Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfðar verði veiðar á 139 tonnum af rækju í Arnarfirði og 456 tonnum í Ísafjarðardjúpi, á vertíðinni 2018/2019. Rækjuveiðar voru ekki leyfðar í Arnarfirði á síðustu vertíð þar sem stofnvísitala rækju var undir varúðarmörkum, en ráðgjöfin nú kemur í kjölfar könnunar á ástandi stofnanna sem gerð var dagana 6.-25. október.
Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfðar verði veiðar á 139 tonnum af rækju í Arnarfirði og 456 tonnum í Ísafjarðardjúpi, á vertíðinni 2018/2019. Rækjuveiðar voru ekki leyfðar í Arnarfirði á síðustu vertíð þar sem stofnvísitala rækju var undir varúðarmörkum, en ráðgjöfin nú kemur í kjölfar könnunar á ástandi stofnanna sem gerð var dagana 6.-25. október.
Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfðar verði veiðar á 139 tonnum af rækju í Arnarfirði og 456 tonnum í Ísafjarðardjúpi, á vertíðinni 2018/2019. Rækjuveiðar voru ekki leyfðar í Arnarfirði á síðustu vertíð þar sem stofnvísitala rækju var undir varúðarmörkum, en ráðgjöfin nú kemur í kjölfar könnunar á ástandi stofnanna sem gerð var dagana 6.-25. október.
Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að lítið hafi fundist af rækju í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði. Því leggi stofnunin ekki til aflamark rækju á þessum svæðum fyrir fiskveiðiárið.
Stofnvísitala rækju í Arnarfirði hafi þá verið nálægt sögulegu lágmarki og rétt yfir skilgreindum varúðarmörkum. Rækja hafi eingöngu fundist í Borgarfirði og verið smærri en undanfarin ár.
Fram kemur að mikið hafi verið af þorskseiðum í Ísafjarðardjúpi. Stofnunin leggur því til að veiðieftirlitsmaður frá Fiskistofu fylgist náið með upphafi rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi og að viðkomandi veiðisvæði verði lokað ef meðafli seiða í rækjuafla fari yfir viðmiðunarmörk.
Bent er á að stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi hafi verið undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Útbreiðsla rækjunnar hafi verið að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi en einnig fundist í Útdjúpinu.