Slökkt á netinu í Simbabve

Simbabve | 18. janúar 2019

Slökkt á netinu í Simbabve

Stjórnvöld í Simbabve hafa algjörlega lokað fyrir aðgang landsmanna að netinu, samkvæmt því sem Econet, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, segir fjölmiðlum og viðskiptavinum með SMS-skilaboðum.

Slökkt á netinu í Simbabve

Simbabve | 18. janúar 2019

Hálfgerð óöld hefur ríkt víða í Simbave í vikunni, eftir …
Hálfgerð óöld hefur ríkt víða í Simbave í vikunni, eftir að stjórnvöld hækkuðu álögur á eldsneyti síðustu helgi. AFP

Stjórn­völd í Simba­bve hafa al­gjör­lega lokað fyr­ir aðgang lands­manna að net­inu, sam­kvæmt því sem Eco­net, eitt stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, seg­ir fjöl­miðlum og viðskipta­vin­um með SMS-skila­boðum.

Stjórn­völd í Simba­bve hafa al­gjör­lega lokað fyr­ir aðgang lands­manna að net­inu, sam­kvæmt því sem Eco­net, eitt stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, seg­ir fjöl­miðlum og viðskipta­vin­um með SMS-skila­boðum.

Mót­mæli hafa staðið yfir í Simba­bve í vik­unni, eft­ir að stjórn­völd tvö­földuðu bens­ínsverðið í land­inu með einu penn­astriki síðustu helgi, til þess að bregðast við eldsneyt­is­skorti, en einnig er skort­ur á mat og lyfj­um í rík­inu. Stétt­ar­fé­lög lýstu yfir alls­herj­ar­verk­falli strax á mánu­dag, og síðan hef­ur verið róstu­samt í helstu bæj­um og borg­um.

Yfir 600 manns hafa verið hand­tekn­ir af ör­ygg­is­sveit­um yf­ir­valda, sam­kvæmt frétt AFP. Þá hef­ur verið greint frá því að þó nokkr­ir mót­mæl­end­ur hafi lát­ist í átök­um við ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda í vik­unni.

Banda­rík­in, Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið hafa gagn­rýnt aðgerðir stjórn­valda gagn­vart mót­mæl­end­um. Sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Har­are seg­ist í yf­ir­lýs­ingu ugg­andi yfir trú­an­leg­um tíðind­um þess efn­is að ör­ygg­is­sveit­ir séu að berja póli­tískt bar­áttu­fólk og verka­lýðsleiðtoga.

Menn safna brotajárni úr brenndum bíl í borginni Bulawayo í …
Menn safna brota­járni úr brennd­um bíl í borg­inni Bulawayo í gær­dag. AFP
Óeirðir hafa brotist út í ríkinu í vikunni og skemmdir …
Óeirðir hafa brot­ist út í rík­inu í vik­unni og skemmd­ir verið unn­ar víða, eins og á þess­um versl­un­ar­kjarna í Bulawayo. AFP
mbl.is