Fá að breyta kynskráningu

Fá að breyta kynskráningu

Tasmanía er orðið fyrsta fylki Ástralíu þar sem íbúar geta sótt um breytingu á skráðu kyni á fæðingarvottorði sínu, en lögin voru samþykkt í neðri deild fylkisþingsins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deildinni og verða því tekin í gildi áður en langt um líður.

Fá að breyta kynskráningu

Réttindabarátta hinsegin fólks | 10. apríl 2019

Fylkisstjórnin setti sig harðlega upp á móti lagafrumvarpinu.
Fylkisstjórnin setti sig harðlega upp á móti lagafrumvarpinu. AFP

Tasman­ía er orðið fyrsta fylki Ástr­al­íu þar sem íbú­ar geta sótt um breyt­ingu á skráðu kyni á fæðing­ar­vott­orði sínu, en lög­in voru samþykkt í neðri deild fylk­isþings­ins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deild­inni og verða því tek­in í gildi áður en langt um líður.

Tasman­ía er orðið fyrsta fylki Ástr­al­íu þar sem íbú­ar geta sótt um breyt­ingu á skráðu kyni á fæðing­ar­vott­orði sínu, en lög­in voru samþykkt í neðri deild fylk­isþings­ins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deild­inni og verða því tek­in í gildi áður en langt um líður.

Sam­kvæmt um­fjöll­un BBC kveða lög­in einnig á um það að ekki verður þess leng­ur kraf­ist að trans­fólk gang­ist und­ir aðgerð áður en það fær að breyta skráðu kyni.

Fylk­is­stjórn­in setti sig harðlega upp á móti laga­frum­varp­inu, en flokk­ar í stjórn­ar­and­stöðu unnu sam­an að því að safna næg­um at­kvæðum til þess að lög­in yrðu samþykkt eft­ir lang­ar og strang­ar umræður á þing­inu.

„Þetta er sögu­leg stund,“ sagði Sue Hickey, for­seti þings­ins. „Þetta er ekki sig­ur fyr­ir neinn sér­stak­an stjórn­mála­flokk, held­ur fyr­ir reisn trans­sam­fé­lags­ins.“

mbl.is