Pabbinn er fullur á pabbahelgum

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 7. febrúar 2019

Pabbinn er fullur á pabbahelgum

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem skildi fyrir sex árum og hefur miklar áhyggjur af börnunum sínum. 

Pabbinn er fullur á pabbahelgum

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 7. febrúar 2019

Íslensk kona hefur áhyggjur af börnunum sínum.
Íslensk kona hefur áhyggjur af börnunum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem skildi fyr­ir sex árum og hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af börn­un­um sín­um. 

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem skildi fyr­ir sex árum og hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af börn­un­um sín­um. 

Sæll Valdi­mar,

Ég skildi fyr­ir sex árum og hef mikl­ar áhyggj­ur af börn­un­um mín­um sem fara núna til pabba síns aðra hvora helgi. Hann er kom­inn með kær­ustu og hélt ég að ástandið myndi batna eitt­hvað við það. Hann myndi sinna þeim bet­ur ef hon­um liði bet­ur með nýj­um maka en það er alls ekki raun­in. Málið er að börn­in eru al­ger­lega af­skipta­laus þegar þau eru hjá pabba sín­um. Hann og kær­ast­an eru annaðhvort að drekka, að horfa á sjón­varpið eða í tölv­unni. Börn­in eru því bara lokuð af inni í her­bergi og líður mjög illa. Á ég að halda áfram að senda þau til pabba síns eða á ég að reyna að stoppa þetta?

Ég ótt­ast mjög mikið að ég sé að vinna þeim tjón með því að láta þau fara til þeirra um helg­ar, þótt það sé bara aðra hvora helgi. Það er mjög erfitt að senda börn­in sín þangað sem þau vilja ekki vera. Svo held­ur eitt barnið því fram að pabb­inn og nýja kær­ast­an séu mjög dóna­leg við hana og hin systkin­in taka und­ir það.

Mér líður svo hræðilega illa yfir þessu að ég veit ekki hvað ég á að gera. Auðvitað vil ég að börn­in um­gang­ist pabba sinn en þegar það veld­ur þeim svona mikl­um sárs­auka þá er ég mjög ef­ins. Hvað finnst þér að ég ætti að gera.

Kveðja, XXX

Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son, fyr­ir­les­ari og ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu.

Góðan dag­inn og takk fyr­ir að senda þess­ar spurn­ing­ar.

Um­gengni barna er eld­fimt efni sem reglu­lega rat­ar inn á borð ráðgjafa og fjöl­marg­ir hafa sent fyr­ir­spurn­ir hér á Smart­land í tengsl­um við þetta efni. Ég mæli hik­laust með að skoða fyrri spurn­ing­ar og svör um þetta mál­efni svo að þú get­ir fengið betri inn­sýn í þá umræðu. Með því að smella HÉR get­ur þú skoðað eitt af þeim svör­um.

Ég vil hrósa þér fyr­ir að leggja þig fram við að fá svör við þess­um spurn­ing­um, það besta sem börn geta fengið eru for­eldr­ar sem eru metnaðarfull­ir í að sinna þörf­um þeirra og vernda þau fyr­ir órétt­læti og hvers kon­ar of­beldi. Það eru alltaf tvær hliðar á öll­um mál­um og reynd­ar mætti segja að þær séu fleiri þegar kem­ur að um­gengni barna. Það er hlið móður, hlið föður­ins, hlið stjúp­for­eldra og hlið barn­anna sem koma til sög­unn­ar og all­ir hafa sín­ar mein­ing­ar um það hvernig mál­in ganga. Þess vegna er svo mik­il­vægt að ákveða ein­hvern punkt sem gengið er út frá, og í þess­um mál­um er hann alltaf sá sami: Öryggi og hags­mun­ir barn­anna eiga að ganga fyr­ir, við eig­um að bera ábyrgð á vel­ferð þeirra. Ef það eru ástæður til að ætla að aðstæður barna séu óá­sætt­an­leg­ar, að þeim sé hætta búin eða bein­lín­is van­rækt eða beitt of­beldi, þá er mik­il­vægt að bregðast við. Sem bet­ur fer má í lang­flest­um til­vik­um segja að fólk er virki­lega að gera sitt besta þegar kem­ur að upp­eldi barna. Þar erum við eins mis­jöfn eins og við erum mörg. Sum­ir hafa fengið góða fyr­ir­mynd varðandi upp­eldi á meðan aðrir fengu slæmt upp­eldi og eru jafn­vel að viðhalda því af því þeir kunna ekki annað. Það er ein af ástæðum þess að það sem ein­um þykir full­nægj­andi upp­eldi og fram­koma við börn, gæti öðrum þótt mjög ábóta­vant. Best er að sjálf­sögðu ef fólk get­ur sest niður í ró og næði og átt yf­ir­vegað sam­tal þar sem rætt er um hvað bet­ur mætti fara í umönn­un barn­anna. Þetta er mjög vanda­samt og reyn­ir á að báðir aðilar geti sýnt þroska og talað sam­an án þess að beita ásök­un­um og stefna fyrst og fremst að því að bæta líf barn­anna sinna og sitt eigið í leiðinni. Mörg­um þykir gott að halda slíka fundi með þriðja aðila, ein­hverj­um ótengd­um aðila sem get­ur aðstoðað við að sam­töl­in byggi á virðingu og fókus á að ná fram­förum. Þegar þess­ir mögu­leik­ar eru ekki til staðar, þ.e.a.s tala sam­an eins og full­orðið fólk og/​eða að hitt­ast sam­eig­in­lega hjá fagaðila sem get­ur aðstoðað við fram­vindu mála, þá get­ur næsta skref verið að leita til viðkom­andi fé­lagsþjón­ustu og fá aðstoð þaðan. Mörg­um hrýs hug­ur við þeirri hugs­un að leita til fé­lagsþjón­ustu og mögu­lega barna­vernd­ar en það er al­veg óhætt að segja að í lang­flest­um til­vik­um starfar þar mjög gott fólk sem legg­ur sig fram við að aðstoða í krefj­andi verk­efn­um sem þess­um. Þar starfa ein­stak­ling­ar með reynslu af um­gengn­is­mál­um og þekkja þær regl­ur sem þurfa að gilda í sam­skipt­um fólks og umönn­un barna.

Von­andi nýt­ast þess­ar upp­lýs­ing­ar þér við að stíga næstu skref í þess­ari vinnu.

Kær kveðja, 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mari spurn­ingu HÉR. 

mbl.is