Börn geta ekki beðið

Skóli fyrir alla? | 14. september 2019

Börn geta ekki beðið

Eitt af því sem á að gera til þess að bæta stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði er að taka stærðfræðina sömu tökum og lesturinn. Stærðfræðilæsi hefur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Mjög er kvartað yfir flóknum og illskiljanlegum hæfniviðmiðum í aðalnámskrá og segir menntamálaráðherra greinilegt að vinna þurfi betur í framkvæmdinni. 

Börn geta ekki beðið

Skóli fyrir alla? | 14. september 2019

mbl.is/Hari

Eitt af því sem á að gera til þess að bæta stöðu Íslands í alþjóðleg­um sam­an­b­urði er að taka stærðfræðina sömu tök­um og lest­ur­inn. Stærðfræðilæsi hef­ur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Mjög er kvartað yfir flókn­um og illskilj­an­leg­um hæfniviðmiðum í aðal­nám­skrá og seg­ir mennta­málaráðherra greini­legt að vinna þurfi bet­ur í fram­kvæmd­inni. 

Eitt af því sem á að gera til þess að bæta stöðu Íslands í alþjóðleg­um sam­an­b­urði er að taka stærðfræðina sömu tök­um og lest­ur­inn. Stærðfræðilæsi hef­ur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Mjög er kvartað yfir flókn­um og illskilj­an­leg­um hæfniviðmiðum í aðal­nám­skrá og seg­ir mennta­málaráðherra greini­legt að vinna þurfi bet­ur í fram­kvæmd­inni. 

„Við þurf­um að vera til­bú­in að fjár­festa í mennta­kerf­inu og gæta þess að mik­il­væg­asta starfs­fólk­inu okk­ar, kenn­ur­un­um, sé umb­unað og þeir starfi við góðar aðstæður. Við kepp­um að því að starfs­um­hverfi kenn­ara á öll­um skóla­stig­um verði framúrsk­ar­andi,“ seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Ásókn í kenn­ara­nám hef­ur stór­auk­ist en allt stefndi í að það myndi vanta 2.300 kenn­ara til starfa árið 2030.

Hún seg­ir að þetta eigi að vera sam­vinnu­verk­efni alls sam­fé­lags­ins og þar sé eng­inn und­an­skil­inn. „Álagið hef­ur auk­ist í breyttu sam­fé­lagi og við verðum að vera þátt­tak­end­ur í því að móta framtíð barna og ung­menna. Ekki varpa ábyrgðinni al­farið á skól­ann held­ur á þetta að vera verk­efni okk­ar allra. Þannig náum við best­um ár­angri,“ seg­ir Lilja sem hef­ur ekki farið leynt með þá skoðun sína að kenn­ara­starfið sé mik­il­væg­asta starfið í ís­lensku sam­fé­lagi.

Að sögn Lilju hafði hún meðal ann­ars í huga finnsku aðferðina þegar hún tók við starfi mennta­málaráðherra en meg­in­inn­tak henn­ar er að um­bæt­ur á skóla­kerf­um snú­ist um að skapa ungu fólki ákjós­an­leg­ar aðstæður til að verða áhuga­sam­ir náms­menn, ánægðir ein­stak­ling­ar og skiln­ings­rík­ir og hug­mynda­rík­ir borg­ar­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, horfir meðal annars til Finnlands …
Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, horf­ir meðal ann­ars til Finn­lands þegar kem­ur að mennta­mál­um. mbl.is/​Hari

„Lyk­ill­inn að því að skóla­kerfið sé framúrsk­ar­andi er að fólk geri sér grein fyr­ir þess­ari miklu auðlind, kenn­ur­un­um. Þetta bygg­ist allt á þeim. Við þurf­um að taka af­stöðu til alls kon­ar erfiðra siðferðis­legra spurn­inga á næstu miss­er­um. Til þess verðum við að vera með sam­fé­lag sem er vel upp­lýst og get­ur rýnt sér til gagns. Niður­stöður PISA-könn­un­ar­inn­ar árið 2015 sýndu að 29% ís­lenskra drengja væru í lægstu hæfniþrep­um prófs­ins og gætu ekki lesið sér til gagns. Annað sem kem­ur fram í PISA er mik­il fækk­un af­burðanem­enda og að nem­end­um með litla getu hef­ur fjölgað. Haustið 2015 var sett af stað þjóðarátak um læsi og núna ætl­um við að skipa fagráð í stærðfræði. Við verðum að taka stærðfræðina sömu tök­um og við erum að taka lest­ur­inn,“ seg­ir Lilja, sem er mjög hlynnt les­fim­i­próf­un­um sem lögð eru fyr­ir þris­var yfir vet­ur­inn í grunn­skól­um lands­ins.

„Ég vil að við för­um í svipaðar aðgerðir í stærðfræði þannig að þris­var yfir vet­ur­inn geti for­eldr­ar og börn fylgst með í stærðfræði. Stærðfræðilæsi hef­ur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Af hverju er þetta svona? Þetta er al­var­legt og ekki boðlegt. Ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu Íslands í sam­an­b­urði við önn­ur ríki, ekki endi­lega hvaða stig við erum að fá held­ur hver staða okk­ar er í sam­an­b­urðinum,“ seg­ir Lilja.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Mennt­un er mann­rétt­indi

Skóli án aðgrein­ing­ar snýst um grund­vall­ar­atriði, það er að mennt­un er mann­rétt­indi. Öll umræða um skóla án aðgrein­ing­ar verður að ganga út frá þess­ari sýn okk­ar um að mennt­un­in eigi að vera fyr­ir alla en síðan er mis­mun­andi hvernig við skipu­leggj­um hana, seg­ir Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann í Upp­söl­um, en Íslend­ing­ar hafa fest í lög að all­ir eigi rétt á mennt­un.

Flest­ir líta á mennt­un án aðgrein­ing­ar sem rétt hvers og eins nem­anda. Í sam­ræmi við það er talið eðli­leg­ast að all­ir nem­end­ur sæki al­menna skóla og stunda 98,5% barna á grunn­skóla­aldri á Íslandi nám í al­menn­um skól­um. Hlut­falls­lega færri nem­end­ur eru í sér­skól­um og sér­úr­ræðum á Íslandi en víðast ann­ars staðar í Evr­ópu.

Á sama tíma eru form­leg­ar grein­ing­ar á sérþörf­um nem­enda á Íslandi langt yfir meðallagi OECD-ríkj­anna en um 17% ís­lenskra grunn­skóla­nema eru með grein­ing­ar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu sem unn­in var af sér­fræðing­um Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir: Úttekt á fram­kvæmd stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi. Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands njóta tæp­lega 30% grunn­skóla­nem­enda sér­kennslu og stuðnings til náms og er meiri­hluti þeirra með form­lega grein­ingu.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Eitt af því sem sér­fræðing­ar Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar benda á er að mennta­kerfið í heild sé al­mennt vel fjár­magnað en end­ur­hugsa þurfi ráðstöf­un fjár­muna þannig að það styðji bet­ur við stefn­una um mennt­un án aðgrein­ing­ar. Ef litið er til OECD-ríkj­anna var Ísland í sjötta sæti yfir fram­lög ríkja til mennta­mála sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016.

„Þegar fólk seg­ir að skóli án aðgrein­ing­ar sé fal­leg hug­mynd en hún virki ekki þá er fólk að tala um að setja nem­end­ur inn í bekk án þeirra úrræða sem þeir þurfa á að halda. Ekki að tala um að breyta skóla­starf­inu. Það eru eig­in­lega all­ir sam­mála um að það er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að taka nem­anda sem þarf á aðstoð að halda og setja hann inn í bekk án aðstoðar. Allt aðrar for­send­ur eru í litl­um hóp­um en í stór­um bekkj­um og það eru alltaf ein­hverj­ir nem­end­ur sem ekki ráða við þess­ar stóru bekkj­ar­deild­ir. En við eig­um ekki að fórna hug­mynd­inni um skóla án aðgrein­ing­ar vegna þess að ein út­gáfa af henni virk­ar ekki. Við verðum að leita leiða til að bæta stöðuna í stað þess að henda hug­mynd­inni, seg­ir Gunn­laug­ur.

Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum, segir að skóli …
Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann í Upp­söl­um, seg­ir að skóli án aðgrein­ing­ar þýði að all­ir eigi rétt á mennt­un. mbl.is/​Hari

Tvö kerfi inni í grunn­skól­an­um

Ragn­ar Þor­steins­son, sér­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, seg­ir að þró­un­in hafi verið sú að við höf­um ef til vill myndað tvö kerfi inni í grunn­skól­an­um. Al­menna kerfið þar sem um 75% nem­enda eru en jafn­framt sér­kerfi með um 25% nem­enda. „Fræðin segja okk­ur að því bet­ur sem gert er í al­menna kerf­inu þeim minni sé þörf­in í sér­kennsl­unni. En við höf­um að ein­hverju leyti tekið þá stefnu að þrengja þetta al­menna norm hér og stækka sér­kennsl­una. Ef vel ætti að vera ætti þessu að vera öf­ugt farið. Í dag er það þannig að pen­ing­arn­ir fara frek­ar í sér­úr­ræðin en ekki inn í al­menna kerfið. Þetta hef­ur þær af­leiðing­ar að fleiri leita inn í sér­kennsl­una. Ef horft er á grunn­skól­ann sem heild, þá er hann til­tölu­lega vel fjár­magnaður en pen­ing­arn­ir fara aft­ur á móti ekki þangað sem þeir myndu nýt­ast best. Verk­efni okk­ar er að breyta þessu á þann hátt að mögu­lega 85-90% nem­enda falli und­ir al­menna út­hlut­un fjár­magns. Við mynd­um hins veg­ar jafn­framt út­hluta fjár­magni til barna sem þurfa viðbót­arstuðning. Að mínu viti verður það seint þannig að öll börn falli inn í sama hóp og sömu fjár­hagsút­hlut­un,“ seg­ir Ragn­ar.

Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, segir að seint falli börn …
Ragn­ar Þor­steins­son, sér­fræðing­ur í mennta­málaráðuneyt­inu, seg­ir að seint falli börn inn í sama formið. mbl.is/​Hari

„Á Íslandi eru um 17% nem­enda með form­leg­ar grein­ing­ar. Ég er ekki á því að það verði að greina ákveðinn hóp barna til þess að tryggja að hann fái rétta þjón­ustu. En ekki er endi­lega þörf á að greina alla sem fara í dag í gegn­um slík­ar grein­ing­ar held­ur frek­ar auka skiman­ir. Þetta gæti fært til fjár­magn til auk­ins stuðnings því grein­ing­ar eru dýr­ar og auk þess myndu biðlist­arn­ir stytt­ast. Þess vegna þurf­um við kannski að breyta fjár­magns­kerfi okk­ar á þann hátt að auka sveigj­an­leika inn­an kerf­is­ins. Að þegar barn kem­ur inn í skól­ann sé hægt að mæta því án þess að það sé með form­lega grein­ingu. Því miður eru börn stund­um lát­in bíða eft­ir þjón­ustu þangað til grein­ing­in ligg­ur fyr­ir. Þetta er ekki rétt­ur skiln­ing­ur á lög­un­um því sam­kvæmt þeim á barn rétt á þjón­ustu með eða án grein­ing­ar,“ seg­ir Ragn­ar.

Lífið er ekki Face­book

Ársæll Már Arn­ars­son, pró­fess­or við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, sem hef­ur rann­sakað líðan og heilsu­far barna og ung­menna, seg­ist oft velta fyr­ir sér hvort þessi áhersla á grein­ing­ar í ís­lensku mennta­kerfi sé af hinu góða. Þegar barn sem á í erfiðleik­um fær grein­ingu verður barnið, for­eldr­ar og allt nærum­hverfi barns­ins fegið. Að vita hvað amar að. En að það þurfi svo oft að bíða eft­ir grein­ing­unni til að eitt­hvað sé gert til þess að styðja barnið sé slæmt fyr­ir alla. Ekki bara viðkom­andi barn held­ur einnig skóla­systkini, kenn­ara og fjöl­skyldu. „Get­um við ekki hugsað: Við þurf­um að breyta ein­hverju og skoða þarf­ir barns­ins án þess að það sé greint með sérþarf­ir. Grein­ing er orðin töfra­orð og í ein­hverj­um til­vik­um skipt­ir hún öllu en í flest­um til­vik­um held ég að það sé ekki aðal­atriðið held­ur miklu frek­ar að bregðast við vanda barns­ins. Stund­um get­ur ástandið verið tíma­bundið, til að mynda þung­lyndi. Þetta er hluti af miklu stærra sam­hengi og við eig­um að horfa á ein­stak­ling­inn, ekki ein­hvern stimp­il. Lífið er ekki leik­ur og við erum öll gölluð. Við þurf­um að vinna með þessa galla og tak­mark­an­ir sem við höf­um en þetta er bara hluti af því að vera mann­eskja og við meg­um al­veg vera alls kon­ar. Lífið er ekki Face­book.

Ársæll Már Arnarsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að …
Ársæll Már Arn­ars­son, pró­fess­or við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, seg­ir að eitt af stóru verk­efn­un­um í lífi hverr­ar mann­eskju er að tak­ast á við sinn innri mann og þar á meðal kvíða. mbl.is/​Hari

Ef við tök­um kvíða sem dæmi þá er hann í flest­um til­fell­um bara eðli­leg til­finn­ing. Þegar ég var að al­ast upp þekkti ég eng­an kvíðinn krakka. Maður heyrði bara af ör­fá­um full­orðnum sem voru slæm­ir á taug­um. En auðvitað var fullt af kvíðnum krökk­um á þess­um tíma, þau höfðu bara ekki orð til að lýsa þess­ari til­finn­ingu. Við finn­um öll fyr­ir kvíða og hann er alls ekki slæm­ur svo lengi sem hann verður ekki alltof mik­ill hluti af okk­ur. Eitt af stóru verk­efn­un­um í lífi hverr­ar mann­eskju er að tak­ast á við sinn innri mann og þar á meðal kvíða og er hluti af þroska manns,“ seg­ir Ársæll.

Leggja til breyt­ing­ar

Ragn­heiður Bóas­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, seg­ir að grein­ing­ar séu að sjálf­sögðu nauðsyn­leg­ar en færa mætti þjón­ust­una meira í ráðgjöf og stuðning inn á gólfið líkt og kenn­ar­ar hafa óskað eft­ir og þannig sjái sér­fræðing­ar barnið í því ljósi sem það er all­an dag­inn. En lækn­is­fræðilega mód­elið okk­ar geng­ur út á það að barnið fer í biðröð eft­ir grein­ingu og síðan viðtal kannski mörg­um mánuðum síðar. Eitt af því sem Evr­ópumiðstöðin legg­ur til er að leggja áherslu á að draga úr form­leg­um kröf­um um grein­ingu. Þær hafi oft leitt til þess að helsta leiðin til að veita nem­end­um sem eiga erfitt upp­drátt­ar í skóla viðeig­andi aðstoð er að flokka þá í sam­ræmi við greinda þörf.

Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, segir að Evrópumiðstöðin leggi til …
Ragn­heiður Bóas­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mennta­málaráðuneyt­inu, seg­ir að Evr­ópumiðstöðin leggi til að draga eigi úr form­leg­um kröf­um um grein­ingu. mbl.is/​Hari

7.069 kom­ur á göngu­deild BUGLs

For­eldr­ar barna sem annaðhvort hafa fengið grein­ingu eða bíða grein­ing­ar sem blaðamaður hef­ur rætt við að und­an­förnu segja stöðuna al­var­lega. Að bíða án þess að fá þá aðstoð sem kerf­inu er ætlað að veita þeim. Börn geta ekki beðið. Þrátt fyr­ir að all­ir virðist sam­mála um að úr­bóta sé þörf breyt­ir það ekki því að börn bíða á annað ár eft­ir grein­ing­um.

Bið eft­ir grein­ing­um hjá Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöðinni er 18 mánuðir en flest þeirra barna sem vísað er á Grein­ing­ar­stöðina eru með samþætt­an vanda, þroskafrávik og ein­hverfu.

Í lok síðasta árs tóku í gildi ný lög um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðningsþarf­ir (nr. 38/​2018), 14. grein fjall­ar um Snemm­tæka íhlut­un og grein­ingu og hljóðar svo: Verði starfs­menn fé­lagsþjón­ustu, heil­brigðisþjón­ustu eða skóla þess áskynja að barn hafi ein­kenni sem geti bent til skerðing­ar skal upp­lýsa for­ráðamenn um þann grun og sam­hliða grípa til aðgerða í sam­ráði við þá, þrátt fyr­ir að grein­ing sér­fræðinga liggi ekki fyr­ir. Skal frum­grein­ing fara fram svo fljótt sem auðið er. Þjón­ustuaðilar eiga sem sagt að byrja með íhlut­un ekki bíða eft­ir grein­ingu sem er til bóta bæði fyr­ir barnið og fjöl­skyldu þess.

Eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu GRR hef­ur auk­ist og á sein­ustu árum hef­ur fjöldi til­vís­ana sam­svarað 6 til 8% af hverj­um ár­gangi en mark­hóp­ur stofn­un­ar­inna er um 4%, þ.e. þau börn sem ætla má að þurfi aðstoð í dag­legu lífi á full­orðins­ár­um. Þessi eft­ir­spurn er um­fram það sem stofn­un­in get­ur annað miðað við nú­ver­andi fjölda starfs­manna og verklag. Of löng bið er því eft­ir grein­ingu og ann­arri þjón­ustu stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir Soffía Lár­us­dótt­ir, for­stöðumaður Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins.

Á ár­inu fóru af stað tvö verk­efni sem miða að því að skoða hvort breytt verklag geti dregið úr fjölda til­vís­ana og aukið þekk­ingu í nærum­hverfi fjöl­skyld­unn­ar. Bæði falla þau und­ir fram­kvæmda­áætl­un í mál­efn­um fatlaðs fólks. Ann­ars veg­ar er um að ræða sam­starfs­verk­efni sem unnið er und­ir for­ystu Reykja­vík­ur­borg­ar sem miðar að því að setja fram leiðbein­ing­ar um hvaða börn fara í ít­ar­lega grein­ingu og hver ekki, þróun á sam­starfi aðila á milli og fleiri úr­bæt­ur í þjón­ust­unni. Hitt verk­efnið er á veg­um GRR og er mark­mið þess skil­greina hlut­verk og verksvið lands­hlutateyma í þeim til­gangi að efla þjón­ustu við fötluð börn í nærsam­fé­lagi þeirra.

Soffía seg­ir að stærsti hóp­ur­inn sé á leik­skóla­aldri, tveggja til sex ára. „Við fáum yf­ir­leitt 350-400 til­vís­an­ir á ári og náum að veita um 300 börn­um á  ári þverfag­leg­ar grein­ing­ar. Vand­inn er sá að við erum ekki fjár­mögnuð til þess að sinna svo stór­um hópi barna.

Það verður til þess að biðlist­ar mynd­ast og það kem­ur óneit­an­lega niður á öðrum þátt­um þjón­ust­unn­ar svo sem ráðgjöf. Því eðli­lega hef­ur þessi mikli fjöldi barna sem kem­ur í grein­ingu verið á kostnað annarra verk­efna,“ seg­ir Soffía.

Biðin eft­ir ít­ar­legri grein­ingu hef­ur gjarn­an verið um eitt ár, seg­ir Soffía en núna er biðtím­inn um 18 mánuðir hjá börn­um sem eru 2ja til sex ára en eitt ár hjá þeim sem eru eldri. „Þetta þýðir að barn sem er kannski tveggja ára þegar það fer á biðlista er nán­ast jafn­lengd ævi sinn­ar á biðlista og er að nálg­ast fjög­urra ára ald­ur þegar það kemst loks að,“ seg­ir Soffía.

Bið eft­ir grein­ingu er allt að 14 mánuðir hjá Þroska- og hegðun­ar­stöð Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins (ÞHS). Hún veit­ir þjón­ustu vegna barna sem glíma við frá­vik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Sinnt er grein­ingu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna rask­ana hjá börn­um að 18 ára aldri. Hjá ÞHS er börn­um með ADHD sinnt en þangað koma einnig börn með aðrar rask­an­ir.

Brú­ar­skóli var stofnaður árið 2003 og er skóli fyr­ir börn sem eiga í al­var­leg­um geðræn­um, hegðunar- eða fé­lags­leg­um erfiðleik­um. Kennsl­an fer fram í litl­um bekkj­um þar sem venju­lega eru tveir kenn­ar­ar sam­an með lít­inn bekk. Brú­ar­skóli starfar á fimm stöðum í Reykja­vík. Skól­inn er tíma­bundið úrræði. Björk Jóns­dótt­ir er skóla­stjóri Brú­ar­skóla.

Í Vest­ur­hlíð, höfuðstöðvum skól­ans, er pláss fyr­ir 24-27 nem­end­ur en þegar viðtalið var tekið voru 24 nem­end­ur í skól­an­um. Björk seg­ir það fara eft­ir sam­setn­ingu nem­enda­hóps­ins hverju sinni hversu marg­ir nem­end­ur eru í Vest­ur­hlíð en mjög al­gengt að þeir séu 24-25. Síðan er Brú­ar­skóli með starfs­stöðvar á barna- og ung­linga­geðdeild, Stuðlum, Brú­ar­húsi, sem er þátt­töku­bekk­ur inn­an Húsa­skóla, og Brú­ar­seli, þátt­töku­bekk við Ing­unn­ar­skóla.

Alls eru nem­end­urn­ir um fimm­tíu tals­ins þegar allt er talið. 12 nem­end­ur eru á bið eft­ir því að kom­ast að í skól­an­um en flest­ir eru á ung­linga­stigi.

„Um leið og nem­andi út­skrif­ast úr Brú­ar­skóla er ann­ar tek­inn inn. Mjög mis­mun­andi er hvenær nem­end­ur koma inn og hversu lengi þeir þurfa að bíða á biðlista. Við met­um hverja um­sókn fyr­ir sig og til grund­vall­ar er skoðuð þörf­in og erfiðleika­stig varðandi hegðun, ekki endi­lega sá sem hef­ur verið lengst á biðlista.

Þetta get­ur verið erfitt fyr­ir þá skóla sem eru að bíða eft­ir því að nem­end­ur frá þeim kom­ist að hjá okk­ur en því miður er það þannig að við verðum að for­gangsraða og meta hverja um­sókn,“ seg­ir Björk.

Um 530 börn og ung­menni yngri en 18 ára  í meðferð á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans (BUGL), að sögn Guðrún­ar Bryn­dís­ar Guðmunds­dótt­ur yf­ir­lækn­is. Meiri­hluti skjól­stæðinga BUGL kem­ur af suðvest­ur­horni lands­ins Þar sem stærst­ur hluti barna á Íslandi býr. Um 90 börn bíða þjón­ustu. Á ár­inu 2018 voru 7069 kom­ur í göngu­deild BUGL sem er tölu­verð aukn­ing frá því áður, að sögn Guðrún­ar.

Starfs­fólk BUGLs kom að að minnsta kosti 15  sam­ráðsteym­um á stór­höfuðborg­ar­svæðinu með heilsu­gæslu, fé­lagsþjón­ustu og skólaþjón­ustu. Í gegn­um þau hafði starfs­fólk BUGLs aðkomu að um 900 börn­um á arínu 2018. 

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur áhyggjur af þeim hópi barna …
Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, hef­ur áhyggj­ur af þeim hópi barna sem virðist vera dott­inn út úr skóla­kerf­inu. mbl.is/​Hari

Á sama tíma er skóla­forðun að verða al­var­legt vanda­mál en sam­kvæmt könn­un vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar má gera ráð fyr­ir að um 1.000 börn á grunn­skóla­aldri glími við skóla­forðun eða um 2,2% nem­enda. Meðal helstu ástæðna skóla­forðunar nefna skóla­stjórn­end­ur and­lega van­líðan nem­enda eins og kvíða og þung­lyndi og erfiðar aðstæður á heim­il­um þeirra.

Umboðsmaður barna, Sal­vör Nor­dal, seg­ir að ekki liggi fyr­ir ná­kvæm­lega hversu mörg börn sé um að ræða og það þurfi að kort­leggja og ekki síður hverj­ar séu helstu ástæður þess að þau sækja ekki skóla. Í kjöl­farið þurfi að setja sam­ræmd­ar verklags­regl­ur um það hvernig brugðist sé við þannig að mann­rétt­indi barna séu virt. Mik­il­vægt sé að hafa mun skýr­ari mynd af vand­an­um og grípa til ráðstaf­ana en það sé mjög al­var­legt ef ein­hver hluti barna mæti lítið sem ekk­ert í skóla.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Náms­mat á manna­máli

Eitt af því sem bæði kem­ur fram í út­tekt Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir og í sam­töl­um blaðamanns við skóla­fólk og for­eldra er að oft sé óljóst hvers sé kraf­ist af kenn­ur­um varðandi náms­mat og fyr­ir for­eldra að fá upp­lýs­ing­ar á manna­máli um stöðu barna sinna í námi. Sum­ir for­eldr­ar kvarta und­an of ít­ar­leg­um og illskilj­an­leg­um upp­lýs­ing­um þar sem mis­mun­andi lit­ir eru notaðir til að segja til um færni. Aðrir kvarta yfir að fá litl­ar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu barna sinna og að stund­um skorti jafn­vel á sam­ræmi milli viðmiða milli kenn­ara inn­an sama skóla. Á sama tíma kvarta kenn­ar­ar yfir því að hæfni- og matsviðmiðin í aðal­nám­skránni séu oft of flók­in og of víðtæk. Það sé ekki vinn­andi veg­ur að skrá þetta allt skil­merki­lega fyr­ir hvern og einn nem­anda á sama tíma og þeir eigi að sinna sínu helsta verk­efni – að kenna.

Að sögn Lilju er verið að skoða þessi mál og greini­legt að vinna þurfi bet­ur í fram­kvæmd­inni. Gerð var könn­un á inn­leiðingu á aðal­nám­skrá grunn­skóla frá 2011 og 2013 með það að mark­miði að skoða hvernig skól­um hef­ur gengið að inn­leiða nám­skrána og verða niður­stöður nýtt­ar til að fara í úr­bæt­ur, m.a. hvað varðar bætta inn­leiðingu og skýr­ari fram­setn­ingu aðal­nám­skrár í náms­mati. Að því verður unnið í sam­starfi ráðuneyt­is­ins og sveit­ar­stjórn­arstigs­ins. Eitt af því sem Andreas Schleicher, yf­ir­maður mennta­mála hjá OECD, seg­ir er að miðstýr­ing­in sé of lít­il í ís­lensku mennta­kerfi og mikið frjáls­ræði. Það sé eitt af því sem verði að skoða við gerð nýrr­ar mennta­stefnu.

Lilja seg­ir nauðsyn­legt að end­ur­gjöf skóla­kerf­is­ins verði gerð skýr­ari og marg­ir hafi kvartað yfir breyt­ing­unni úr tölu­stöf­um í bók­stafi og að all­ir, hvort sem það eru skól­ar eða heim­ili, séu á sömu blaðsíðu þar. „Ég er hlynnt sam­ræmd­um könn­un­ar­próf­um en þau þurfa ekk­ert endi­lega að vera byggð upp eins og þau eru í dag. Ég tel að þau stuðli að jöfnuði í kerf­inu og gefi góða mynd af því hvar börn­in standa í námi og eins í sam­an­b­urði við önn­ur börn. Sam­an­b­urður­inn get­ur verið erfiður og ég skil mæta­vel að það séu ekki all­ir sátt­ir við hann en ég held að hann sé eitt þeirra tækja sem hægt er að nota til að sjá hvar skór­inn krepp­ir og bregðast við með snemm­tækri íhlut­un í stað þess að missa allt of stór­an hóp út úr fram­halds­skól­un­um,“ seg­ir Lilja.

Ítar­legri viðtöl við viðmæl­end­urna verða birt á mbl.is næstu daga auk fleiri viðtala um grunn­skóla­kerfið.

mbl.is