„Allir eiga rétt á að ganga í hjónaband“

„Allir eiga rétt á að ganga í hjónaband“

Lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband tóku gildi í Taívan í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heimilar samkynja hjónabönd. Fjöldi para hélt upp á daginn og stóð ráðhúsið í Taipei fyrir fjöldahjónavígslu fyrir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gefin saman. 

„Allir eiga rétt á að ganga í hjónaband“

Réttindabarátta hinsegin fólks | 24. maí 2019

00:00
00:00

Lög sem heim­ila sam­kyn­hneigðum að ganga í hjóna­band tóku gildi í Taív­an í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heim­il­ar sam­kynja hjóna­bönd. Fjöldi para hélt upp á dag­inn og stóð ráðhúsið í Taipei fyr­ir fjölda­hjóna­vígslu fyr­ir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gef­in sam­an. 

Lög sem heim­ila sam­kyn­hneigðum að ganga í hjóna­band tóku gildi í Taív­an í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heim­il­ar sam­kynja hjóna­bönd. Fjöldi para hélt upp á dag­inn og stóð ráðhúsið í Taipei fyr­ir fjölda­hjóna­vígslu fyr­ir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gef­in sam­an. 

Shane Lin og Marc Yuan eru fyrsta samkynhneigða parið sem …
Shane Lin og Marc Yuan eru fyrsta sam­kyn­hneigða parið sem gefið er sam­an í Taiw­an. AFP

Þá héldu þrjú pör upp á dag­inn með trompi með þre­faldri hjóna­vígslu til að fagna þess­um mikla sigri fyr­ir bar­áttu­fólk fyr­ir rétt­ind­um LGBT-fólks á eyj­unni en það hef­ur bar­ist fyr­ir jafn­rétti þegar kem­ur að hjóna­bönd­um í mörg ár.

„Stjórn­mála­maður í Taív­an sagði eitt sinn: „Sam­kyn­hneigðir eru ekk­ert nema kakka­lakk­ar. Kakka­lakk­ar sem ekki er hægt að drepa.“ Og al­menn­ing­ur sner­ist gegn okk­ur og sagði að við vær­um hyski og úrþvætti, ekk­ert nema hóp­ur af viðundr­um,“ seg­ir Krist­in Huang, brúður, sem gekk að eiga unn­ustu sína í dag.

Í at­höfn­inni voru tvö sam­kyn­hneigð pör, homm­ar og lesb­í­ur, gef­in sam­an og eitt gagn­kyn­hneigt par. Með því vildu pör­in sýna að mun­ur­inn á milli par­anna er í raun eng­inn, öll voru þau sam­an­kom­in til að fagna ást­inni. Og fjöl­breyti­leik­an­um.

„Við erum öll eins, við glím­um við sömu vanda­mál í okk­ar sam­bönd­um, ríf­umst um sömu hlut­ina; mark­mið og drauma. Kyn er óviðkom­andi fjöl­skyldu og hjóna­bandi. Það sem skipt­ir mestu máli er að elska hvort annað,“ seg­ir Krist­in.

Chen Hsu­an-yu, brúðgumi sem gekk að eiga unn­usta sinn í dag, seg­ir að með at­höfn­inni vilji þeir sýna öðrum sam­kyn­hneigðum vin­um sín­um að ef þeir eru til­bún­ir, óháð stöðu eða skoðunum fjöl­skyldu, ættu þeir að nýta frelsið til að fylgja ást­inni eft­ir.

Pör­in þrjú eru vin­ir og var það hug­mynd gagn­kyn­hneigða brúðgum­ans að halda sam­eig­in­lega at­höfn. „Við vild­um sýna að öll sam­bönd eru jöfn, óháð kyn­hneigð. All­ir eiga rétt á að ganga í hjóna­band,“ seg­ir Allie Pan, brúður. At­höfn­in var hin glæsi­leg­asta og fögnuðu yfir 300 gest­ir ást­inni með pör­un­um þrem­ur. 

mbl.is