Keppnis-taco læknisins sem sló í gegn

Uppskriftir | 22. maí 2019

Keppnis-taco læknisins sem sló í gegn

Þó það hljómi kannski pínu kjánalega þá er þessi máltíð raunverulega skyndibiti. Það tók ótrúlega lítinn „virkan" tíma í eldhúsinu frá því að þessi réttur var undirbúinn og síðan borinn fram - tæpar 30 mínútur. Það verður þó að játast að biðtími var nokkur - en framparturinn var eldaður í rúmar fjórar klukkustundir. En þetta er líka einföld eldamennska.

Keppnis-taco læknisins sem sló í gegn

Uppskriftir | 22. maí 2019

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Þó það hljómi kannski pínu kjána­lega þá er þessi máltíð raun­veru­lega skyndi­biti. Það tók ótrú­lega lít­inn „virk­an" tíma í eld­hús­inu frá því að þessi rétt­ur var und­ir­bú­inn og síðan bor­inn fram - tæp­ar 30 mín­út­ur. Það verður þó að ját­ast að biðtími var nokk­ur - en frampart­ur­inn var eldaður í rúm­ar fjór­ar klukku­stund­ir. En þetta er líka ein­föld elda­mennska.

Þó það hljómi kannski pínu kjána­lega þá er þessi máltíð raun­veru­lega skyndi­biti. Það tók ótrú­lega lít­inn „virk­an" tíma í eld­hús­inu frá því að þessi rétt­ur var und­ir­bú­inn og síðan bor­inn fram - tæp­ar 30 mín­út­ur. Það verður þó að ját­ast að biðtími var nokk­ur - en frampart­ur­inn var eldaður í rúm­ar fjór­ar klukku­stund­ir. En þetta er líka ein­föld elda­mennska.

Þetta gladdi líka fjöl­skyld­una - taco er alltaf í upp­á­haldi. Og það er gam­an að prófa ólík hrá­efni, prófa ann­ars­kon­ar græn­meti, baun­ir og mis­mun­andi kjöt. Mér finnst eig­in­lega ekki hægt að bera fram tacó án þess að vera með ein­hvers­kon­ar baun­ir með - þær geta líka komið í staðinn fyr­ir kjötið óski maður þess.

Rif­in "pul­led" lamba­frampart­ur með mangó-jalapenö aoili, steikt­um svart­baun­um, tóm­atsósu og fersku kórí­and­er

Það væri auðvitað hægt að nota til­búna krydd­blöndu en það er leik­ur einn að gera þetta sjálf­ur frá grunni. Mér finnst taco-krydd alltaf ein­kenn­ast af brodd­kúmeni og því fær það auðvitað stórt hlut­verk í minni blöndu.

Keppn­is-taco lækn­is­ins

Hrá­efna­listi fyr­ir 6

  • 1 lamba­frampart­ur
  • 6 msk jóm­frúarol­ía
  • 1 msk brodd­kúmen
  • 1 msk papríku­duft
  • 1 msk pip­ar­korn
  • 1 tsk cheyenne pip­ar
  • 1 msk. salt
  • ½ msk. kórí­and­er
  • ½ msk. lauk­duft
  • ½ msk. hvít­lauks­duft
  • 1 dós svart­ar baun­ir
  • 1 rauður lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía
  • salt og pip­ar
  • fersk stein­selja
  • 4 msk. maj­ónes
  • ½ mangó
  • 2 msk. jalapeno
  • 1 hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Byrjaði á því að út­búa krydd­blönd­una. Kom krydd­inu öllu fyr­ir í mortéli og steytti vand­lega niður.
  2. Svo var bara að nudda lamb­inu upp úr olíu og svo nóg af krydd­blönd­unni.
  3. Svo setti ég 250 ml af vatni í ofn­pott­inn, lokið á og inn í 170 gráðu heit­an ofn í rúma fjóra tíma.
  4. Svo bjó ég til þetta geggjaða ai­oli. Skar mangó, hvít­lauk og jalapenö smátt og blandaði sam­an við maj­ónesið. Smakkaði til með salti og pip­ar.
  5. Svo voru það baun­irn­ar. Skar niður lauk­inn og hvít­lauk­inn og steikti við lág­an hita í nokkr­ar mín­út­ur. Skolaði baun­irn­ar upp úr köldu vatni og bætti sam­an við. Saltaði og pipraði og bætti svo við smá­ræði af ferskri stein­selju.
  6. Frampart­ur­inn var svo vel eldaður að kjötið var að detta af bein­un­um.
  7. Kjötið var svo rifið gróf­lega með gaffli og blandað sam­an við vökv­ann sem hafði safn­ast fyr­ir í ofnskúff­unni.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is