5 uppeldisráð Heiðu Óla

5 uppeldisráð | 2. apríl 2019

5 uppeldisráð Heiðu Óla

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kærasta sínum Erlendi Kára Kristjánssyni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjölskyldunni fylgja líka nokkur dýr. Hundurinn Heimir tekur virkan þátt í fjölskyldulífinu og úti á Álftanesi þar sem fjölskyldan á jörð eru hænur, ali-endur og ali-gæsir. 

5 uppeldisráð Heiðu Óla

5 uppeldisráð | 2. apríl 2019

Ólafur Elí, Heiða og hundurinn Heimir.
Ólafur Elí, Heiða og hundurinn Heimir.

Aðal­heiður Ýr Ólafs­dótt­ir einkaþjálf­ari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kær­asta sín­um Er­lendi Kára Kristjáns­syni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjöl­skyld­unni fylgja líka nokk­ur dýr. Hund­ur­inn Heim­ir tek­ur virk­an þátt í fjöl­skyldu­líf­inu og úti á Álfta­nesi þar sem fjöl­skyld­an á jörð eru hæn­ur, ali-end­ur og ali-gæs­ir. 

Aðal­heiður Ýr Ólafs­dótt­ir einkaþjálf­ari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kær­asta sín­um Er­lendi Kára Kristjáns­syni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjöl­skyld­unni fylgja líka nokk­ur dýr. Hund­ur­inn Heim­ir tek­ur virk­an þátt í fjöl­skyldu­líf­inu og úti á Álfta­nesi þar sem fjöl­skyld­an á jörð eru hæn­ur, ali-end­ur og ali-gæs­ir. 

„Ég naut þess að fá að vera heima með hon­um þar til hann byrjaði í leik­skóla 16 mánaða,“ seg­ir Heiða um son sinn en hún seg­ir tím­ann með hon­um afar dýr­mæt­an. Sem einkaþjálf­ari hef­ur Heiða vanið sig á heil­brigðan lífs­stíl sem son­ur henn­ar fær að njóta góðs af í upp­eld­inu. Auk þess að vera með fjarþjálf­un kenn­ir hún venju­lega tíma og sér­stök mömm­u­nám­skeið hjá Ab­solu­te Train­ing í World Class þar sem hún legg­ur ekki síður áherslu á and­lega þátt­inn en þann lík­am­lega. 

Hér koma fimm atriði sem Heiða og Er­lend­ur leggja áherslu á í upp­eld­inu: 

1. Að tala við hann eins og full­orðinn ein­stak­ling

„Börn skilja svo miklu meira en við höld­um. Við höf­um alltaf talað mikið og út­skýrt fyr­ir hon­um frá upp­hafi hvað við erum að gera eins og til dæm­is bara þegar ég er að skipta á hon­um, klæða eða fara í bíl­inn. Við segj­um hon­um hvert við erum að fara og hvað við erum að fara að gera. Þau læra það á end­an­um og fara að skilja meira og meira þótt þau geti kannski ekki tjáð sig til baka. Það ger­ir þau ör­ugg­ari að vita hvað er verið að fara gera eða hvert er verið að fara.

Við töl­um mikið sam­an um dag­inn áður en við fór­um að sofa og rifj­um upp hvað við gerðum skemmti­legt og búum oft til smá sögu úr því. Les­um bæk­ur fyr­ir hann, syngj­um með hon­um gömlu góðu barna­lög­in sem amma, afi, mamma og pabbi kenndu okk­ur,“ seg­ir Heiða. 

Það var sjóliðaþema í eins árs afmæli Ólafs Elí.
Það var sjó­liðaþema í eins árs af­mæli Ólafs Elí.

2. Hollt mataræði en samt eng­in boð og bönn

„Ég reyni að hafa holl­an og fjöl­breytt­an kvöld­mat og er mikið með fisk. Ólaf­ur Elí er í leiks­skóla þar sem hann fær einnig mjög holl­an og fjöl­breytt­an mat og eft­ir leik­skóla borðum við oft­ast ávexti og græn­meti. Ég elda nær alltaf kvöld­mat en er samt al­veg með svona hefðbund­inn heim­il­is­mat og passa að hann fái inn holla fitu, nota mikið góðar ol­í­ur, hnetu­smjör og svo tek­ur hann D-vítam­in og lýsi í leik­skól­an­um. Ég vil samt ekki hafa of strangt bann og leyfi til dæm­is sæt­indi í hófi og við til­efni. Ég er á því að ef það er of mikið bannað þá verður það bara meira spenn­andi og gæti orðið meira vanda­mál seinna.“

3. Gefa sér tíma með börn­um

„Ég reyni að klára allt áður en ég sæki Ólaf Elí í leik­skól­ann svo ég geti ein­beitt mér að því að sinna bara hon­um eft­ir leiks­skóla. Við leik­um sam­an úti eða inni eða slöpp­um bara af. Sýni hon­um hvernig ýmis verk eru unn­in og leyfi hon­um að taka þátt og hjálpa til. Þessi tími með hon­um kem­ur ekki aft­ur.

Maður má aldrei gleyma barn­inu í sjálf­um sér. Það er mik­il­vægt að leyfa sér að leika við sitt eigið barn.“

4. Slaka á sam­an. Það þarf ekki alltaf að vera dag­skrá

„Það þarf ekki alltaf að vera dag­skrá, stund­um er líka gott að slaka bara á og slæp­ast. Ég finn það oft að minn maður er bara þreytt­ur eft­ir dag­inn og lang­ar bara til slaka smá á eft­ir leik­skóla og við kúr­um okk­ur þá sam­an upp í sófa og slök­um á sam­an og horf­um oft á eitt­hvert skemmti­legt ís­lenskt barna­efni. Búum okk­ur til gæðastund.“

Hundurinn Heimir er stór hluti af fjölskyldunni.
Hund­ur­inn Heim­ir er stór hluti af fjöl­skyld­unni.

5. Svefn skipt­ir máli

„Börn­um líður best ef þau fá næg­an svefn og rútín­an er í lagi. Ég finn rosa­lega mik­inn mun á mínu barni ef svefn­inn hef­ur farið úr skorðum svo ég reyni að hafa góða rútínu á því klukk­an hvað hann fer að sofa og tek­ur lúra. Þá líður hon­um best og ef hann er ham­ingju­sam­ur þá er ég ham­ingju­söm.“

mbl.is