„Ég fylgdi syni mínum til himna“

Börnin okkar og úrræðin | 16. september 2018

„Ég fylgdi syni mínum til himna“

Þrátt fyrir að við séum talin hamingjusöm þjóð líða mörg börn fyrir erfiðar uppeldisaðstæður og glíma við kvíða, depurð, áfallaröskun, veikindi og erfiðleika í námi. Þessum hópi þarf að hlúa betur að og fjölskyldur þeirra þurfa að fá markvissari aðstoð til að hver einstaklingur fái að njóta hæfileika sinna, annars er hætta á að vandinn fari á milli kynslóða.

„Ég fylgdi syni mínum til himna“

Börnin okkar og úrræðin | 16. september 2018

mbl.is/Hari

Þrátt fyr­ir að við séum tal­in ham­ingju­söm þjóð líða mörg börn fyr­ir erfiðar upp­eldisaðstæður og glíma við kvíða, dep­urð, áfallarösk­un, veik­indi og erfiðleika í námi. Þess­um hópi þarf að hlúa bet­ur að og fjöl­skyld­ur þeirra þurfa að fá mark­viss­ari aðstoð til að hver ein­stak­ling­ur fái að njóta hæfi­leika sinna, ann­ars er hætta á að vand­inn fari á milli kyn­slóða.

Þrátt fyr­ir að við séum tal­in ham­ingju­söm þjóð líða mörg börn fyr­ir erfiðar upp­eldisaðstæður og glíma við kvíða, dep­urð, áfallarösk­un, veik­indi og erfiðleika í námi. Þess­um hópi þarf að hlúa bet­ur að og fjöl­skyld­ur þeirra þurfa að fá mark­viss­ari aðstoð til að hver ein­stak­ling­ur fái að njóta hæfi­leika sinna, ann­ars er hætta á að vand­inn fari á milli kyn­slóða.

Hópi barna og ung­menna líður mjög illa, er kom­inn í öngstræti með líf sitt og held­ur að eina leiðin sé að hverfa af sviði lífs­ins. Við sem erum full­orðin þurf­um að vera til staðar fyr­ir þenn­an hóp, ekki bara á tylli­dög­um og ekki bara fag­fólk í heil­brigðis­geir­an­um held­ur allt sam­fé­lagið. Á hverju ári falla að meðaltali 35-40 Íslend­ing­ar á öll­um aldri fyr­ir eig­in hendi og sum ár hafa þeir verið fleiri. Þar af eru allt að fjór­ir yngri en tví­tugt en sjálfs­víg eru helsta dánar­or­sök ungra karl­manna á Íslandi.

Í nýrri fram­halds­skóla­könn­un sem Rann­sókn og grein­ing vann fyr­ir embætti land­lækn­is kom fram að mörg ung­menni glíma við kvíða, þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

963 ung­menni höfðu reynt sjálfs­víg

12% stúlkna og 7% pilta sögðust hafa reynt sjálfs­víg. Töl­urn­ar virðast ekki háar en þegar horft er á ung­menn­in bak við töl­urn­ar þá eru þær ískyggi­leg­ar. Bak við þess­ar pró­sent­ur fyr­ir árið 2016 eru 963 nem­end­ur í fram­halds­skól­um. Nem­end­ur sem hafa gert til­raun til sjálfs­vígs ein­hvern tíma á æv­inni.

„Við erum að tala um 350 drengi og 613 stúlk­ur. Þetta eru skugga­leg­ar töl­ur og okk­ur ber skylda til að taka þær al­var­lega,“ seg­ir Sal­björg Bjarna­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og verk­efna­stjóri hjá Embætti land­lækn­is. 

Hún bend­ir á að á sama tíma eigi all­ir að vera svo glaðir og ham­ingju­sam­ir. Þess­ar töl­ur sýni að því sé ekki svo farið um alla. „Þess­ar töl­ur eiga ein­ung­is við um þá nem­end­ur sem mætt­ir voru þenn­an dag sem könn­un­in var lögð fyr­ir. Hvað með þá sem ekki voru mætt­ir og þá sem hafa flosnað upp úr námi, hvernig skyldi þeim líða? Sjálfs­víg eru ekki bara mál fagaðila held­ur alls sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Sal­björg.

Hún seg­ir for­varn­ir eitt það mik­il­væg­asta í bar­átt­unni við sjálfs­vígs­vána og vís­ar í orð Lars Mehlums, pró­fess­ors í geðlækn­ing­um og for­stöðumanns sjálfs­vígs­rann­sókna- og for­varnamiðstöðvar Ósló­ar­há­skóla, um mik­il­vægi for­varna en í Ósló er rek­in sér­deild við há­skól­ann á þessu sviði.

„Hér á landi eru marg­ir að gera smá, hver í sínu horni. Það vant­ar meiri yf­ir­sýn og sam­vinnu milli ólíkra kerfa sem öll þurfa að koma að þess­um mála­flokki og fá alla til að vinna að sam­eig­in­leg­um hags­mun­um allra fjöl­skyldna.

Sjálfs­vígs­for­varn­ir ei­lífðar­verk­efni

Því ber að fagna að á málþingi 10. sept­em­ber, alþjóðadegi for­varna gegn sjálfs­víg­um, kom fram í máli Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra að all­ar til­lög­ur sem komu fram hjá þverfag­leg­um starfs­hópi á veg­um embætt­is land­lækn­is í aðgerðaáætl­un til að fækka sjálfs­víg­um hefðu verið samþykkt­ar og 25 millj­ón­ir yrðu sett­ar beint inn í mála­flokk­inn strax og síðan yrði fram­hald þar á. Þetta er í fyrsta sinn sem slík upp­hæð er sett inn í for­varn­ir gegn sjálfs­víg­um og þó svo að mik­il vinna hafi farið fram í átaks­verk­efn­um verður að segj­ast að sjálfs­vígs­for­varn­ir eru ei­lífðar­verk­efni líkt og all­ar aðrar for­varn­ir,“ seg­ir Sal­björg.

„Við þurf­um ekki að finna upp hjólið er varðar for­varn­ir, marg­ir hafa lagt hönd á plóg, meðal ann­ars var þverfag­leg­ur hóp­ur á veg­um embætt­is land­lækn­is í alþjóðlegu sam­starfi með verk­efni sem hét Þjóð gegn þung­lyndi.

Á þess­um tíma voru tutt­ugu og tvær þjóðir að vinna út frá þessu mód­eli. Í tólf ár voru nám­skeið víða um land þar sem við frædd­um fagaðila og fleiri um helstu geðrask­an­ir, sjálfs­vígsat­ferli og sorg eft­ir sjálfs­víg. Um var að ræða nám­skeið fyr­ir þá sem unnu á heilsu­gæsl­um, fé­lagsþjón­ust­una, presta, lög­reglu, kenn­ara og náms­ráðgjafa. Lagt var upp með að þess­ir aðilar þekktu helstu or­sak­ir, ein­kenni, horf­ur geðræns vanda og hvernig þau gætu brugðist við.

Við finn­um það núna, nokkr­um árum síðar, að það er orðið tíma­bært að fara aft­ur af stað því geðrækt og for­vörn­um lýk­ur aldrei, þeim verður að halda við. Við verðum að fylgja kröf­um sam­fé­lags­ins á þessu sviði sem öðrum.

Hraðinn í sam­fé­lag­inu og í öllu okk­ar lífi er svo miklu meiri en áður var; kraf­an um að vera stöðugt að fylgj­ast með sam­fé­lags­miðlum og um að fá allt strax eykst. Eins og tækn­in get­ur verið góð get­ur hún einnig aukið hættu á van­líðan fólks, ekki síst ungs fólks, og ég tala nú ekki um ung­ar barna­fjöl­skyld­ur þar sem börn geta liðið fyr­ir skort á tíma og um­hyggju frá for­eldr­um sem sökkva sér inn í þenn­an heim. Við þurf­um að vera meðvituð um að hjálp­ast öll að við að gera upp­eld­is­skil­yrði barna upp­byggi­leg og þroska­væn­leg. Gef­um fjöl­skyld­um tæki­færi á að njóta sam­veru,“ seg­ir Sal­björg.

Lang­flest­um geng­ur vel í líf­inu. Auðvitað koma upp erfiðir tím­ar hjá öll­um ein­hvern tím­ann en þá þarf fólk að þekkja hvert best er að leita og þekkja tengslanet sitt. Það skipt­ir líka máli að ein­stak­ling­ar séu meðvitaðir um viðhorf sín til lífs­ins, seg­ir Sal­björg.

Hún seg­ir að for­varn­ir eigi að byrja strax í móðurkviði. „Við þurf­um að vera meðvituð um að grípa strax inn í aðstæður sem geta verið erfiðar fyr­ir börn og for­eldra með snemm­tæka íhlut­un þegar við á.

Við gæt­um gert svo miklu meira. Strax í meðgöngu­vernd og ung- og smá­barna­vernd er hægt að sjá hverj­ir þurfa auk­inn stuðning inn á heim­ilið til að efla for­eldra í for­eldra­hlut­verk­inu og hjálpa þeim með tengslamynd­un við börn­in. Marg­ar ljós­mæður vinna mjög vel á þessu sviði og nú eru sál­fræðing­ar starf­andi á heilsu­gæslu­stöðvum að vinna með þeim. Þá eru einnig sér­fræðing­ar sem starfa í FMB-teymi (for­eldr­ar, meðganga, barn) geðsviðs Land­spít­al­ans og Miðstöð for­eldra og barna.

Ef gripið er snemma inn er hægt að spara mik­inn heil­brigðis­kostnað síðar á ævi ein­stak­ling­anna og það sem er miklu mik­il­væg­ara: koma í veg fyr­ir harm sem er dýr­keypt­ur fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar,“ seg­ir Sal­björg.

Tæplega eitt þúsund framhaldsskólanemar höfðu reynt sjálfsvíg 2016
Tæp­lega eitt þúsund fram­halds­skóla­nem­ar höfðu reynt sjálfs­víg 2016 mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mis­notk­un vímu­efna eyk­ur sjálfs­vígs­hættu

Hún seg­ir heilsu­gæsl­una vera fyrsta viðkomu­stað þegar ein­stak­ling­ar eru í vanda og þar sé hægt að fá góða þjón­ustu en styrkja þurfi heilsu­gæsl­una bet­ur með styrk­ingu á þverfag­legri geðheil­brigðisþjón­ustu og einnig ann­ars stigs þjón­ustu geðteym­anna, sem eiga að vera þrjú á höfuðborg­ar­svæðinu og síðan eitt í hverj­um lands­fjórðungi sam­kvæmt aðgerðaáætl­un í geðheilsu­stefn­unni. Þegar eru kom­in tvö geðteymi á höfuðborg­ar­svæðið en enn er verk að vinna og við þurf­um að efla geðheil­brigðisþjón­ustu á öllu land­inu, seg­ir Sal­björg. 

Í aðgerðaáætl­un starfs­hóps í að fækka sjálfs­víg­um á Íslandi kem­ur fram að mis­notk­un áfeng­is og annarra vímu­efna hafi nei­kvæð áhrif á geðheilsu og auki sjálfs­vígs­hættu.

„Slík neysla dreg­ur úr dómgreind og höml­um, sem eyk­ur hættu á sjálfs­víg­um og sjálfs­vígstilraun­um í raun­tíma. Langvar­andi neysla og fíkn hef­ur einnig nei­kvæð áhrif á al­menn lífs­gæði, náms­ástund­un, at­vinnuþátt­töku og fjöl­skyldu­tengsl, sem ýtir enn frek­ar und­ir von­leysi og sjálfs­vígs­hættu.

Þá er þekkt að neysla vímu­efna, svo sem kanna­bis, geti ýtt und­ir ein­kenni geðrofa­sjúk­dóma. Því er brýnt að ís­lensk stjórn­völd haldi sig við ábyrga stefnu á sviði áfeng­is, kanna­bis og annarra vímu­efna, m.a. með tak­mörk­un á aðgengi og banni á aug­lýs­ing­um um áfengi.

Einnig er mik­il­vægt að efla gagn­reynd­ar for­varn­ir á sviði áfeng­is og annarra vímu­efna í grunn- og fram­halds­skól­um en al­geng­ast er að ung­menni neyti fyrst vímu­efna á fram­halds­skóla­aldri þótt ákveðinn hóp­ur byrji fyrr,“ seg­ir í niður­stöðum starfs­hóps­ins.

Sal­björg bæt­ir við að yngsti hóp­ur­inn glími oft­ar en ekki við ýms­an ann­an vanda sem þurfi að taka fyrr á og þau fari oft illa út úr sam­skipt­um við eldri ein­stak­linga sem mis­noti traust þess­ara barna og not­færi sér um leið neyð þeirra.

„Þetta er ótrú­lega harður og ljót­ur heim­ur sem við verðum að forða ung­menn­um út úr og okk­ur ber sam­fé­lags­leg skylda til þess. Auk þess er mik­il­vægt að hafa fjöl­breytt úrræði til að grípa til því neysl­an er miklu harðari í dag en hún var áður þó svo ein­stak­ling­arn­ir sem eru í slíkri neyslu séu ekki miklu fleiri en áður.“

Skýrsla um sjálfs­vígs­hugs­an­ir og sjálfs­vígstilraun­ir meðal ís­lenskra ung­menna sýn­ir að sjálfsskaði stúlkna hef­ur auk­ist frá ár­inu 2010 og sjálfs­vígs­hugs­an­ir sömu­leiðis. Töl­ur embætt­is land­lækn­is sýna hins veg­ar að sjálfs­vígstíðni meðal ungs fólks á aldr­in­um 15-19 ára hef­ur farið lækk­andi frá ár­inu 2000.

Niður­stöður skýrsl­unn­ar sýna enn­frem­ur að stór hluti ung­menna, 55% stelpna og 38% stráka, þekk­ir ein­hvern sem hef­ur reynt sjálfs­víg og einn af hverj­um tíu hef­ur átt góðan vin eða ein­hvern ná­kom­inn sem fallið hef­ur fyr­ir eig­in hendi.

Tæp­lega helm­ing­ur stúlkna og rúm­lega þriðjung­ur drengja í fram­halds­skól­um hef­ur upp­lifað að ein­hver segi þeim frá því að viðkom­andi sé að hug­leiða sjálfs­víg.

Þá sýna niður­stöður að sterk­ustu sjálf­stæðu áhættuþætt­ir sjálfs­vígstilrauna meðal ungs fólks í fram­halds­skól­um eru sjálfs­vígstilraun vin­ar eða ein­hvers ná­kom­ins, þung­lyndi, reiði, kyn­ferðisof­beldi og kanna­bisneysla.

Um næstu helgi verður meðal ann­ars fjallað í þess­um greina­flokki um bjargráð sem hægt er að beita þegar sjálfsskaða- eða sjálfs­vígs­hætta steðjar að.

Sal­björg seg­ir að ým­is­legt í þess­ari skýrslu ýti und­ir það sem fram kem­ur í aðgerðaáætl­un starfs­hóps til að fækka sjálfs­víg­um á Íslandi en skýrsl­unni var skilað til heil­brigðisráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, í apríl. Þar kem­ur fram að já­kvæð upp­vaxt­ar­skil­yrði barna og góð tengsl við upp­al­end­ur séu mik­il­væg­ur vernd­andi þátt­ur fyr­ir geðheilsu og vellíðan alla ævi. Þar sé lagður grunn­ur að hæfni barna til að eiga sam­skipti og mynda upp­byggi­leg tengsl við aðra til framtíðar.

„Því er mik­il­vægt að stjórn­völd marki sér skýra stefnu um mál­efni fjöl­skyldna sem miðar að því að börn búi við ör­yggi og ást­ríki og fái notið æsku sinn­ar. Nú þegar liggja fyr­ir drög að fjöl­skyldu­stefnu sem starfs­hóp­ur­inn mæl­ist ein­dregið til að verði lögð fyr­ir Alþingi og inn­leidd hér á landi,“ seg­ir í niður­stöðum starfs­hóps­ins.

„Við vilj­um leggja sér­staka áherslu á að auka mark­visst geðrækt og for­varn­ir inn­an veggja skól­anna. Marg­ir skól­ar eru að gera mjög vel og það eru fleiri og fleiri sem eru að vinna eft­ir mód­eli Heilsu­efl­andi skóla þar sem einn stór þátt­ur varðar geðrækt. 

Mik­il­vægt er að þetta hlut­verk skól­ans sé viður­kennt og eflt í þeim til­gangi að tryggja öll­um reglu­bundna, mark­vissa og gagn­reynda kennslu og þjálf­un sem efl­ir geðheilsu nem­enda og seiglu til lengri tíma. Jafn­framt er mik­il­vægt að nem­end­ur á öll­um skóla­stig­um fái þann stuðning sem þeir þurfa á að halda til að blómstra í námi og finna styrk­leik­um sín­um far­veg,“ seg­ir í aðgerðaáætl­un­inni.

Sal­björg seg­ir að á hátíðis­dög­um töl­um við um að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og sam­hent þorp ef barn býr við erfiðar fé­lags­leg­ar aðstæður, sjúk­dóma einelti og/​eða námserfiðleika.

„Þetta er ekki svo í raun­veru­leik­an­um, við vilj­um oft ekki vita af þess­um fjöl­skyld­um sem glíma við erfiðleika en það er nauðsyn­legt að við sem sam­fé­lag styðjum við bakið á þess­um börn­um og fjöl­skyld­um þeirra.

Það á ekki ein­ung­is að horfa á hlut­fall þeirra sem íhuga sjálfs­víg, það verður að horfa á vand­ann út frá hverj­um og ein­um og grípa fyrr inn í ferlið. Við verðum að þora að tala um van­líðan barna og styrkja for­eldra til að hlúa að þeim.

Áður en barn fer að hug­leiða sjálfs­víg er iðulega margt búið að fara úr­skeiðis í lífi þess og það sér illa til­gang með að halda áfram. Barnið lang­ar ekki að deyja, það lang­ar bara ekki til að lifa við þær aðstæður sem eru í líf­inu núna. Við þurf­um að kenna þeim að það eru til lausn­ir, það er hægt að fá aðstoð hjá for­eldr­um, vin­um, kenn­ur­um, náms­ráðgjöf­um og skóla­hjúkr­un­ar­fræðing­um og einnig eru skóla­sál­fræðing­ar og fé­lags­ráðgjaf­ar í skól­un­um. Hvert barn er ein­stakt og þarf að fá að njóta styrk­leika sinna og hæfi­leika,“ seg­ir Sal­björg.

Hún er einnig upp­tek­in af rétt­ind­um barna sem missa skyndi­lega for­eldra, eiga for­eldra sem eiga við al­var­leg­an fíkni- eða geðvanda að stríða eða eru deyj­andi úr krabba­meini og öðrum al­var­leg­um sjúk­dóm­um, hvernig við mæt­um þeim hópi og fjöl­skyld­um þeirra. „Það er mik­il­vægt að hafa þenn­an hóp í huga því hann býr við aðstæður sem valda kvíða, dep­urð og ang­ist. Þessi börn glíma oft við erfiðleika í námi og ein­angr­un í sorg sinni. Þarna er verk að vinna.“

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Að sögn Sal­bjarg­ar átt­ar ungt fólk sig held­ur ekki alltaf á end­an­leik­an­um sem fylg­ir dauðanum. Að sumu leyti get­um við kennt okk­ur sjálf um, því dauðinn er helst inni á sjúkra­hús­um og börn­um haldið í burtu til að vernda þau, oft með hvítri lygi eða mis­skil­inni góðsemi hinna full­orðnu, og þau kannski orðin ell­efu ára eða eldri þegar þau gera sér grein fyr­ir end­an­leik­an­um sem dauðanum fylg­ir.

„Að lífið er ekki bara tölvu­leik­ur þar sem per­sóna rís upp aft­ur í nýju borði eft­ir að hafa dáið í næsta borði á und­an. Við meg­um ekki gleyma því að gera börn og ung­menni meðvituð um að dauðinn er end­an­leg­ur og lífið kem­ur aldrei til baka. Það er ekk­ert nýtt borð í boði, bara þetta eina líf sem við þekkj­um með vissu,“ seg­ir Sal­björg.

Ung­menni sem hafa upp­lifað að ein­hver greini þeim frá sjálfs­vígs­hug­leiðing­um eru 5,6 sinn­um lík­legri til að hafa gert sjálfs­vígstilraun sjálf. Þau sem eiga góðan vin eða ein­hvern ná­kom­inn sem hef­ur reynt sjálfs­víg eru 6,8 sinn­um lík­legri til að hafa sjálf gert sjálfs­vígstilraun, en þau sem eiga góðan vin eða ná­kom­inn sem hef­ur tekið líf sitt eru 4,3 sinn­um lík­legri til þess að hafa gert til­raun.

Þegar búið er að stjórna fyr­ir bak­grunnsþátt­um, fé­lags­legri ein­angr­un, líðan og vímu­efna­neyslu eru þau sem hafa upp­lifað að ein­hver greini þeim frá sjálfs­vígs­hugs­un­um tvö­falt lík­legri til að hafa sjálf gert til­raun til sjálfs­vígs. Þau sem eiga góðan vin eða ein­hvern ná­kom­inn sem hef­ur gert til­raun til sjálfs­vígs eru 2,7 sinn­um lík­legri til að hafa sjálf gert til­raun til sjálfs­vígs og þau sem eiga góðan vin eða ein­hvern ná­kom­inn sem hef­ur fallið fyr­ir eig­in hendi eru 1,7 sinn­um lík­legri, seg­ir í skýrslu embætt­is land­lækn­is sem var kynnt á alþjóðleg­um degi sjálfs­víga 10. sept­em­ber.

Sal­björg seg­ir að það sé mik­il­vægt fyr­ir for­eldra að fylgj­ast með því á hvað börn þeirra eru að horfa, því á net­inu sé alls kon­ar efni þar sem dauðinn er upp­haf­inn. Þetta geti haft áhrif á þá sem eru áhrifa­gjarn­ir líkt og börn eru oft.

„Við eig­um ekki að þagga umræðuna um sjálfs­víg niður en við eig­um að vera með ábyrga umræðu. Kjafta­sög­ur eru fljót­ar að fara af stað á sam­fé­lags­miðlum og jafn­vel fjöl­miðlum og það skipt­ir miklu að segja frá á rétt­an hátt. Sjálfs­víg eru ótíma­bær dauðsföll og hér á landi um það bil tvö­falt al­geng­ari en bana­slys í um­ferðinni. Sjálfs­víg eru vandmeðfarið umræðuefni og fram­setn­ing fjöl­miðla skipt­ir miklu máli. Til að mynda upp­lýs­ing­ar varðandi aðstæður og aðferðir. Ef umræðan er ábyrg get­ur hún nýst vel til þess að koma mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um til al­menn­ings,“ seg­ir Sal­björg og vís­ar hér til aðgerðaáætl­un­ar til að fækka sjálfs­víg­um.

Seigl­an er mik­il­væg, seg­ir Sal­björg, og hvet­ur fólk til þess að vera meðvitað um styrk­leika sína og seiglu þegar tak­ast þarf á við erfiða hluti.

„Ef við viss­um ekki hvað sorg væri þá viss­um við ekki hvað gleði er. Kenna börn­um já­kvæðni, sam­heldni og seiglu og um­fram allt að vera til staðar fyr­ir börn og ung­menni. Leggja sím­an­um og snjall­tækj­un­um þegar komið er sam­an við mat­ar­borðið og tala sam­an. Tím­inn sem við eig­um sam­an skipt­ir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kem­ur aldrei til baka. Við þurf­um að for­gangsraða okk­ar tíma fyr­ir fjöl­skyld­una, það er okk­ar að veita þenn­an tíma, ekki annarra,“ seg­ir Sal­björg.

Jafn­framt er mik­il­vægt að beina sjón­um sér­stak­lega að áhættu­hóp­um, svo sem fólki með geð- og þrosk­arask­an­ir.

„Að ung­um karl­mönn­um, kon­um sem glíma við þung­lyndi eða eru með áfalla­sögu, fólki með fíkni­vanda, föng­um, hæl­is­leit­end­um, hinseg­in ung­menn­um og aðstand­end­um þeirra sem hafa framið sjálfs­víg, það er af nógu að taka en við get­um gert svo margt vel ef við erum meðvituð um að grípa fyrr inn í aðstæður og setja börn og líðan þeirra og for­eldr­anna í for­gang,“ seg­ir Sal­björg.

Hann passaði hvergi inn

Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar.

Hann átti erfitt með að fóta sig í líf­inu en hann varð fyr­ir al­var­legu áfalli í æsku þegar hann var mis­notaður kyn­ferðis­lega af konu sem tengd­ist hon­um ekki fjöl­skyldu­bönd­um. Hann sagði for­eldr­um sín­um aft­ur á móti ekki frá því fyrr en nokkr­um árum fyr­ir and­látið. Skömm­in var of mik­il.

„Son­ur okk­ar var með sjúk­dóm sem varð til þess að hann varð fyr­ir miklu einelti í grunn­skóla. Við tók­um hann því út úr þeim skóla en í nýj­um skóla sneri hann við blaðinu og er sá sem er ódæll og erfiður.

Í kjöl­farið er hann lagður inn á barna- og ung­linga­geðdeild­ina og geng­ur í skóla á henn­ar veg­um. Á þess­um tíma var hann mis­notaður kyn­ferðis­lega en sagði okk­ur ekki frá þessu,“ seg­ir móðir hans.

„Minn­ing­in var svo slæm að hann lokaði á þetta og vildi ekki ræða það. En þetta hafði skelfi­leg áhrif á hann og allt hans líf. Leiðin sem hann valdi var að taka hug­ar­breyt­andi efni, sem hann fékk hjá lækn­um, til þess að gleyma, en það viss­um við ekki,“ seg­ir faðir hans.

Þau hjón­in eru sam­mála um mik­il­vægi þess að skoða sögu barna sem glíma við erfiðleika og nota sam­talsmeðferð í stað lyfja. 

„Hann notaði fíkni­efni frá ung­lings­aldri en hans aðal­efni voru lyf­seðils­skyld lyf. Hann var alltaf að leita að leið fyr­ir sig sjálf­ur og hann fór þessa leið – að skófla í sig pill­um sem deyfðu all­ar hans til­finn­ing­ar og hann fékk stund­ar­hvíld í hug­an­um frá vond­um til­finn­ing­um, en þeim fylgdu mik­ill kvíði og þung­lyndi.

Ég áttaði mig ekki á því hvað hann glímdi við fyrr en ég heyrði fólk lýsa áfall­a­streiturösk­un í út­varpsþætti, því þetta hefði al­veg eins getað verið hann sem var að tala í út­varpið. Þá var hann orðinn full­orðinn,“ seg­ir hún.

Þau segj­ast hafa reynt all­ar leiðir sem þau vissu um til þess að hjálpa hon­um að verða edrú. Í raun hafi þau horft mest á neysl­una þegar hann var um tví­tugt enda vissu þau ekki um rót vand­ans – áfallið sem lá eins og mara á sál hans.

„Við vit­um að hann fór sjálf­ur inn á geðdeild í nokk­ur skipti eft­ir að hann varð átján ára en við vit­um ekki með fullri vissu hvort hann hafi reynt að taka eigið líf áður en hon­um tókst það um þrítugt.

Mín per­sónu­lega skoðun er sú að þegar um svona al­var­lega fíkn­sjúk­dóma og meðfylgj­andi kvíða og þung­lyndi er að ræða eigi lækn­ar að láta fjöl­skyld­ur svona veikra ein­stak­linga vita. Þeir eiga í flest­um til­fell­um fjöl­skyld­ur sem þrá ekk­ert heit­ar en að styðja við bakið á þeim, sama á hverju geng­ur í lífi þeirra. Því ef við vit­um ekki hvernig þeim líður, hvernig eig­um við þá að geta hjálpað þeim?“ seg­ir móðir hans.

„Dreng­ur­inn okk­ar ánetjaðist lyf­seðils­skyld­um lyfj­um og var það það sem eft­ir var. Hann dó ekki af því að hann vildi deyja, hann dó af því að hann gat ekki ekki lifað.

Hann var alltaf kát­ur og glaður og sýndi aldrei út á við hvað hon­um leið illa og sinnti alltaf vinnu. Hann átti fjöld­ann all­an af vin­um og kunn­ingj­um en hann gat ekki lifað og því miður valdi hann þessa leið,“ bæt­ir hún við.

Sjálfs­víg eru skelfi­leg fyr­ir alla fjöl­skyld­una sem sit­ur eft­ir og það er mik­il vinna að vinna sig út úr áfalli sem þessu og segja þau að maður missi ekki barnið sitt í sjálfs­vígi og tak­ist á við lífið að nýju án aðstoðar. Þau hafi fengið mikla og góða aðstoð, bæði áfalla­hjálp sem og ann­an stuðning, og sveit­ar­fé­lagið þar sem þau bjuggu hjálpaði þeim við að greiða hluta af kostnaðinum sem fylgdi.

„Ég þurfti á mik­illi aðstoð að halda því ég gat ekki sætt mig við það að son­ur minn hefði verið mis­notaður og ég sem móðir ekki vitað af því. Maður glím­ir við spurn­ing­ar eins og: hvað gerði ég rangt og hvað gerði ég ekki? Ól ég hann ekki eins upp og hin börn­in því ekk­ert þeirra hef­ur lent í því sem hann lenti í sem barn? Enn þann dag í dag hugsa ég með sjálfri mér: ef við hefðum gert þetta eða ekki gert hitt, hvað þá?

Maður spyr sjálf­an sig alltaf og fer ósjálfrátt í að ásaka sig en við hjón­in vor­um strax ákveðin í að láta þetta ekki buga okk­ur. Við mynd­um gera allt til þess að vinna okk­ur upp á við. Við sótt­um okk­ur hjálp með því að taka þátt í starfi hópa fyr­ir fólk sem hef­ur misst ná­komna.

Son­ur okk­ar er dá­inn og við get­um ekki breytt því en við höf­um reynt að koma sorg­inni og reiðinni í far­veg. Því reiði fylg­ir áfalli sem þessu og ekki endi­lega á sama tíma hjá báðum for­eldr­um,“ seg­ir hún.

Hún svaf lítið sem ekk­ert sól­ar­hring­um sam­an og reyndi að fá út­rás fyr­ir ork­una sem fylgdi reiðinni með því að hreyfa sig. Hún hjólaði upp um fjöll og firn­indi og gekk milli fjalls og fjöru. Nokkuð sem hún hafði aldrei gert áður. Jafn­framt fór hún í píla­gríms­göngu sem gerði henni mjög gott.

Alltaf til önn­ur lausn

„Ég segi í dag að ég hafi fylgt syni mín­um til himna. Maður fylg­ir barn­inu sínu fyrsta dag­inn í leik­skóla, grunn­skóla, á fót­boltaæf­ingu og annað sem leið barn­anna ligg­ur. Ég fylgdi mín­um syni áleiðis til himna og þetta hjálpaði mér ótrú­lega mikið. Ég var búin að skila drengn­um mín­um til himna. Eft­ir þetta hef ég náð meiri ró innra með mér þó svo að þetta sé enn gríðarlega erfitt. Ekki bara fyr­ir okk­ur for­eldr­ana held­ur einnig aðra í fjöl­skyld­unni.

Fyrstu árin þarf maður að laga sig að nýju lífi, nýj­um veru­leika, þar sem vant­ar einn ná­inn ein­stak­ling inn í fjöl­skyld­una. Jól án hans og fjöl­skyldu­sam­kom­ur án hans. Af­mæl­is­dag­ur­inn hans var mjög erfiður fyrsta árið og marg­ir aðrir dag­ar sem við átt­um.

Við töl­um oft um hann og reyn­um að halda minn­ingu hans mjög á lofti því við vilj­um ekki þegja um dreng­inn okk­ar og þó svo að farið hafi verið í fel­ur með svona dauðdaga hér áður fyrr, og skömm oft­ast fylgt sjálfs­vígi, þá á það ekki að gera það. Það á að ræða sjálfs­víg með virðingu en ekki upp­hefja þau. Eitt sem er svo skelfi­legt við það þegar fólk vel­ur þessa leið er hversu end­an­leg hún er. Það er alltaf til ein­hver önn­ur lausn, en það er eins og þeir sem svipta sig lífi finni ekki þessa leið, hún sé þeim lokuð.“

Hún seg­ist hafa lesið bók­ina Þrá eft­ir frelsi eft­ir Bever­ly Cobain og Jean Larch en Bever­ly er geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og frænka Kurts Cobains, söngv­ara Nir­v­ana, sem framdi sjálfs­víg tutt­ugu og sjö ára gam­all. Bók­inni er ætlað að styðja aðstand­end­ur þeirra sem falla fyr­ir eig­in hendi.

„Eft­ir að hafa lesið bók­ina skil­ur maður bet­ur aðdrag­and­ann að sjálfs­víg­um. Vill­una sem kem­ur upp í huga þeirra. Sum­ir halda að þeir séu að gera for­eldr­um sín­um greiða því þeir séu byrði. Þeir eru með rang­hug­mynd­ir um lífið og sjálfa sig.

Sonur þeirra fór nokkrum sinnum inn á geðdeild en þau …
Son­ur þeirra fór nokkr­um sinn­um inn á geðdeild en þau vita ekki hvort hann hafi reynt að fremja sjálfs­víg áður. mbl.is/​Hari

Son­ur okk­ar fór oft­ast sín­ar eig­in leiðir í líf­inu og þrátt fyr­ir ít­rekaðar meðferðir féll hann alltaf aft­ur,“ seg­ir hún.

Þau segja að það vanti mikið upp á þraut­seigju gagn­vart krökk­um eins og hon­um þegar þau koma í meðferð á Vogi. Að minnsta kosti á þeim tíma sem hann fór ít­rekað í meðferð.

„Ef þú ert á sjúkra­húsi með krabba­mein eða aðra sjúk­dóma og ger­ir eitt­hvað á sjúkra­hús­inu sem þú mátt ekki gera er þér ekki hent um­svifa­laust út.

En ef þú ert átján eða nítj­án ára og í meðferð við fíkn á sjúkra­hús­inu á Vogi, og ger­ir eitt­hvað sem þú mátt ekki gera sam­kvæmt regl­um sjúkra­húss­ins, þá er þér fyr­ir­vara­laust, án und­an­tekn­inga, vísað út á göt­una aft­ur og aðstand­end­ur fá enga vitn­eskju um það og er þeim því ekki mögu­legt að grípa neitt inn í sem gæti orðið þeim til hjálp­ar.

Þetta eru börn­in okk­ar, hvort sem þau eru fimm ára eða átján ára. Við fædd­um þau inn í þenn­an heim og ólum þau upp. Það á að vera rétt­ur for­eldra að fá að vita um veik­indi barna sinna svo við get­um stutt við bakið á þeim,“ seg­ir móðir ungs manns sem ekki sá aðra leið færa en svipta sig lífi.

Hver króna skil­ar sér fjór­falt til baka

Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Mesta fjölg­un ör­orku­til­fella er meðal ungra karl­manna með geðgrein­ingu og hef­ur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum miðað við upp­haf ár­anna 2012 og 2018. Þessi hóp­ur þarf yf­ir­leitt á bæði heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu að halda, seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar.

Sam­kvæmt skýrslu Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) er inn­an við helm­ing­ur 139 aðild­ar­ríkja stofn­un­ar­inn­ar með op­in­bera geðheil­brigðis­stefnu og þrátt fyr­ir op­in­bera stefnu kosta mörg ríki litlu til að bæta þjón­ust­una á þessu sviði.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um WHO skil­ar hver króna sem fjár­fest er í meðferð við geðsjúk­dóm­um sér fjór­falt til baka með bættri heilsu og getu ein­stak­linga til þess að fara út á vinnu­markaðinn. Að sama skapi er dýrt að bregðast ekki við og kostnaður ríkja heims vegna þess að fólk fær ekki þá meðferð sem það þarf á að halda sem hluti af hag­kerfi heims­ins er stjarn­fræðilega hár. Í raun eru töl­urn­ar svo háar að það er ekki hægt að skrá þær í ís­lensk­um krón­um.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hátt í 57% …
Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, seg­ir að hátt í 57% allra ör­yrkja er með geðgrein­ingu, ým­ist eina sér eða með öðrum grein­ing­um. mbl.is/​Hari

Þrjú þúsund manns eru fé­lag­ar í Geðhjálp og seg­ir Anna Gunn­hild­ur að nán­ast öll þjóðin teng­ist geðrösk­un­um á ein­hvern hátt, ým­ist af eig­in raun eða sem aðstand­end­ur.

„Geðheil­brigðisþjón­usta er einn stærsti þátt­ur heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og geðrask­an­ir eru ört vax­andi vandi í sam­fé­lag­inu eins og við sjá­um meðal ann­ars í ný­gengi ör­orku meðal ungs fólks með geðgrein­ingu. Hátt í 57% allra ör­yrkja er með geðgrein­ingu, ým­ist eina sér eða með öðrum grein­ing­um. Geðvandi kost­ar sam­fé­lagið gríðarlega háar fjár­hæðir, svo ekki sé minnst á sárs­auka viðkom­andi ein­stak­linga og nán­ustu aðstand­enda þeirra,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Geðhjálp eru hags­muna­sam­tök fólks með geðræn­an vanda, aðstand­enda þeirra, fag­fólks og annarra sem láta sig geðheil­brigðismál varða. Sam­tök­in eru að stór­um hluta rek­in með beinu fjár­fram­lagi frá al­menn­ingi í gegn­um stuðnings­fé­laga­kerfi sem Anna Gunn­hild­ur seg­ir mjög mik­il­vægt enda nauðsyn­legt að sam­tök­in geti veitt bæði op­in­ber­um aðilum sem og öðrum aðhald í þess­um mála­flokki. Sem dæmi um hversu víðfeðmur mála­flokk­ur­inn sé megi nefna að einn af hverj­um þrem­ur sem leiti til heilsu­gæsl­unn­ar geri það vegna geðræns vanda af ein­hverju tagi.

Geðheilsu al­menn­ings fer hrak­andi nán­ast hvert sem litið er í hinum vest­ræna heimi og spá­ir WHO því að árið 2020 verði þung­lyndi önn­ur helsta ástæða fötl­un­ar á eft­ir hjarta- og æðasjúk­dóm­um. Íslensk­ar rann­sókn­ir sýna svipaða þróun meðal ungs fólks þar sem þung­lyndi og kvíði hafa auk­ist jafnt og þétt á allra síðustu árum.

Hér á landi hafa ástæður þess­ar­ar þró­un­ar ekki verið rann­sakaðar en bent hef­ur verið á þætti eins og sam­fé­lags­miðla, aukna neyslu fíkni­efna, stytt­ingu fram­halds­skól­ans, vax­andi þátt­töku ungs fólks á vinnu­markaði og al­menn­an þrýst­ing og streitu í sam­fé­lag­inu. Ný­lega bár­ust frétt­ir af því að nýj­ustu rann­sókn­ir Rann­sókna og grein­ing­ar hefðu leitt í ljós að 9% ungs fólks í fram­halds­skól­um hefðu reynt sjálfs­víg á unglings­ár­un­um og brá mörg­um í brún við hversu hátt hlut­fallið reynd­ist vera í ís­lensku sam­fé­lagi.

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að Geðhjálp hafi beitt sér fyr­ir vit­und­ar­vakn­ingu gagn­vart geðheil­brigði ungs fólks und­ir merkj­um Útmeð'a. „Við hvetj­um ungt fólk og raun­ar fólk á öll­um aldri til að setja líðan sína í orð og leita sér aðstoðar hjá fag­fólki ef á þarf að halda. Niður­stöður rann­sókna leiða því miður í ljós versn­andi líðan ungs fólks, reynd­ar svo mjög að segja má að rauð ljós blikki fyr­ir fram­an okk­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Þá skipt­ir auðvitað höfuðmáli að úrræðin séu fyr­ir hendi. Ég er þeirr­ar skoðunar að við ætt­um að bregðast við með því að bjóða öll­um ung­menn­um á aldr­in­um átján til tutt­ugu og fimm ára tíu ókeyp­is eða 85% niður­greidda tíma hjá sál­fræðingi eða öðrum viðeig­andi fagaðila til að mæta þess­um vanda. Sá kostnaður myndi skila sér ríku­lega til viðkom­andi ein­stak­linga, aðstand­enda þeirra og svo sam­fé­lags­ins alls.“

Sjúkra­sjóðir komn­ir að fót­um fram

Geðhjálp hef­ur haft áhyggj­ur af vax­andi kuln­un á vinnu­markaði. Kon­ur í kvenna­stétt­um, svo sem hjúkr­un og kennslu, virðast vera sér­stak­lega út­sett­ar fyr­ir kuln­un í starfi. Við sjá­um sjúkra­sjóði stétt­ar­fé­laga komna að fót­um fram vegna þessa vanda. Stétt­ar­fé­lög­in hafa unnið gott verk með því að beita sér fyr­ir vit­und­ar­vakn­ingu meðal starfs­manna um vand­ann. Hins veg­ar er Geðhjálp þeirr­ar skoðunar að mestu máli skipti að vinnu­veit­end­ur taki til í sín­um ranni. Því kuln­un í starfi má oft­ast rekja til aðstæðna og krafna á vinnustað. Til að mynda vegna mik­ils álags, óvissu um til hvers er kraf­ist af viðkom­andi og fleira,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Líkt og heil­brigðisráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, benti á í skýrslu um geðheil­brigðismál á síðasta lög­gjaf­arþingi koma geðræn vanda­mál oft snemma í ljós og geta haft mik­il og langvar­andi áhrif á líf fólks. Um helm­ing­ur geðrask­ana er kom­inn fram á tán­ings­ár­um og 75% geðrask­ana eru kom­in fram þegar ein­stak­ling­ar eru á þrítugs­aldri. Talið er að einn af hverj­um fjór­um muni ein­hvern tíma á æv­inni glíma við geðræn­an vanda.

Þverfag­leg­ur stýri­hóp­ur gæti stuðlað að betri sam­fellu í þjón­ustu 

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að eina raun­veru­lega stefnu­mót­un­in í geðheil­brigðismál­um þjóðar­inn­ar sé stefna og aðgerðaáætl­un í þeim mál­um til árs­ins 2020 en fram­kvæmd henn­ar sé tals­vert á eft­ir áætl­un. Hún seg­ir að stærsta áskor­un mál­flokks­ins sé að hann nái yfir heil­brigðisþjón­ustu á veg­um rík­is­ins og fé­lagsþjón­ustu á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna. Í geðheil­brigðisáætl­un­inni sé talað um að binda í lög að ríki og sveit­ar­fé­lög geri með sér sam­starfs­samn­inga um fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar. Hins veg­ar viti hún ekki til að haf­ist hafi verið handa við að vinna að því verk­efni. Meðal leiða sem Geðhjálp hef­ur bent á til að stuðla að betri sam­fellu í þjón­ustu og betri nýt­ingu fjár­muna er stofn­un þverfag­legs stýri­hóps emb­ætt­is­manna í þess­um mála­flokki.

Geðheil­brigðisþjón­usta tak­mark­ast ekki við heil­brigðis­hluta vel­ferðarráðuneyt­is­ins því fleiri koma að mála­flokkn­um. Marg­ir skjól­stæðing­ar geðheil­brigðis­kerf­is­ins njóta fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna sem og þjón­ustu fé­lagsþjón­ustu­hluta vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Jafn­framt koma önn­ur ráðuneyti að, svo sem dóms­málaráðuneytið og mennta­málaráðuneytið. Eins má leiða að því rök að fjár­málaráðuneytið, sem og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, ættu að eiga full­trúa í slík­um þverfag­leg­um stýri­hópi sem hug­mynd­in er að starfi í nán­um tengsl­um við not­end­ur

Með slík­um þverfag­leg­um stýri­hópi væri von­andi hægt að vinna enn bet­ur í þágu þessa hóps og nýta um leið fjár­mun­ina bet­ur. For­dæm­in eru fyr­ir hendi, til að mynda hafa stýri­hóp­ar á sviði byggðamála og mann­rétt­inda­mála þvert á ráðuneyti gefið góða raun.

Meg­in­hlut­verk hóps­ins yrði að vinna að stefnu­mót­un og sam­hæf­ingu í geðheil­brigðisþjón­ustu á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga til næstu ára. Með sama hætti yrði hópn­um fal­in eft­ir­fylgni og eft­ir­lit með fram­kvæmd stefn­unn­ar á ólík­um sviðum þvert á ráðuneyti.

„Stýri­hóp­ur­inn gæti greint vand­ann og hversu mikl­um fjár­mun­um er varið til hans því um­fangið er mikið og vex og vex. Ég held að við nýt­um fjár­magn best með því að bjóða stuðning strax og fólk veikist, bæði við það sjálft og nán­ustu aðstand­end­ur, þ.m.t. börn í fjöl­skyld­unni. Ekki bara út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði held­ur líka til að stuðla að betri ár­angri í þágu ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra.

Tím­inn hjá börn­um og ung­menn­um með geðræn­an vanda er til að mynda af­skap­lega dýr­mæt­ur og nokkr­ir mánuðir geta valdið því að vandi og van­líðan vinda veru­lega upp á sig. Börn eiga að fá að lifa við gott geðheil­brigði eins og lík­am­legt heil­brigði. Biðlist­ar eft­ir þjón­ustu stofn­ana á borð við BUGL, Grein­ing­ar­stöð rík­is­ins og Þroska- og hegðun­ar­stöð eiga ekki að vera til, a.m.k. á að setja lög um að bið barna eft­ir þjón­ustu megi ekki fara yfir ákveðin tíma­mörk eins og gert er í lönd­um eins og Bretlandi,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bæt­ir við að fólk með geðfötl­un standi hvað höllust­um fæti allra hópa í sam­fé­lag­inu, þar með talið annarra hópa fatlaðs fólks í sam­fé­lag­inu.

Geðfatlaðir verða fyr­ir marg­háttaðri mis­mun­un

„Hann hef­ur lengi staðið í skugg­an­um og verður fyr­ir marg­háttaðri og oft ósýni­legri mis­mun­un í sam­fé­lag­inu, t.a.m. má geta þess að töl­fræði bend­ir til þess að fólk með geðrösk­un sé beitt ein­hvers kon­ar þving­un á hverj­um degi á Íslandi. Þá hafa vinnu­veit­end­ur mesta for­dóma gagn­vart því að ráða fólk með geðrösk­un í vinnu af öll­um hóp­um fólks með fötl­un. Góðu frétt­irn­ar eru þær að fólk með geðræn­an vanda er að fá meiri at­hygli í þjóðfé­lag­inu líkt og umræðan und­an­far­in miss­eri sýn­ir.“

Sam­kvæmt geðheil­brigðisáætl­un­inni er talað um að aðgengi eigi að vera að sál­fræðing­um á helm­ingi heilsu­gæslu­stöðva í lok árs 2017 og 90% í lok árs 2019. Í dag eru starf­andi sál­fræðing­ar til að sinna börn­um á höfuðborg­ar­svæðinu en mikið vant­ar upp á að full­nægj­andi þjón­usta sé í boði fyr­ir full­orðna. Heil­brigðisráðherra hef­ur gefið út að eyrna­merkt hafi verið fé til að upp­fylla mark­mið um eitt stöðugildi sál­fræðings fyr­ir hverja 9.000 íbúa. Því mark­miði verði vænt­an­lega náð á höfuðborg­ar­svæðinu á næsta ári.

Eins og er þarf fólk að leita til sjálf­stætt starf­andi sál­fræðinga og greiða fjór­tán til sex­tán þúsund krón­ur að jafnaði fyr­ir hvern tíma. „Þessu vill Geðhjálp breyta með því að fjölga sál­fræðing­um inn­an heilsu­gæsl­unn­ar og færa þjón­ustu sál­fræðinga inn í trygg­inga­kerfið líkt og tíðkast með þjón­ustu sjúkraþjálf­ara því það er alls ekki mögu­legt fyr­ir alla að kaupa sér þessa þjón­ustu. Svo hef­ur því líka verið varpað fram hvort þessi mikla notk­un geðlyfja hér á landi gæti að ein­hverju leyti tengst lé­legu aðgengi að þjón­ustu sál­fræðinga og annarra viðeig­andi fag­hópa, það er fólk fær ein­fald­lega ekki viðeig­andi meðferð við sín­um sjúk­dómi,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bæt­ir við að jafn­ingj­astuðning­ur sé einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í allri geðheil­brigðisþjón­ustu.

Hún bend­ir á vand­ann sem þær sjúkra­stofn­an­ir lands­ins sem sinna þjón­ustu fyr­ir full­orðna, Land­spít­al­inn og Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, stríða við. Má þar nefna skort á fag­fólki, legu­rým­um og fjár­magni. Á geðdeild Land­spít­al­ans hef­ur nýt­ing sjúkra­rúma verið um 108% á ár­inu og gef­ur auga­leið að það geng­ur ekki upp til lengd­ar, seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

„Mik­ill skort­ur er á geðlækn­um á Íslandi, ekki síst á land­byggðinni, og sér­hæfð þjón­usta ekki í boði nema á þess­um tveim­ur stöðum, höfuðborg­ar­svæðinu og Ak­ur­eyri, þar sem fag­fólkið safn­ast á þessa tvo staði. Til að mynda er eng­inn geðlækn­ir starf­andi á Vest­fjörðum og eng­inn hef­ur feng­ist til starfa á Litla-Hrauni þar sem ekki er um fullt stöðugildi að ræða,“ seg­ir hún og bæt­ir við að geðheil­brigðisþjón­usta við fanga á Íslandi sé sér­kapítuli þar sem veru­lega þurfi að bæta úr.

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að margt já­kvætt hafi komið fram í skýrslu heil­brigðisráðherra á vorþingi en um­fjöll­un um fé­lags­leg úrræði sé held­ur rýr og telji aðeins fimm lín­ur af heild­artext­an­um.

Hvergi sé að finna upp­lýs­ing­ar um um­fang eða spá um þróun vand­ans í ein­stök­um lands­hlut­um af þeirri ein­földu ástæðu að slík­ar töl­ur séu ekki fyr­ir hendi. Brýnt sé að bæta úr því í þeim til­gangi að stuðla að betri og mark­viss­ari þjón­ustu við fólk með geðræn­an vanda um land allt. Sú staðhæf­ing skýrslu­höf­und­ar að boðið sé upp á geðheil­brigðisþjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum á land­inu öllu sam­ræm­ist ekki ábend­ing­um not­enda á lands­byggðinni til Geðhjálp­ar. Þvert á móti virðist mikið vanta þar upp á, seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Eitt af því sem Geðhjálp hef­ur lagt til við heil­brigðisráðherra er að skipaður verði starfs­hóp­ur til að meta kosti þess að færa fyr­ir­fram­gerða ákv­arðana­töku fólks með geðræn­an vanda inn í ís­lenska lög­gjöf. Svo­kölluð fyr­ir­fram­gerð ákv­arðana­taka (Advance Directi­ves) hef­ur rutt sér til rúms víða á Vest­ur­lönd­um, en hug­takið fel­ur í sér form­lega viður­kenn­ingu sam­fé­lags­ins á vilja sjúk­lings í sjúk­dómsmeðferð og heima­fyr­ir, til að mynda gagn­vart börn­um og fjár­mál­um, hafi það verið metið svo að hann hafi misst get­una til að taka ákv­arðanir um eigið líf (mental capacity).

Hug­mynd­in er að skapa fólki með geðræna sjúk­dóma lag­aramma til að lýsa yfir vilja sín­um í tengsl­um við al­var­leg veik­indi og per­sónu­leg mál fyr­ir­fram. Þetta er í sam­ræmi við samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks. Þar er lagt blátt bann við því að fólk með geðfötl­un og aðra fötl­un sé beitt þving­un­um eða of­beldi á grund­velli fötl­un­ar sinn­ar. Anna Gunn­hild­ur seg­ir að ráðherra hafi tekið er­ind­inu vel þegar hon­um var af­hent minn­is­blað þess efn­is fyr­ir ári. Sam­tök­in bíði spennt eft­ir að ein­hver hreyf­ing kom­ist á málið.

Verk­efni Geðhjálp­ar eru ærin að sögn fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna en eitt af þeim er Bata­skóli Íslands. Skól­inn er byggður á þriggja ára samn­ingi Geðhjálp­ar við Reykja­vík­ur­borg. Aðrir helstu sam­starfsaðilar skól­ans eru Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Land­spít­al­inn og Sam­ráðsvett­vang­ur geðúrræðanna ásamt bata­skól­an­um í Nott­ing­ham. 

Nám í Bata­skól­an­um er ætlað fólki, átján ára og eldra, með geðræn­ar áskor­an­ir, aðstand­end­um þeirra og starfs­fólki á heil­brigðis- og vel­ferðarsviði. Áskor­an­irn­ar eru af ýms­um toga, til að mynda kvíði, ADHD og þung­lyndi, og svo líka þyngri sjúk­dóm­ar eins og geðklofi og geðhvörf.

mbl.is