Vansvefta foreldrar vonlaus þrýstihópur

Einstakar fjölskyldur | 9. ágúst 2018

Vansvefta foreldrar vonlaus þrýstihópur

Á Teigunum hefur lítil fjölskylda komið sér fyrir í kósí íbúð sem þau hafa verið að gera upp. Þetta eru þau Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS, maðurinn hennar Grettir Heimisson, sem vinnur í greiningardeild Landsbankans og sonur þeirra Tryggvi S. Grettisson en hann komst nýlega inn á ungbarnaleiksskóla eftir mikla baráttu við að finna pláss. Hinir ungu foreldrar eru ósáttir við það hversu illa hefur gengið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þó að þau séu að sjálfsögðu ánægð með að litli karlinn þeirra sé loksins kominn inn á leikskóla. Þeim finnst sem að þetta sé vandi ungra foreldra sem virðist aldrei ætla að leysast.

Vansvefta foreldrar vonlaus þrýstihópur

Einstakar fjölskyldur | 9. ágúst 2018

Við erum búin að leysa út alla hugsanlega greiða varðandi …
Við erum búin að leysa út alla hugsanlega greiða varðandi barnapössun hjá vinum og vandamönnum, þaulnýta ömmur og afa,“ segir Grettir, en þau eru svo heppin að önnur amman vinnur vaktavinnu og gat skipulagt sínar vaktir með tilliti til Tryggva litla og hin amman og afinn eru hætt að vinna og þau hafa hjálpað eftir getu. mbl.is/Hari

Á Teig­un­um hef­ur lít­il fjöl­skylda komið sér fyr­ir í kósí íbúð sem þau hafa verið að gera upp. Þetta eru þau Sól­veig Ása Tryggva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri AFS, maður­inn henn­ar Grett­ir Heim­is­son, sem vinn­ur í grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans og son­ur þeirra Tryggvi S. Grett­is­son en hann komst ný­lega inn á ung­barna­leiks­skóla eft­ir mikla bar­áttu við að finna pláss. Hinir ungu for­eldr­ar eru ósátt­ir við það hversu illa hef­ur gengið að brúa bilið milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla þó að þau séu að sjálf­sögðu ánægð með að litli karl­inn þeirra sé loks­ins kom­inn inn á leik­skóla. Þeim finnst sem að þetta sé vandi ungra for­eldra sem virðist aldrei ætla að leys­ast.

Á Teig­un­um hef­ur lít­il fjöl­skylda komið sér fyr­ir í kósí íbúð sem þau hafa verið að gera upp. Þetta eru þau Sól­veig Ása Tryggva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri AFS, maður­inn henn­ar Grett­ir Heim­is­son, sem vinn­ur í grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans og son­ur þeirra Tryggvi S. Grett­is­son en hann komst ný­lega inn á ung­barna­leiks­skóla eft­ir mikla bar­áttu við að finna pláss. Hinir ungu for­eldr­ar eru ósátt­ir við það hversu illa hef­ur gengið að brúa bilið milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla þó að þau séu að sjálf­sögðu ánægð með að litli karl­inn þeirra sé loks­ins kom­inn inn á leik­skóla. Þeim finnst sem að þetta sé vandi ungra for­eldra sem virðist aldrei ætla að leys­ast.

„Við erum búin að leysa út alla hugs­an­lega greiða varðandi barnapöss­un hjá vin­um og vanda­mönn­um, þaul­nýta ömm­ur og afa,“ seg­ir Grett­ir, en þau eru svo hepp­in að önn­ur amm­an vinn­ur vakta­vinnu og gat skipu­lagt sín­ar vakt­ir með til­liti til Tryggva litla og hin amm­an og af­inn eru hætt að vinna og þau hafa hjálpað eft­ir getu. „Svo er maður bú­inn að gjör­nýta allt sum­ar­leyfið,“ bæt­ir hann við og seg­ir að tæp­lega hafi verið hægt að ganga að fleiri redd­ing­um þegar loks­ins bauðst rými á ung­barna­leik­skóla á veg­um Há­skól­ans en Grett­ir er að fara hefja meist­ara­nám, sam­hliða vinnu, í töl­fræði við HÍ í haust. „Svo er bara eins gott að standa sig, svo maður missi ekki plássið,“ seg­ir hann en það er ljóst að hann á ærin verk­efni fyr­ir hönd­um næstu tvö árin eða svo; að stunda meist­ara­nám og sam­hliða vinnu. En hann er bú­inn að semja við vinnu­veit­end­ur sína um sveigj­an­leika vegna náms enda alltaf þörf fyr­ir góða sér­fræðinga í töl­fræði.

mbl.is/​Hari

Með ólík­ind­um að þetta bil skuli ekki löngu vera brúað

„Sko, ég vil ekki vera eitt­hvað voðal­ega nei­kvæð en það er al­veg með ólík­ind­um hvað það geng­ur illa að brúa bilið og hvað maður heyr­ir alltaf að til úr­bóta komi eft­ir ár, eða hálft ár eða bara ein­hvern tíma síðar. Það er al­veg ljóst að dauðþreytt­ir for­eldr­ar með lít­il börn eru lang­versti hóp­ur­inn til að þrýsta á um breyt­ing­ar. Kannski þess vegna sem ekk­ert eða lítið ger­ist í dag­vist­un­ar­mál­um fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp ár eft­ir ár, eða jafn­vel ára­tug­um sam­an. Það er bara út í hött að all­ir for­eldr­ar níu til 18 mánaða gam­alla barna séu bara alltaf í lausu lofti á vinnu­markaði, þurfi að stóla á for­eldra, ætt­ingja, sveigj­an­lega at­vinnu­veit­end­ur og taka út allt sum­ar­frí og launa­laus leyfi. Svo get­ur þetta ástand líka bitnað á sam­starfs­fólki. Þannig að það er með ólík­ind­um að ekki skuli hafa verið búið að brúa þetta al­ræmda bil fyr­ir löngu,“ seg­ir Sól­veig Ása.

Vist­un fyr­ir Tryggva litla var þessu unga pari, eins og öll­um úti­vinn­andi for­eldr­um, bráðnauðsyn­leg, ekki síst í ljósi þess að Sól­veig var að taka við nýju ábyrgðar­miklu starfi en það er aðeins vika síðan hún tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra alþjóðlegu fræðslu­sam­tak­anna AFS.

Hún er þó öll­um hnút­um kunn­ug enda búin að starfa sem deild­ar­stjóri nema á veg­um sam­tak­anna í sjö ár. Þess vegna þekk­ir­hún manna best um þau ólíku og stund­um erfiðu mál sem upp geta komið í tengsl­um við nem­ana, bæði er­lenda nema hér­lend­is og ís­lenska nema í út­lönd­um. Hún fór sjálf út sem skipt­inemi þegar hún var 17 ára til Den­ver í Banda­ríkj­un­um og held­ur enn góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína. Og ekki bara hún held­ur haldi for­eldr­ar henn­ar góðu sam­bandi við skipti­for­eldra henn­ar í Banda­ríkj­un­um og því ljóst að þarna varð til vinátta fyr­ir lífstíð.

Horfði upp á Banda­rík­in breyt­ast

„Ég var í Banda­ríkj­un­um þegar flogið var á tví­bura­t­urn­ana í New York, það var at­b­urður sem yf­ir­leitt er kallaður 9/​11 á ensku og sá hrein­lega hvernig Banda­rík­in breytt­ust og þjóðern­is­hyggj­an tók yfir sam­fé­lagið að því er virt­ist. En í heild­ina var þetta mjög já­kvæð og lær­dóms­rík upp­lif­un, eins og skipti­nám er fyr­ir lang­flesta.

Sól­veig Ása stend­ur frammi fyr­ir þeirri áskor­un um þessa mund­ir að finna fjöl­skyld­ur fyr­ir þann tölu­verða fjölda er­lenda nema sem lang­ar að koma í skipti­nám til Íslands. „Aðal­málið í þessu öllu sam­an er að sann­færa fólk um að þetta sé ekki svo mikið mál. Að skipt­inem­inn eigi ein­fald­lega að vera hluti af fjöl­skyld­unni og að þetta sé ekki eins og að fá gest frá út­lönd­um sem þú þarft að halda uppi með „Gull­foss-Geysi“ dag­skrá í heilt ár. Þegar fólk átt­ar sig á því og er búið að sann­reyna að koma skipt­inem­ans inn á heim­ilið er í raun minna mál en flest­ir gera sér í hug­ar­lund er eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur,“ seg­ir Sól­veig Ása.

Sólveig Ása, Grettir og Tryggvi
Sól­veig Ása, Grett­ir og Tryggvi mbl.is/​Hari

Hún seg­ir að stund­um verði þó árekstr­ar menn­ing­ar­heima, eðli­lega. Mik­il­væg­ast sé þá að tala um hlut­ina strax, birgja þá ekki inni, þá sé hægt að leysa flest. Það eigi bæði við um nema, hér­lend­is og er­lend­is en líka fjöl­skyld­urn­ar. Reynd­ar eru sum­ir af þess­um árekstr­um bráðfyndn­ir eins og til dæm­is taí­lenski strák­ur­inn sem ætlaði að vera voða góður og elda fyr­ir fjöl­skyldu sína. Þau biðu ró­leg en voru far­in að undr­ast læt­in úr eld­hús­inu, kíktu inn og sáu að það var allt á hvolfi. Skýr­ing­in lá í því að fjöl­skyld­an hans var vön að elda úti og hann því ekki van­ur að þurfa að hugsa um það sem fer á gólfið/​jörðina með sama hætti inni og úti. Sól­veig Ása seg­ir líka að viðbrigðin geti verið gríðarlega mik­il, til dæm­is fyr­ir ung­menni sem elst upp í fá­menni úti á landi og fer til er­lendr­ar stór­borg­ar, sem og skipt­inem­ann frá Hong Kong sem flutti í þorp úti á landi sem var fá­menn­ara en blokk­in þar sem hann bjó ásamt fjöl­skyldu sinni.

Sól­veig Ása seg­ir að vinn­an í kring­um skipt­inem­ana sé fyrst og fremst gef­andi og skemmti­leg, þó að upp komi stund­um krefj­andi at­vik. Einnig að skipti­nám sé eins og fram­halds­nám­skeið í víðsýni, sam­kennd og ábyrgðar­til­finn­ingu fyr­ir krakk­ana sem taka þátt. Skipti­námið er oft stóra stökkið fram á við í þroska þess­ara krakka og ætti að vera metið til ein­inga í fram­halds­skól­an­um enda má segja að skipti­nám sé eins og heils árs of­urkúrs í lífs­leikni.

Mik­il­vægt að meta skipti­nám til ein­inga

„Það er mik­il­vægt að fá námið metið og við eig­um í viðræðum núna við mennta­málaráðuneytið um það. Einnig vegna þess að það er svo mikið í boði fyr­ir ung­menni í dag, miklu meira en bara þegar ég fór utan á sín­um tíma, og því mik­il­vægt í allri sam­keppn­inni um tíma ungs fólks að skipti­námið sé metið til ein­inga. Við finn­um al­veg fyr­ir stytt­ingu fram­hald­skól­ans í þessu sam­hengi,“ seg­ir Sól­veig Ása.

Hún seg­ir einnig að AFS þurfi líka að svara kalli tím­ans. Sam­tök­in fögnuðu 60 ára af­mæli sínu hér á Íslandi í fyrra en eru rúm­lega 100 ára á heimsvísu og þau geta ekki haldið áfram að starfa eins og þau gerðu í upp­hafi eða fyr­ir 20 árum. „Þess vegna erum við að bjóða upp á skipti­nám fyr­ir fólk á öll­um aldri og líka í styttri tíma. Þ.e.a.s. ekki bara fyr­ir 15-18 ára krakka í tæpt ár.

„Gæti ég þá farið til dæm­is ein í skipti­nám til Arg­entínu?“ spyr blaðakona vongóð.

„Já, það er ein­mitt heila málið, seg­ir Sól­veig Ása. „AFS eru friðarsam­tök þar sem skipt­inem­ar, fjöl­skyld­ur og sjálf­boðaliðar vinna mark­visst að því að tengja sam­an menn­ing­ar­heima. Þetta er grunn­skil­grein­ing­in á sam­tök­un­um og við þurf­um að aðlag­ast breytt­um heimi með fleiri aðferðum fyr­ir okk­ar fólk; skipt­inem­ana, sjálf­boðaliða og fjöl­skyld­ur,“ seg­ir Sól­veig Ása að lok­um og ljóst að skipt­inem­ar hér­lend­is og ytra eru í góðum hönd­um und­ir styrkri stjórn þess­ar­ar skel­eggu konu.

mbl.is