Segðu Trump að halda sig fjarri

Grænland | 19. ágúst 2019

Segðu Trump að halda sig fjarri

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Grænlands, þar sem hún mun næstu daga funda með grænlenskum stjórnmálamönnum, samtökum og almennum borgurum um samskipti ríkjanna.

Segðu Trump að halda sig fjarri

Grænland | 19. ágúst 2019

Götumynd frá Kulusuk á Grænlandi. Grænlendingar telja hugmynd Trump um …
Götumynd frá Kulusuk á Grænlandi. Grænlendingar telja hugmynd Trump um kaup á eyjunni brandara. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Grænlands, þar sem hún mun næstu daga funda með grænlenskum stjórnmálamönnum, samtökum og almennum borgurum um samskipti ríkjanna.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Grænlands, þar sem hún mun næstu daga funda með grænlenskum stjórnmálamönnum, samtökum og almennum borgurum um samskipti ríkjanna.

Fréttir af áhuga Donald Trumps Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland, sem forsetinn staðfesti sjálfur um helgina, eru Grænlendingum sjálfum þó ofarlega í huga. Þeir Grænlendingar sem danska ríkisútvarpið DR ræddi við í Nuuk virtust þó allir á einu máli um að ekki yrði af þeim kaupum og að hugmynd Trumps væri bara lélegur brandari.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist vilja ræða margt annað við …
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist vilja ræða margt annað við Trump en Grænlandskaup. AFP

„Þetta er slæm hugmynd,“ sagði Knud Peter Mortensen. „Við erum hluti af konungsveldinu. Við erum Danir og heyrum undir Danmörku þannig að maður á eiginlega ekki að geta látið sér detta í hug að maður geti keypt Grænland. Þetta er einn stór brandari að mínu mati.“

Jakobine Kleist var með skilaboð til Frederiksen. „Hún á að segja honum að halda sig fjarri Grænlandi. Hann er svolítið skrýtinn,“ sagði hún. „Samband Grænlands og Danmerkur á áfram að vera óbreytt. Ef Trump blandar sér í málið þá færist þetta allt yfir á eitthvað herstöðvarstig. Það vil ég ekki. Ég við að Grænland verði áfram eins og það er núna.“

Kristine Sørensen sagðist því miður ekki geta tekið  Trump alvarlega. „Ég tel þetta einfaldlega vera lélegan brandara,“ sagði hún. „Grænlendingar hafa það fínt eins og þetta er.“

Forsætisráðherrann nokkuð í sama streng og Grænlendingar sjálfir. „Þetta er fáránleg umræða,“ sagði Frederiksen. „Kim Kielsen [leiðtogi græn­lensku land­stjórn­ar­inn­ar] hefur að sjálfsögðu þegar gert það alveg ljóst að Grænland er ekki til sölu, þannig að nú hættir þessi umræða. Það er hins vegar heilmargt annað sem við gjarnan viljum ræða við Bandaríkjaforseta um,“ bætti hún við en von er á Trump í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar.

mbl.is