Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

Sara Oddsdóttir | 17. ágúst 2019

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Fyrsti kærasti hennar reyndi að svipta sig lífi og upplifði hún mikla skömm og ótta í tengslum við það. Hún berst fyrir sjálfsást, umburðarlyndi og því að fólk læri að setja heilbrigð mörk og segir að berskjöldun sé styrkleiki þótt margir haldi annað. 

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

Sara Oddsdóttir | 17. ágúst 2019

Sara Oddsdóttir.
Sara Oddsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sara Odds­dótt­ir út­skrifaðist með masters­gráðu í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík ný­verið. Hún starfar við and­lega leiðsögn hjá Sól­um. Fyrsti kær­asti henn­ar reyndi að svipta sig lífi og upp­lifði hún mikla skömm og ótta í tengsl­um við það. Hún berst fyr­ir sjálfs­ást, umb­urðarlyndi og því að fólk læri að setja heil­brigð mörk og seg­ir að ber­skjöld­un sé styrk­leiki þótt marg­ir haldi annað. 

Sara Odds­dótt­ir út­skrifaðist með masters­gráðu í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík ný­verið. Hún starfar við and­lega leiðsögn hjá Sól­um. Fyrsti kær­asti henn­ar reyndi að svipta sig lífi og upp­lifði hún mikla skömm og ótta í tengsl­um við það. Hún berst fyr­ir sjálfs­ást, umb­urðarlyndi og því að fólk læri að setja heil­brigð mörk og seg­ir að ber­skjöld­un sé styrk­leiki þótt marg­ir haldi annað. 

Sara er að eig­in sögn stríðsmaður ástar­inn­ar (e. love warri­or), full­orðið barn alkó­hólista, móðir, dótt­ir, syst­ir, frænka, jógi og lög­fræðing­ur. Þó ekki endi­lega í þess­ari röð.

„Að veita fólki sem er lengra komið í líf­inu and­lega leiðsögn er dá­sam­legt starf að mínu mati. Það eru svo marg­ir í innri bar­áttu. Fólk lang­ar að kom­ast áfram en eru föst, vita ekki hvaða skref þau eiga að taka næst eða hvert er best að leita. Í þeirri leiðsögn sem ég veiti op­in­bera ég mig. Sú aðferð hef­ur reynst mér hvað best í gegn­um tíðina. Að fá lánaða dómgreind og að spegla mig í fólki sem hef­ur upp­lifað eitt­hvað svipað hef­ur hjálpað mér mest í þeim verk­efn­um sem ég hef þurft að mæta. Að geta treyst og tjáð sig þar sem kær­leik­ur rík­ir án þess að vera dæmd­ur finnst mér lyk­il­atriðið.“

Lög­fræðing­ar taka á stóru vanda­mál­un­um

Sara fékk áhug­ann á að starfa við and­lega leiðsögn í lög­fræðinni. „Sem lögmaður má ráðleggja fólki og fara með stærstu hags­muna­mál þess sam­kvæmt lög­um. For­ræði barna, framtíð fyr­ir­tæk­is, skilnaðir, kyn­ferðis­brot og fleira. En við nálg­umst ekki kjarn­ann, rót vand­ans, þar sem or­sök­ina er að finna. Ég myndi vilja sjá ein­hvers kon­ar sáttamiðlun án dóms í meiri mæli og ég tel að það ætti að leggja rík­ari áherslu á sam­eig­in­lega niður­stöðu, frek­ar en að fara fyr­ir dóm­stóla, þó að slíkt sé auðvitað nauðsyn­legt í ákveðnum til­fell­um. Gerðarmeðferð er t.a.m. kost­ur þar sem fólk til­nefn­ir al­mennt fagaðila, gerðardóm, sem er þá úr­lausn­araðili sam­kvæmt samn­ingi og úr­sk­urðar þannig um ágrein­ing aðila í stað dóm­stóla. Slík meðferð er al­mennt skil­virk­ari og er úr­lausn yf­ir­leitt bund­in trúnaði. Þannig er hægt að skipa gerðar­menn sem eru sér­fræðing­ar á því sviði sem um ræðir og er málsmeðferðin al­mennt sveigj­an­legri, þar sem málsaðilar hafa meira um hana að segja en fyr­ir al­menn­um dóm­stól­um. Hins veg­ar er úr­lausn gerðardóms bind­andi og sæt­ir ekki áfrýj­un; það þýðir að ekki heim­ilt að fara með málið fyr­ir dóm­stóla. Þá er ekki heim­ilt að fara með öll mál í gerðardóm, t.d. ekki refsi­mál. Ég held að það mætti al­veg setja meiri áherslu á ein­hvers kon­ar sáttamiðlun í rétt­ar­kerf­inu og koma þannig hugs­an­lega í veg fyr­ir að ákveðin mál hangi inn í kerf­inu í mörg ár. Mín til­finn­ing er sú að oft tapa all­ir aðilar orr­ust­unni þegar til­tek­in mál eru rek­in fyr­ir dóm­stól­um, nema kannski lög­menn­irn­ir, sem fá ríku­lega borgað fyr­ir sína vinnu.“

Sara er sjálf ekki að taka við pör­um sem eru að skilja í ráðgjöf, en hún hef­ur áhuga á að vinna með kjarna hvers og eins og skoða or­sök þess að sam­bönd ganga ekki upp frá byrj­un. „Þegar fólk er komið í stríð út af eign­um er það komið í stöðu sem eng­inn vill vera í. Ástæðan fyr­ir því er kannski sú að upp­haf­lega áttu ein­stak­ling­arn­ir erfitt með að standa með sér í hjóna­band­inu og áttu erfitt með að setja mörk og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Upp­lifði and­stæða póla í upp­eld­inu

Hvernig var líf þitt áður en þú byrjaðir að raða og flokka í þínu til­finn­inga­lífi?

„For­eldr­ar mín­ir skildu þegar ég var 14 ára, sem var mikið áfall fyr­ir mig og lífið tók í raun u-beygju. Þar sem skilnaður for­eldra minna var harður tóku við erfiðir tím­ar í mínu lífi. Það var ótrú­lega mik­ill mun­ur að upp­lifa ólíka póla for­eldra minna. Ég er mjög lán­söm að eiga pabba sem hafði verið í and­legri vinnu lengi, meðal ann­ars í AA sam­tök­un­um. Þannig að í raun var pabbi til­bú­inn að vinna í sér en mamma sat frek­ar eft­ir og náði ekki að taka ábyrgð á sín­um hluta sam­bands­ins strax. Hins veg­ar var og er mamma mín ein­stak­lega kær­leiks­rík móðir sem ég gat alltaf leitað til og stóð með mér al­veg sama hvað bjátaði á. Ég upp­lifði ekki eins mik­inn kær­leika frá pabba þá, þar sem mér fannst tal um að ég yrði að taka ábyrgð á mér og að það skipti engu máli hvað aðrir gera og segja – þú hef­ur alltaf val – vera frek­ar kalt og snubbótt. Hægt og ró­lega síaðist þó þessi sann­leik­ur inn og í dag skil ég kær­leik­ann í þess­um orðum pabba og er ein­stak­lega þakk­lát fyr­ir hann í dag. Mér finnst mik­il­vægt að benda á þenn­an hlut svo að for­eldr­ar í þess­ari stöðu geti leitað sér aðstoðar.“

Sara seg­ist hafa verið þessi dæmi­gerða stelpa sem lagðist á kodd­ann á kvöld­in með áhyggj­ur yfir framtíðinni, enda breyt­ist margt í lífi barna við skilnað. ,,Ég var með þessa rödd í hug­an­um sem spilaði ein­hverja at­b­urðarás aft­ur og aft­ur. Ég fór að rífa mig niður, rit­skoða sjálfa mig og m.a. kenna mér um. Ég heyrði oft rödd pabba sem hljómaði: En hvað vilt þú? Hvað finnst þér? Er þetta fyr­ir þig eða aðra? Hann út­skýrði einnig fyr­ir mér hvað meðvirkni væri og að alkó­hólismi væri fjöl­skyldu­sjúk­dóm­ur.“

Hægt og ró­lega síast ráðin inn

Sara seg­ir að góð ráð og viska pabba síns hafi ekki endi­lega þýtt að hún færi eft­ir þeim. „Hægt og ró­lega fer þetta að síast inn og sýna sig í veru­leik­an­um þegar maður hef­ur þroska til að meta or­sök og af­leiðing­ar, sem gef­ur manni þenn­an upp­byggi­lega gagn­rýn­is­speg­il, sem mér finnst vanta sár­lega í sam­fé­lagið í dag.

Að fá tæki­færi að sjá og skilja að hátt­semi annarra, sem maður tel­ur oft­ar en ekki að sé með ásetn­ingi á manns kostnað, hef­ur ekk­ert með mann sjálf­an að gera er verðmætt vega­nesti. Við höf­um alltaf val, val um að dvelja í ákveðnum aðstæðum eða að velja annað. Þessi afstaða gef­ur manni dýpri skiln­ing og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um.“

Sara seg­ist hafa verið ung að aldri þegar pabbi henn­ar var í virkri fíkn og hún á ekki slæm­ar minn­ing­ar um þann tíma sjálf. „Ég man að ég var stund­um kvíðin þegar pabbi kom heim sem barn, en hann var alltaf kær­leiks­rík­ur og þannig ekk­ert óþægi­legt í gangi. Mamma fór hins veg­ar seinna í bata en pabbi og var lengi reið og ósátt. Það sem ég lærði af þessu er að hver og einn verður að gang­ast við sín­um til­finn­ing­um. Ef við ótt­umst stöðugt að vera hafnað eða dæmd og viður­kenn­um ekki þessa skömm og sekt­ar­kennd sem fylg­ir okk­ur verðum við ekk­ert annað en leik­brúða sem spegl­ar annað fólk. Þá erum við sí­fellt í viðbragði og reyn­um að þókn­ast. Þá segj­um við og ger­um það sem við höld­um að aðrir ætl­ist til af okk­ur og hætt­um að þora að standa með okk­ur. Við verðum í raun óheiðarleg gagn­vart okk­ur sjálf­um og öðrum. Við forðumst að taka ábyrgð á eig­in til­finn­ing­um og það hef­ur áhrif á and­leg­an þroska.“

Bjargaði kær­ast­an­um frá dauða

Sara seg­ir að hún hafi alltaf gert hlut­ina öðru­vísi en al­mennt er talið „rétta“ leiðin í sam­fé­lag­inu en að hún hafi verið ung að aldri þegar hún upp­lifði áfall í líf­inu sem var af per­sónu­leg­um toga.

,,Þegar ég var sex­tán ára að aldri var ég í sam­bandi, þar sem bæði and­legt og lík­am­legt of­beldi átti sér stað. Á þess­um tíma fannst mér ég ekki eiga neitt gott skilið og kunni ekki að standa með sjálfri mér. Vendipunkt­ur­inn í því sam­bandi var þegar ég áttaði mig á að mig langaði ekki að vera í sam­band­inu leng­ur. Ég sagði hon­um að ég væri ekki skot­in í hon­um og vildi að hann tæki dótið sitt á meðan ég væri í vinn­unni þann dag­inn, en ég bjó í bíl­skúrn­um í bak­g­arðinum hjá mömmu. Eins og krakk­ar á þess­um aldri hugs­ar maður hlut­ina bara viku fram í tím­ann. Mamma ætlaði að skutla mér í vinn­una, þar sem ég var ekki með bíl­próf, en ég gleymdi lykl­un­um og fór aft­ur inn. Þegar ég opnaði dyrn­ar fann ég að eitt­hvað var að. Ég heyrði að hann var far­inn í sturtu en hann svaraði mér ekki þegar ég kallaði til hans. Ég endaði á að sparka upp hurðinni og fann hann hang­andi í sturt­unni, blá­an og líf­laus­an. Ég reif hann niður og kom hon­um fyr­ir til að byrja að blása í hann lífi. Síðan hljóp ég út og kallaði á mömmu og bað hana að hringja á sjúkra­bíl. Stuttu seinna komu sjúkra­bíl­ar og fag­fólk sem náði að lífga hann við og koma hjart­anu aft­ur í gang.“

Sara seg­ir að þetta hafi verið rosa­legt áfall fyr­ir hana og mömmu henn­ar. „Að sjálf­sögðu þorði ég ekki að segja nein­um frá því að ég hefði hætt með hon­um, því ég upp­lifði eins og þetta væri mér að kenna.

Það var í kjöl­far þessa sem stríðsmaður ástar­inn­ar fædd­ist innra með mér. Ég steig inn í nýtt tíma­bil í líf­inu og ákvað að vera eng­um háð. Að elska mig fyrst og síðan aðra.“

Hvað kenndi þetta sam­band þér?

„Það kenndi mér að stíga inn í ótt­ann, að ég þyrfti að taka ábyrgð á mín­um til­finn­ing­um. Hversu nauðsyn­legt það er að tala um hlut­ina eins og þeir eru, og að þora að biðja um aðstoð. Ég skora á alla að leggja til hliðar af­neit­un, viður­kenna fortíð sína og stíga inn í hug­rekki sitt og mæta til­finn­ing­um sín­um, það get­ur þó verið sárs­auka­fullt ferli en ótrú­lega frels­andi.“

Valdi lög­fræði út af áhuga á fólki

Sara fór að læra lög­fræði vegna áhuga henn­ar á fólki, and­leg­um þroska og mann­legri breytni og brest­um. Rétt­ar­heim­speki er að henn­ar mati eitt áhuga­verðasta fagið. Þó að Sara starfi ekki á lög­fræðistofu í dag hef­ur hún óbilandi áhuga á öllu því sem viðkem­ur fag­inu.

„Ég skrifaði meist­ara­rit­gerðina mína um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja, en kjarn­inn í slíkri ábyrgð er að fórna ekki lang­tíma­hags­mun­um fyr­ir skamm­tíma­hags­muni. Það er sá boðskap­ur sem ég starfa við í dag. Það er að gefa ekki af­slátt af sjálf­um sér til að vera samþykkt­ur, að láta ekki ótta við það óþekkta, skömm og sekt­ar­kennd stýra ferðinni. Þannig fórn­um við okk­ar eig­in lang­tíma­hags­mun­um fyr­ir skamm­tíma­samþykki og -frið.“

Hvernig starfar þú sem stríðsmaður ástar­inn­ar?

„Ég er aðallega að berj­ast fyr­ir sjálfs­ást og sjálfsþekk­ingu. Að geta elskað aðra og tekið þátt í sam­fé­lag­inu án þess að gefa af­slátt af sér og sín­um gild­um. Það að fólk setji sjálft sig í fyrsta sætið og síðan aðra, hvort sem það er í vinn­unni eða heima fyr­ir, er ekki nei­kvætt en það verður að vera á rétt­um for­send­um. Að fólk til­einki sér umb­urðarlyndi. Við erum svo dóm­hörð, sér­stak­lega gagn­vart okk­ur sjálf­um. Sjálfsmildi er nauðsyn­leg. Eins þurf­um við að kunna að setja mörk, bæði gagn­vart okk­ur sjálf­um og öðrum.“

Hvers vegna skipt­ir máli að setja mörk?

,,Ef þú kannt ekki að setja sjálf­um þér og öðrum heil­brigð mörk ertu sí­fellt að gefa af­slátt af gild­un­um þínum. Ef þú veist ekki hvar mörk­in þín liggja gef­ur þú stöðugt af­slátt af þér. Óheil­brigð mörk eiga sér líka marg­ar ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir. T.d. get­ur verið að fólk geti sett ákveðnum aðilum mörk en öðrum ekki eða verið til­búið að gera eitt­hvað fyr­ir aðra, þó að það hafi ekki tíma til þess né áhuga. Fólki sem kann að setja heil­brigð mörk finnst t.d. eðli­legt að gera hluti fyr­ir aðra og eins að aðrir geri eitt­hvað fyr­ir það, ekki endi­lega að það þurfi að end­ur­gjalda greiðann held­ur kunni að taka á móti. Meðvirk­ir kunna ekki að biðja um það sem þeir hafa áhuga á og kunna ekki að tjá til­finn­ing­ar sín­ar. Það get­ur verið vanda­samt að vita hvar heil­brigð mörk liggja þegar fólki hef­ur ekki verið kennt að setja sér sjálf­um og öðrum heil­brigð mörk. Fæst­ir kunna hins veg­ar að lesa hugs­an­ir og flest­ir eru til í að virða þau mörk sem þeim eru sett.“

Sara tek­ur dæmi um fólk sem hring­ir og biður um aðstoð.

„Ef þú seg­ir nei við fólk þegar það biður um aðstoð hringja þess­ir aðilar vana­lega bara í ein­hvern ann­an, án þess að erfa það við þig. Það er mik­il sjálfs­virðing fólg­in í því að kunna að setja heil­brigð mörk.“

Erum með inn­byggða skömm úr æsku

Er ekki nóg að segja fólki að elska sig fyrst og aðra svo?

,,Nei, því við erum öll með ótta við það óþekkta. Mín reynsla er sú að við erum með inn­byggða skömm úr æsku þar sem við upp­lifðum okk­ur ekki nóg. Rót­in er sú að sem börn vor­um við elskuð fyr­ir það sem við gerðum, í staðinn fyr­ir það eitt að vera til. Við hrós­um fyr­ir ranga hluti. Við t.d. hrós­um börn­un­um okk­ar fyr­ir háar ein­kunn­ir í stað heiðarleika eða að tjá til­finn­ing­ar sín­ar. Þetta ger­ir það að verk­um að sjálfs­mat okk­ar sem börn og samþykki felst í ein­kunna­spjald­inu. Af­leiðing­arn­ar eru þær að við leit­um eft­ir samþykki með ár­angri og við verðum aldrei nóg, þar sem það er alltaf hægt að ná meiri ár­angri. Dæmið geng­ur ekki upp. Við verðum eins og hamstr­ar í hjóli í vinn­unni og í öll­um þeim verk­efn­um sem við tök­um okk­ur fyr­ir hend­ur. Þar til við lend­um á vegg og fáum kuln­un, streitu­tengda kvilla eða aðra sjúk­dóma. Rann­sókn­ir sýna að það er sterkt sam­band á milli áfalla í bernsku og lík­am­legra heilsu­far­svanda­mála, en áföll eru ekki bara at­b­urðir sem rata í frétt­irn­ar. Eins er ekki viður­kennt í dag að gang­ast við öll­um til­finn­ing­um sín­um. Því all­ur skal­inn er eðli­leg­ur. Það er al­mennt ekki viður­kennt að það fel­ist styrk­leiki í ber­skjöld­un. Ef fólk á hús, börn og felli­hýsi er eins og það sé búið að af­sala sér rétt­in­um að mega vera með vanda­mál, sem er frá­leitt að mínu mati.“

mbl.is