hvað and­lits­hreinsi varðar. Þó að hreinsi­klút­arn­ir geri sitt vil ég hafa öfl­ug­an and­lits­hreinsi við hönd­ina. Í nýju and­lits­hreinsilínu Chanel eru tvær mjög áhuga­verðar formúl­ur en önn­ur breyt­ist úr and­lits­mjólk yfir í vatn og hin breyt­ist úr and­lits­mjólk yfir í olíu. Báðar formúl­urn­ar henta öll­um húðgerðum en þú get­ur valið hvort þú vilj­ir létta eða kremaðri áferð. Í öll­um vör­um þess­ar­ar nýju hreinsilínu ein­blín­ir Chanel á að losa húðina við um­hverf­is­meng­un og halda henni í jafn­vægi en virku inni­halds­efn­in í lín­unni eru blá­ir smáþör­ung­ar sem vernda húðfrum­urn­ar fyr­ir áhrif­um um­hverf­is­meng­un­ar og Mar­ine Salicornia-extrakt sem styrk­ir húðina og veit­ir henni raka. Ekki þarf að skola hreins­inn af held­ur ein­fald­lega þurrka hann af með bóm­ull en ein­fald­lega hreinsi­klút­un­um sem ég nefndi hér fyr­ir ofan.

Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Pollution Cleansing Milk-To-Water, 5.799 kr., …
Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Polluti­on Cle­ans­ing Milk-To-Water, 5.799 kr., og Chanel Le Lait Doucheur D’Huile Anti-Polluti­on Cle­ans­ing Milk-To-Oil, 5.799 kr.

„Puf­fy eyes“ haldið í skefj­um

Ef­laust mun ég halda blekk­ing­unni áfram þegar ég og von­biðill­inn versl­um í mat­inn um helg­ina og ég seg­ist bara borða græn­meti og ávexti. Síðar um kvöldið verð ég lík­lega kom­in með hönd­ina í snakk- og lakk­rí­s­pok­ann og morg­un­inn eft­ir verð ég með þrútna augn­um­gjörð. Allt kæl­andi er besti vin­ur manns á þess­ari stundu og það sem reyn­ist mér best eru rakag­el sem koma í umbúðum með stál­kúlu til þess að rúlla und­ir og yfir aug­un. Stálkúl­an er alltaf köld og und­an­farið hef ég verið að nota stór­kost­legt líf­rænt rakag­el und­ir aug­un sem nefn­ist Bi­oef­fect EGF eye Ser­um. Þetta er ekki bara kæl­andi fyr­ir aug­un held­ur minnk­ar þetta hrukk­ur. 

EGF-augnserumið frá Bioeffect. Það kostar 6.590 kr. og fæst í …
EGF-augnserumið frá Bi­oef­fect. Það kost­ar 6.590 kr. og fæst í Lyfju.

Hár­vör­ur sem vernda hárið – í ferðastærð

Þetta ótrú­lega hent­uga sett af hár­vör­um var að koma í sölu frá Label.m og nefn­ist Sun Ed­iti­on Sum­mer Mini Set. Vör­urn­ar vinna gegn úfn­ingi í hár­inu, vernda hár­lit­inn og auka glans svo hárið virki sem heil­brigðast. Settið inni­held­ur raka­gef­andi sjampó, nær­andi hár­maska, pró­tín-sprey sem veit­ir nær­ingu, hita­vörn og glans ásamt nær­andi hárol­íu sem ver hárið gegn skemmd­um af völd­um hita, salti og klór ásamt því að veita auk­inn gljáa.

 

Label.m Sun Edition Summer Mini Set, 4.290 kr.
Label.m Sun Ed­iti­on Sum­mer Mini Set, 4.290 kr.

 

Rakakrem með ljóma – í ferðastærð

Fátt veit­ir jafn­hratt frísk­legri ásýnd og raki og ljómi svo ég mun vera með hið klass­íska MAC Strobe Cream, í ferðastærð auðvitað, í snyrti­vesk­inu. Formúl­an er hlaðin raka og andoxun­ar­efn­um og þetta er allt sem maður þarf til að byrja dag­inn vel.

MAC Strobe Cream Travel Size, 1.790 kr.
MAC Strobe Cream Tra­vel Size, 1.790 kr.

Hylj­ari og púður í stað farða

Það gæti verið freist­andi að hlaða á sig farða til að fela mygl­una eft­ir nótt í tjaldi en í raun get­ur slíkt gert hlut­ina verri. Fullþekj­andi farði get­ur gjarn­an gert mann þreytu­legri svo ég mun halda fersk­leik­an­um í há­marki með því að setja smá raka­gef­andi hylj­ara und­ir aug­un, í kring­um nefið og þar sem ein­hverj­ar mis­fell­ur eru og setja létt púður yfir til að halda öllu á sín­um stað. Ég er búin að vera að nota sama hylj­ar­ann í tvö ár núna og það virðist eng­inn toppa hann en það er NARS Radi­ant Crea­my Conceal­er, ef þú hef­ur ekki prófað hann skaltu gera það og upp­lifa sama krafta­verk og ég gerði. Til að festa allt í sessi nota ég alltaf lausa púðrið frá ILIA og núna er kom­in sér­stök sumar­út­gáfa af því sem nefn­ist ILIA Radi­ant Translucent Powder SPF 20 er með smá lit, ljóma og SPF 20 sól­ar­vörn. Með líf­ræn inni­halds­efni á borð við aloe vera og ástar­ald­in þá mun ég næla mér í eitt slíkt fyr­ir helg­ina.

NARS Radiant Creamy Concealer, 3.400 kr. (ASOS)
NARS Radi­ant Crea­my Conceal­er, 3.400 kr. (ASOS)
ILIA Radiant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)
ILIA Radi­ant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)

Fjölþætt­ar snyrti­vör­ur

Til að spara bæði tíma og pláss er alltaf gott að grípa í snyrti­vör­ur sem nota má á ýms­an hátt og jafn­vel sama formúla sem nota má á kinn­ar, var­ir og jafn­vel augu. Und­an­farið hef ég mikið verið að grípa í By Terry Glow Expert Duo Stick en það er tví­skipt formúla sem er bæði kinna­lit­ur og bronzer/​ljómi. Formúl­an er ótrú­lega mjúk og helst vel á húðinni. Í vik­unni kom svo á markað ILIA Essential Face Palette sem inni­held­ur fjóra liti: tveir þeirra eru kinna- og varalit­ir og tveir eru ljóma­formúl­ur. Alla lit­ina má nota á aug­un líka og formúl­an er líf­ræn.  

By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madi­son Ilm­hús)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)

Förðunin skal stand­ast rign­ingu og storm

Ekki vil ég vera búin að setja upp and­litið eft­ir erfiða nótt í tjald­inu og sjá það svo renna af í rign­ing­unni. Ef ég þarf að láta förðuna hald­ast á til hel­vít­is og til baka spreyja ég vel af Ur­ban Decay All Nig­hter Polluti­on Protecti­on yfir förðun­ina. Þessi formúla ver húðina einnig gegn um­hverf­is­meng­un og sindurefn­um en í próf­un­um ent­ist förðunin í allt að 16 klukku­tíma með þessu spreyi.

Urban Decay All Nighter Pollution Protection, 3.999 kr.
Ur­ban Decay All Nig­hter Polluti­on Protecti­on, 3.999 kr.

 

Ilm­ur í ferðaformi

Ilm­vatn get­ur ýmsu bjargað á ög­ur­stundu í úti­legu og ég á alltaf til ilm­vötn­in mín í litl­um ferðaút­gáf­um því ég hef ekki pláss í vesk­inu fyr­ir heilu flösk­urn­ar (auk annarra flaska). Ilm­vatns­fram­leiðand­inn Byr­edo sel­ur ferðasett sem inni­halda þrjú ilm­vatn hvert og eru þetta allt vin­sæl­ustu ilm­vötn merk­is­ins. Hlaupa og kaupa eru orð sem koma upp í huga minn.

Byredo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madison Ilmhús)
Byr­edo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madi­son Ilm­hús)

Vertu með á sam­fé­lags­miðlun­um:

 

In­sta­gram: @Snyrtipenn­inn

Face­book: Snyrtipenn­inn

Snapchat: Snyrtipenn­inn

mbl.is