Íslensk kona heldur látlaust framhjá maka sínum og leitar ráða

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 11. september 2019

Íslensk kona heldur látlaust framhjá maka sínum og leitar ráða

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem heldur framhjá manni sínum með öðrum sem hún segist vera ástfangin af. Hún biður Valdimar um svör um hvað hún eigi að gera. 

Íslensk kona heldur látlaust framhjá maka sínum og leitar ráða

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 11. september 2019

Íslensk kona heldur framhjá kærasta sínum og leitar ráða.
Íslensk kona heldur framhjá kærasta sínum og leitar ráða.

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem held­ur fram­hjá manni sín­um með öðrum sem hún seg­ist vera ást­fang­in af. Hún biður Valdi­mar um svör um hvað hún eigi að gera. 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem held­ur fram­hjá manni sín­um með öðrum sem hún seg­ist vera ást­fang­in af. Hún biður Valdi­mar um svör um hvað hún eigi að gera. 

Sæll Valdi­mar.

Ég hef um nokk­urt skeið haldið fram­hjá sam­býl­is­manni mín­um til margra ára með öðrum manni. Þeir tveir eru eins ólík­ir og hægt er að hugsa sér. Maki minn er besti vin­ur minn en við erum eins og systkini, ekki par, ég elska hann eins og fjöl­skyldumeðlim, ekki eins og lífs­föru­naut. Ég er hins veg­ar hug­fang­in af hinum mann­in­um og elska hann, hann hef­ur vakið innra með mér nýja sýn á lífið, m.a. lang­ar mig að eign­ast barn með hon­um, en það hef ég ekki viljað hingað til.

Ég hugsa um það á hverj­um degi hvað þetta er vont og óheil­brigt og ég hef í lang­an tíma reynt að byggja mig upp til að vinna úr þessu, taka ákvörðun og axla ábyrgð á gjörðum mín­um og til­finn­ing­um. Það er hins veg­ar al­veg ofboðslega erfitt. Ég get ekki hugsað mér að særa besta vin minn. Ég get ekki hugsað mér að lifa án manns­ins sem ég er ást­fang­in af. Ég særi sjálfa mig svo mikið með þessu öllu að suma daga næ ég vart and­an­um. Ég upp­lifi gríðarlega streitu, kvíðaköst, minn­is­leysi, lík­am­leg ein­kenni og doða og oft óska ég þess að hverfa bara af yf­ir­borði jarðar því ég sé enga leið út. Það er mér erfitt að skrifa þér og biðja um ráð því mér finnst ég ekki eiga neitt gott skilið.

Stund­um líður mér eins og ég verði að fórna mér fyr­ir lífið eins og það er. Láta hlut­ina ganga sinn vana­gang, að það sé hættu­legt að leyfa mér að upp­lifa ást­ina. Að ganga út úr því sem ég þekki og yfir í óviss­una, að opna hjarta mitt og byrja upp á nýtt, að leyfa mér að taka ákvörðun ein og óstudd og lifa með af­leiðing­un­um. Ég glími við svo mikið sam­visku­bit suma daga gagn­vart báðum þess­um ein­stak­ling­um að ég á erfitt með að sjá hvernig ég geti átt það skilið að halda áfram og upp­lifa ást­ina.

Þakk­læti til þín ef þú sérð þér fært að svara mér. Kv. X

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Góðan dag­inn X og takk fyr­ir að hafa sam­band.

Eitt af því sem reyn­ir mest á fólk sem starfar við ráðgjöf er að dæma ekki aðra og gera sitt besta til þess að setja sig í spor þess sem um ræðir og nálg­ast málið þaðan. Ég nefni þetta af því að marg­ir myndu ef­laust fussa og sveia yfir því að þú skul­ir ekki gjöra svo vel að hætta annaðhvort strax að stunda þenn­an óheiðarleika og slíta öll­um sam­skipt­um við viðhaldið, eða að gera það rétta gagn­vart nú­ver­andi manni þínum og skilja við hann. Ég hins veg­ar vil ekki fussa og sveia en að öðru leyti eru skila­boðin mín til þín al­veg þau sömu.

Stund­um er sagt að maður geti ekki bæði átt kök­una og borðað hana. Van­líðanin sem þú ert að upp­lifa er al­gjör­lega óþörf og þú ein berð ábyrgð á henni. Ég mæli ein­dregið með því að þú gang­ist við því sem er að kvelja þig og sýn­ir mann­in­um þínum þá virðingu að annaðhvort hætta að halda fram­hjá hon­um eða skilja við hann, nema hvort tveggja sé. Þú seg­ist ótt­ast að særa þinn besta vin, en þú ert í raun nú þegar að því þar sem maður get­ur ekki verið heils­hug­ar í sam­bandi á meðan maður er að halda fram­hjá. Hann á skilið að eiga konu sem elsk­ar hann af öllu hjarta. Það er ákveðin meðvirkni að hafa áhyggj­ur af því að aðrir full­orðnir ein­stak­ling­ar geti ekki axlað ábyrgð á sín­um eig­in til­finn­ing­um, það er ekki þitt hlut­verk að koma í veg fyr­ir það hjá hon­um. Ég mæli með því að þú leit­ir fag­legr­ar aðstoðar til þess að tak­ast á við þess­ar erfiðu til­finn­ing­ar sem þú ert að upp­lifa og fáir stuðning við að stíga skref­in sem þú þarft að taka. Þenn­an plást­ur er best að rífa af svo þú þurf­ir ekki að líða þessa kvöl. Það er án efa minni sárs­auki en sá sem þú upp­lif­ir núna.

Gangi þér sem allra best.

Kær kveðja,

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is