Skólabyrjun hjá Kate Gosselin og börnunum hennar átta

Fyrsti skóladagurinn | 28. ágúst 2018

Skólabyrjun hjá Kate Gosselin og börnunum hennar átta

Eins og komið hefur fram hér á fjölskyldvef mbl.is eru skólarnir byrjaðir, bæði hér heima og úti í heimi. Það eru því alls kyns fjölskyldur sem taka þátt í breyttu mynstri þessa dagana með ungunum sínum.

Skólabyrjun hjá Kate Gosselin og börnunum hennar átta

Fyrsti skóladagurinn | 28. ágúst 2018

Ljósmynd/skjáskot

Eins og komið hef­ur fram hér á fjöl­skyld­vef mbl.is eru skól­arn­ir byrjaðir, bæði hér heima og úti í heimi. Það eru því alls kyns fjöl­skyld­ur sem taka þátt í breyttu mynstri þessa dag­ana með ung­un­um sín­um.

Eins og komið hef­ur fram hér á fjöl­skyld­vef mbl.is eru skól­arn­ir byrjaðir, bæði hér heima og úti í heimi. Það eru því alls kyns fjöl­skyld­ur sem taka þátt í breyttu mynstri þessa dag­ana með ung­un­um sín­um.

Ein frem­ur óvenju­leg fjöl­skylda stóð frammi fyr­ir skóla­byrj­un í vik­unni en hún sam­an­stend­ur af Kate Gossel­in, fyrr­ver­andi sjón­varps­raun­veru­leika­stjörnu, ein­stæðri móður með átta börn. Barna­hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af tví­burap­ari og sex­bur­um en þeir síðar­nefndu byrja í átt­unda bekk sem í banda­rísku skóla­kerfi er síðasta árið í grunn­skóla fyr­ir miðskóla (e. highschool) en tví­bur­arn­ir sem eru 17 ára eru að klára síðasta árið í miðskóla.

Hún og þáver­andi maður henn­ar Jon Gossel­in opnuðu heim­ili sitt fyr­ir sjón­varps­áhorf­end­um og leyfðu þeim að fylgj­ast með fjör­ugu fjöl­skyldu­líf­inu fyr­ir meira en ára­tug og urðu þá hjón­in það sem kallað er raun­veru­leika­stjörn­ur.

„Það er eins og skól­an­um hafi aldrei lokið, því þau eru byrjuð aft­ur!“ skrifaði hin stolta móðir á In­sta­gram.

Það vakti at­hygli að tvö börn vantaði á mynd­ina, þau Hönnuh og Coll­in, sem eru 2/​6 af sex­burun­um. Kate Gossel­in hafði út­skýrt áður að Coll­in væri tíma­bundið flutt­ur út og tæki nú þátt í sér­stakri mennt­un­ar­áætl­un á heima­vist sem tengd­ist lífs­leikni sem ætti að aðstoða hann að byggja upp lær­dóms­hæfni sína og mæta áskor­un­um vegna fé­lags­legra þátta. Áður hafði komið fram í fjöl­miðlum að Hanna byggi hjá föður sín­um.

Mamma Kate með öll­um átta börn­un­um

Kate Plus 8 ret­urns NO­V­EM­BER 22 at 10pm😉

A post shared by Kate Gossel­in (@kateplu­smy8) on Nov 15, 2016 at 9:17am PST


Hér má sjá nokk­ur mynd­brot úr lífi tví- og sex­bur­anna

mbl.is