Vilja að krafan verði endurskoðuð

Árneshreppur | 12. ágúst 2019

Vilja að stöðvunarkrafan verði endurskoðuð

Hluti landeigenda að Seljanesi í Ingólfsfirði hafa óskað eftir endurskoðun á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdastöðvunar á Ófeigsfjarðarvegi. Úrskurðarnefnd hafnaði því í júlí að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan kæra landeigenda væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Telja landeigendur nú að í ljósi nýrra upplýsinga sé rétt að endurskoða úrskurðinn. 

Vilja að stöðvunarkrafan verði endurskoðuð

Árneshreppur | 12. ágúst 2019

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.
Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ljósmynd/Aðsend

Hluti land­eig­enda að Selja­nesi í Ing­ólfs­firði hafa óskað eft­ir end­ur­skoðun á úr­sk­urði Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmda­stöðvun­ar á Ófeigs­fjarðar­vegi. Úrsk­urðar­nefnd hafnaði því í júlí að fram­kvæmd­ir yrðu stöðvaðar á meðan kæra land­eig­enda væri til um­fjöll­un­ar hjá nefnd­inni. Telja land­eig­end­ur nú að í ljósi nýrra upp­lýs­inga sé rétt að end­ur­skoða úr­sk­urðinn. 

Hluti land­eig­enda að Selja­nesi í Ing­ólfs­firði hafa óskað eft­ir end­ur­skoðun á úr­sk­urði Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmda­stöðvun­ar á Ófeigs­fjarðar­vegi. Úrsk­urðar­nefnd hafnaði því í júlí að fram­kvæmd­ir yrðu stöðvaðar á meðan kæra land­eig­enda væri til um­fjöll­un­ar hjá nefnd­inni. Telja land­eig­end­ur nú að í ljósi nýrra upp­lýs­inga sé rétt að end­ur­skoða úr­sk­urðinn. 

„Við höfðum rök­studd­an grun um að þessi ákvörðun Úrsk­urðar­nefnd­ar væri ekki byggð á rétt­um for­send­um og svo hafa fullt af nýj­um gögn­um komið til. Þá sér­stak­lega um hvernig fram­kvæmd­un­um hef­ur verið framundið,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son, talsmaður hluta land­eig­enda að Selja­nesi. 

„Við ger­um at­huga­samd­ir við það hvernig fram­kvæmd­inni reiðir áfram og með hvaða hætti hún er gerð. Svo fund­um við dóma­for­dæmi og yf­ir­lýs­ing­ar frá Hrepps­nefnd­inni sem tók af all­an vafa um að það ætti ekki að fara í gegn­um Selja­nes.“

Ófeigsfjarðarvegur.
Ófeigs­fjarðar­veg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við vænt­um þess að þetta verði tekið fyr­ir strax í vik­unni vegna þess að fram­kvæmd­ir eru yf­ir­vof­andi og og allt jarðrask sem fram fer inn í Selja­nesi er nátt­úru­lega bara óheim­ilt. Þeir sem bera ábyrgð á því hljóta að þurfa að svara fyr­ir þær af­leiðing­ar.“ 

Hafa safnað gögn­um í viku

Fram­kvæmd­ir vegna fyr­ir­hugaðar Hvalár­virkj­unar hafa verið gríðarlega um­deild­ar í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars.

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Ófeigsfjarðarvegur.
Ófeigs­fjarðar­veg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá hef­ur hluti land­eig­enda Dranga­vík­ur kært fram­kvæmd­ar­leyfið og deili­skipu­lag Árnes­hrepps til Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Hef­ur verið fall­ist á flýtimeðferð í mál­inu. 

Guðmund­ur seg­ir land­eig­end­ur hafa unnið að því að safna gögn­um máli sínu til stuðnings fyr­ir Úrsk­urðar­nefnd­inni und­an­farna daga. 

„Við höf­um unnið að því að safna að okk­ur gögn­um núna í heila viku. Við erum með þarna sex atriði sem liggja fyr­ir og ósk­um á grund­velli þeirra eft­ir því að ákvörðun Úrsk­urðar­nefnd­ar sem hafnaði stöðvun á fram­kvæmd­um verði tek­in til end­ur­skoðunar,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi ekki fengið full­nægj­andi mat

Á meðal þeirri sex atriða sem Guðmund­ur vís­ar til og koma fram í end­ur­skoðun­ar­beiðni land­eig­enda er álit Skipu­lags­stofn­un­ar, fyrri úr­sk­urðir Úrsk­urðar­nefnd­ar, fund­ar­gerðir hrepps­nefnd­ar Árnes­hrepps og svör hrepps­nefnd­ar við at­huga­semd­um land­eig­anda á Selja­nesi. 

„Það kem­ur greini­lega í ljós í þess­um skjöl­um og yf­ir­lýs­ing­um hrepps­nefnd­ar bara frá því um ára­mót­in, það er ekki lengra síðan, að hrepps­nefnd­in full­yrðir með op­in­ber­um yf­ir­lýs­ing­um að það eigi ekki að fara í veg­fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi og að ef til virkj­un­ar kæmi þá séu þau fram­kvæmd­ar­leyfi sem komi í kjöl­farið skil­yrt við samþykki land­eig­enda.“ 

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi.
Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá seg­ir Guðmund­ur fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi ekki hafa verið tekn­ar sér­stak­lega til skoðunar við um­hverf­is­mat og álit Skipu­lags­stofn­unn­ar. Það álit þurfi að fá svo að meta megi þau um­hverf­isáhrif sem vega­fram­kvæmd­irn­ar hafi. 

„Þessi fram­kvæmd á Ófeigs­fjarðar­vegi var aldrei met­in sér­stak­lega í mats­skýrsl­um eins og hefði átt að gera miðað við dóma­for­dæmi Úrsk­urðar­nefnd­ar­inn­ar þegar hún dæmdi í máli um viðhald á Kjal­vegi. 

„Þá úr­sk­urðaði nefnd­in mjög af­drátt­ar­laust að þegar veg­stæðið bæði hækk­ar og breikk­ar og um­ferð breyt­ist, þó að veg­ur­inn liggi í sama veg­stæði, þá er þetta nýr veg­ur sem þarf að fara í gegn­um ákveðnar síur. Þetta er mjög skýrt og af­drátt­ar­laust og við telj­um að þessi veg­ur, Ófeigs­fjarðar­veg­ur, eigi að vera tek­inn fyr­ir á sama hátt.“

Ligg­ur á að taka málið fyr­ir

Aðspurður hvað land­eig­end­ur geri verði stöðvun­ar­kröf­unni hafnað í annað sinn seg­ir Guðmund­ur það verða að koma í ljós. 

„Við föll­umst ekki á rök Úrsk­urðar­nefnd­ar­inn­ar þegar hún hafn­ar stöðvun­ar­kröf­unni. Til að byrja með för­um við þess á leit við nefnd­ina að hún end­ur­skoði kröf­una í ljósi nýrra gagna. Ef að hún stend­ur við að hafna kröf­unni þá tök­um við bara stöðuna í sam­ráði við okk­ar lög­fræðinga og skoðum hvort við skjót­um þeirri ákvörðun til héraðsdóms. 

„Það ríður á því að taka þetta fyr­ir sem allra fyrst vegna þess að ef fram fer sem horf­ir eru bara ein­hverj­ir dag­ar í að þeir fari að ryðja þarna með jarðýtum yfir víðerni við Dranga­jök­ul. Þetta eru yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir og fram­kvæmd­ar­leyfið er enn í gildi svo það má ekki seinna vera. 

„Við telj­um vera það mikla ann­marka á allri málsmeðferðinni og út­gáfu fram­kvæmd­ar­leyf­is­ins og inni­haldi að við telj­um að Úrsk­urðar­nefnd­inni beri að end­ur­skoða þetta í ljósi þess sem fram hef­ur komið.“

mbl.is