Svart ár í sögu hinsegin fólks

Svart ár í sögu hinsegin fólks

Árásum á hinsegin fólk hefur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafnmargar og á síðasta ári. Svart ár fyrir LGBT-samfélagið segja formenn samtakanna SOS Homophobie.

Svart ár í sögu hinsegin fólks

Réttindabarátta hinsegin fólks | 14. maí 2019

AFP

Árás­um á hinseg­in fólk hef­ur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafn­marg­ar og á síðasta ári. Svart ár fyr­ir LGBT-sam­fé­lagið segja for­menn sam­tak­anna SOS Homoph­obie.

Árás­um á hinseg­in fólk hef­ur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafn­marg­ar og á síðasta ári. Svart ár fyr­ir LGBT-sam­fé­lagið segja for­menn sam­tak­anna SOS Homoph­obie.

Alls var skráð 231 lík­ams­árás á LGBT-fólk í Frakklandi í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri en þeim fjölgaði um 66% frá ár­inu á und­an. Þar á und­an höfðu árás­irn­ar verið flest­ar árið 2013 er þær voru 188 tals­ins. Það ár voru sett ný lög í Frakklandi sem heim­ila hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. 

„2018 var svart ár fyr­ir LGBT-fólk,“ segja þau  Vér­onique Godet og Joël Deumier, for­menn SOS Homoph­obie sam­tak­anna í árs­skýrslu.  

SOS Homoph­obie sam­tök­in reka hjálp­ar­línu og bjóða upp á lög­fræðiaðstoð en alls bár­ust vitn­is­b­urðir fyr­ir rúm­lega 1900 manns sem höfðu orðið vitni að mis­mun­un í garð sam­kyn­hneigðra í fyrra. Það er 15% aukn­ing á milli ára.

mbl.is