5 uppeldisráð Guðrúnar Kaldal

5 uppeldisráð | 28. nóvember 2018

5 uppeldisráð Guðrúnar Kaldal

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar Tjarnarinnar hefur unnið í uppeldisumhverfi barna og unglinga í yfir 25 ár. Hún gefur hér lesendum mbl.is fimm uppeldisráð. Guðrún er meðal annars menntuð íþróttakennari og stjórnsýslufræðingur, sýndi og kenndi dans í áraraðir ásamt því að þjálfa og dæma fimleika.

5 uppeldisráð Guðrúnar Kaldal

5 uppeldisráð | 28. nóvember 2018

Jói G. og Guðrún Kaldal ásamt sonum sínum, Krumma Kaldal …
Jói G. og Guðrún Kaldal ásamt sonum sínum, Krumma Kaldal og Jóhanni Kaldal.

Guðrún Kal­dal, fram­kvæmda­stjóri frí­stunda­miðstöðvar Tjarn­ar­inn­ar hef­ur unnið í upp­eld­is­um­hverfi barna og ung­linga í yfir 25 ár. Hún gef­ur hér les­end­um mbl.is fimm upp­eld­is­ráð. Guðrún er meðal ann­ars menntuð íþrótta­kenn­ari og stjórn­sýslu­fræðing­ur, sýndi og kenndi dans í ár­araðir ásamt því að þjálfa og dæma fim­leika.

Guðrún Kal­dal, fram­kvæmda­stjóri frí­stunda­miðstöðvar Tjarn­ar­inn­ar hef­ur unnið í upp­eld­is­um­hverfi barna og ung­linga í yfir 25 ár. Hún gef­ur hér les­end­um mbl.is fimm upp­eld­is­ráð. Guðrún er meðal ann­ars menntuð íþrótta­kenn­ari og stjórn­sýslu­fræðing­ur, sýndi og kenndi dans í ár­araðir ásamt því að þjálfa og dæma fim­leika.

Eitt af helstu hlut­verk­um Guðrún­ar í sinni vinnu er for­varn­astarf og er hún því vel meðvituð um helstu vernd­andi þætti í æsku barna. Í vinnu sinni í frí­stunda­miðstöðinni vinn­ur hún náið með sér­fræðing­um hjá rann­sókn­ar­miðstöðinni Rann­sókn­ir og grein­ing sem sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um á hög­um og líðan barna og ung­linga. Þeir hafa sett fram hið ís­lenska mód­el sem aðrar þjóðir líta mikið til varðandi for­varn­ir. Mik­inn ár­ang­ur í for­varna­mál­um á Íslandi má þakka sam­fé­lags­breyt­ingu sem hófst fyr­ir um það bil 20 árum þegar mark­visst var farið að nota niður­stöður rann­sókna í mark­miðasetn­ingu varðandi for­varn­ir. Helstu þætt­ir sem eru vernd­andi fyr­ir börn og ung­linga eru að for­eld­ar verji með þeim tíma, að for­eld­ar viti hvar börn­in þeirra eru, þekki for­eldra vina barna sinna, að börn stundi skipu­lagðar tóm­stundi og upp­lifi stuðning frá for­eld­um.

Guðrún er gift leik­ar­an­um Jóa G. og á með hon­um syn­ina Jó­hann Kal­dal 19 ára og Krumma Kal­dal 15 ára.

Fyr­ir utan það að elska börn­in sín skil­yrðis­laust og knúsa þau mikið þá hafa Guðrún og Jói haft þessi ráð til hliðsjón­ar við upp­eldi á sín­um drengj­um.

1. Sam­vera

Sam­vera er eitt allra mik­il­væg­asta upp­eld­is­ráðið sem ég get gefið. For­eld­ar eiga að tala mikið við börn­in um margs kon­ar hluti strax frá fæðingu og halda því áfram alla tíð. Það skipt­ir máli að eiga sam­eig­in­leg­ar upp­lif­an­ir til dæm­is ferðast sam­an og fylgja börn­un­um eft­ir í áhuga­mál­um þeirra. Það ætti held­ur ekki að van­meta það að vera bara heima í kósý á nátt­föt­un­um og gera ekk­ert en það get­ur verið jafn mik­il­vægt og að fara sam­an í sund eða í göngu­túr. Sterk tengsl við stór­fjöl­skyld­una eru einnig dýr­mæt og það er einnig gott að vera dug­leg að fara í heim­sókn til ömmu og afa eða eldri vina og ætt­ingja sem muna tím­anna tvenna. Við erum hepp­in að eiga frá­bær­ar fjöl­skyld­ur og reyn­um að verja mikl­um tíma með þeim.

Þegar for­eld­ar sýna áhuga og eru til staðar veit­ir það börn­um ör­ygg­is­til­finn­ingu og þau læra að treysta. Það er líka mik­il­vægt að þekkja for­eldra vina barna sinna. Við erum svo hepp­in að eiga mjög góða og trausta vini á Seltjarn­ar­nesi í gegn­um strák­ana okk­ar og með þeim höf­um við farið í fjölda­mörg ferðalög.

Þegar börn­in verði ung­ling­ar er jafn mik­il­vægt að verja tíma með þeim og vera til staðar fyr­ir þau og þegar þau eru lít­il.

2. Sterk og já­kvæð sjálfs­mynd, góð fé­lags­færni og færni í sjálfs­stjórn

Að hjálpa börn­un­um að efla sjálfs­mynd sína, kenna þeim að þekkja til­finn­ing­ar sín­ar og annarra og geti sett sig í spor annarra er mik­il­væg­ur þátt­ur í upp­eld­inu. Það skipt­ir máli að setja börn­um strax skýr mörk og hjálpa þeim við að læra að stjórna til­finn­ing­um sín­um. Það hef­ur sýnt sig að börn­um sem hafa góða stjórn á til­finn­ing­um sín­um vegn­ar bet­ur í líf­inu. Til að stuðla að því er gott að kenna þeim að vera sveigj­an­leg í leik, hugs­un­um og hegðun og að skipu­leggja tím­ann sinn vel. Börn þurfa að læra að sýna öðrum virðingu og gæsku og ekki dæma aðra. Það er gott að kenna börn­um að þekkja styrk­leik­ana sína og hjálpa þeim í að verða einn betri í því sem þau eru góð í. For­eldr­ar ættu að leggja áherslu á að greina styrk­leika barn­anna frek­ar en fókusera á veik­leik­ana.

Krummi Kaldal í landsleik með U16.
Krummi Kal­dal í lands­leik með U16.

3. Þátt­taka í skipu­lögðu tóm­stund­a­starfi

Það er mjög mik­il­vægt að aðstoða börn­in við að finna tóm­stund­astarf sem þau hafa gam­an af. Það þarf að styðja börn­in og veita þeim aðhald fyrstu árin svo þetta er óneit­an­lega vinna fyr­ir for­eldr­ana fyrst um sinn. For­varna­gildi þess að stunda skipu­lagðar tóm­stund­ir er hins veg­ar margsannað og það er því mikið und­ir að aðstoða barn við að finna rétta tóm­stund þar sem það nær að blómstra.

Við styðjum strák­ana okk­ar í íþróttaiðkun þeirra, en þeir eru báðir mikl­ir íþrótta­menn. Þeir hafa æft alls kyns íþrótt­ir frá því að þeir voru stubb­ar og eru enn á fullu í fót­bolta og hand­bolta. Við vit­um hvað það hef­ur mikið for­varna­gildi að stunda íþrótt­ir og hvað það und­ir­býr börn vel fyr­ir lífið sjálft. Í íþrótt­um er tek­ist á við mót­læti og sigra og þar á sér stað mjög mik­ill lær­dóm­ur í fé­lags­færni því að í hópíþrótt­um þarf að læra að standa sam­an og taka til­lit til annarra. Þegar börn vinna í liðsheild styrk­ir það mjög til­finn­inga­greind þeirra. Við hjón­in höf­um bæði verið mjög virk í sjálf­boðaliðastarfi hverfisíþrótta­fé­lags­ins, Gróttu, vor­um alltaf liðsstjór­ar þegar þeir fóru á mót og fylgj­um þeim enn vel eft­ir þótt þeir séu orðnir stálpaðir.

4. Heil­brigður lífs­stíll og góðar fyr­ir­mynd­ir

For­eldr­ar eru helsta fyr­ir­mynd barna sinna. Þau fylgj­ast með öllu sem við ger­um og taka það inn, bæði það góða og það slæma. Það er mik­il­vægt að vera meðvitaður um það og senda rétt skila­boð varðandi lest­ur, nær­ingu, hrein­læti, áhuga­mál, hreyf­ingu, vin­skap og flest annað sem ger­ir okk­ur að því sem við erum. Það er gott að kenna börn­um fljótt að passa upp á þessa grund­vall­ar­hluti, út­skýra til dæm­is fyr­ir þeim mik­il­vægi næt­ur­svefns og af hverju sett­ur hef­ur verið úti­vist­ar­tíma barna, þá læra þau fljótt að passa upp á slíka hluti sjálf.

Ef for­eldr­ar tala fal­lega um sam­fé­lagið, vinnustað, fjöl­skyldu og vini læra börn­in að vera góðar mann­eskj­ur sem gefa af sér út í sam­fé­lagið og passa upp á bekkj­ar­fé­laga sem ein­hverra hluta vegna hafa fengið færri tæki­færi í líf­inu.

Það gef­ur börn­um ótrú­lega mikið að for­eldr­ar lesi og syngi fyr­ir þau. Ég vil líka hvetja for­eldra til að vera dug­lega að fara á menn­ing­ar­viðburði, t.d. í leik­hús og á tón­leika þar sem hlustað er á ís­lenskt mál. Að kenna börn­um njóta list­sköp­un­ar og feg­urðar, hvort sem það er út í nátt­úr­unni eða á söfn­um, er einnig lær­dóm­ur sem fylg­ir þeim inn í full­orðins­ár­in

5. Gleði, húm­or, von og seigla

Að hafa gam­an og taka sig ekki of al­var­lega með börn­un­um sín­um finnst mér skipta mjög miklu máli. Hlæja og fífl­ast, grína og glensa. Við erum nú svo hepp­in að maður­inn minn og pabbi strákanna minna, hann Jói G., er al­veg sér­lega skemmti­leg­ur maður og get­ur glatt okk­ur hin í fjöl­skyld­unni mikið.

Að kenna börn­um að vera þakk­lát fyr­ir það sem þau hafa og við for­eldr­arn­ir að vera þakk­lát fyr­ir að eiga þessi ynd­is­legu börn því það er sann­ar­lega ekki öll­um gefið að eign­ast börn.

Svo er það von­in og bjart­sýn­in. Að halda í von­ina og kenna börn­um að líta á björtu hliðarn­ar. Seigla er hæfniþátt­ur sem mik­il­vægt er að þjálfa upp hjá börn­um, að gef­ast ekki upp strax þó að á móti blási, tak­ast á við áskor­an­ir og ná að yf­ir­stíga þær veit­ir ham­ingju. Lífið er ekki auðvelt, það er eðli­legt að mistak­ast en þá er svo mik­il­vægt að læra af því í stað þess að gef­ast upp.

Fjölskyldan bregður á leik í myndatöku.
Fjöl­skyld­an bregður á leik í mynda­töku. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son
mbl.is