Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

Árneshreppur | 23. júlí 2019

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Engir hafi truflað framkvæmdirnar hingað til.

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

Árneshreppur | 23. júlí 2019

Frá veginum í Ingólfsfirði.
Frá veginum í Ingólfsfirði. Ljósmynd/Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Fram­kvæmd­ir í Ing­ólfs­firði á Strönd­um, við veg­inn yfir til Ófeigs­fjarðar, eru á áætl­un. Þetta seg­ir Friðrik Friðriks­son, talsmaður Vest­ur­Verks, sem legg­ur veg­inn. Eng­ir hafi truflað fram­kvæmd­irn­ar hingað til.

Fram­kvæmd­ir í Ing­ólfs­firði á Strönd­um, við veg­inn yfir til Ófeigs­fjarðar, eru á áætl­un. Þetta seg­ir Friðrik Friðriks­son, talsmaður Vest­ur­Verks, sem legg­ur veg­inn. Eng­ir hafi truflað fram­kvæmd­irn­ar hingað til.

Friðrik seg­ir að í dag hafi menn komið fyr­ir ræs­um, drenað og þurrkað svæði svo mal­bika megi veg­inn. Gert er ráð fyr­ir að vinna standi yfir í allt að tíu daga.

Hann margít­rek­ar að fram­kvæmd­irn­ar séu minni­hátt­ar. Mót­mæli hluta land­eig­enda hafa ekki truflað fram­kvæmd­ir, enda setja þeir sig í raun fæst­ir upp á móti vega­bót­un­um sjálf­um held­ur frek­ar því sem fylg­ir í kjöl­farið: virkj­ana­fram­kvæmd­um í Hvalá.

„Vest­ur­Verk má mín vegna al­veg bæta veg­inn til Ófeigs­fjarðar. En þeir munu aldrei drösla 40 tonna túr­bín­um um þann veg. Við mun­um koma í veg fyr­ir það með margra góðra manna hjálp,“ sagði Hrafn Jök­uls­son um­hverf­issinni í sam­tali við mbl.is í gær.

Ekki eru þó all­ir land­eig­end­ur ósátt­ir við virkj­ana­áformin. Í sam­tali við mbl.is seg­ist Gísli Bald­ur Jóns­son einn land­eig­anda í Selja­nesi vera sátt­ur við veglagn­ing­una og fyr­ir­huguð virkj­ana­áform.

Ljós­mynd/​Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son
mbl.is