Varar við hættum ávanabindandi lyfja

Samfélagsmál | 16. ágúst 2018

Embætti landlæknis varar við hættum ávanabindandi lyfja

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embætti landlæknis gefið út viðvörun um afleiðingar slíkra lyfja. „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verið bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir á vef landlæknis.

Embætti landlæknis varar við hættum ávanabindandi lyfja

Samfélagsmál | 16. ágúst 2018

Embætti landlæknis hefur varað við ávanabindandi lyfjum. Sterk verkjalyf eru …
Embætti landlæknis hefur varað við ávanabindandi lyfjum. Sterk verkjalyf eru hættulegustu lyfin. mbl.is/Valli

Vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um notk­un ung­menna á ávana­bind­andi lyfj­um hef­ur embætti land­lækn­is gefið út viðvör­un um af­leiðing­ar slíkra lyfja. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­leiðing­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­ling­inn,“ seg­ir á vef land­lækn­is.

Vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um notk­un ung­menna á ávana­bind­andi lyfj­um hef­ur embætti land­lækn­is gefið út viðvör­un um af­leiðing­ar slíkra lyfja. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­leiðing­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­ling­inn,“ seg­ir á vef land­lækn­is.

Sterk verkjalyf hættu­leg­ust

Lyfj­un­um er skipt í þrjá flokka; sterk verkjalyf, ró­andi lyf og örv­andi lyf.

Land­lækn­ir seg­ir sterk verkjalyf vera hættu­leg­ustu lyf­in. Dæmi um slík lyf eru t.d. contalg­in, oxycont­in, fent­anyl, búpren­orfín og trama­dól. Þessi lyf geta valdið blóðþrýst­ings­falli og hættu á dái eða dauða vegna önd­un­ar­bæl­ing­ar.

Ró­andi eða slævandi lyf eru sögð geta verið lífs­hættu­leg séu þau tek­in með áfengi eða öðrum lyfj­um sem hafa bæl­andi áhrif á miðtauga­kerfið. Alprazolam, sobril, stesolid, imovane, stil­noct og díazepam eru dæmi um slík lyf.

Örvandi lyf eru meðal ann­ars am­feta­mín, rital­in uno og concerta. Bráð ofskömmt­un slíkra lyfja get­ur meðal ann­ars leitt til krampa, of­skynj­ana, óráðs, of­ur­hita, hraðtakts og háþrýst­ings.

Notk­un margra efna eyk­ur hættu

Í viðvör­un land­lækn­is er tekið fram að notk­un margra efna sam­tím­is, svo sem lyfja, áfeng­is og ólög­legra efna, auki hættu sem fylg­ir notk­un þeirra.

Þá kem­ur fram að ein­stak­ling­um sem sjald­an eða aldrei hafa notað viðkom­andi lyf sé hætt­ara við al­var­leg­um auka­verk­un­um.

mbl.is