Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

Sniðugar jólagjafir | 19. nóvember 2018

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

Skúli Rósantsson segir ekki að því hlaupið að benda á einhverja eina vöru sem selst betur en aðrar í desember. Margir láti þó eftir sér að kaupa nýtt matarstell enda gaman að hafa fallega diska, glös og hnífapör á borðum í flottum jóla- og áramótaveislum.

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

Sniðugar jólagjafir | 19. nóvember 2018

Skúli Rósantsson eigandi Casa og Duka.
Skúli Rósantsson eigandi Casa og Duka. mbl.is/Árni Sæberg

Skúli Rósantsson segir ekki að því hlaupið að benda á einhverja eina vöru sem selst betur en aðrar í desember. Margir láti þó eftir sér að kaupa nýtt matarstell enda gaman að hafa fallega diska, glös og hnífapör á borðum í flottum jóla- og áramótaveislum.

Skúli Rósantsson segir ekki að því hlaupið að benda á einhverja eina vöru sem selst betur en aðrar í desember. Margir láti þó eftir sér að kaupa nýtt matarstell enda gaman að hafa fallega diska, glös og hnífapör á borðum í flottum jóla- og áramótaveislum.

„Ef nefna ætti einn vöruflokk sem selst einstaklega vel á þessum árstíma þá eru það ljósin, og ekki að furða enda ræður myrkrið ríkjum yfir vetrarmánuðina og vill fólk hafa heimilin sín björt og fallega upplýst.“

Skúli er eigandi Casa, Iittala og Dúka og nóg að gera í verslununum á aðventu. Aðspurður hvort greina megi einhverja breytingu í kauphegðun landans upp á síðkastið segir hann að æ fleiri leggi áherslu á að kaupa vöru sem er vönduð og þannig hönnuð að geti verið til prýði og yndisauka um ókomin ár. „Tímalaus hönnun á upp á pallborðið og neytendur eru meðvitaðir um að gæðavörur geta kostað sitt en endast líka lengi,“ segir hann. „Það sama gildir um gjafirnar; að Íslendingar vilja gefa hver öðrum muni sem þiggjandaum á eftir að þykja vænt um og hann vill hafa upp við – helst alla ævi.“

Rosendahl á jólatréð

Að velja réttu gjöfina getur samt vafist fyrir fólki og segir Skúli að geti þá hjálpað að leita í vinsælu hönnunarvörurnar frá framleiðendum eins og Kaj Bojesen og Iittala sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við og alla virðist langa í. „Svo slær það kannski á áhyggjurnar að hægt er að skipta vörum fyrir inneignarnótu í einni verslun og nota í annarri. Ef að gjöfin er t.d. fengin í Dúka getur þiggjandinn skilað henni þar og notað inneignina til að eignast eitthvað sem hann langar enn meiraí í verslun Casa.“

Má líka prófa að gefa jólavöru, á borð við óróana frá Rosendahl. „Margir hafa gaman af að safna þessum fallegu óróum og nota til að skreyta heimilið ár eftir ár. Rosendahl-óróarnir kosta ekki mikið og eru svo nettir að það er t.d. hægt að nota þá sem skraut á jólatréð,“ segir Skúli. „Við seljum einnig díóðu-kerti frá Sompex sem geta verið skemmtileg gjöf fyrir þá sem búa á hjúkrunar- og elliheimilum þar sem ekki má vera með logandi kerti. Sompex-kertin fást í nokkrum stærðum og litum og eru mjög sannfærandi rafmagnskerti með vaxáferð og loga sem flöktir fallega.“

Kakóbollar eftir Sveinbjörgu Helgadóttur.
Kakóbollar eftir Sveinbjörgu Helgadóttur.

Ferðadrykkjarmál til að draga úr plastnotkun

Gjafaþörfum fyrirtækja og stofnana er vel sinnt hjá Casa, Iittala og Duka og segir Skúli að hönnunarvara fyrir heimilið sé jólagjöf sem falli í kramið hjá flestu starfsfólki. Ekki þarf að vera flókið að velja réttu gjöfina enda vöruúrvalið mikið og verðbilið breitt, svo að finna má hentugar gjafir sem spanna allt frá því að kosta fimmtán hundruð krónur upp í fimmtán þúsund. Á Casa.is má finna notendavæna netverslun og fá þar góða yfirsýn yfir kostina.

Bendir Skúli sérstaklega á skrautmuni eins og apann og söngfuglana frá Kaj Bojesen eða espressó-könnurnar fallegu frá Bialetti sem má fá með botni fyrir bæði gas-, span- og venjulegar hellur. „Fer líka vel á því að gefa íslenska hönnun en hjá Duka má t.d. finna vörurnar frá Vorhúsum, merki Sveinbjargar Hallgrímsdóttur.“

Skúli leggur líka til að gefa þjóðfélagsumræðunni gaum og athuga hvort ekki má finna jólagjöf sem getur hjálpað þiggjandanum að t.d. leggja sitt af mörkum til að draga úr plastnotkun. „Ferðadrykkjarmálin frá danska framleiðandanum Stelton eru með þeim vönduðustu sem finna má, fallega hönnuð og til í alls kyns litum. Þeir sem temja sér að nota ferðamál ættu að geta minnkað notkun á plastflöskum og plastmálum og hafa um leið sinn uppáhaldsdrykk við höndina hvar og hvenær sem er, kaldan eða heitan.“

mbl.is