5 uppeldisráð Breka Karlssonar

5 uppeldisráð | 8. október 2018

5 uppeldisráð Breka Karlssonar

Breki Karlsson, fjöl­skyldufaðir í Hlíðunum í Reykja­vík, með meist­ara­próf í hag­fræði og hef­ur und­an­far­inn ára­tug unnið öt­ul­lega að neyt­enda­mál­um sem for­stöðumaður Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi. Hér gefur hann fimm uppeldisráð. 

5 uppeldisráð Breka Karlssonar

5 uppeldisráð | 8. október 2018

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.
Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

Breki Karls­son, fjöl­skyldufaðir í Hlíðunum í Reykja­vík, með meist­ara­próf í hag­fræði og hef­ur und­an­far­inn ára­tug unnið öt­ul­lega að neyt­enda­mál­um sem for­stöðumaður Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi. Hér gef­ur hann fimm upp­eld­is­ráð. 

Breki Karls­son, fjöl­skyldufaðir í Hlíðunum í Reykja­vík, með meist­ara­próf í hag­fræði og hef­ur und­an­far­inn ára­tug unnið öt­ul­lega að neyt­enda­mál­um sem for­stöðumaður Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi. Hér gef­ur hann fimm upp­eld­is­ráð. 

1. Gagn­rýn­in hugs­un

Gagn­rýn­in hugs­un snýst um að kanna all­ar hliðar mála, sjá hluti frá öll­um sjón­ar­hól­um og kryfja til mergjar. Ég reyni að ýta und­ir for­vitni barn­anna minna, hvetja þau til að spyrja spurn­inga, og efla þau í að færa rök fyr­ir máli sínu og hjálpa þeim að finna al­geng­ar rökvill­ur. Í því skyni hef ég til dæm­is rætt við þau dæmi um til­boð „sem ekki er hægt að hafna“ eða hug­tak­inu „ókeyp­is há­deg­is­verður“ og eins þegar eitt­hvað hljóm­ar of gott til að vera satt.

2. Seinkuð umb­un

Alltaf þegar við velj­um eitt­hvað, þá velj­um við jafn­framt að eitt­hvað annað frá. Þetta get­ur verið gott að hafa í huga í fjár­mál­um. Þá hafa rann­sókn­ir sýnt fram á tengsl sjálfs­stjórn­ar og get­unn­ar til að seinka umb­un við ým­iss kon­ar vel­gengni í líf­inu. Ég hef til dæm­is rætt gildi sparnaðar við börn­in mín í tengsl­um við af­mæl­is­gjafa­fé og hvatt þau til að leggja hlut­fall af laun­um sem þau hafa unnið sér inn í sparnað. Ann­ar sona minna bar út í þrjú ár, lagði fyr­ir um fjórðung launa sinna og keypti sér svo for­láta tölvu þegar hann hafði efni á.

3. Láta sér leiðast

Eitt leiðar­stefið hjá okk­ur hjón­um er að leyfa börn­un­um okk­ar að láta sér leiðast. Ekk­ert er eins hollt og að láta sér leiðast. Því rétt á eft­ir leiðind­um kem­ur yf­ir­leitt frá­bær hug­mynd. Við reynd­um þetta á eig­in skinni fyr­ir nokkr­um árum þegar við dvöld­um í rúm­an mánuð í  Borg­ar­f­irði með börn­in á aldr­in­um 5 til 10 ára og ekk­ert til viður­vær­is nema einn kassa af Legokubb­um (eng­ir skjá­ir). Ég er ekki að segja að það hafi ekki tekið á á stund­um, með grátri og gnístr­an tanna, en þessa frís er enn minnst á heim­il­inu sem eitt af því skemmti­leg­asta sem við höf­um gert sam­an.

4. Fyr­ir­mynd

Í upp­eldi, eins og flest öllu öðru, finnst mér skipta miklu meira máli hvernig maður hag­ar sér en hvað maður seg­ir. Börn­in manns eru lík­legri til að taka upp góða og slæma siði manns í fjár­mál­um, held­ur en að hlusta á fyr­ir­lestr­ana um dyggðugt líferni. Í því sam­bandi er áhuga­vert að hugsa svo­lítið um hvaðan manns eig­in hug­mynd­ir um pen­inga og fjár­mál koma. Ég hef í gegn­um tíðina einnig velt fyr­ir mér hvort og hvernig hegðun mín í fjár­mál­um end­ur­spegli gild­in mín og stund­um kom­ist að mis­vís­andi niður­stöðum, og fengið þannig tæki­færi til annarr­ar breytni.

5. Pen­ing­ar eru ekki allt!

Þegar allt kem­ur til alls, þá eru pen­ing­ar ekki allt. Það get­ur verið áhuga­vert að velta fyr­ir sér hvað pen­ing­ar eru, þ.e.a.s. gjald­miðill, reikniein­ing og verðmæta­forði.  En jafn­framt að er nauðsyn­legt að gera sér grein fyr­ir hvaða hug­mynd­ir og stund­um rang­hug­mynd­ir við höf­um um pen­inga og hvaðan þær koma. Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá eru pen­ing­ar ekki það sem gef­ur líf­inu gildi. Þar kem­ur svo ótal margt annað til. Þar má sem dæmi nefna fjöl­skyldu, vini, heilsu, orðspor, ham­ingju og að láta gott af sér leiða. 

Hjónin Steinunn Þórhallsdóttir og Breki Karlsson.
Hjón­in Stein­unn Þór­halls­dótt­ir og Breki Karls­son. mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
mbl.is