Hótar að tvöfalda refsitolla

Hótar að tvöfalda refsitolla í vikulok

Hlutabréfamarkaðir í Kína og Evrópu hafa tekið dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í gær að hann hyggist ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning næsta föstudag.

Hótar að tvöfalda refsitolla í vikulok

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 6. maí 2019

Hang Seng-vísitalan lækkaði um 3,33% eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti …
Hang Seng-vísitalan lækkaði um 3,33% eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hyggist ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning næsta föstudag. AFP

Hlutabréfamarkaðir í Kína og Evrópu hafa tekið dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í gær að hann hyggist ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning næsta föstudag.

Hlutabréfamarkaðir í Kína og Evrópu hafa tekið dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í gær að hann hyggist ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning næsta föstudag.

Ætla má að með tístinu þyki forsetanum samningaviðræður við kínversk stjórnvöld ganga of hægt.

Í færslunni kemur fram að undanfarna tíu mánuði hefur verið lagður 25% tollur á 50 milljarða dala virði af kínverskri hátæknivöru og 10% tollur á 200 milljarða dala virði af vörum af öðrum toga. Trump hyggst hækka tolla á síðarnefnda vöruhópinn upp í 25% og þá ýjaði hann að því að allur innflutningur frá Kína, eins og hann leggur sig, verði látinn bera 25% toll.

Viðskiptasamninganefndir ríkjanna eiga að hittast á fundi í Washington í vikunni en BBC greinir frá því að óvíst sé hvort Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, verði viðstaddur fundinn líkt og til stóð. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að verið sé að meta stöðuna eftir nýjasta útspil Trump.

„Forsetinn er, að ég held, að gefa út viðvörun,“ segir Larry Kuldow, efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu, í samtali við Fox-fréttastofuna.

Efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera að …
Efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera að senda kínverskum stjórnvöldum viðvörun með því að segjast ætla að ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning í lok vikunnar. AFP
mbl.is