5 uppeldisráð Sifjar Sigmarsdóttur

5 uppeldisráð | 20. nóvember 2018

5 uppeldisráð Sifjar Sigmarsdóttur

Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, býr í Lundúnum ásamt eiginmanni og tveimur börnum, tveggja og fimm ára, sem ganga undir heitinu „kostnaðarliður 1“ og „kostnaðarliður 2“. Nýjasta bók hennar heitir Sjúklega súr saga en í henni er saga lands og þjóðar rakin á meinfyndinn og miskunnarlausan hátt. Bókina skrifaði hún því hún var orðin svo brjálæðislega leið á fólki sem segir að allt hafi verið betra í gamla daga þegar við vorum öll í sauðskinnsskóm og það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum.

5 uppeldisráð Sifjar Sigmarsdóttur

5 uppeldisráð | 20. nóvember 2018

Sif Sigmarsdóttir býr í Lundúnum ásamt eiginmanni sínum og tveimur …
Sif Sigmarsdóttir býr í Lundúnum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.

Sif Sig­mars­dótt­ir, rit­höf­und­ur og pistla­höf­und­ur hjá Frétta­blaðinu, býr í Lund­ún­um ásamt eig­in­manni og tveim­ur börn­um, tveggja og fimm ára, sem ganga und­ir heit­inu „kostnaðarliður 1“ og „kostnaðarliður 2“. Nýj­asta bók henn­ar heit­ir Sjúk­lega súr saga en í henni er saga lands og þjóðar rak­in á mein­fynd­inn og mis­kunn­ar­laus­an hátt. Bók­ina skrifaði hún því hún var orðin svo brjálæðis­lega leið á fólki sem seg­ir að allt hafi verið betra í gamla daga þegar við vor­um öll í sauðskinns­skóm og það var ekk­ert sjón­varp á fimmtu­dög­um.

Sif Sig­mars­dótt­ir, rit­höf­und­ur og pistla­höf­und­ur hjá Frétta­blaðinu, býr í Lund­ún­um ásamt eig­in­manni og tveim­ur börn­um, tveggja og fimm ára, sem ganga und­ir heit­inu „kostnaðarliður 1“ og „kostnaðarliður 2“. Nýj­asta bók henn­ar heit­ir Sjúk­lega súr saga en í henni er saga lands og þjóðar rak­in á mein­fynd­inn og mis­kunn­ar­laus­an hátt. Bók­ina skrifaði hún því hún var orðin svo brjálæðis­lega leið á fólki sem seg­ir að allt hafi verið betra í gamla daga þegar við vor­um öll í sauðskinns­skóm og það var ekk­ert sjón­varp á fimmtu­dög­um.

1. Heil­brigð van­ræksla

Fimm ára dótt­ir mín á vin­konu sem er með álíka þétt­skipaða dag­skrá og for­seti Banda­ríkj­anna. Móðir henn­ar er eins og einka­bíl­stjóri sem skutl­ar henni um bæ­inn í pí­anó­tíma, fót­bolta, tenn­is og ball­ett. Svo fara þær á kaffi­hús og mamm­an hjálp­ar dótt­ur­inni með heima­lær­dóm­inn yfir brok­kolí-smoot­hie og hrá­köku.

Hér er Sif ásamt börnum sínum tveimur.
Hér er Sif ásamt börn­um sín­um tveim­ur.

Mæðgurn­ar fylla mig svo mik­illi van­mátt­ar­kennd að ég tek krók á leið mína til að forðast að verða á vegi þeirra. Innst inni veit ég þó að þetta er tóm vit­leysa því rann­sókn­ir sýna að hin „skít­sæmi­lega móðir“ er í raun betra for­eldri en „þyrlu­mamm­an“.

Árið 1953 bjó Don­ald Winnicott, bresk­ur barna­lækn­ir og sál­grein­ir, til hug­takið „hin nógu góða móðir“. Eft­ir að hafa fylgst með þúsund­um mæðra og börn­um þeirra veitti Winnicott því eft­ir­tekt að börn­um sem ekki gengu að ótak­markaðri at­hygli mæðra sinna vísri reiddi bet­ur af en þeim sem nutu óskiptr­ar at­hygli. Winnicott sagði að börn sem ættu móður sem olli þeim reglu­lega von­brigðum – svaraði þeim ekki strax þegar þau kölluðu, lék ekki við þau eft­ir pönt­un, eldaði ekki mat­inn sem þau vildu – væru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við þá staðreynd að lífið léti ekki und­an duttl­ung­um hvers manns.

Svo virðist sem kenn­ing Winnicott eigi við rök að styðjast. Ný rann­sókn sýn­ir að svo kallaðir „þyrlu­for­eldr­ar“, for­eldr­ar sem eru með putt­ana í öllu sem börn þeirra gera, hefta and­leg­an þroska barna sinna og grafa und­an fé­lags­færni þeirra.

Gleym­um því ekki að van­rækja börn­in. Þau hafa gott af því.

2. Svefn

Fyr­ir ári gerði ég magnaða upp­götv­un. Ég komst að því hvað stuðlar að ham­ingju, vellíðan, orku og hæfni til að ein­beita sér að verk­efn­um dags­ins. Svefn.

Einu sinni reyndi ég alltaf að sofa sem minnst til að koma sem mestu í verk. Æ fleiri rann­sókn­ir sýna hins veg­ar að skort­ur á svefni er stór­hættu­leg­ur. Svefn­leysi get­ur skert hæfni okk­ar til að aka bíl jafn­mikið og áfengi. Svefn­leysi veld­ur því að greind­ar­vísi­tala ein­stak­linga lækk­ar. Til­raun­ir á rott­um leiddu í ljós að þær dráp­ust eft­ir tíu til þrjá­tíu daga af svefn­leysi. Ef ein­stak­lingi er bannað í einn sól­ar­hring að stunda lík­ams­rækt, borða og sofa, hvað veld­ur mest­um skaða? Jú, skort­ur á svefni.

Eft­ir að ég upp­götvaði hvaða áhrif góður svefn hef­ur á eig­in heilsu og lund tók ég af hörku á svefn­venj­um barn­anna. Ég er orðin al­gjör svefn-harðstjóri. Ég leyfi helst engu að raska hátta­tím­an­um hjá þeim. Þeim finnst ég oft al­veg ótrú­lega leiðin­leg þegar ég bind enda á skemmti­leg­an leik því þau þurfa að fara að sofa. En þau munu þakka mér síðar – eða ekki.

3. Hrósa fyr­ir viðleitni en ekki ár­ang­ur

„Við hrós­um ekki leng­ur börn­un­um fyr­ir ár­ang­ur,“ sagði leik­skóla­kenn­ari son­ar míns við mig um dag­inn. „Við segj­um ekki leng­ur fal­leg mynd hjá þér eða gott fót­bolta­spark. Í staðinn hrós­um við þeim fyr­ir viðleitn­ina.“

Hak­an á mér datt niður á bringu. Á hvaða fá­rán­lega hippa-leik­skóla hafði ég sent barnið? En eft­ir að hafa hugsað málið komst ég á þá skoðun að þetta væri ekki svo vit­laust. Viðhorfið hvet­ur börn­in til að tak­ast á við verk­efni án þess að ótt­ast niður­stöðuna. Fátt er meira hamlandi en full­komn­un­ar­árátta. Ef eina kraf­an er að gera sitt besta verða öll verk skemmti­legri.

Kannski að við full­orðnu mætt­um einnig til­einka okk­ur þessa nálg­un. Það er svo oft sem við áfell­umst sjálf okk­ur af hörku þegar ár­ang­ur­inn í lífi okk­ar er ekki sá sem við vilj­um að hann sé. Jafn­vel þótt við höf­um gert okk­ar besta verðum við van­sæl og fúl. Kannski að við ætt­um oft­ar að klappa sjálf­um okk­ur á bakið fyr­ir góða viðleitni.

Sjúklega Súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson.
Sjúk­lega Súr saga eft­ir Sif Sig­mars­dótt­ur og Hall­dór Bald­urs­son.

4. Slæp­ast

Leyf­um börn­un­um að slæp­ast meira. Rann­sókn­ir sýna að þétt dag­skrá af tóm­stund­um held­ur aft­ur af sköp­un­ar­gáfu barna og fátt geri hug­vit­inu jafn­gott og að leiðast.

5. Börn eru eins og bæk­ur

Að ala upp börn er dá­lítið eins og að skrifa bók. Það er hægt að halda enda­laust áfram að bæta og breyta. En ein­hvern tím­ann verður maður að segja stopp, sleppa tak­inu og vona að sköp­un­ar­verkið plummi sig í ver­öld­inni.

mbl.is