Donald Trump staðfesti í dag í samtali við fjölmiðla að hann hefði áhuga á því að kaupa Grænland og að hann myndi án efa ræða það í fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í byrjun september. Ef hún verður þá farin, því Trump gaf í skyn að ferðin væri ekki alveg meitluð í stein.
Donald Trump staðfesti í dag í samtali við fjölmiðla að hann hefði áhuga á því að kaupa Grænland og að hann myndi án efa ræða það í fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í byrjun september. Ef hún verður þá farin, því Trump gaf í skyn að ferðin væri ekki alveg meitluð í stein.
Donald Trump staðfesti í dag í samtali við fjölmiðla að hann hefði áhuga á því að kaupa Grænland og að hann myndi án efa ræða það í fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í byrjun september. Ef hún verður þá farin, því Trump gaf í skyn að ferðin væri ekki alveg meitluð í stein.
Hann sagði þó að möguleg kaup á Grænlandi væru ekki efst á lista yfir forgangsmál bandarískra stjórnvalda. „Við höfum rætt þetta,“ sagði Trump við blaðamenn í dag og staðfesti þannig fréttaflutning Wall Street Journal frá því fyrir helgi.
Forsetinn sagði hugmyndina hafa komið upp í umræðum og honum þætti hún áhugaverð. Bandaríkin hafi áhuga, en Danir verði að ákveða hvað þeir vilji gera.
Trump talaði um að Grænland væri byrði á Dönum. „Þau tapa næstum því 700 milljónum bandaríkjadala árlega á því að bera það uppi,” sagði forsetinn og bætti við að það yrði „gott“ fyrir hagsmuni Bandaríkjanna að eignast Grænland.
Danir greiða á hverju ári fjárstyrk í vasa grænlensku landstjórnarinnar sem nemur um þriðjungi landsframleiðslu Grænlands. Í fyrra var þessi upphæð yfir 600 milljónir bandaríkjadala, svo Trump er ekki fjarri lagi.
Grænlendingar hafa sem kunnugt er vísað því að bug að þeir séu til sölu. Þá hefur einnig verið bent á Grænlendingar ráði sér sjálfir – það sé ekki í höndum Dana að selja þá í fang Bandaríkjanna.
Þá hafa danskir stjórnmálamenn flestir vísað umræðunni um Trump og Grænland algjörlega á bug. Mette Frederiksen forsætisráðherra hefur sagt að hún sé orðin dauðleið á þessari á fáránlegu umræðu, en hún er einmitt stödd í heimsókn á Grænlandi sem stendur, þeirri fyrstu síðan hún tók við embætti sínu.