Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það ummæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálfur af samkynhneigð með aðstoð fagurra kvenna.

Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Réttindabarátta hinsegin fólks | 4. júní 2019

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er í heimsókn í Japan.
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er í heimsókn í Japan. AFP

For­seti Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, hef­ur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það um­mæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálf­ur af sam­kyn­hneigð með aðstoð fag­urra kvenna.

For­seti Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, hef­ur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það um­mæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálf­ur af sam­kyn­hneigð með aðstoð fag­urra kvenna.

Duterte er ill­ræmd­ur fyr­ir orðljót­ar ræður þar sem hann hót­ar og móðgar þá sem hann tel­ur óvini sína og vís­an­ir í nauðgan­ir eru brand­ari í hans huga. 

Þessi um­mæli nú lét hann falla á sam­komu fólks frá Fil­ipps­eyj­um í Tókýó í síðustu viku. Í ræðunni sagði Duterte að einn af hans helstu gagn­rýn­end­um, öld­unga­deild­arþingmaður­inn Ant­onio Trill­a­nes, væri sam­kyn­hneigður. „Ég og Trill­a­nes eru svipaðir. En ég læknaði mig sjálf­ur,“ sagði for­set­inn. Hann út­skýrði það með því að hann hafi „orðið karl­maður að nýju“ eft­ir að hann hitti fyrr­ver­andi eig­in­konu sína. „Þannig að fal­leg­ar kon­ur læknuðu mig,“ bætti Duterte við.

Duterte hef­ur verið verið mjög óviss um op­in­bera skoðun sína gagn­vart sam­kyn­hneigðu fólki á póli­tísk­um ferli sín­um. Í kosn­inga­bar­átt­unni um embætti for­seta Fil­ipps­eyja stóð árið 2016 studdi hann hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra en hætti síðar við stuðning­inn. Hann hef­ur einnig notað sam­kyn­hneigð sem skamm­ar­yrði, þar á meðal gagn­vart Phil­ip Gold­berg sem var sendi­herra Banda­ríkj­anna um tíma í Manila, höfuðborg Fil­ipps­eyja. 

Rétt­inda­sam­tök LGBT-fólks, Bahag­hari, segja um­mæli Duterte hættu­leg og þau fari versn­andi. Þau séu merki um fá­visku, for­dóma og hat­ur. Um­mæli for­set­ans í garð kvenna séu þannig að það sé ein­fald­lega ekki í boði að sætta sig við þau. 

mbl.is