Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

Veiðigjöld | 24. desember 2018

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

Veiðigjald undanfarinna ára hefur á engan hátt endurspeglað það árferði sem greinin býr við. Mörg fyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar sökum þessa og skattlagning ríkisins hefur dregið þrótt og fjárfestingargetu úr mörgum þeirra. Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

Veiðigjöld | 24. desember 2018

„Í mínum huga er mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma …
„Í mínum huga er mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma og atvinnugreinin gangi í takt.“ mbl.is/Árni Sæberg

Veiðigjald und­an­far­inna ára hef­ur á eng­an hátt end­ur­speglað það ár­ferði sem grein­in býr við. Mörg fyr­ir­tæki hafa átt mjög erfitt upp­drátt­ar sök­um þessa og skatt­lagn­ing rík­is­ins hef­ur dregið þrótt og fjár­fest­ing­ar­getu úr mörg­um þeirra. Þetta seg­ir Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Veiðigjald und­an­far­inna ára hef­ur á eng­an hátt end­ur­speglað það ár­ferði sem grein­in býr við. Mörg fyr­ir­tæki hafa átt mjög erfitt upp­drátt­ar sök­um þessa og skatt­lagn­ing rík­is­ins hef­ur dregið þrótt og fjár­fest­ing­ar­getu úr mörg­um þeirra. Þetta seg­ir Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Fyrr í mánuðinum var samþykkt á Alþingi frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjald. Með gildis­töku frum­varps­ins fær­ist viðmið inn­heimt­unn­ar nær sjálfri inn­heimt­unni í tíma, og end­ur­spegl­ar þannig bet­ur af­komu í sjáv­ar­út­vegi hverju sinni.

„Of hátt veiðigjald skaðar öll fyr­ir­tæki. Fyrst um sinn mun það hugs­an­lega koma verst niður á minnstu og meðal­stóru út­gerðunum, en til lengri tíma mun of há skatt­lagn­ing hafa skaðleg áhrif á alla,“ seg­ir Jens Garðar í sam­tali við 200 míl­ur.

„Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir að marg­ar út­gerðir munu ekki geta starfað við nú­ver­andi skatt­lagn­ingu. Menn verða að gera sér grein fyr­ir því að ef eng­inn er af­gang­ur­inn til að fjár­festa í nýj­um skip­um eða tækj­um í landi miss­um við fót­festu á alþjóðleg­um markaði og þá er sjálf­hætt í sjáv­ar­út­vegi.“

Helsta áskor­un­in póli­tísk óvissa

Spurður um stöðu ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um þess­ar mund­ir seg­ir hann að þau hafi á und­an­förn­um árum starfað við mjög krefj­andi rekstr­ar­skil­yrði. Sterkt gengi krón­unn­ar, hækk­an­ir á inn­lend­um kostnaðarliðum og hátt veiðigjald, sem eng­an veg­inn hafi end­ur­speglað af­komu fyr­ir­tækj­anna, ráði þar mestu.

„Þeir sem starfa í sjáv­ar­út­vegi eru van­ir því að eiga við nátt­úru­öfl­in og sam­keppni á er­lend­um mörkuðum, en það er í raun ótrú­legt að okk­ar helsta áskor­un sem at­vinnu­grein­ar sé póli­tísk óvissa og óstöðug­leiki. Nán­ast á hverju ári hef­ur grein­in mátt sitja und­ir óvissu um hvernig ríkið ætl­ar að skatt­leggja grein­ina,“ seg­ir Jens.

„Það er al­veg skýrt í mín­um huga að ef Íslend­ing­ar vilja áfram vera í fremstu röð sjáv­ar­út­vegsþjóða þarf að fjár­festa og auka ný­sköp­un. Fyr­ir­tæk­in hafa fyr­ir löngu áttað sig á þessu og það yrði traust­vekj­andi fyr­ir grein­ina, og alla sem á hana treysta, ef ráðamenn þjóðar­inn­ar gerðu sér einnig grein fyr­ir þessu.“

Tengdi dóm­ana við veiðigjald

Hæstirétt­ur dæmdi ríkið ný­lega skaðabóta­skylt gagn­vart tveim­ur út­gerðum, en í dóm­un­um tveim­ur seg­ir að ráðherra hafi ekki verið heim­ilt að bregða út frá lög­um um veiðireynslu við út­hlut­un mak­ríl­kvóta með reglu­gerð. Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði á Alþingi í sömu viku að dóm­ur­inn end­ur­speglaði að Íslend­ing­ar ættu enn í deil­um um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og út­hlut­un tak­markaðra gæða.

Tengdi hann dóm­ana við umræðu um frum­varp til nýrra laga um veiðigjald, sem að lok­um var þó samþykkt, og lét í ljós að eðli­legt væri að fram­lengja þágild­andi lög „til að skoða út­hlut­un­ar­regl­ur og veiðigjöld í sam­hengi“. Fyrr á þessu ári spurði Logi í ræðustól Alþing­is hvort ekki væri „allt í lagi þó að eitt­hvað af út­gerðarfyr­ir­tækj­un­um fari á haus­inn og við leit­um í hag­kvæm­asta rekst­ur­inn þannig að þjóðin fái á end­an­um af­gjaldið?“

Spurður hvort hon­um finn­ist viðhorf Loga end­ur­spegla skoðun al­menn­ings gagn­vart ís­lensk­um út­gerðum seg­ir Jens: „Ég ætla nú ekki meðal-Íslend­ingn­um að hafa sömu af­stöðu til sjáv­ar­út­vegs og Logi Ein­ars­son. Það að tengja ný­fallna mak­ríl­dóma við umræðu um veiðigjald ber þess vott að annaðhvort eru menn að gera sér upp skiln­ings­leysi á dóm­un­um, nú eða þá hitt, að Logi skil­ur þá hrein­lega ekki.“

Um­rædd­ir dóm­ar Hæsta­rétt­ar seg­ir Jens að fjalli ein­fald­lega um að þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi gerst brot­leg­ur við lög og ís­lenska ríkið sé því bóta­skylt gagn­vart þeim sem brotið hafi verið á.

„Árið 2015 benti umboðsmaður Alþing­is á að ríkið væri að brjóta lög við út­hlut­un á mar­kíl­kvóta, þannig að þetta er ekk­ert nýtt. Að blanda þessu sam­an við umræðu um veiðigjald er mér fyr­ir­munað að skilja. En Logi, ásamt sín­um flokki, Viðreisn og Pír­öt­um, hef­ur talað fyr­ir þjóðnýt­ing­ar­leið þar sem at­vinnu­rétt­ur er tek­inn af ein­um og boðinn öðrum. Í fyrstu hét þetta fyrn­ing­ar­leið en nú er nýj­asta orðið „markaðsleið“. Hvernig þess­ir ágætu flokk­ar tengja þetta við eitt­hvað sem á skylt við markað er mér al­gjör­lega ómögu­legt að skilja, því þetta er ekk­ert annað en þjóðnýt­ing,“ seg­ir Jens.

Fer ekki sam­an hljóð og mynd

„En þar sem Loga finnst í lagi að ein­hver út­gerðarfyr­ir­tæki fari á haus­inn þá er það að sjálf­sögðu sárs­auka­laust fyr­ir hann að taka af mönn­um at­vinnu­rétt og bjóða hann öðrum. Þarna fer ekki sam­an hljóð og mynd. Stjórn­mála­menn tala í einu orðinu um að þeir vilji halda land­inu í byggð en á hinn bóg­inn tala þeir um að skatt­leggja grein­ina með þeim hætti að hún stend­ur ekki und­ir álög­un­um, og svo toppa menn allt sam­an með því að ætla að taka af þeim at­vinnu­rétt­inn. Ég hygg að al­menn­ing­ur, einkum á lands­byggðinni, leggi ekki trúnað á svona mál­flutn­ing.“

Hann bend­ir á að all­ar út­gerðir, hvort sem þær eru stór­ar eða smá­ar, séu þýðing­ar­mikl­ar. „Hver og ein er mik­il­væg­ur burðarás í sínu sam­fé­lagi og fyr­ir þjóðina alla. Fjöl­breyti­leiki í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi hef­ur verið og mun von­andi verða áfram eitt okk­ar helsta aðals­merki.“

Spurður hvernig hann meti sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðavísu seg­ir Jens að hann sé í fremstu röð í heim­in­um og stand­ist hvaða sam­an­b­urð sem er.

„Ný­sköp­un er hvergi meiri en á Íslandi og marg­ar þjóðir horfa til okk­ar sem fyr­ir­mynd­ar þegar kem­ur að nýt­ingu sjáv­ar­af­urða. En það er ekki sjálf­gefið að vera í fremstu röð. Um 98% af ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum fara á er­lenda markaði og sam­keppn­in er hörð. Ekki ein­ung­is erum við að keppa við aðrar fisk­veiðiþjóðir held­ur einnig ódýr­an eldis­hvít­fisk frá t.d. Asíu. Hátt veiðigjald, sí­hækk­andi kol­efn­is­gjald og hár launa­kostnaður eru íþyngj­andi,“ seg­ir Jens.

Fisk­veiðiþjóðir horfi til Íslands

„Fyr­ir­tæk­in hafa reynt að bregðast við þess­um aðstæðum með því að auka sjálf­virkni í vinnsl­um og smíða ný og betri skip. Ég hef fulla trú á að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur geti haldið stöðu sinni á er­lend­um mörkuðum en til að það sé mögu­legt get­ur ríkið ekki enda­laust aukið álög­ur og gjöld á grein­ina. Á því munu all­ir tapa.“

Marg­ar fisk­veiðiþjóðir, sem og er­lend­ir fræðimenn, horfi til Íslands sem fyr­ir­mynd­ar að því hvernig byggja eigi upp fisk­veiðikerfi sem stuðli að ábyrg­um og sjálf­bær­um veiðum og styðji á sama tíma við ný­sköp­un og hug­vitsiðnað tengd­an grein­inni.

„Í mín­um huga er mik­il­vægt að stjórn­völd á hverj­um tíma og at­vinnu­grein­in gangi í takt. Það er lang­tíma­hag­ur þjóðar­inn­ar að at­vinnu­grein­in haldi áfram að þró­ast og efl­ast,“ seg­ir Jens.

„Hvað varðar fyr­ir­tæk­in þá erum við að tak­ast á við áskor­an­ir á hverj­um degi, hvort sem það er bar­átt­an við Ægi, hörð sam­keppni á er­lend­um mörkuðum eða að vinna skiln­ing stjórn­valda á stöðu grein­ar­inn­ar og skyn­semi í gjald­heimtu. Áskor­un okk­ar er nú, eins og áður, að halda okk­ur áfram í fremstu röð. Þeirri vakt ís­lensks sjáv­ar­út­vegs lýk­ur aldrei.“

Rætt var við Jens Garðar í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu föstu­dag­inn 14. des­em­ber.

mbl.is