Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni,“ er haft eftir Alberti Haraldssyni, rekstrarstjóra Kampa, í tilkynningu frá Skaganum 3X.

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 12. nóvember 2018

Starfstöðvar Kampa á Ísafirði.
Starfstöðvar Kampa á Ísafirði. Ljósmynd/BB.is

Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni,“ er haft eftir Alberti Haraldssyni, rekstrarstjóra Kampa, í tilkynningu frá Skaganum 3X.

Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni,“ er haft eftir Alberti Haraldssyni, rekstrarstjóra Kampa, í tilkynningu frá Skaganum 3X.

„Það var því kjörið tækifæri að fara út í fjárfestingar á búnaði í rækjuverksmiðjunni,“ segir Albert. Verið sé að auka afköst og sjálfvirkni hjá fyrirtækinu og kaup á góðu karakerfi frá Skaganum 3X séu liður í því ferli.

Ávinningur kerfisins er sagður mikill, þar sem það auki afköst og sjálfvirkni verksmiðjunnar. Notkun lyftara minnki til muna auk þess sem meðhöndlun á hráefni og körum verði betri.

Rækjuverksmiðjum fækkað á Íslandi

Bent er á að rækjuverksmiðjum hérlendis hafi fækkað á undanförnum árum og að nú séu aðeins fjórar rækjuverksmiðjur í fullum rekstri.

„Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar rækjuveiði og rækjuvinnsla var mun stærri þáttur í sjávarútveginum á Íslandi. Það er því virkilega ánægjulegt að Kampi ehf. skuli fara í fjárfestingu sem þessa sem eykur öryggi og sjálfvirkni í vinnslunni til muna,“ segir í tilkynningu Skagans 3X.

„Fyrirtæki í sjávarútvegi hérlendis eru ávallt að leita leiða til þess að ná fram meiri afköstum, auka sjálfvirkni og bæta meðhöndlun afurða,“ segir Freysteinn Nonni Mánason, svæðissölustjóri hjá Skaganum 3X, og bætir við að þar sé fyrirtækið í fremsta flokki.

Áætlað er að byrjað verði að nota búnaðinn að fullu í febrúar á næsta ári.

mbl.is