Fimm ára og neitar að sofa í eigin rúmi

Spurt og svarað | 16. ágúst 2018

Fimm ára og neitar að sofa í eigin rúmi

Ung hjón í Kópavogi eiga fimm ára son sem hefur yfirtekið hjónarúmið. Þau hafa lesið sér til, gúgglað og reynt ýmis ráð til fá hann til að sofa í eigin rúmi en hann kemur alltaf upp í á nóttunni. „Annaðhvort tökum við ekki eftir því eða erum of þreytt til að standa í stappi við hann um miðja nótt.“ Hvað er til ráða?

Fimm ára og neitar að sofa í eigin rúmi

Spurt og svarað | 16. ágúst 2018

Gott er að fara yfir með barninu áður en til …
Gott er að fara yfir með barninu áður en til breytinganna kemur hvað er fram undan og mikilvægt er að barnið finni að foreldrarnir hafi fulla trú á því að þetta sé verkefni sem barnið ræður við. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ung hjón í Kópa­vogi eiga fimm ára son sem hef­ur yf­ir­tekið hjóna­rúmið. Þau hafa lesið sér til, gúgglað og reynt ýmis ráð til fá hann til að sofa í eig­in rúmi en hann kem­ur alltaf upp í á nótt­unni. „Annaðhvort tök­um við ekki eft­ir því eða erum of þreytt til að standa í stappi við hann um miðja nótt.“ Hvað er til ráða?

Ung hjón í Kópa­vogi eiga fimm ára son sem hef­ur yf­ir­tekið hjóna­rúmið. Þau hafa lesið sér til, gúgglað og reynt ýmis ráð til fá hann til að sofa í eig­in rúmi en hann kem­ur alltaf upp í á nótt­unni. „Annaðhvort tök­um við ekki eft­ir því eða erum of þreytt til að standa í stappi við hann um miðja nótt.“ Hvað er til ráða?

Sæl­ir, kæru for­eldr­ar. Þetta eru aðstæður sem ansi marg­ir for­eldr­ar geta tengt við. Áður en farið er í ein­hverj­ar aðgerðir er mik­il­vægt, eins og alltaf ef við ætl­um að breyta hegðun barna, að byrja á því að kort­leggja stöðuna vel. Fyr­ir það fyrsta þarf þetta ekki að vera vanda­mál. Marg­ir for­eldr­ar hafa ekk­ert á móti því að barnið sofi upp í og á meðan það hef­ur ekki nei­kvæð áhrif á svefn barns og for­eldra og er ekki að hamla barn­inu í því að gista til dæm­is hjá ömmu og afa er kannski eng­in ástæða til að bregðast við.

Þreyt­andi að fá tær í nas­ir og oln­boga í auga

Barnið mun að öll­um lík­ind­um vaxa upp úr því að vilja sofa uppi í hjá for­eldr­um. Stund­um eru það nefni­lega for­eldr­arn­ir sem eiga erfitt með að sleppa þessu taki af ung­un­um sín­um. Ef þið eruð hins veg­ar orðin upp­gef­in á því að fá litl­ar tær í nas­irn­ar og oln­boga í augað, eða að vakna úti á brún í ykk­ar eig­in rúmi og geta ykk­ur hvergi hrært, horf­ir málið öðru­vísi við.

Svefn er fjöl­skyld­unni nefni­lega afar mik­il­væg­ur, sér­stak­lega yngstu meðlimun­um, því að þreyta get­ur haft mik­il áhrif á skap og líðan.

Gott er að fara yfir með barn­inu áður en til breyt­ing­anna kem­ur hvað er fram und­an og mik­il­vægt er að barnið finni að for­eldr­arn­ir hafi fulla trú á því að þetta sé verk­efni sem barnið ræður við.

Oft er gott að tengja svona nýj­ar venj­ur við ein­hverj­ar nýj­ar aðstæður, til dæm­is ef barnið fær nýtt rúm eða nýtt sæng­ur­vera­sett (með upp­á­halds of­ur­hetj­unni sinni) eða aðrar breyt­ing­ar eru gerðar á her­berg­inu. Eins og alltaf er rútína af hinu góða og er gott að nýta tæki­færið þegar svona breyt­ing­ar eru gerðar og skapa góðar venj­ur í kring­um svefn­rútín­una ef hún er ekki eins og við vilj­um hafa hana.

Breytt­ar aðstæður fyr­ir barn eru þroska­ferli

Til dæm­is að lesa bók með for­eldri í stutta stund, fá svo knús og söng eða hvað sem ykk­ur hugn­ast vel og er raun­hæft fyr­ir ykk­ur. Og eins og alltaf þegar við vilj­um sjá breytta hegðun hjá börn­un­um okk­ar er mik­il­vægt að við séum sam­kvæm sjálf­um okk­ur. Það get­ur verið freist­andi að leyfa barn­inu að sofa uppi í bara eina nótt en þá þurf­um við líka að vera meðvituð um að við get­um verið að fara nokk­ur skref til baka í því ferli sem hafið er. Það get­ur tekið á að halda út svona breyt­inga­ferli og þá get­ur verið gott að hafa það á bak við eyrað að með því að aðstoða börn­in okk­ar við að tak­ast á við svona breyt­ing­ar erum við að skapa þeim tæki­færi til að æfa sig í því að tak­ast á við breytt­ar aðstæður, sem er færni sem mun sann­ar­lega nýt­ast þeim vel á lífs­leiðinni.

Gangi ykk­ur vel!

mbl.is