„Ég er að sjálfsögðu bæði örg og undrandi,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi nú fyrir stundu sem boðað var til eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur. Til stóð að forsetinn kæmi í heimsókn í upphafi næsta mánaðar, eftir tólf daga.
„Ég er að sjálfsögðu bæði örg og undrandi,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi nú fyrir stundu sem boðað var til eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur. Til stóð að forsetinn kæmi í heimsókn í upphafi næsta mánaðar, eftir tólf daga.
„Ég er að sjálfsögðu bæði örg og undrandi,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi nú fyrir stundu sem boðað var til eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur. Til stóð að forsetinn kæmi í heimsókn í upphafi næsta mánaðar, eftir tólf daga.
Frederiksen sagðist, líkt og fjölmargir, hafa hlakkað til heimsóknarinnar og undirbúningur hennar hafi verið í fullum gangi. Hún undirstrikaði þó að ákvörðunin yrði ekki til þess fallin að breyta „því góða sambandi sem er milli Danmerkur og Bandaríkjanna“. Óskin um sterkara samstarf ríkjanna tveggja væri „algjörlega óbreytt“.
Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalritari Atlantshafsbandalagsins, sagði á Twitter í dag að ákvörðun forsetans væri mögulega fyrir bestu. Öryggis- og umhverfisverndarmál norðurslóða séu of mikilvæg málefni til að þeim sé blandað saman við „vonlausar umræður um sölu á Grænlandi“.