Kom þeim algjörlega í opna skjöldu

Börnin okkar og úrræðin | 30. desember 2018

Kom þeim algjörlega í opna skjöldu

Að opna umræðu og vinna að forvörnum eru fyrstu skrefin í þjóðarátakinu gegn fíkniefnum þar sem áherslan er á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi, segir fjölskylda Einars Darra Óskarssonar. Hann var 18 ára gamall þegar hann lést vegna lyfjaeitrunar í vor. Það sem af er ári hafa yfir 50 dauðsföll komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Í fyrra voru þau 32 talsins.

Kom þeim algjörlega í opna skjöldu

Börnin okkar og úrræðin | 30. desember 2018

Systur Einars Darra og foreldrar, Aníta Rún Óskarsdóttir, Andrea Ýr …
Systur Einars Darra og foreldrar, Aníta Rún Óskarsdóttir, Andrea Ýr Arnarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson og Bára Tómasdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að opna umræðu og vinna að for­vörn­um eru fyrstu skref­in í þjóðarátak­inu gegn fíkni­efn­um þar sem áhersl­an er á mis­notk­un lyfja meðal ung­menna á Íslandi, seg­ir fjöl­skylda Ein­ars Darra Óskars­son­ar. Hann var 18 ára gam­all þegar hann lést vegna lyfja­eitr­un­ar í vor. Það sem af er ári hafa yfir 50 dauðsföll komið til rann­sókn­ar hjá embætti land­lækn­is vegna gruns um lyfja­eitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Í fyrra voru þau 32 tals­ins.

Að opna umræðu og vinna að for­vörn­um eru fyrstu skref­in í þjóðarátak­inu gegn fíkni­efn­um þar sem áhersl­an er á mis­notk­un lyfja meðal ung­menna á Íslandi, seg­ir fjöl­skylda Ein­ars Darra Óskars­son­ar. Hann var 18 ára gam­all þegar hann lést vegna lyfja­eitr­un­ar í vor. Það sem af er ári hafa yfir 50 dauðsföll komið til rann­sókn­ar hjá embætti land­lækn­is vegna gruns um lyfja­eitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Í fyrra voru þau 32 tals­ins.

Ein­ar Darri lést 25. maí á heim­ili sínu og fljót­lega eft­ir and­látið kom í ljós að hann hafði verið að mis­nota lyf­seðils­skyld lyf síðustu vik­ur lífs síns. Þetta kom fjöl­skyldu hans í opna skjöldu enda hafði hana ekki grunað að svo væri.

„Fjöl­marg­ir vin­ir hans komu á heim­ili okk­ar í Hval­fjarðarsveit eft­ir að hann lést en þeir vissu að heim­ili okk­ar var þeim alltaf opið. Í sam­töl­um við þá kom ým­is­legt fram sem við höfðum ekki hug­mynd um og við feng­um bók­staf­lega áfall við að heyra allt sem þau vissu,“ seg­ir Bára Tóm­as­dótt­ir, móðir Ein­ars Darra. „Eft­ir því sem við viss­um meira sáum við að vanda­málið var stærra og meira en okk­ur gat órað fyr­ir,“ bæt­ir hún við.

Þegar fjöl­skyld­an gerði sér bet­ur grein fyr­ir um­fangi vand­ans ákvað hún, ásamt vin­um Ein­ars Darra, að stofna minn­ing­ar­sjóð um Ein­ar Darra í þeirri von að þau gætu komið öðrum ung­menn­um til bjarg­ar. For­svars­menn Minn­ing­ar­sjóðsins eru Bára Tóm­as­dótt­ir, móðir Ein­ars Darra, faðir Ein­ars, Óskar Vídalín Kristjáns­son og syst­ur Ein­ars, Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir og Aníta Rún Óskars­dótt­ir. Minn­ing­ar­sjóður Ein­ars Darra stend­ur fyr­ir þjóðarátak­inu Ég á bara eitt líf.

Meðal verk­efna eru arm­bönd sem minn­ing­ar­sjóður­inn hef­ur gefið fólki um allt land en það að bera arm­bandið er tákn um sam­stöðu og að fá ung­menni til þess að hugsa sig um tvisvar áður en þau mis­nota lyf eða önn­ur fíkni­efni.

Stefnt að þjóðfundi á næsta ári

Jafn­framt hef­ur minn­ing­ar­sjóður­inn gert fræðslu- og for­varna­mynd­skeið og gefið út lag sem er til­einkað öll­um sem hafa lát­ist af völd­um eða í tengsl­um við mis­notk­un á lyf­seðils­skyld­um lyfj­um eða öðrum fíkni­efn­um

Á næsta ári er stefnt að því að halda þjóðfund unga fólks­ins þar sem þau ætla að fá ung­menni alls staðar að land­inu til þess velta upp og fjalla um van­líðan og stöðu ungs fólks í dag. Svo sem hvers vegna svo mörg ung­menni leita í mis­notk­un á lyf­seðils­skyld­um lyfj­um og fíkni­efn­um? Hvers vegna eru sjálfs­víg og sjálfs­vígs­hugs­an­ir svona al­geng? Hvað veld­ur ungu fólki kvíða? Hvað get­um við gert til að hjálpa unga fólk­inu okk­ar?

Þau von­ast til þess að á fund­in­um verði þess­ar spurn­ing­ar krufðar og við þeim fá­ist svör sem og við mörg­um öðrum spurn­ing­um sem snúa að ungu fólki. Radd­ir ungs fólks eiga að heyr­ast og það á að fá tæki­færi til þess að leggja sitt af mörk­um fyr­ir kom­andi kyn­slóðir, seg­ir Andrea. Þau hafa fengið ýmsa aðila með sér að verk­efn­inu sem verður kynnt bet­ur eft­ir ára­mót. 

Einar Darri Óskarsson.
Ein­ar Darri Óskars­son.

Gat hvorki ímyndað sér né skilið þenn­an heim 

Andrea er í meist­ara­námi í heil­brigðis­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og hef­ur sér­hæft sig í mis­notk­un á lyf­seðils­skyld­um lyfj­um. Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að hafa legið í rann­sókn­um á þessu sviði þá hefði hún ekki getað ímyndað sér né held­ur skilið heim fíkn­ar­inn­ar áður en Ein­ar dó og að hafa und­an­farna mánuði rætt við þá sem hafa verið í þess­um harða heimi.

Fjöl­skyld­an tel­ur að vand­inn sé miklu meiri en fólk geri sér al­mennt grein fyr­ir. Þetta taki starfs­fólk í heil­brigðisþjón­ustu und­ir sem og þeir sem vinna við sjúkra­flutn­inga og lög­gæslu.

Að sögn Óskars hafa þau rætt við fjöl­marga sem vegna starfs síns koma að þeim sem mis­notaða lyf og alls staðar ber að sama brunni, mis­notk­un­in er gríðarleg. Því miður geri fá ung­menni sér grein fyr­ir al­var­leika slíkr­ar neyslu því hún geti verið lífs­hættu­leg líkt og við höf­um því miður séð ít­rekað und­an­far­in miss­eri, seg­ir hann.

Þau segja að vin­ir Ein­ars hafi lýst því fyr­ir þeim hversu auðvelt aðgengið að lyfj­um og öðrum fíkni­efn­um sé hér á landi, meðal ann­ars hvernig lyfj­um er smyglað hingað til lands. Ekk­ert mál sé að panta þau á net­inu og fá lyf­in með póst­send­ing­um.

Of mikið ein­blínt á ár­ang­ur

„Í ein­feldni okk­ar héld­um við fyrst að þetta væri bara svona meðal krakka sem Ein­ar þekkti en síðan fóru miklu fleiri krakk­ar að hafa sam­band við okk­ur og sög­urn­ar eru svipaðar. Lyf­in eru alls staðar og eru mis­notuð af krökk­um úti um allt land. Krakk­ar sem eru dúxa í skól­um eru þar ekk­ert und­an­skild­ir né held­ur krakk­ar sem eru í íþrótt­um,“ seg­ir Bára.

„Rann­sókn­ir sýna að ungt fólk í fram­halds­skól­um og há­skól­um er að mis­nota örv­andi lyf til þess að ná betri ár­angri í námi og þetta seg­ir okk­ur að mis­notk­un­in held­ur áfram. Til að mynda þegar fólk er að reyna að ná ár­angri síðar í líf­inu þar sem það tel­ur að rétta leiðin að ár­angri sé að taka lyf,“ seg­ir Óskar og bæt­ir við að hann velti því fyr­ir sér hvort ekki sé stund­um of mikið ein­blínt á ár­ang­ur hjá ungu fólki og það ráði ein­fald­lega ekki við álagið. Ung­menni ótt­ast að standa ekki und­ir því sem er ætl­ast til af þeim og leita í lyf í stað þess að fá sál­ræna aðstoð, meðal ann­ars vegna for­dóma í sam­fé­lag­inu í garð þeirra sem þurfa á slíkri hjálp að halda, sem og í heilsu­efl­ingu.

Tvær töflur af Xanax kosta um þrjú þúsund krónur.
Tvær töfl­ur af Xan­ax kosta um þrjú þúsund krón­ur. Wikipedia

Þessi lyf eru markaðssett af sölu­mönn­um sem besta ráðið við kvíða, seg­ir Aníta og vís­ar þar til mik­ill­ar aukn­ing­ar á kvíðalyf­inu Xan­ax meðal ungs fólks. Um er að ræða lyf með virka efn­inu alprazolam (tafíl) sem er ró­andi, kvíðastill­andi, kramp­astill­andi og vöðvaslak­andi. Vís­bend­ing­ar eru um að slík­ar töfl­ur séu slegn­ar hér á landi og er eng­in leið að vita með vissu hvaða efni eru í slík­um töfl­um eða af hvaða styrk þau eru. Með öðrum orðum þegar slík tafla er tek­in þá veit viðkom­andi ekk­ert hvað hann er að láta ofan í sig. Ekki fylgi sög­unni hjá sölu­mann­in­um hversu ávana­bind­andi slík lyf eru.

Eitt af því sem þau munu fara inn á í for­varn­ar­fræðslu sinni  eru geðheil­brigðismál, ekki síst vegna þess hve marg­ir glími við kvíða og telji enga aðra lausn vera í boði en að leita í lyf. Eða líða illa og þegja um það. „Við vilj­um fá þeim verk­færi í hend­ur sem þau geta unnið með,“ seg­ir Andrea.

Líkt og einn viðmæl­andi mbl.is, sem var í neyslu bæði ólög­legra sem og lög­legra lyfja í nokk­ur ár, seg­ir komust kvíðastill­andi lyf, sem yf­ir­leitt ganga und­ir heit­inu Xan­ax, mjög í tísku snemma fyr­ir um tveim­ur árum meðal ungs fólks til að kom­ast í vímu. Hann seg­ir lyfið koma frá lækn­um eða vera heima­til­búið því fram­leiðslan sé auðveld og ekk­ert ósvipuð fram­leiðslu á e-töfl­um. „Þú út­veg­ar þér pillupressu eins og eru notaðar við að pressa e-töfl­ur og ger­ir þínar eig­in Xan­ax-töfl­ur.“ 

Þetta er gert úr því sem kall­ast flúni (flunitrazepam, oft kallað ro­hypnol), flúni­duftið er gríðarlega sterkt, að hans sögn og get­ur reynst erfitt að áætla hversu sterk­ar töfl­ur þú ert með í hönd­un­um.

„Við viss­um ekk­ert hvað við vor­um með í hönd­un­um og að þessi lyf­seðils­skyldu lyf eru miklu hættu­legri en þessi ólög­legu efni sem eru í gangi. Það eru ekki bara harðir dóp­ist­ar sem eru að taka þessi lyf því þetta eru venju­leg­ir krakk­ar í mennta­skól­um sem kaupa þessi lyf fyr­ir helg­ar. Tvær töfl­ur kosta kannski þrjú þúsund krón­ur sem dug­ar vel til þess að kom­ast í vímu. Áhrif­in eru hrika­leg án þess að þú ger­ir þér grein fyr­ir því. Þú verður svo kæru­laus og þetta slær á kvíðann. Til dæm­is ef þú ert að nota kanna­bis eða kókaín þá verður þú kvíðinn en svo tek­ur þú Xan­ax og kvíðinn hverf­ur eins og dögg fyr­ir sólu,“ seg­ir þessi ungi maður sem mbl.is ræddi við í sum­ar um þessi mál.

Andrea seg­ir að á sama tíma og kvíði er al­var­legt vanda­mál meðal ungs fólks á Íslandi geti það verið mjög auðveld lausn að taka töflu sem taki van­líðan­ina sem þú ann­ars glím­ir við, þar sem fræðslan um skaðsem­ina og auka­verk­an­ir hef­ur verið af skorn­um skammti og vitn­eskja þá ein­ung­is til staðar um já­kvæðu hliðar þess að taka töflu en síður þeirra gríðar­miklu nei­kvæðu hliða sem er án efa ríkj­andi viðhorf.

„Ef við setj­um okk­ur sjálf í þessi spor – ég veit ekki hvort ég hefði getað staðist slík gylli­boð, með ein­ung­is vitn­eskju um já­kvæðu hliðarn­ar, á sín­um tíma hefði ég verið í þeirra spor­um,“ seg­ir Andrea.

Hver stenst slíkt gylli­boð?

„Töfra­lausn sem bjarg­ar þér úr víta­hring kvíða og ger­ir þér fært að læra, sofa bet­ur og ganga vel í skól­an­um,“ seg­ir Óskar. „Hver stenst slíkt gylli­boð?“ bæt­ir hann við.

Aníta, sem er rúm­lega tví­tug, seg­ir að fyr­ir nokkr­um árum hafi verið mun erfiðara að út­vega sér eit­ur­lyf en nú er og fólk þurft að fara króka­leiðir að nálg­ast þau en í dag eru efn­in alls staðar.

„Þú get­ur átt von á að vera boðið efni hvar sem er; úti á götu, í partý­um, skemmtistöðum, nefndu það – þetta er alls staðar. Þér er kannski boðin ein tafla frítt og það get­ur verið erfitt að stand­ast slík­ar freist­ing­ar ef þú hef­ur ekki verið upp­lýst um hverj­ar af­leiðing­arn­ar geta orðið,“ seg­ir Aníta.

Frá því í haust hafa þau heim­sótt fram­halds­skóla og sagt sögu Ein­ars Darra ásamt vin­um hans. Í fe­brú­ar byrja þau síðan með fræðslu í grunn­skól­um á veg­um minn­ing­ar­sjóðsins og verður þeirri fræðslu beint að for­eldr­um, börn­um og kenn­ur­um.

Bára og Óskar segja að kyn­slóð Ein­ars Darra og Anítu hafi ekki fengið for­varna­fræðslu í skóla enda eitt af því sem var oft skorið niður í hrun­inu. „Þetta er áhættu­hóp­ur­inn í dag. Ungt fólk sem ekki fékk þá fræðslu sem krakk­ar fengu áður og hef­ur sýnt sig að skilaði ár­angri,“ segja þau. Við erum að súpa seyðið af þess­um niður­skurði í dag og bæta við að fræðsla ung­menna komi því miður ann­ars staðar frá. Fræðslan sem þau fá kem­ur frá fíkni­efna­söl­um og á net­inu frá þeim sem hafa hag af neyslu þeirra.

Aníta Rán og Einar Darri með föður sínum, Óskari.
Aníta Rán og Ein­ar Darri með föður sín­um, Óskari.

„Ungt fólk í dag er svo klárt og veit svo mikið,“ seg­ir Bára og bæt­ir við að þeirra starf fel­ist ekki í hræðslu­áróðri. Held­ur fræða ung­menni og aðstoða þau við að taka upp­lýsta ákvörðun um hvað þau taka inn og að það sé allt í lagi að segja nei við fíkni­efn­um og leita sér hjálp­ar. 

Þær Andrea og Aníta segja vanda­málið senni­lega stærra en nokk­ur geri sér grein fyr­ir. Ekki sé við eitt­hvað eitt að sak­ast held­ur spili sam­an marg­ir sam­verk­andi þætt­ir.

Þetta fór fram úr okk­ur

„Þetta er sam­fé­lags­vanda­mál sem snert­ir okk­ur öll og við eig­um öll aðild að. Við þurf­um öll að leggja okk­ar af mörk­um við að breyta þessu,“ seg­ir Aníta og Andrea tek­ur fram að margt gott hafi áunn­ist hér á landi í heil­brigðismál­um. „En þetta fór bara fram úr okk­ur,“ seg­ir Andrea.

Að sögn Báru er mik­il­vægt að for­varn­a­starfið hefj­ist á heim­il­un­um. Krakk­ar sjái alls kon­ar lyf í lyfja­skáp­um for­eldra og hjá afa og ömmu vegna þess að oft er ávísað miklu meira magni lyfja en þörf er á. Í stað þess að fara með lyf­in í eyðingu séu þau geymd inni í skáp á baði fyr­ir allra aug­um. Þarna eru lyf eins og verkjalyf (svo sem ópíóíðar) og því auðvelt að hugsa: mamma á þetta og ég má gera eins og hún. Þetta er eitt af því sem við hjá minn­ing­ar­sjóðnum erum að ít­reka við for­eldra og aðra: Ekki geyma lyf í ólæst­um skáp­um sem krakk­ar hafa aðgang að, seg­ir hún.

Óskar seg­ir að eitt af því sem Banda­ríkja­menn hafi gripið til vegna ópíóíðafar­ald­urs­ins þar er að draga úr lyfja­skömmt­um til þess að koma í veg fyr­ir mis­notk­un.

Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.
Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efn­is­stjóri hjá embætti land­lækn­is. mbl.is/​Hari

Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efn­is­stjóri lyfja­mála hjá embætti land­lækn­is, seg­ir að allt bendi til þess að dregið hafi úr ávís­un­um á ópíóíðalyfj­um hér á landi í ár. Það komi fram í töl­um fyr­ir fyrstu 11 mánuði árs­ins en upp­lýs­ing­ar fyr­ir árið í heild liggja ekki fyr­ir fyrr en eft­ir ein­hverj­ar vik­ur.  Hann seg­ir litla breyt­ingu hafa orðið á ávís­un­um kvíðastill­andi lyfja en umræða meðal lækna og klíniskar leiðbein­ing­ar skili sér í lækk­un í ávís­un­um ópíóíða. Leiðbein­ing­ar við meðferð krón­ískra verkja hafa verið end­ur­skoðaðar víða ann­ars staðar enda sýni rann­sókn­ir að ópíóíðar henti illa við verkj­um til lengri tíma litið. Jafn­framt eru þeir ávana­bind­andi og aukið þol þýði að fólk þarf stærri og stærri skammta til þess að lina verk­ina.

Af þeim 50 and­lát­um sem voru til skoðunar hjá embætti land­lækn­is í lok nóv­em­ber voru þrjá­tíu ein­stak­ling­ar með ópíóíða í blóði. Marg­ir voru með nokk­ur mis­mun­andi lyf­seðils­skyld lyf í sér og eins ólög­leg lyf. En það er eitt af því sem hef­ur verið ein­kenn­andi við þá sem tald­ir eru hafa lát­ist vegna lyfja­eitr­un­ar á Íslandi und­an­far­in ár. Þó svo að fleiri and­lát séu til skoðunar í ár en und­an­far­in ár þarf það ekki endi­lega að þýða að ofskömmt­un sé dánar­or­sök­in því niðurstaða dán­ar­meina­skrár fyr­ir fyrri hluta árs­ins sýn­ir að 16 hafi lát­ist af ofskömmt­un lyfja frá byrj­un janú­ar til loka júní­mánaðar, 14 karl­ar og 2 kon­ur. Þetta er svipaður fjöldi og und­an­far­in ár.

Ólaf­ur bend­ir á að fólk geti verið með mikið magn lyfja í sér við and­lát þrátt fyr­ir að dánar­or­sök­in sjálf sé önn­ur, svo sem sjálfs­víg eða óaf­vit­andi lyfja­eitrun, jafn­vel um­ferðarslys. Þeir sem nota mikið af lyfj­um og eiga við mis­notk­un­ar­vanda að stríða eru með skert­ar lífs­lík­ur, seg­ir Ólaf­ur.

Af þess­um fimm­tíu eru 19 sem fengu lítið sem ekk­ert ávísað af lyfj­um þannig að allt bend­ir til þess að viðkom­andi hafi keypt lyf­in af öðrum. Lyf­in geta verið frá fólki sem fékk þau ávísuð eða flutti þau inn í landið. Þetta sé í sam­ræmi við upp­lýs­ing­ar frá toll­gæsl­unni en þar hef­ur verið lagt hald á meira magn lyfja í ár en und­an­far­in ár sem bend­ir til þess að meiru sé smyglað af lyfj­um til lands­ins en áður.

Upp­lýs­ing­ar af bráðamót­tök­um sýna að þeir sem þangað leita vegna ofskömmt­un­ar séu á öll­um aldri og seg­ir fjöl­skylda Ein­ars Darra að neysla á lyfj­um hafi auk­ist mikið, þar á meðal fram­halds­skóla­nem­enda.

Lyf sem innihalda ópíóíða.
Lyf sem inni­halda ópíóíða. mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son

Mæl­ast ekki í áfeng­is­mæl­um á skóla­böll­um

Lyf­in mæl­ast ekki í áfeng­is­mæl­ing­um á fram­halds­skóla­böll­um og við höf­um jafn­vel heyrt dæmi um að ung­menni hafi unnið edrúpott­inn þrátt fyr­ir að vera und­ir áhrif­um lyfja, seg­ir Bára.

„Þetta sló okk­ur illa,“ seg­ir Bára en ung­menni hafa lýst því fyr­ir þeim hvernig þau taki lyf áður en þau fara á skóla­böll og eng­inn átt­ar sig á því hvað er í gangi. Ekki einu sinni for­eldr­arn­ir þegar komið er heim af ball­inu.

Aníta seg­ir að það sé líka ótrú­lega mik­il neysla á kókaíni meðal ungs fólks en líkt og fram hef­ur komið í máli lækna á fíknigeðdeild­inni geis­ar kókaín­far­ald­ur á Íslandi.

En hvernig hef­ur ungt fólk ráð á að nota jafn dýrt fíkni­efni og kókaín?

„Ungt fólk á Íslandi vinn­ur ótrú­lega mikið með skóla miðað við hvað geng­ur og ger­ist í ná­granna­lönd­un­um,“ segja þau Bára og Óskar. Ung­menni eru oft með meiri pen­inga á milli hand­anna en krakk­ar á sama aldri ann­ars staðar. Í hvað fara pen­ing­arn­ir er spurn­ing sem for­eldr­ar geta spurt sig, seg­ir Bára.

„Ein­ar Darri var ekki í neinni skuld þegar hann dó sem var eitt­hvað sem við átt­um al­veg von á eft­ir að hafa gert okk­ur grein fyr­ir því hvernig aðstæðum hann var í. Hann átti jafn­vel inn­eign á banka­reikn­ingn­um sín­um. Hann er einn þeirra sem vann með skóla. Hann var ekki mikið úti að skemmta sér held­ur var hann mikið heima hjá sér – í tölv­unni eða sím­an­um og neysl­an var ekki far­in að hamla hans lífi. Hann var í námi, hann var í vinnu, hann var alltaf í rækt­inni, hann var í tónlist. Hann var ein­hvern veg­inn í öllu og við dáðumst öll að dugnaði hans. Ég sagði stund­um við hann: Ein­ar minn ég skil ekki hvaða orku þú hef­ur,“ seg­ir Bára.

Aníta Rán, Einar Darri, með Baltasar Aron, Bára, Árni Kristján, …
Aníta Rán, Ein­ar Darri, með Baltas­ar Aron, Bára, Árni Kristján, Andrea og eig­inmaður henn­ar, Pét­ur Freyr, ásamt Ísa­bellu Rós.

Þau eru sam­mála um að senni­lega hafi Ein­ari Darra fund­ist hann enn vera á þeim stað að neysl­an hafi verið skemmti­leg þrátt fyr­ir að fíkn­in hafi klár­lega verið far­in að segja til sín þegar hann fell­ur skyndi­lega frá. Sem get­ur komið fyr­ir ein­stak­linga hvenær sem er, ekki síst hjá þeim sem eru ný­lega byrjaðir að mis­nota lyf þar sem þanþolið er minna en hjá þeim sem hafa neytt slíkra efna í lengri tíma.

Þau eru ít­rekað spurð að því af for­eldr­um hvaða ein­kenn­um þeir eigi að horfa eft­ir hjá krökk­un­um og svar þeirra er: Bók­staf­lega öllu. Barnið þitt get­ur verið fyr­ir­mynd­ar­nem­andi eða alltaf að djamma eða hvað sem er. Því ein­kenn­in eru óend­an­lega mörg og það er það sem ger­ir þetta svo erfitt. Þess vegna finnst okk­ur svo mik­il­vægt að ná krökk­un­um áður en þau prófa. Að byrgja brunn­inn áður en barnið dett­ur ofan í hann.

Segðu frá því reiður vin­ur er betri en dá­inn vin­ur

„For­varn­ir hafa alltaf verið mik­il­væg­ar en við telj­um að þær hafi aldrei verið mik­il­væg­ari en nú. Við þurf­um að ná krökk­un­um og vald­efla þau með vitn­eskju til að þau geti tekið upp­lýsta ákvörðun um hvort þau ætla að prófa slík lyf, sem og að gefa þeim verk­færi í hend­urn­ar, hvert þau geta leitað ef þau þurfa hjálp seg­ir Andrea.

Þau ít­reka líka að það sé ekk­ert að því að segja frá ef þú átt vin sem er far­inn að mis­nota lyf. Börn eru oft hrædd um að svíkja vin með því að segja for­eldr­um frá og þau hafi upp­lifað það með vini Ein­ars sem vissu af neysl­unni en sögðu hvorki for­eldr­um hans né systr­um frá.

Þetta er eitt af því sem þau hvetja fram­halds­skóla­nem­end­ur til að gera þegar þau koma með fyr­ir­lestra í skól­ana. „Því það er betra að eiga reiðan vin en dá­inn vin,“ seg­ir Aníta.

„Við sjá­um að þetta for­varn­astarf er að skila sér í meiri ár­vekni meðal kenn­ara og for­eldra. Við vit­um um ný­legt dæmi þar sem kenn­ari hafði orðið var við breytta hegðun hjá grunn­skóla­barni. Í ljós kom að barnið var und­ir áhrif­um kvíðastill­andi lyfja. Því það þarf ekki endi­lega að vera að barnið sé syfjað eða þreytt held­ur sljótt af lyfj­um. Eða jafn­vel öf­ugt – að hress­leik­inn og málæðið skýrist af örv­andi lyfj­um,“ seg­ir Bára.

Fentanyl er 30-50 sinnum sterkara en heróín.
Fent­anyl er 30-50 sinn­um sterk­ara en heróín. AFP

Þau segja að það sé ekk­ert „bara“ þegar kem­ur að mis­notk­un lyfja. Til að mynda hafi for­eldr­ar sagt við þau – þarf ég nokkuð að hafa mikl­ar áhyggj­ur, son­ur minn er „bara“ að nota Xan­ax. Okk­ar svar er: Jú þú þarft að hafa áhyggj­ur því dauðsföll hér á landi hafa verið rak­in beint til Xan­ax.

Ein­hver hluti þeirra sem grun­ur leik­ur á að hafi lát­ist af völd­um ofskömmt­un­ar lyfja var með kanna­bis í lík­am­an­um og að sögn Ólafs er ljóst að auðvelt aðgengi er að kanna­bis á Íslandi og neysl­an mik­il meðal ungs fólks.

Aníta seg­ir að í öll­um heim­sókn­um sem þau hafi farið í fram­halds­skól­ana und­an­farna mánuði hafi ung­menni komið til þeirra og greint frá eig­in neyslu og/​eða vina. Oft er aðeins um fikt að ræða en það get­ur líka haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar. Þau hafi einnig bent okk­ur á að það vanti mikið upp á sál­fræðiaðstoð fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp sem og fræðslu um þetta mál­efni og mörg hver þakka okk­ur fyr­ir að segja op­in­skátt hversu hættu­leg mis­notk­un á lyf­seðils­skyld­um lyfj­um get­ur verið. „Þau eru líka að horfa á krakk­ana sem eru að lenda í geðrofi vegna kanna­bis,“ seg­ir Óskar. Þau sjá vini sína lenda í andnauð og hjarta­stoppi vegna neyslu efna í partý­um og ann­ars staðar.

Eitt af því sem þau hafa áhyggj­ur af er að krakk­arn­ir telja að þeir séu að taka minni áhættu með því að nota lyf­seðils­skyld lyf en með ólög­leg­um fíkni­efn­um seg­ir Andrea.

Fjölskyldan á jólum.
Fjöl­skyld­an á jól­um.

Aníta seg­ir að þeim sé sagt að búið sé að blanda efn­um við kvíðastill­andi lyfið Xan­ax sem sé selt á svört­um markaði hér. Með því verði lyfið meira ávana­bind­andi ekki síst þegar það er blandað með fenta­nýli en fenta­nýl er skylt morfíni og hef­ur sterka verkj­astill­andi verk­un auk slævandi áhrifa. Stór hluti þeirra dauðsfalla sem rak­in eru til ópíóíða í Banda­ríkj­un­um eru vegna fenta­ný­ls. Lyfið hef­ur tekið við af heróíni sem það fíkni­efni sem dreg­ur flesta til dauða þar í landi.

Hlut­ur sam­fé­lags­miðla van­met­inn

Ein­ar var mjög virk­ur í öllu því sem hann tók sér fyr­ir hend­ur og seg­ir fjöl­skylda hans að hann hafi ræktað sam­band sitt við vini mjög vel. Hvort held­ur sem það voru vin­ir frá því í grunn­skóla, fram­halds­skóla eða ann­ars staðar frá. Hann var mjög mikið á sam­fé­lags­miðlum og var í sam­skipt­um við fólk þar á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins.

Öllum þótti svo vænt um hann meðal ann­ars vegna þess að hann sinnti öll­um svo vel. Ein­ar var flott fyr­ir­mynd og átti stað í hjarta svo margra. Ein­hvern veg­inn gerðu all­ir mikl­ar kröf­ur til hans og nær­veru hans, seg­ir Bára og  Andrea tek­ur und­ir það og seg­ir „sam­fé­lags­miðlar taka meiri toll af fólki en maður kannski ger­ir sér grein fyr­ir“.

Leiði Einars Darra Óskarssonar.
Leiði Ein­ars Darra Óskars­son­ar.

„Ein­ar Darri hefði aldrei viður­kennt þetta en við rædd­um þetta þegar sím­inn hans pípti stöðugt. Ég sagði við hann að ég yrði sturluð ef þetta væri minn sími,svona stöðugt áreiti tek­ur svo mikið frá manni . Ég held að sam­fé­lags­miðlar sé einn þátt­ur í þess­um vanda sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Andrea og hin taka und­ir þetta.

„Ég held að það sé ótrú­lega erfitt að vera ung mann­eskja í dag,“ seg­ir Bára. „Ég finn í raun til með ung­ling­um sem standa frammi fyr­ir enda­laus­um freist­ing­um og áreiti af sam­fé­lags­miðlum. Þetta er meðal ann­ars ein af ástæðunum fyr­ir því að við ætl­um að standa fyr­ir þjóðfundi unga fólks­ins.“

Unga fólkið ger­ir sér grein fyr­ir vand­an­um sem blas­ir við því þetta er allt í kring­um þau. Það eru þeirra vin­ir sem eru að deyja. Ekki bara með því að taka of stór­an skammt held­ur einnig öðrum ástæðum tengd­um lyfj­um og öðrum fíkni­efn­um, til dæm­is í um­ferðinni segja for­eldr­ar Ein­ars Darra.

Þau benda á máli sínu til stuðnings að al­var­leg­um um­ferðarslys­um vegna akst­urs und­ir áhrif­um vímu­efna hef­ur fjölgað veru­lega.

Í dag, 30. des­em­ber, eru 219 dag­ar síðan Ein­ar Darri var bráðkvadd­ur og á þess­um tíma hef­ur fjöl­skyld­an vakið aðdáun fólks um allt land fyr­ir það for­varna- og ár­vekn­istarf sem hún hef­ur unnið. Leiða má lík­um að því að þau hafi bjargað ein­hverj­um manns­líf­um á þess­um tíma.

Einar Darri Óskarsson.
Ein­ar Darri Óskars­son.

En hafið þið gefið ykk­ur tíma til að syrgja?

Þau svara öll spurn­ing­unni ját­andi og Bára seg­ir að þau séu mjög sam­rýnd og veiti hvert öðru mik­inn stuðning. Sum­ir dag­ar séu erfiðari en aðrir og suma daga treysti hún sér vart út úr húsi og gráti mikið.

Þurf­um að læra að lifa upp á nýtt

„Við töl­um mikið um til­finn­ing­ar okk­ar og við töl­um mikið um Ein­ar sem er mjög mik­il­vægt en áfallið hell­ist ít­rekað yfir mig. Að Ein­ar er ekki leng­ur hjá okk­ur. Maður þarf að læra að lifa upp á nýtt þegar maður verður fyr­ir svona miklu áfalli,“ seg­ir Bára.

Andrea seg­ir að starfið við minn­ing­ar­sjóðinn skipti þau öll miklu máli og gefi þeim mikið. „Ef okk­ur tekst að bjarga ein­hverj­um þá er öll þessi vinna þess virði og það skipt­ir svo miklu máli að sam­fé­lagið standi sam­an og vinni sam­an,“ seg­ir Andrea og Aníta bæt­ir við að þau séu öll að læra að lifa upp á nýtt. „Ef manni líður illa í ein­hverj­um aðstæðum þá þarf maður að læra af því. Velta fyr­ir sér hvað maður geti gert til þess að bæta það. Ég sakna hans alltaf en verð að læra að lifa með því.“

Óskar bend­ir á mik­il­vægi þess að muna að þau megi vera ham­ingju­söm og að þau megi hlæja. Þetta var þeim bent á hjá áfallat­eym­inu sem hef­ur haldið utan um fjöl­skyld­una og hann seg­ir gott að fá ábend­ing­ar sem þess­ar. Að skamm­ast sín ekki fyr­ir til­finn­ing­ar sín­ar, hverj­ar sem þær eru – gleði eða sorg. Eins hafi hann gætt þess að hreyfa sig mikið sem geri hon­um auðveld­ara að sofna á kvöld­in.

Bára Tómasdóttir, Andrea Ýr Arnarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson og Aníta …
Bára Tóm­as­dótt­ir, Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir, Óskar Vídalín Kristjáns­son og Aníta Rún Óskars­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Oft erfiðara að vera glaður en dap­ur

Aníta seg­ir að hún hefði aldrei trúað því að óreyndu hversu erfitt það geti verið að vera glaður eða ham­ingju­sam­ur. Stund­um sé það jafn­vel erfiðara en að vera dap­ur.

„Við verðum að sætta okk­ur við að lífið verði aldrei eins og áður og við meg­um ekki gera þá kröfu á lífið að svo verði. Hvers­dags­leik­inn er öðru­vísi en hann var áður en Ein­ar dó og við þurf­um að læra að lifa með því og það er líka allt í lagi að breyta til og gera aðstæður okk­ar væn­legri til að verða ánægju­leg­ar. Til að mynda varðandi jóla­hald,“ seg­ir Andrea og mamma henn­ar bæt­ir við:

„Við get­um al­veg verið ham­ingju­söm og reynt að eiga gott líf en það verður alltaf öðru­vísi líf en það var og hefði verið ef Ein­ar væri hér með okk­ur. Ég hefði í raun aldrei trúað því að lífið færi svona. Við viss­um að hann hefði prófað fíkni­efni enda var hann svo op­inn en við höfðum ekki hug­mynd um þessa lyfja­neyslu. Við héld­um að hann væri á góðum stað í líf­inu og vor­um grun­laus eins og svo marg­ir for­eldr­ar – það kem­ur ekk­ert fyr­ir mitt barn,“ seg­ir Bára.

Dag­ur­inn sem Ein­ar Darri lést líður aldrei úr minni þeirra en þenn­an sama dag var Aníta að út­skrif­ast sem stúd­ent. Ein­ar var mjög spurull og vildi alltaf fá svör og út­skýr­ing­ar við öllu frá fjöl­skyldu sinni. Ein spurn­ing sit­ur mjög í móður hans: „Mamma hvað hræðistu mest?“ Svar henn­ar var: „Ég hræðist mest að missa barnið mitt. Það eina sem ég hræðist í líf­inu,“ svaraði Bára syni sín­um. 

Óskar tek­ur und­ir og seg­ir að það hafi aldrei hvarflað að hon­um að hann myndi verða í þess­um aðstæðum og Andrea minn­ir á að fjöl­skyld­an megi aldrei álíta sem svo að áföll­in í líf­inu séu að baki og ekk­ert meira geti komið fyr­ir okk­ar fjöl­skyldu. „Þetta get­ur komið fyr­ir hvern sem er og við sem sem þjóð verðum að vera vak­andi og gera okk­ur grein fyr­ir að hvert okk­ar á bara eitt líf og við þurf­um öll að fara vel með það, við erum öll svo dýr­mæt,“ seg­ir Andrea og hin taka und­ir. 

mbl.is