Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Næring barna | 28. ágúst 2018

Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Flestir foreldrar byrja á að gefa ungbarninu sínu afar hefðbundið ungbarnafæði eftir að það byrjar að borða fasta fæðu. Ungbarnagrautar, stappaðir bananar, kartöflur og gulrætur er ágætisfæði fyrir ungabörn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðutegundir. Það er æskilegt að byrja fljótlega að venja bragðlauka barnsins á óvenjulegan mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt getur átt mikinn þátt í að koma veg fyrir eða minnka matvendni barnsins. 

Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Næring barna | 28. ágúst 2018

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Flest­ir for­eldr­ar byrja á að gefa ung­barn­inu sínu afar hefðbundið ung­barna­fæði eft­ir að það byrj­ar að borða fasta fæðu. Ung­barna­graut­ar, stappaðir ban­an­ar, kart­öfl­ur og gul­ræt­ur er ágæt­is­fæði fyr­ir unga­börn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðuteg­und­ir. Það er æski­legt að byrja fljót­lega að venja bragðlauka barns­ins á óvenju­leg­an mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt get­ur átt mik­inn þátt í að koma veg fyr­ir eða minnka matvendni barns­ins. 

Flest­ir for­eldr­ar byrja á að gefa ung­barn­inu sínu afar hefðbundið ung­barna­fæði eft­ir að það byrj­ar að borða fasta fæðu. Ung­barna­graut­ar, stappaðir ban­an­ar, kart­öfl­ur og gul­ræt­ur er ágæt­is­fæði fyr­ir unga­börn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðuteg­und­ir. Það er æski­legt að byrja fljót­lega að venja bragðlauka barns­ins á óvenju­leg­an mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt get­ur átt mik­inn þátt í að koma veg fyr­ir eða minnka matvendni barns­ins. 

Meðfylgj­andi eru nokkr­ar hug­mynd­ir að ann­ars kon­ar fæði fyr­ir ung­börn. At­hugaðu að þó svo þér kunni ekki að líka við til­tek­inn mat er ekki úti­lokað að barn­inu finn­ist hann góður. Leyfðu því að ráða.

At­hugið að nú er ekki leng­ur talið mik­il­vægt að bíða til eins árs ald­urs með mat sem gæti valdið of­næmi eins og áður var talið en þó er alltaf talið skyn­sam­legt að kynna barni nýtt fæði hægt og ró­lega, til dæm­is með því að láta um það bil þrjá daga líða á milli þess sem það borðar nýja fæðuteg­und. Þannig er hægt að kanna hvort mat­ur­inn virðist valda of­næmisviðbrögðum hjá barn­inu.

Súr­ir ávext­ir

Það kem­ur ef til vill mörg­um for­eldr­um á óvart en mög­um börn­um finn­ast súr­ir ávext­ir, ber og græn­meti gott. Dæmi; kirsu­ber (fjar­lægið stein­ana), plómu­bit­ar, jarðarber stund­um svo­lítið súr, græn epli og rabarbar­ar eru klár­lega súr­ir. Það er mögu­legt líka að börn­in gleypi ekki súr­an mat í sig en þeim gæti þótt gam­an að leika sér með bragðlauk­ana rétt eins og full­orðnum.

Soðið kryddað kjöt

Viss­irðu að unga­börn út um all­an heim borða chili? Kannski ekki mikið af því og það eru til ýms­ar út­gáf­ur af chili, mis­sterkt. Einnig mætti prófa smá­veg­is af engi­feri og sojasósu til að venja barnið við. Einnig get­ur verið spenn­andi að prófa ým­iss kon­ar kryd­d­jurtir, ung­barna­mat­ur þarf ekki að bragðast eins og papp­ír.

Ljós­mynd/​Thinkstockp­hotos

Græn­meti af kross­blóma­ætt

Græn­ar baun­ir og sæt­ar kart­öfl­ur hafa gjarna verið álitið hið full­komna ung­barna­fæði en af hverju ekki gul­róf­ur og blóm­kál? Græn­meti af kross­blóma­ætt (Cruciferous veggies) er van­metið fyr­ir börn en til þess heyr­ir líka brok­kolí, græn­kál, bok choy, hvít­kál og rósa­kál. Allt úr­vals­græn­meti sem hlaðið er nær­ing­ar­efn­um fyr­ir litla orku­bolta.

Fingramat­ur

Leyfið barn­inu að borða mat­inn um leið og það hef­ur tök á að tína sjálft bit­ana eða stinga skeiðinni sjálft upp í sig. At­hugið bara að barnið ráði við að tína bit­ana upp í sig jafn­vel þó að nær­ing­ar­legt gildi máltíðar­inn­ar sé ekki mikið, svo við töl­um um hrein­læt­isþátt­inn. Einnig er mik­il­vægt að bitarn­ir séu það litl­ir að það sé ekki hætta á að þeir standi í barn­inu. Til dæm­is gæti verið sniðugt að frysta oggu­litla ís­bita sem bún­ir eru til úr þeyt­ingi sem svo bráðna uppi í barn­inu. Því get­ur þótt þetta vera hin besta skemmt­un.

Ljós­mynd/​Thinkstockp­hotos

 Fisk­ur

Nú er ekki leng­ur ráðlagt að bíða til eins árs ald­urs með að gefa börn­um fisk. Þvert á móti er talið skyn­sam­legt að gefa þeim fisk fljót­lega sem hluta af fastri fæðu og venja þau strax við fisk­bragðið svo það verði ekki vesen í framtíðinni að koma þeirri heilsu­fæðu ofan í barnið, eins og stund­um vill verða.

Heim­ild: Ba­bycenter.com

mbl.is