„Ég gat ekkert gert“

Börnin okkar og úrræðin | 22. september 2018

„Ég gat ekkert gert“

Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. 

„Ég gat ekkert gert“

Börnin okkar og úrræðin | 22. september 2018

Hún sat klukkustundum saman stjörf og gat ekkert gert.
Hún sat klukkustundum saman stjörf og gat ekkert gert. mbl.is/Hari

Sál­fræðing­ar eru komn­ir til starfa á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu en ekki hef­ur enn verið samþykkt á Alþingi að skóla­sál­fræðing­ar verði í fram­halds­skól­um. Mik­il­vægi for­varna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofs­ástandi í tvö ár var­ar fólk við hætt­unni af neyslu kanna­bis. 

Sál­fræðing­ar eru komn­ir til starfa á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu en ekki hef­ur enn verið samþykkt á Alþingi að skóla­sál­fræðing­ar verði í fram­halds­skól­um. Mik­il­vægi for­varna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofs­ástandi í tvö ár var­ar fólk við hætt­unni af neyslu kanna­bis. 

Hún var rúm­lega tví­tug greind þegar hún lagðist fyrst inn á geðdeild en upp­hafið má rekja til mik­ill­ar van­líðanar í kjöl­far sam­bands­slita. Fyrst var það mikið þung­lyndi og kvíði en í dag er hún með greind með geðhvörf (bipol­ar) með geðklofa­áhrif.

Hún seg­ir að þegar veik­ind­in komu fyrst upp hafi henni liðið skelfi­lega og bæt­ir við að hún hafi nú held­ur aldrei orðið svona ást­fang­in aft­ur þrátt fyr­ir að hafa upp­lifað ást­ina síðar en aldrei með þess­um hætti og þarna var. Á þess­um tíma voru man­í­urn­ar (of­lætið) mild­ari en þær sem síðar áttu eft­ir að koma og eins stutt­ar. Það átti eft­ir að breyt­ast þegar hún fór að reykja kanna­bis sem hún seg­ir að sé eit­ur sem kostaði hana geðrof sem stóð yfir í tvö ár.

„Þegar ég veikt­ist fyrst var ég ekki í nein­um efn­um, reykti hvorki né drakk. Mín fíkn hófst með mis­notk­un kvíðalyfja og svo tók áfengið við. Ég notaði þessi efni til þess að slá á kvíðann og róa hug­ann. Enda svaf ég meira og minna þegar ég var í neyslu. Ég kynnt­ist manni í meðferð og fór að reykja hass með hon­um eft­ir að við luk­um meðferðinni. Ég reykti hass upp á hvern ein­asta dag í sex til átta mánuði en þá var þetta líka búið. Ég var meira og minna í geðrofi næstu tvö árin,“ seg­ir hún.

Hélt að börn­in væru dáin

Á vefn­um per­sona.is seg­ir svo: Geðrof (psychos­is) er ástand sem ein­kenn­ist af of­skynj­un­um og/​eða rang­hug­mynd­um og staf­ar af skert­um raun­veru­leika­tengsl­um. Önnur ein­kenni fara oft sam­an með geðrofi eða fylgja í kjöl­farið, til dæm­is fé­lags­leg ein­angr­un eða hlé­drægni, hugs­anatrufl­an­ir sem sjást á rugl­ings­legu tali og und­ar­legu lát­bragði.

Geðrof­in eru eins mörg og þau eru ólík, seg­ir viðmæl­andi mbl.is. „Mitt geðrof var guð og djöf­ull­inn en ég hafði alltaf áður trúað á góðan og umb­urðarlynd­an guð. Í geðrof­inu var hann ref­siglaður og ég var mjög hrædd við hann. Ég hafði aldrei trúað á að til væri hel­víti en það var held­ur bet­ur til í mínu geðrofi og ég var skelf­ingu lost­in,“ seg­ir hún en hún var ít­rekað nauðung­ar­vistuð á þess­um tíma.

„Ég man að í mínu sturlun­ar­ástandi þá taldi ég að börn­in mín væru dáin. Í hvert skipti sem bjall­an hringdi á geðdeild­inni var ég sann­færð um að þetta væri prest­ur kom­inn til að segja mér að þau væru dáin. Þrátt fyr­ir öll mín veik­indi var alltaf smá skyn­semi í hausn­um á mér og ég vissi að það var ekki tíma­bært að syrgja fyrr en búið væri að segja mér form­lega frá and­láti þeirra. Veistu, hlut­irn­ir geta verið svo hræðileg­ir að maður get­ur ekki einu sinni grátið?“ seg­ir hún.

Fyrstu skrefin í átt að bata voru að rjúfa einangrunina.
Fyrstu skref­in í átt að bata voru að rjúfa ein­angr­un­ina. mbl.is/​Hari

Hefði ekki getað lifað með þeirri vitn­eskju

Hún seg­ist hafa verið mjög erfiður sjúk­ling­ur og hafi ekki viljað taka lyf­in sín. Hún viti það í dag að án þeirra geti hún ekki verið.

„Ég þakka oft fyr­ir að maður veit ekki ævi sína fyrr en öll er því ef ein­hver hefði sagt mér á sín­um tíma að ég ætti eft­ir að vera innskrifuð á geðdeild í tíu ár þá hefði ég dáið. Ég hefði ekki getað lifað með þeirri vitn­eskju. Lyfið sem ég er á er gam­alt geðlyf en væg­ari úrræði hafa ekki nægt mér. Í fyrstu voru mér gef­in væg­ari lyf en þau dugðu bara ekki til. Ein af auka­verk­un­um með lyf­inu sem ég er á er að maður þyng­ist og ég var mjög feit um tíma. Eins og við þekkj­um sem glím­um við geðrask­an­ir þá eru mikl­ir for­dóm­ar í garð geðsjúk­dóma en ef maður er feit­ur líka þá versna þeir enn frek­ar. Eins og maður hafi ekki nóg með að glíma við veik­indi að maður þurfi ekki að upp­lifa það líka. Til að mynda hvernig horft var á mig. Fólk held­ur að maður taki ekki eft­ir þessu en maður ger­ir það og það er ekki gott.“

Hún seg­ist hafa verið svo veik að þó að hún hafi viljað gera eitt­hvað þá var það henni ómögu­legt. Hún komst ekki einu sinni til lækn­is því hún sat stjörf í stól heima hjá sér all­an dag­inn, stund­um all­an sól­ar­hring­inn.

„Ég gat ekk­ert gert. Sat bara stjörf í sama stóln­um í 12-18 tíma, gat ekki lesið, ekki horft á sjón­varpið, gat ekk­ert gert. Ég vildi ekki hafa for­eldra mína ná­lægt mér eða aðra en þau gáf­ust aldrei upp og komu alltaf í heim­sókn til mín. Þau segja að það erfiðasta hafi verið að fá mig nauðung­ar­vistaða en ástandið var þannig að það var ekk­ert annað í boði,“ seg­ir hún en mörg ár eru liðin frá síðustu nauðung­ar­vist­un.

Sama hvað hún var veik þá reyndi hún að fara í sturtu á hverj­um degi. Hún seg­ir að það sé kannski eitt­hvað sem fólki finn­ist ekk­ert merki­legt en það hafi verið af­rek út af fyr­ir sig fyr­ir hana þegar hún var sem veik­ust. Hún seg­ir að það að vera um­lukin vatni hafi verið góð til­finn­ing sem hún sótti í. Stund­um svo að baðferðirn­ar urðu marg­ar sama dag­inn.

Eitt sem fylg­ir þess­um veik­ind­um er al­gjört hrun fjár­hags­lega. „Ég hef hins veg­ar alltaf staðið við mín­ar skuld­bind­ing­ar og greitt húsa­leigu, raf­magn og annað slíkt. Stund­um hef­ur ekk­ert verið í boði nokkr­um dög­um eft­ir mánaðamót annað en að lifa á núðlum það sem eft­ir lif­ir mánaðar.“

Eft­ir að hún veikt­ist al­var­lega lét hún börn­in frá sér og seg­ir hún það það versta. „Ég er alltaf með sam­visku­bit og mér finnst ég hafa brugðist þeim en senni­lega var þetta það eina rétta, að þau byggju hjá feðrum sín­um. Ég er í góðu sam­bandi við þau öll þó svo rof hafi orðið á því þegar ég var sem veik­ust.“

Hún hef­ur verið inn­rituð í sam­fé­lags­geðteymi í Vest­ur­bæn­um í meira en tíu ár og bati henn­ar sé sam­spil margra hluta. Ekki síst því að hún fór að fara í Hlut­verka­set­ur og losnaði þannig út úr ein­angr­un­inni sem hún var í. „Ég held að þetta hafi verið fyrsta skrefið í mín­um bata – að rjúfa ein­angr­un­ina. Í vor sagði lækn­ir­inn minn mér að hann ætlaði að út­skrifa mig úr geðteym­inu og þetta var stór­kost­leg til­finn­ing, sál­in lyft­ist á annað plan, á sama augna­bliki áttaði ég mig líka á því hvað ég hafði verið von­laus.

Ég hélt að ég yrði aldrei út­skrifuð og yrði innskrifuð í teymið það sem eft­ir væri æv­inn­ar. Síðan þá hef­ur mér liðið svo vel og lífið blas­ir við mér. Er að byrja að vinna og þó svo ég sé ekki að fara í fulla vinnu þá er þetta í fyrsta skipti í ára­tugi sem ég get unnið.“ Hún seg­ist eiga bak­land á göngu­deild­inni á Kleppi og það sé góð til­hugs­un að ekki sé búið að sleppa af henni hend­inni ef eitt­hvað kem­ur upp á.

Gott að kom­ast út á vinnu­markaðinn

„Ég held að ég tali fyr­ir munn okk­ar margra sem erum ör­yrkj­ar að við erum með svo brotna sjálfs­mynd enda ekki allt gáfu­legt sem maður hef­ur gert í veik­ind­un­um. Það er mjög gott að kom­ast aft­ur út á vinnu­markaðinn en það er ekki sama hvernig er staðið að því. Það þarf að hjálpa okk­ur að vera í vinnu því maður er svo lít­ill í sér og þarf svo lít­inn mót­byr til þess að gef­ast upp. Að vera í sam­fé­lagi á að fela í sér að maður sé samþykkt­ur og ef maður er það ekki þá er það svo vont og þú þarft ekki að vera með geðrösk­un  til að upp­lifa það,“ seg­ir hún.

Geðrask­an­ir eru flókið fyr­ir­bæri og seg­ir hún að það geti eng­inn sett sig í þessi spor nema þeir sem eru með geðrask­an­ir. Þetta er ekk­ert sem þú hark­ar af þér líkt og oft er viðhorfið ef fólk op­in­ber­ar líðan sína.

Hún seg­ir að stund­um hafi hún verið við að bug­ast og sjálfs­vígs­hugs­an­ir komið upp. „En hræðsla mín við hvað guð myndi gera við mig kom í veg fyr­ir að ég léti verða af því. Myndi hann senda mig í hel­víti og yrði ég þar til ei­lífðar? Og ei­lífðin er svo rosa­lega lengi að líða. Þegar ég var í geðrofi þá taldi ég mig vera guð um tíma og í ann­an tíma var ég Jesú og ég get sko sagt þér að það var ekk­ert auðveld­ara. Því það var meira en full vinna því þeir feðgar slökuðu nú aldrei á,“ seg­ir hún og hlær við.

„Þrátt fyr­ir að hafa verið mjög veik í mörg ár og gert alls kon­ar heimsku­lega hluti í gegn­um tíðina þá finnst mér veik­ind­in hafa gert mig að betri mann­eskju. Ég er ekki eins dóm­hörð og ég er umb­urðarlynd­ari en ég var áður. Ég sýni öðru fólki miklu meiri skiln­ing en ég gerði áður. Klepp­ur er víða og geðheils­an er hluti af lífi okk­ar. Ég er mjög kvíðin og mér fannst oft erfitt að vera með óskil­greind­an kvíða, það er hann læðist að mér upp úr þurru án þess að ég geri mér grein fyr­ir því, en lækn­arn­ir segja mér að þetta séu viðbrögð mann­eskj­unn­ar um að hún eigi að forða sér út úr aðstæðum sem hún er kom­in inn í. Kvíðinn hef­ur alltaf fylgt mér, al­veg frá því ég var barn, en ég hef lært að lifa með hon­um og hvernig ég eigi að bregðast við banki hann óvænt upp á,“ seg­ir hún.

„Ég þurfti ekki nema einn smók“

Hún notaði vímu­efni af öllu tagi hér áður en kanna­bisið fór verst með hana. „Ég verð svo reið þegar fólk dá­sam­ar hass því ég veit hversu mikið eit­ur það er. Það er ekk­ert frá­bært við það eins og sum­ir halda fram. Mín fyrsta hugs­un er bara: Ég ætla að vona að þú far­ir aldrei í geðrof. Því það er svo hræðilegt að ég myndi ekki einu sinni óska mín­um versta óvini að upp­lifa það.“

Aðeins einu sinni eft­ir að hún hætti neyslu reykti hún kanna­bis og hún held­ur að það muni ekki ger­ast aft­ur. „Ég þurfti ekki nema einn smók til þess að finna geðrofið hell­ast yfir mig.“

Hún seg­ist ekki ótt­ast að fara aft­ur í geðrof því hún fylgi sín­um regl­um og noti þau bjargráð sem hafa reynst henni vel. Vímu­efn­in komi ekki til greina fram­ar enda veiti þau falska vellíðan sem er fljót að snú­ast í and­hverfu sína. Hún hef­ur jafn­vel lagt reyk­ing­ar á hill­una og seg­ir að það hafi nú verið út af leti.

„Ég reykti svaka­lega, allt upp í fjóra pakka á dag og ég veit eig­in­lega ekki enn þann dag í dag hvernig ég hafði ráð á því. Ég reykti yfir mig en ég var svo einmana og síga­rett­an var fé­lags­skap­ur­inn minn. Þegar ég byrjaði í Hlut­verka­setri var mér gert að fara út á tröpp­ur til að reykja og ég nennti því nú ekki. Enda löt að eðlis­fari þannig að það endaði með því að ég hætti að reykja af leti,“ seg­ir hún.

„Ég fylgi mín­um regl­um og þær eru kannski ekki merki­leg­ar í huga allra, svo sem að fara í sturtu á hverj­um degi. Ég fer á hverj­um degi í göngu­túra og hitti fólk. Eins held ég heim­ili mínu hreinu og gæti þess að taka lyf­in mín. Um hver mánaðamót borga ég reikn­ing­ana mína og gæti þess að eiga fyr­ir lyfj­un­um því þau skipta svo miklu máli til þess að ég haldi heils­unni. Til að mynda lyfið sem ég tek við hvat­vís­inni. Lyfið hef­ur breytt svo miklu í mínu lífi því áður var ég búin að fram­kvæma hlut­ina áður en ég hugsaði. Til að mynda að gefa frá mér börn­in sem er það eina sem ég er sorg­mædd yfir. Hins veg­ar er ég orðin amma í dag og það er það ynd­is­leg­asta sem ég hef upp­lifað. Litlu hlut­irn­ir sem maður upp­lif­ir með þeim eru svo dá­sam­leg­ir og skipta svo miklu máli. Þessi ást sem maður upp­lif­ir þegar maður eign­ast börn og barna­börn.

Öryrkj­ar hafa ein­fald­lega ekki ráð á hollri nær­ingu

Ég bý í íbúð frá Fé­lags­bú­stöðum og hef búið í sömu íbúðinni í tæp­an ára­tug. Ég hef aldrei búið jafn­lengi á sama stað frá því ég flutti að heim­an 18 ára göm­ul og það skipt­ir svo miklu máli. Ekki bara fyr­ir fólk með geðrask­an­ir held­ur alla.“

Hún seg­ir að nær­ing­in verði oft út und­an þegar kem­ur að bjargráðum. „Ég hugsa ekki nógu mikið um nær­ing­una en það skýrist af því að ég sem ör­yrki hef ekki efni á að kaupa mér mat á hverj­um degi. Þannig að ann­an hvern eða þriðja hvern dag borða ég núðlur því ég hef ekki ráð á holl­ustu. Sem er sorg­legt því það er vitað að svefn, hreyf­ing og nær­ing eru grund­vall­ar­atriði þegar kem­ur að geðheil­brigði. En við ör­yrkj­ar höf­um ein­fald­lega ekki ráð á hollri nær­ingu. Mér finnst græn­meti mjög gott en ég hef ekki efni á því. Sem er svo sorg­legt þegar maður hugs­ar til baka og velt­ir fyr­ir sér hvað það hafi kostað sam­fé­lagið mikið þegar ég var í geðrofi. Ég hef ekki hug­mynd um það en get ekki ímyndað mér annað en að það sé mikið,“ seg­ir þessi fal­lega og lífs­glaða kona sem hef­ur gengið í gegn­um erfið veik­indi en er í góðum bata. 

Agnes Agnarsdóttir, yfirsálfræðingur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir óskastöðuna þá að sálfræðiþjónusta …
Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir óska­stöðuna þá að sál­fræðiþjón­usta sé eðli­leg­ur hluti af grunn­heilsu­vernd. mbl.is/​Hari

Sál­fræðing­ar á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum

Líðan ung­menna, ekki síst stúlkna, hef­ur versnað á und­an­förn­um árum og er helst talað um kvíða í því sam­hengi. Þró­un­in er svipuð víða líkt og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum ann­ars staðar á Norður­lönd­um sem og í Bretlandi og víða á meg­in­landi Evr­ópu. 

Sam­kvæmt frétt Guar­di­an í vik­unni lýs­ir aðeins fjórðung­ur breskra stúlkna á aldr­in­um sjö til 21 árs sér sem ham­ingju­söm­um. Árið 2009 var hlut­fallið 41%. Minnst er ham­ingj­an meðal þeirra elstu í hópn­um. Ragn­ar Guðgeirs­son­ ráðgjafi, sem leiddi stefnu­mót­un­ar­verk­efni á veg­um vel­ferðarráðuneyt­is­ins í mál­efn­um barna, kynnti í vor niður­stöður rann­sókn­ar á líðan ung­menna á Íslandi. Þar kom meðal ann­ars fram að sjálfsskaði hef­ur auk­ist meðal ung­menna sem og sjálfs­vígs­hugs­an­ir og -til­raun­ir.

Eitt af því sem unnið er að hér á landi er að efla geðheil­brigðisþjón­ustu. Meðal ann­ars með því að bjóða upp á sál­fræðiþjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum.

Geðheil­brigðisþjón­usta á landsvísu inn­an heilsu­gæsl­unn­ar verður efld til muna með 650 millj­óna króna fram­lagi til að fjölga geðheilsu­teym­um og fjölga stöðugild­um sál­fræðinga, seg­ir í fjár­lög­um fyr­ir næsta ár.

Stefnt er að aðgengi að gagn­reyndri meðferð sál­fræðinga við al­geng­ustu geðrösk­un­um, svo sem þung­lyndi, kvíðarösk­un­um og áfall­a­streitu, sé á 90% heilsu­gæslu­stöðva í lok árs 2019, sam­kvæmt aðgerðaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í geðheil­brigðismál­um.

„Á næsta ári ætti að nást mark­mið gild­andi geðheil­brigðisáætl­un­ar um aðgengi fyr­ir alla að sál­fræðiþjón­ustu á 90% heilsu­gæslu­stöðva. Töl­ur sýna vax­andi sókn í þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar. Áfram verður unnið að því að efla hana sem fyrsta viðkomu­stað sjúk­linga, meðal ann­ars með áherslu á aukna teym­is­vinnu, for­varn­ir og fræðslu til sjúk­linga. Fram­lög í þessu skyni verða auk­in um 200 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í fjár­lög­um næsta árs.

Mörg fram­fara­skref stig­in

Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir að 15 heilsu­gæslu­stöðvar séu rekn­ar á veg­um Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, allt frá Mos­fells­bæ í Hafn­ar­fjörð. Alls eru íbú­arn­ir á þessu svæði um 218 þúsund tals­ins.

Hún seg­ir að á síðustu tveim­ur árum hafi verið stig­in mörg fram­fara­skref í að auka þessa þjón­ustu og er nú boðið upp á gjald­frjálsa sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir börn að 18 ára aldri á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum um­dæm­is­ins. Sál­fræðing­ar fyr­ir full­orðna hafa nú tekið til starfa á sex stöðvum Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Eldri en 18 ára greiða venju­legt komu­gjald á stöð.

Þjón­ust­an fyr­ir börn og ung­menni að 18 ára aldri er end­ur­gjalds­laus og sjá sál­fræðing­ar á heilsu­gæslu­stöðvun­um um að meta, greina og veita meðferð við til­finn­inga- og hegðun­ar­vanda barna ásamt því að veita for­eldr­um ráðgjöf. Þeir sinni auðvitað oft einnig al­var­legri vanda á meðan beðið er eft­ir þjón­ustu t.d. á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans (BUGL) eða öðrum úrræðum. 

Spurð um bið eft­ir tíma hjá sál­fræðingi á heilsu­gæslu­stöðvun­um seg­ir Agnes að biðin hafi ekki verið löng á heilsu­gæslu­stöðvum. Nú sé biðin yf­ir­leitt frá einni viku í allt að tólf vik­ur en geti hugs­an­lega lengst þegar líður á haustið og verið mis­mun­andi eft­ir heilsu­gæslu­stöðvum.

Agnes seg­ir mis­jafnt hversu hátt starfs­hlut­fall sál­fræðing­anna sé á stöðvun­um og ekki sé alls staðar sál­fræðing­ur í fullu starfi. Á þeim stöðvum geti biðin verið  lengri en þar sem þjón­ust­an er meiri.  

Bæta þarf þjónustuna fyrir aldurshópinn 18-25 ára.
Bæta þarf þjón­ust­una fyr­ir ald­urs­hóp­inn 18-25 ára. mbl.is/​Hari

For­gangsraðað eft­ir al­var­leika

Hún seg­ir að reynt sé að for­gangsraða til­vís­un­um eft­ir al­var­leika hvers til­viks fyr­ir sig. „Við reyn­um að koma börn­um að fyrr sem þurfa mest á aðstoð að halda svo sem ef vand­inn er mjög aðkallandi og al­var­leg­ur. Við erum í góðu sam­starfi við BUGL og bjóðum bæði upp á hóp- og ein­stak­lingsmeðferð fyr­ir börn hér á heilsu­gæslu­stöðvun­um.

Við erum stöðugt að vinna að því að bæta þjón­ust­una og þegar það á við mynd­um við teymi í kring­um viðkom­andi barn með aðkomu fé­lagsþjón­ustu, skóla og annarra stofn­ana sem koma að mál­um barns­ins.

Við erum ekki kom­in þangað sem við vilj­um vera en mik­il vinna í gangi til þess að bæta úr af því að við erum ekki sátt við að fólk þurfi að bíða lengi eft­ir þjón­ustu sál­fræðinga. Við vilj­um efla heilsu­gæsl­una sem fyrsta viðkomu­stað þar sem geðheil­brigði er ekki aðskilið ann­arri þjón­ustu. Sál­fræðiþjón­usta á í sjálfu sér að vera eðli­leg­ur hluti þjón­ustu í grunn­heilsu­gæslu.

Ég er hlynnt því að ef skjól­stæðing­um er ekki sinnt inn­an ákveðins tíma þá sé brugðist við og reynt að finna út hvað hægt sé að gera til þess að koma hlut­un­um í lag líkt og Norðmenn gera en þar eru lög sem taka á slík­um mál­um þar sem bið eft­ir meðferð á geðheil­brigðis­stofn­un má ekki fara fram yfir ákveðinn tíma,“ seg­ir Agnes.

Hef­ur bráðvantað þjón­ustu fyr­ir 18-35 ára

Hingað til hef­ur lítið verið hægt að sinna sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir full­orðna á heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu. „Nú í sept­em­ber eru komn­ir sál­fræðing­ar á sex af fimmtán heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber. Það er í takt við mark­mið stjórn­valda um að all­ir eigi að hafa aðgengi að slíkri þjón­ustu,“ seg­ir hún.

Hingað til hef­ur aðeins hef­ur verið boðið upp á hópmeðferð fyr­ir þá sem eru 18 ára og eldri og seg­ir Agnes að bráðvantað hafi úrræði fyr­ir ald­urs­hóp­inn 18-35 ára. Boðið er upp á hópmeðferð í hug­rænni at­ferl­is­meðferð (HAM) en í henni felst að kenna aðferðir til að breyta hugs­un­ar­hætti sem stuðlar að og viðheld­ur ein­kenn­um geðræns vanda og hins veg­ar að breyta hegðun. 

Boðið hef­ur verið upp á HAM-meðferð í hópi á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum og þeir sem taka þátt hafa jafn­framt komið í ein­stak­lingsviðtöl þar sem meðal ann­ars al­var­leiki og sjálfs­vígs­áhætta er met­in. Um for­viðtal er að ræða og ef sál­fræðing­ur­inn sem tek­ur viðtalið met­ur það sem svo að hópmeðferð nægi ekki þá er brugðist við því. Jafn­framt er fylgst með líðan fólks all­an tím­ann sem það er í slíkri hópmeðferð,“ seg­ir Agnes og bæt­ir við að á meðgöngu er einnig fylgst með verðandi mæðrum á heilsu­gæslu­stöðvun­um og eft­ir fæðingu. Skimað er reglu­bundið fyr­ir þung­lyndi og öðrum geðrösk­un­um sem og kvíða.

Sál­fræðiþjón­ust­an er því mikið að fær­ast yfir á fyrsta stigið í heil­brigðis­kerf­inu, það er heilsu­gæsl­una, enda mik­il­vægt að grípa snemma inn áður en vand­inn verður al­var­legri. Framtíðar­sýn­in er að aðskilja ekki geðheil­brigði frá al­mennu heil­brigði, þ.e.a.s. að í grunnþjón­ustu heilsu­gæslu þurf­um við ekki að vísa annað ef um geðræna erfiðleika er að ræða. Auðvitað er vísað annað, s.s. á geðsvið LSH eða á sjálf­stætt starf­andi sál­fræðinga, ef um al­var­legri eða sér­hæfðari vanda er að ræða, seg­ir hún.

Tryggja þarf góða grunnþjón­ustu

Ýmsir for­eldr­ar og sér­fræðing­ar telja heilla­vænna að bjóða upp á þjón­ustu sem þessa á einka­stof­um þar sem sér­hæf­ing­in er oft meiri.

Sál­fræðiþjón­usta er ein­ung­is niður­greidd af sjúkra­trygg­ing­um fyr­ir börn yngri en 18 ára sem eru í meðferð hjá sál­fræðing­um sem eru aðilar að ramma­samn­ingi sál­fræðinga og Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Að sögn Stein­unn­ar Önnu Sig­ur­jóns­dótt­ur, sál­fræðing­s hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni (Litlu KMS), er eitt af skil­yrðum samn­ings­ins að aðeins þeir sál­fræðing­ar sem hafa starfað hjá hinu op­in­bera í tvö og hálft ár geti óskað eft­ir að gera slík­an ramma­samn­ing við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands.

Það er sett fram í samn­ingn­um til þess að tryggja að sál­fræðing­ar hafi öðlast reynslu af meðferð barna og ung­linga. En það þýðir að sál­fræðing­ar, sem hafa tveggja og hálfs árs starfs­reynslu á op­in­ber­um stofn­un­um sem sinna svo til engri meðferð fyr­ir börn og ung­linga með klín­ísk­ar kvíðarask­an­ir, s.s. Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins eða skóla­skrif­stof­ur, geta sóst eft­ir að veita niður­greidda meðferð fyr­ir börn og ung­linga, seg­ir Stein­unn.

Sál­fræðing­ar sem fengið hafa alla sína starfs­reynslu og þjálf­un á stofu eins og Litlu kvíðameðferðar­stöðinni munu ekki geta sóst eft­ir að kom­ast á þenn­an ramma­samn­ing þrátt fyr­ir að starfa ein­vörðungu með börn­um og ung­menn­um og njóta hand­leiðslu og teym­is­vinnu mjög reyndra sál­fræðinga bæði hér­lend­is og er­lend­is, seg­ir hún í viðtali við mbl.is í sum­ar.

Agnes seg­ir eðli­legt að sál­fræðiþjón­usta hjá sjálf­stætt starf­andi sál­fræðing­um sé niður­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Íslands en sam­hliða þurfi að upp­fylla grunnþarf­ir í op­in­berri heil­brigðisþjón­ustu, það er að bæta aðgengi að sál­fræðiþjón­ustu inn­an heilsu­gæsl­unn­ar í stað þess að dreifa fjár­magn­inu.

Hún seg­ist vera hlynnt gæðakröf­um á þessu sviði sem öðrum og að niður­greidd þjón­usta stand­ist ákveðnar gæðakröf­ur. Þjón­usta sé ekki niður­greidd nema hún stand­ist kröf­ur um gæði. Eðli­legt sé að þjón­ust­an sé ár­ang­urs­mæld og enda vilji ráðamenn, rétti­lega, vita í hvað pen­ing­arn­ir fara.

„Við verðum fyrst og fremst að efla grunnþjón­ust­una sem er fyr­ir alla en að sjálf­sögðu er mik­il­vægt að niður­greiða þjón­ustu sál­fræðinga á einka­stof­um þar sem ein­stak­ling­ar geta fengið sér­hæfðari þjón­ustu,“ seg­ir Agnes.

Í dag er það þannig hjá heilsu­gæsl­unni að fólk þarf til­vís­un frá heim­il­is­lækni til þess að fá tíma hjá sál­fræðingi á heilsu­gæslu­stöð eða ef fólk er ekki með skráðan heim­il­is­lækni þá er hægt að panta tíma hjá lækni á stöðinni og hann get­ur þá vísað á sál­fræðing sem starfar á sömu stöð.

„Við vild­um fá lækna að mál­inu þar sem við erum að efla þverfag­lega þjón­ustu, en í framtíðinni sé ég fyr­ir mér að fólk geti gengið inn á næstu heilsu­gæslu­stöð og óskað eft­ir tíma hjá sál­fræðingi eins og fyr­ir­komu­lag er hjá lækn­um. Þetta get­ur létt álag á heim­il­is­lækna sem hafa í raun verið að sinna sín­um skjól­stæðing­um sem eiga við geðræn­an vanda [að etja]. Klín­ísk­ar leiðbein­ing­ar mæla með hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem fyrsta inn­gripi við m.a. þung­lyndi og kvíða eða ann­arri gagn­reyndri meðferð. Ekki lyfjameðferð nema um al­var­legri vanda sé að ræða eða talið er að sál­fræðimeðferð ein og sér beri ekki ár­ang­ur. Við byrj­um með væg­ustu inn­grip­in og ef það þarf frek­ari inn­grip þá er þeim beitt.

Þriðjung­ur þeirra sem leit­ar til heilsu­gæsl­unn­ar leit­ar þangað fyrst og fremst vegna geðræns vanda og við vilj­um því í framtíðinni sjá sam­setn­ingu fag­fólks heilsu­gæslu­stöðva end­ur­spegla þetta. Helstu ástæður ör­orku eru af geðræn­um toga og í öðru sæti er stoðkerf­is­vandi. Oft fer þetta tvennt sam­an, því ef þér líður illa and­lega þá hef­ur það áhrif á lík­amann,“ seg­ir Agnes.

„Óskastaðan er að sál­fræðiþjón­usta sé eðli­leg­ur hluti af grunn­heilsu­vernd á heilsu­gæslu­stöðvum. Al­veg eins og ung­barna­vernd og mæðravernd. Við erum búin að taka fyrstu skref­in og fólk farið að gera sér grein fyr­ir því að það á kost á þess­ari þjón­ustu á sinni heilsu­gæslu­stöð.

Ég sé fyr­ir mér víðtæk­ara svið inn­an heilsu­gæsl­unn­ar, með breiðari hópi fag­fólks, t.d. sál­fræðing­um, hreyf­i­stjór­um og að fé­lagsþjón­ust­an og heilsu­gæsl­an vinni náið sam­an. Að sá sem þarf á aðstoð að halda geti treyst því að við setj­um skjól­stæðing­inn í önd­vegi og sjá­um um að veita hon­um aðstoð sem þverfag­legt teymi. Ekki síst þegar ungt fólk á í hlut,“ seg­ir Agnes.

„Fólk á ekki að þurfa að bíða eft­ir þjón­ustu sál­fræðings, ekk­ert frek­ar en þegar fólk slasast,“ seg­ir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Bóas Valdórsson, skólasálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir að við …
Bóas Val­dórs­son, skóla­sál­fræðing­ur í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð, seg­ir að við meg­um vera stolt af unga fólk­inu í dag. mbl.is/​Hari

Nokkr­um sinn­um hef­ur verið lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga um að Alþingi feli mennta­málaráðherra að sjá til þess að öll­um nem­end­um í fram­halds­skól­um lands­ins verði tryggt aðgengi að sál­fræðiþjón­ustu inn­an veggja skól­anna þeim að kostnaðarlausu. Í til­lög­unni sem síðast var lögð fram, í fe­brú­ar á þessu ári, er lagt til að ráðherra hafi sam­ráð við Kenn­ara­sam­band Íslands og Sál­fræðinga­fé­lag Íslands um til­hög­un þjón­ust­unn­ar, m.a. um meðferð sem veitt er, fjölda nem­enda á hvern sál­fræðing o.fl.

„Í hvít­bók mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um úr­bæt­ur í mennt­un sem gef­in var út í júní 2014 kem­ur fram að aðeins 44% ís­lenskra fram­halds­skóla­nema ljúka námi á til­sett­um tíma. Ungt fólk hverf­ur frá námi og mun lang­tíma­áhrifa þess gæta víða í sam­fé­lag­inu og eru þau þegar far­in að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmr­ar geðheilsu ung­menna hér á landi en sjálfs­víg eru til að mynda helsta dánar­or­sök ungra karl­manna á Íslandi. Þess­um vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu. 

Vegna þessa hef­ur álag auk­ist mikið á kenn­ara, skóla­hjúkr­un­ar­fræðinga og náms­ráðgjafa, sem hvorki hafa sér­staka mennt­un né for­send­ur til þess að tak­ast á við vand­ann. Það er því mik­il­vægt að bregðast við kall­inu og auka aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu inn­an veggja skól­anna.“

Efla þarf for­varn­ir

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á Alþingi síðasta vet­ur en vet­ur­inn 2015–2016 var flutt þings­álykt­un­ar­til­laga þar að lút­andi. Sama þings­álykt­un­ar­til­laga var lögð fram á næsta lög­gjaf­arþingi.

Í vor lýk­ur til­rauna­verk­efni Mennta­mála­stofn­un­ar til að draga úr brott­hvarfi úr fram­halds­skól­um á Íslandi. Nokkr­ir skól­ar ákváðu að fara af því til­efni í gang með að bjóða upp á ókeyp­is sál­fræðiþjón­ustu til að bregðast við því að nokkuð stór hóp­ur nem­enda virðist hætta í skóla vegna and­legra erfiðleika.

Agnes Agn­ars­dótt­ir seg­ir að gott starf sé unnið af skóla­sál­fræðing­um og skóla­hjúkr­un­ar­fræðing­um, sér­stak­lega í for­vörn­um en efla þurfi þjón­ust­una. Þau ung­menni sem þurfi síðan á aðstoð eða meðferð sál­fræðings að halda, eiga að geta fengið hana á heilsu­gæsl­unni með auðveldu aðgengi og end­ur­gjald­laust.

„For­varn­ir eru svo mik­il­væg­ar. Að kenna börn­um og ung­menn­um að til­finn­ing­ar svo sem kvíði séu eðli­leg­ar og kenna aðferðir til að bregðast við ef eitt­hvað bját­ar á.

For­varn­ir eru ekki eitt­hvað sem eigi að sinna í eitt skipti held­ur er þetta eitt­hvað sem þarf að vera alltaf. Það að geta gripið snemma inn áður en geðrænn vandi verður al­var­leg­ur get­ur skipt sköp­um varðandi framtíð ein­stak­linga. Heilsu­gæsl­an hef­ur mik­inn áhuga á að koma hér enn frek­ar inn og ég tel að stjórn­völd séu á sama máli. Þetta tek­ur tíma en við erum þó kom­in þessi skref sem þegar hafa verið stig­in og höld­um ótrauð áfram. Við meg­um ekki gleyma því góða sem er gert og verið er að vinna að,“ seg­ir Agnes. 

Nem­end­ur nýta þjón­ust­una vel

Einn skól­anna er Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð og hef­ur Bóas Val­dórs­son sál­fræðing­ur sinnt starf­inu frá því verk­efnið hóf göngu sína. Hann seg­ist von­ast til þess að verk­efn­inu verði ekki hætt enda hafa bæði nem­enda­fé­lög og for­eldr­ar nem­enda í fram­halds­skól­um þrýst á að áfram verði boðið upp á þessa þjón­ustu.

Bóas seg­ir að gott aðgengi að slíkri þjón­ustu geti skipt sköp­um. Það hef­ur sýnt sig að nem­end­ur nýta sér vel þá þjón­ustu þegar aðgengi er að sál­fræðingi inn­an veggja skól­ans. Mik­il­vægt sé að kostnaður sé ekki fyr­ir­staða fyr­ir ungt fólk þegar það þarf á slíkri þjón­ustu að halda og að aðgengi sé á þess for­send­um í þess nærum­hverfi.

„Við vís­um þeim sem eru með þung­an eða flókn­ari vanda á úrræði í heil­brigðis­kerf­inu. Til að mynda ef um al­var­legt þung­lyndi er að ræða eða átrösk­un svo ein­hver dæmi séu nefnd. Þó svo að skóla­sál­fræðing­ur geti ekki tekið á slík­um vanda með full­nægj­andi hætti þá er auðvelt fyr­ir hann að hjálpa viðkom­andi við að kom­ast í viðeig­andi þjón­ustu og aðstoða með fyrstu skref­in. Stund­um er stærsta skrefið fyr­ir ein­stak­ling að opna á það að um vanda­mál sé að ræða og því mik­il­vægt að fyrstu viðbrögð við slíkri frá­sögn séu mark­viss og fag­leg,“ seg­ir Bóas.

Hann seg­ir að flest­ir þeirra sem til hans leita séu með vanda sem hægt er að vinna úr inn­an veggja skól­ans. „Ef vand­inn er meiri er yf­ir­leitt fyrsta skrefið að fá for­eldra á fund hvort sem ung­mennið er yngra eða eldra en 18 ára. Mik­il­vægt er fyr­ir ungt fólk að standa ekki eitt í að tak­ast á við viðamikla erfiðleika og flest­ir vilja fá for­eldra sína að borðinu þegar aðstæður eru þannig að þau eiga erfitt með að vinna úr þeim sjálf. Okk­ar hlut­verk er oft að reyna að virkja stuðningsnetið og ræða þá mögu­leika sem í boði eru. Vissu­lega er heilsu­gæsl­an fyrsti viðkomu­staður en það er líka hægt að vísa í sér­hæfð teymi, svo sem göngu­deild­art­eymi, bráðat­eymi eða átrösk­un­art­eymi ef vand­inn er þannig að það þarf að leita til Land­spít­al­ans. Eins eru sjálf­stætt starf­andi sál­fræðing­ar að veita meðferðir við kvíða, gera ADHD-grein­ing­ar eða leggja mat á ein­kenni á ein­hverfurófi.“

„Fólk er oft fljótt að kenna snjalltækjunum um allt sem …
„Fólk er oft fljótt að kenna snjall­tækj­un­um um allt sem miður fer. Tækn­in hef­ur skapað mörg tæki­færi, tengt fólk sam­an og auðveldað sam­skipti.“ mbl.is/​Hari

Þjón­ust­an sniðin að nem­end­un­um

Bóas seg­ir að hann hafi reynt allt frá upp­hafi að sníða þjón­ust­una þannig að hún sé fyr­ir alla hvað svo sem bját­ar á hjá viðkom­andi. „Eins kem ég með fræðslu inn í alla áfanga skól­ans í lífs­leikni þannig að ég hitti alla nem­end­ur skól­ans ein­hvern tíma á meðan skóla­göngu þeirra stend­ur,“ seg­ir Bóas.

Hann seg­ir að meiri spurn sé eft­ir þjón­ustu sál­fræðings á haustönn en á vorönn­inni sem vænt­an­lega skýrist af því að lífs­leikn­in er kennd á haustönn og því opnað al­mennt meira á umræður um þessi mál­efni. Í fyr­ir­lestr­un­um er lögð áhersla á að fræða nem­end­ur um til­finn­inga­stjórn­un, kvíðaein­kenni, van­líðan og streitu en þetta eru þeir þætt­ir sem oft­ast rata inn á borð Bóas­ar í vinn­unni.

Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar. Kvíði, van­líðan, streita og álag í dag­legu lífi eru eins og áður sagði al­geng­ar ástæður sem nem­end­ur gáfu upp þegar þeir komu í viðtal við skóla­sál­fræðing­inn í MH. Þung­lyndi og kvíði hef­ur verið að minnka í MH und­an­far­in tvö ár, sam­kvæmt því sem kem­ur fram í Skóla­púls­in­um og má velta því fyr­ir sér hvort ástæðan sé að ein­hverju leyti auðvelt aðgengi að sál­fræðingi í skól­an­um.

Af þeim sem leituðu til skóla­sál­fræðings MH í fyrra voru 60-80 nem­end­ur í reglu­legu sam­bandi við sál­fræðing skól­ans yfir vet­ur­inn.

Að sögn Bóas­ar nefna 25-28% nem­enda kvíða sem ástæðu fyr­ir því að þeir óskuðu eft­ir einkaviðtali við hann síðustu tvö ár. Þar á eft­ir koma atriði eins og dep­urð, streita, erfiðar heim­ilisaðstæður og uppá­kom­ur í einka­líf­inu.

„Kvíði meðal ungs fólks er ekki nýr af nál­inni og við erum svo hepp­in að ungt fólk er miklu opn­ara í dag en það var fyr­ir ein­hverj­um árum síðan. Þau vita að þau eiga að segja frá og leita sér aðstoðar ef þau eru að upp­lifa van­líðan en um leið verður þjón­ust­an að vera í boði fyr­ir þau með þeim hætti að þau geti nýtt sér hana. Það geng­ur ekki að þau láti vita af van­líðan en fái ekki þann stuðning sem þau eru að leita eft­ir.“

Mjög mik­il­vægt er að hafa í huga að fæst­ir þeirra nem­enda sem leita til Bóas­ar eru að glíma við klín­ísk­an vanda. Þeir tak­ast á við krís­ur og mót­mæli en þeir eru líka að tak­ast á við sig sjálfa og læra á sín eig­in viðbrögð í nýj­um aðstæðum.

„Hér áður heyrði það til und­an­tekn­inga að fólk talaði um van­líðan sína en ég ef­ast ekki um að fólki í gegn­um tíðina hafi liðið jafnilla og ungu fólki í dag. Við eig­um að þakka fyr­ir að þetta er ekki jafn­mikið feimn­is­mál og áður og að fólk leiti sér aðstoðar. Því á þess­um aldri er svo margt að ger­ast í lífi fólks og það ætti að vera keppikefli að grípa það og aðstoða sem fyrst. Að þjón­ust­an sé nær fólki og aðgengi­legri en hún hef­ur verið,“ seg­ir Bóas.

Eru jafn­vel í 140-150% vinnu

Bóas byrj­ar alltaf á því að fara yfir þá dag­skrá nem­enda og þær skyld­ur sem þeir hafa tekið að sér. Ekki er óal­gengt að í ljós komi að viðkom­andi er í fullu námi og 40% vinnu auk þess að stunda íþrótt­ir eða aðrar tóm­stund­ir.

„Við erum kannski að horfa á ung­menni í 140-150% vinnu ef nem­andi er í skóla, æfa íþrótt­ir og í vinnu með og það er oft ein­fald­lega of mikið. Þá er ekk­ert skrýtið að þú upp­lif­ir sterk­ar til­finn­ing­ar, svo sem van­líðan eða kvíða.

Mín skoðun er að unga fólkið í dag er ekk­ert á leið til fjand­ans eins og stund­um er haldið fram held­ur er álagið oft og tíðum allt of mikið. Þetta er of mikið álag sem get­ur leitt til þess að þau flosna úr námi eða glíma við kvíða,“ seg­ir Bóas og seg­ist stund­um velta því fyr­ir sér hvort ekki sé tíma­bært fyr­ir marga að draga aðeins úr kröf­un­um og hjálpa ungu fólki að skipu­leggja bet­ur tíma sinn og taka ekki of mikið að sér á hverj­um tíma.

Eig­um að fagna því hvað ungt fólk er opið í dag

„Ég reyni að fara yfir þetta allt með þeim og hvað þau geta gert til þess að bæta líðan sína. Þar bendi ég fyrst á ódýr­ustu sál­fræðimeðferðina sem er svefn. Að sofa nægj­an­lega mikið til þess að geta tek­ist á við áskor­an­ir dag­lega lífs­ins óþreytt er senni­lega besta ráðið sem hægt er að gefa ungu fólki,“ seg­ir Bóas.

Ekki er hægt að taka viðtal við skóla­sál­fræðing öðru­vísi en að minn­ast á snjall­tækja­notk­un. Bóas seg­ir að það séu öll ung­menni með aðgang að snjall­tækj­um og noti sam­fé­lags­miðla. Hon­um finn­ist stund­um eins og fólk taki full­djúpt í ár­inni í að gagn­rýna ungt fólk og ekki síst á þessu sviði.

„Fólk er oft fljótt að kenna snjall­tækj­un­um um allt sem miður fer. Tækn­in hef­ur skapað mörg tæki­færi, tengt fólk sam­an og auðveldað sam­skipti. Þetta er eins og með margt annað, við leit­um alltaf að söku­dólgi. Með snjall­tækj­um og tækninýj­ung­um fylgja ýms­ar áskor­an­ir fyr­ir okk­ur öll sem sam­fé­lag og ég hef mikla trú á því að ungt fólk muni leiða það ferli hvernig við get­um notað og nýtt okk­ur þau tæki­færi með upp­byggi­leg­um hætti. Maður heyr­ir á ungu fólki að þau eru mjög meðvituð um hvernig sam­fé­lags­miðlar hafa áhrif á sig og mörg hver eru far­in að gera rót­tæk­ar ráðstaf­an­ir til að bregðast við því með því að breyta notk­un sinni og hugafari gagn­vart þeim áhrif­um sem koma í gegn­um þessa miðla.

Í mín­um huga eig­um við að vera stolt af ungu fólki í dag. Þau eru meðvitaðri en ungt fólk var áður. Þeirra lífstíll er í flest­um til­vik­um betri, drekka minna af áfengi og færri reykja. Fíkni­efna­neysl­an er senni­lega ekki mikið meiri en áður en efn­in eru senni­lega harðari en áður. Þau upp­lifa til­finn­ing­ar eins og kvíða en kunna að greina frá kvíðanum. Þegar ég var í fram­halds­skóla töluðu afar fáir um til­finn­ing­ar sín­ar en í dag er það eðli­leg­asti hlut­ur í heimi að hnippa í mig hér á göng­um MH og óska eft­ir viðtali. Ég tel að við eig­um að fagna því að ungt fólk er opn­ara en áður en á sama tíma verðum við líka að vera til staðar fyr­ir þau ef þau biðja um hjálp,“ seg­ir Bóas Val­dórs­son, skóla­sál­fræðing­ur í MH.

mbl.is