Eru ketó-börn til?

Frjósemi | 25. ágúst 2019

Eru ketó-börn til?

Eftir að ketó sló í gegn fyrir nokkrum misserum eru svokölluð ketó-börn að fæðast út um allan heim. Fólk sem hefur átt erfitt með að geta börn náttúrulega á allt í einu von á börnum. Er það samt allt fituríka matnum að þakka?

Eru ketó-börn til?

Frjósemi | 25. ágúst 2019

Margir þakka ketó skyndilega frjósemi.
Margir þakka ketó skyndilega frjósemi. mbl.is/Thinkstockphotos

Eft­ir að ketó sló í gegn fyr­ir nokkr­um miss­er­um eru svo­kölluð ketó-börn að fæðast út um all­an heim. Fólk sem hef­ur átt erfitt með að geta börn nátt­úru­lega á allt í einu von á börn­um. Er það samt allt fitu­ríka matn­um að þakka?

Eft­ir að ketó sló í gegn fyr­ir nokkr­um miss­er­um eru svo­kölluð ketó-börn að fæðast út um all­an heim. Fólk sem hef­ur átt erfitt með að geta börn nátt­úru­lega á allt í einu von á börn­um. Er það samt allt fitu­ríka matn­um að þakka?

Á sam­skipt­asíðunni Reddit má finna sög­ur af ketó-börn­um. Einn maður sagði ketó-mataræðið hafa gert kon­una sína ólétta. Útskýr­ir hann að til þess að eign­ast sitt fyrsta barn hafi þau farið í tækni­frjóvg­un. Þau voru búin að reyna í tvö ár þegar kon­an varð ólétt nátt­úru­lega á ketó. Seg­ir hann þau hafa lést um rúm­lega 11 kíló. Eft­ir þrjá mánuði á syk­ur­lausu fæði varð kon­an ólétt. 

Maður­inn fékk góðar und­ir­tekt­ir. 

„Ketó-börn eru til. Margt fólk verður ólétt, vilj­andi eða ekki. Ég og eig­inmaður minn för­um extra var­lega þegar ég er á ketó. En þetta hljóm­ar eins og gott fyr­ir ykk­ur öll svo til ham­ingju,“ skrif­ar ein kona sem virt­ist hrædd við að verða ólétt á ketó. 

Á vef Health má finna þessa sög­una af mann­in­um að ofan. Í grein um frjó­semi og ketó kem­ur fram að á Face­book sé að finna hópa um ketó-börn þar sem fólk hef­ur sömu sögu að segja. Ekki eru þó all­ir frjó­sem­is­lækn­ar sann­færðir um að akkúrat ketó-mataræði sé lyk­ill­inn eins og kem­ur fram á sama vef. 

Þeir frjó­sem­is­lækn­ar sem rætt var við vilja meina að þyngd­in leiki stærra hlut­verk og al­mennt mataræði sem stuðli að heil­brigði. Tala þeir um að alls kyns mataræði sem stuðli að þyngd­artapi geti hjálpað þegar kem­ur að frjó­semi. 

„Það er eðli­legt að þau eigi auðveld­ara með að verða ólétt eft­ir þyngd­artap,“ sagði ann­ar lækn­ir­inn. „Ef þú kem­ur BMI-stuðlin­um niður í eðli­lega tölu, hvort sem þú ert maður eða kona, hjálp­ar það heilsu þinni og frjó­semi.“

Það er þó tekið skýrt fram að það er ekki akkúrat kílóa­tal­an sem seg­ir til um hversu frjó­samt fólk er. Hins veg­ar get­ur offita oft haft áhrif á horm­ón­a­starf­semi og gert til dæm­is kon­um erfiðara fyr­ir að eign­ast börn. 

Ertu á ketó?
Ertu á ketó? mbl.is/​Thinkstockp­hotos
mbl.is