Maraþon á Everest

Fjallganga | 28. apríl 2019

Maraþon á Everest

Tenzing Hillary Everest maraþonið er alþjóðlegur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr grunnbúðum Everest 42 km leið í Namche Bazaar sem er höfuðstaður Sjerpanna. Hlaupið fer alltaf fram 29. maí ár hvert, sem er dagurinn sem Tenzing Norgay Sherpa og Edmund Hillary komust á topp Everest árið 1953 í fyrstu uppgöngu á fjallið.  Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Náttúruhlaup bjóða nú upp á skipulagða ferð í maí 2020, þannig að þeir sem hafa áhuga hafa nægan tíma til að æfa sig. Hægt er að hlaupa þrjár mismunandi vegalengdir, þ.e. 60 km ultramaraþon, 42 km maraþon eða 21 km hálfmaraþon. Að sögn Halldóru Gyðu Matthíasdóttir Proppé koma þátttakendur alls staðar að úr heiminum en hlaupið verður nú haldið í 18.sinn  „Lagt verður af stað frá Íslandi 14. maí og flogið til Kathmandu í Nepal, millilent í Evrópu, þar sem er lent 15. maí. Gist er á hóteli sem er gömul höll, staðsett í miðbæ Kathmandu. Á öðrum degi er farið í skoðunarferð um Kathmandu, þar sem er komið við á helstu kennileitum þessarar einstöku borgar. Á degi þrjú er flogið frá Kathmandu til Lukla, þar sem yfir-leiðsögumaður hópsins, Sjerpi  ásamt burðarmönnum taka á móti hópnum og gangan hefst.“

Maraþon á Everest

Fjallganga | 28. apríl 2019

Gangan í grunnbúðir Everest er algjört ævintýri.
Gangan í grunnbúðir Everest er algjört ævintýri. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson

Tenz­ing Hillary Ev­erest maraþonið er alþjóðleg­ur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr grunn­búðum Ev­erest 42 km leið í Namche Baza­ar sem er höfuðstaður Sjerp­anna. Hlaupið fer alltaf fram 29. maí ár hvert, sem er dag­ur­inn sem Tenz­ing Norgay Sherpa og Ed­mund Hillary komust á topp Ev­erest árið 1953 í fyrstu upp­göngu á fjallið.  Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn og Nátt­úru­hlaup bjóða nú upp á skipu­lagða ferð í maí 2020, þannig að þeir sem hafa áhuga hafa næg­an tíma til að æfa sig. Hægt er að hlaupa þrjár mis­mun­andi vega­lengd­ir, þ.e. 60 km ultram­araþon, 42 km maraþon eða 21 km hálf­m­araþon. Að sögn Hall­dóru Gyðu Matth­ías­dótt­ir Proppé koma þátt­tak­end­ur alls staðar að úr heim­in­um en hlaupið verður nú haldið í 18.sinn  „Lagt verður af stað frá Íslandi 14. maí og flogið til Kat­hm­andu í Nepal, milli­lent í Evr­ópu, þar sem er lent 15. maí. Gist er á hót­eli sem er göm­ul höll, staðsett í miðbæ Kat­hm­andu. Á öðrum degi er farið í skoðun­ar­ferð um Kat­hm­andu, þar sem er komið við á helstu kenni­leit­um þess­ar­ar ein­stöku borg­ar. Á degi þrjú er flogið frá Kat­hm­andu til Lukla, þar sem yfir-leiðsögumaður hóps­ins, Sjerpi  ásamt burðarmönn­um taka á móti hópn­um og gang­an hefst.“

Tenz­ing Hillary Ev­erest maraþonið er alþjóðleg­ur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr grunn­búðum Ev­erest 42 km leið í Namche Baza­ar sem er höfuðstaður Sjerp­anna. Hlaupið fer alltaf fram 29. maí ár hvert, sem er dag­ur­inn sem Tenz­ing Norgay Sherpa og Ed­mund Hillary komust á topp Ev­erest árið 1953 í fyrstu upp­göngu á fjallið.  Íslensk­ir fjalla­leiðsögu­menn og Nátt­úru­hlaup bjóða nú upp á skipu­lagða ferð í maí 2020, þannig að þeir sem hafa áhuga hafa næg­an tíma til að æfa sig. Hægt er að hlaupa þrjár mis­mun­andi vega­lengd­ir, þ.e. 60 km ultram­araþon, 42 km maraþon eða 21 km hálf­m­araþon. Að sögn Hall­dóru Gyðu Matth­ías­dótt­ir Proppé koma þátt­tak­end­ur alls staðar að úr heim­in­um en hlaupið verður nú haldið í 18.sinn  „Lagt verður af stað frá Íslandi 14. maí og flogið til Kat­hm­andu í Nepal, milli­lent í Evr­ópu, þar sem er lent 15. maí. Gist er á hót­eli sem er göm­ul höll, staðsett í miðbæ Kat­hm­andu. Á öðrum degi er farið í skoðun­ar­ferð um Kat­hm­andu, þar sem er komið við á helstu kenni­leit­um þess­ar­ar ein­stöku borg­ar. Á degi þrjú er flogið frá Kat­hm­andu til Lukla, þar sem yfir-leiðsögumaður hóps­ins, Sjerpi  ásamt burðarmönn­um taka á móti hópn­um og gang­an hefst.“

Gang­an sjálf í grunn­búðir Ev­erest með aðlög­un­ar­göngu tek­ur 11 daga. „Á leiðinni er farið í gegn­um gull­fal­leg þorp með ein­stakri fjalla­sýn, sögu og menn­ingu. Þó að hlaupið sé eft­ir göngu­stíg­um sem liggja að mestu niður á við þá er griðarlega erfitt að hlaupa í þetta mik­illi hæð.  Því er mik­il­vægt að gera ráð fyr­ir góðum tíma til þess að aðlag­ast hæðinni og búa lík­amann und­ir hlaupið, þegar gengið er upp í grunn­búðirn­ar,“ seg­ir Hall­dóra Gyða. Ein­ung­is 16 manns kom­ast að og hvet­ur Hall­dóra Gyða þá sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.  

Aðspurð hvort ekki sé of seint að fara að und­ir­búa sig fyr­ir svo stóra keppni seg­ir Hall­dóra Gyða það alls ekki vera svo. „Það eru 13 mánuðir til stefnu. Tím­inn er samt fljót­ur að líða, svo ég hvet áhuga­sama að hafa endi­lega sam­band ef þeir vilja fá frek­ari upp­lýs­ing­ar. Hlaupa­sam­fé­lag Nátt­úru­hlaupa er líka frá­bær kost­ur fyr­ir þá sem ekki eru í hlaupa­hópi, þar sem all­ir fá æf­ing­ar og vega­lengd við hæfi í góðum fé­lags­skap.“

Ítar­lega ferðatil­hög­un er að finna hér 

mbl.is