Hrósað mikið á kostnað gagnrýni

Skóli fyrir alla? | 14. september 2019

Hrósað mikið á kostnað gagnrýni

Rannsóknir hafa sýnt fram á að það sem hefur mest áhrif á námsárangur, líðan og hegðun barna í skólanum er hvernig foreldrar gegna hlutverki sínu heima fyrir. Stuðningur foreldra við börn sín hefur þannig miklu meiri áhrif á árangur nemenda en félagsleg staða þeirra og menntun. Það skiptir meira máli hvað þú gerir sem foreldri en hver þú ert, segir í bók Nönnu Kristínar Christiansen, Skóli og skólaforeldrar.

Hrósað mikið á kostnað gagnrýni

Skóli fyrir alla? | 14. september 2019

Nanna Kristín Christiansen og Edda Kjartansdóttir, aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla.
Nanna Kristín Christiansen og Edda Kjartansdóttir, aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla. mbl.is/Hari

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að það sem hef­ur mest áhrif á náms­ár­ang­ur, líðan og hegðun barna í skól­an­um er hvernig for­eldr­ar gegna hlut­verki sínu heima fyr­ir. Stuðning­ur for­eldra við börn sín hef­ur þannig miklu meiri áhrif á ár­ang­ur nem­enda en fé­lags­leg staða þeirra og mennt­un. Það skipt­ir meira máli hvað þú ger­ir sem for­eldri en hver þú ert, seg­ir í bók Nönnu Krist­ín­ar Christian­sen, Skóli og skóla­for­eldr­ar.

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að það sem hef­ur mest áhrif á náms­ár­ang­ur, líðan og hegðun barna í skól­an­um er hvernig for­eldr­ar gegna hlut­verki sínu heima fyr­ir. Stuðning­ur for­eldra við börn sín hef­ur þannig miklu meiri áhrif á ár­ang­ur nem­enda en fé­lags­leg staða þeirra og mennt­un. Það skipt­ir meira máli hvað þú ger­ir sem for­eldri en hver þú ert, seg­ir í bók Nönnu Krist­ín­ar Christian­sen, Skóli og skóla­for­eldr­ar.

Nanna Krist­ín starfar á skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar og hún og Edda Kjart­ans­dótt­ir, aðstoðarskóla­stjóri Hörðuvalla­skóla, halda úti spjalli um skóla­mál á vef­tíma­rit­inu Krít­inni. Þær hafa þekkst lengi en þær kenndu sam­an um ára­bil í Vest­ur­bæj­ar­skóla auk þess sem þær hafa stýrt þró­un­ar­verk­efni um leiðsagn­ar­nám meðal kenn­ara.

Þær störfuðu báðar við kennslu þegar hug­takið skóli án aðgrein­ing­ar var lög­fest á Íslandi en með skóla án aðgrein­ing­ar er átt við grunn­skóla í heima­byggð eða nærum­hverfi nem­enda þar sem komið er til móts við náms- og fé­lags­leg­ar þarf­ir nem­enda í al­mennu skóla­starfi með mann­gildi, lýðræði og fé­lags­legt rétt­læti að leiðarljósi.

Edda seg­ir að stefn­an sem slík snú­ist ein­fald­lega um mann­rétt­indi, að öll börn eigi rétt á skóla­göngu. Þetta eru rétt­indi sem eng­inn geti tekið frá þeim.

„Hins veg­ar kunn­um við þetta ekki nógu vel í upp­hafi,” seg­ir Edda. „Við sem unn­um í skól­un­um feng­um lít­inn  und­ir­bún­ing og  stuðning þegar stefn­an var lög­fest. Það varð til þess að marg­ir urðu óánægðir og ósátt­ir við stefn­una, eitt­hvað sem eim­ir enn eft­ir af því miður,” seg­ir hún.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Nanna tek­ur und­ir þetta með Eddu og seg­ir að vegna þess litla und­ir­bún­ings, sem fólk sem starfaði í skóla­kerf­inu fékk, við lög­fest­ingu stefn­unn­ar hafi kenn­ar­ar og aðrir fundið til van­mátt­ar og fólk finni enn fyr­ir hon­um. Vegna skorts á fræðslu og ákveðins ör­ygg­is­leys­is hafi ýms­ar rang­hug­mynd­ir fengið að vaxa og dafna. Svo sem um að börn fái ekki stuðning nema þau séu kom­in með grein­ingu. „Þetta er ekki rétt enda hvergi kveðið á um það í lag­aramma grunn­skól­anna,“ seg­ir hún.

Sér­kennsla fyr­ir 50% nem­enda óeðli­legt hlut­fall

„Þegar for­eldr­ar barns koma til skóla­stjórn­enda og óska eft­ir því að þörf­um barns­ins sé bet­ur mætt og þeim tjáð það sé ekki hægt vegna þess að barnið sé ekki með grein­ingu geng­ur það gegn lög­um því öll börn eiga rétt á kennslu við hæfi sam­kvæmt lög­um. Svo get­ur verið ágrein­ingu um hvað er við hæfi og hvað sé ger­legt. En þegar það ger­ist í ákveðnum ár­göng­um í skóla að óskað er eft­ir sér­kennslu fyr­ir 50% nem­enda spyr maður sjálf­an sig hvort kennsl­an sé eins og hún á að vera því þetta er mjög óeðli­lega hátt hlut­fall. Þegar svo er gæti þurft að skoða hvort haga  megi kennsl­una með öðrum hætti svo hún þjóni fleiri nem­end­um,“ seg­ir Nanna.

Sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Íslands voru rúm­lega 45 þúsund nem­end­ur í  grunn­skól­um lands­ins skóla­árið 2017-2018. Af þeim nutu 13.432 nem­end­ur sér­kennslu og stuðnings þann vet­ur eða tæp­lega 30% nem­enda. Und­an­far­in 15 ár hef­ur hlut­fall nem­enda sem þurfa á sér­kennslu og stuðningi hækkað og eru um 17% allra grunn­skóla­nem­enda bæði með form­lega grein­ingu og stuðning til náms. Tvö­falt fleiri dreng­ir en stúlk­ur eru með form­lega grein­ingu og stuðning til náms.

Edda seg­ir að í mörg­um skól­um séu nem­end­ur sem þurfa mann­eskju með sér all­an dag­inn án þess að sér­stakt fjár­magn fylgi með. „Þetta get­ur verið snúið en því er bjargað meðal ann­ars með því að breyta skipu­lagi inn­an skól­ans. Sveit­ar­fé­lög­in standa flest  vel á bak við skól­ana en stund­um mættu þau gera bet­ur eins og geng­ur. Sam­fé­lags­ins er að ákveða hversu mikið fjár­magn á að fara í slík­an stuðning,” seg­ir Edda og bend­ir á að á sama tíma og tölu­vert hlut­fall af kostnaði við rekst­ur grunn­skóla fari í stuðningsþjón­ustu við nem­end­ur þá vanti al­veg að gera út­tekt á því hvernig þeir fjár­mun­ir nýt­ast.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru rúmlega 45 þúsund nemendur …
Sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Íslands voru rúm­lega 45 þúsund nem­end­ur í grunn­skól­um lands­ins skóla­árið 2017-2018. mbl.is/​Hari

Að sögn Nönnu er haf­inn und­ir­bún­ing­ur að  slíkri út­tekt hjá Reykja­vík­ur­borg en hvor­ug þeirra veit til þess að slíkt mat hafi áður farið fram hjá ís­lensku sveit­ar­fé­lagi.

Eitt af því sem flest­ir þeir sem blaðamaður hef­ur rætt við um mál­efni grunn­skól­ans eru sam­mála um er mik­il­vægi sam­starfs milli skól­ans og heim­il­anna.

„Ég hef full­an skiln­ing á því hvað það get­ur verið ótrú­lega erfitt að kenna nem­enda­hópi þar sem börn eru að glíma við vanda­mál bæði fé­lags­leg og geðræn og stund­um verður það nán­ast óyf­ir­stíg­an­legt. Á sama tíma og talað er um kenn­aralottó þá vinna ekki öll börn í for­eldralottó­inu. Stund­um er ekki að vænta mik­ils sam­starfs við for­eldra og staða þeirra í líf­inu get­ur ein­fald­lega verið þannig að þeir geta hrein­lega ekki tekið full­an þátt í slíku sam­starfi. Börn­in koma með öll sín vanda­mál inn í skól­ann og þar eru kannski tvö til þrjú önn­ur börn í bekkn­um sem svipuð vanda­mál. Eðli­lega hef­ur þetta áhrif í 20-30 barna bekk,” seg­ir Nanna.

Að vera skólaforeldri er ekki meðfæddur hæfileiki heldur þarf, líkt …
Að vera skóla­for­eldri er ekki meðfædd­ur hæfi­leiki held­ur þarf, líkt og með öll önn­ur hlut­verk, að lær­ast, seg­ir Nanna Krist­ín Christian­sen. mbl.is/​Hari

Þetta hef­ur að sjálf­sögðu áhrif á starf kenn­ar­ans og get­ur verið mjög erfitt fyr­ir hann að hafa yf­ir­sýn og koma til móts við þarf­ir allra í bekkn­um, seg­ir Edda. Ofan á þetta eru for­eldr­ar hinna barn­anna ósátt­ir og kvarta við kenn­ar­ann yfir þess­um tveim­ur eða þrem­ur nem­end­um sem trufla kennsl­una. „Aðrir kenn­ar­ar sem kenna þess­um nem­end­um taka þar und­ir og álagið á um­sjón­ar­kenn­ar­ann verður ein­fald­lega yfirþyrm­andi. Þetta get­ur verið ein af ástæðum þess að marg­ir kenn­ar­ar eru að brenna út í starfi,” seg­ir Edda.

Gæði mennt­un­ar verða aldrei meiri en gæði kenn­ar­anna sem starfa í skól­an­um. Auk þess sem skól­inn hef­ur af­ger­andi náms­leg og fé­lags­leg áhrif á nem­end­ur hef­ur hann einnig mik­il­vægu hlut­verki að gegna þegar börn glíma við vanda í einka­lífi. Þar geta góð tengsl og trúnaðarsam­band nem­andans við kenn­ar­ann skipt sköp­um. Vegna stöðu sinn­ar get­ur kenn­ar­inn verið með þeim fyrstu til að greina vís­bend­ing­ar um vanda sem barnið á við að etja og hef­ur því tæki­færi til að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana, seg­ir í bók Nönnu Krist­ín­ar, Skóli og skóla­for­eldr­ar.

„Ég kæri þig“

Að sögn Nönnu er mik­il­vægt að for­eldr­ar og kenn­ar­ar vinni sam­an og þess gætt að varpa ekki ábyrgðinni á skól­ann. Meðal ann­ars varðandi aga en Ísland sker sig úr í alþjóðleg­um sam­an­b­urði hvað varðar aga­leysi inn­an veggja skól­ans sam­kvæmt alþjóðlegu rann­sókn­inni TAL­IS sem kom út í sum­ar.

„Hér áður var skiln­ing­ur­inn al­mennt sá að for­eldr­ar bæru ábyrgð á upp­eldi barna sinna. En í dag er ábyrgðinni í aukn­um mæli komið yfir á stofn­an­ir sam­fé­lags­ins á sama tíma og börn­in eru meira og minna í um­sjón þeirra. For­eldr­ar hafa stund­um lít­inn tíma til ann­ars en að hrósa börn­un­um sín­um fyr­ir hversu mikl­ir snill­ing­ar þau eru. Á sama tíma hafa stofn­an­ir lít­il rétt­indi gagn­vart barn­inu og allt of oft heyr­ist: ég kæri þig,” seg­ir Nanna.

Hún seg­ir að valda­leysi skól­ans og aga­leysið krist­all­ast t.d. í rétti for­eldra til þess að taka börn­in úr skól­un­um til að fara með þau til út­landa í lengri og skemmri tíma. Slíkt þyki óhugs­andi í flest­um lönd­um.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Nanna seg­ir að þegar sam­starf for­eldra og skóla er til staðar sé ekk­ert vanda­mál svo stórt að ekki sé hægt að leysa það. „Börn eru það dýr­mæt­asta sem við eig­um og sam­fé­lagið í framtíðinni bygg­ist al­farið á því hvernig okk­ur tekst til. Við eig­um að gera þetta að sam­eig­in­legu mark­miði og við telj­um að þar séu flest­ir sam­mála. Skól­inn á að styðja for­eldra við upp­eldið og til þess verður að vera sam­ræða heim­il­is og skóla,“ seg­ir Nanna.

Að sögn Eddu geng­ur þetta vel í flest­um til­vik­um og stærst­ur hluti for­eldra og nem­enda er til fyr­ir­mynd­ar. „Marg­ir for­eldr­ar sinna börn­un­um sín­um vel og fylgj­ast nokkuð vel með starfi skól­ans og þeirri vinnu sem þar fer fram. Við get­um aldrei bú­ist við því að all­ir for­eldr­ar séu virk­ir í sam­starf­inu enda sam­fé­lagið fjöl­breytt,” seg­ir Edda.

Nanna seg­ir að það séu skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar sem hafi lyk­il­inn í hendi sér hvað sam­starf við fjöl­skyld­ur barns­ins varðar. Það sé best gert með því að leyfa for­eldr­um að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í skóla­lífi barna sinna í stað þess að halda þeim frá líkt og for­eldr­ar upp­lifa stund­um af hálfu skól­ans. 

Nanna Krist­ín vís­ar í doktors­rit­gerð Grét­ars Marinós­son­ar en þar kem­ur fram að ís­lensk­ir kenn­ar­ar sendi ómeðvitað út þau skila­boð til for­eldra að þeir þurfi ekki á þeim að halda. Þetta er gert á ýms­an hátt og kenn­ar­ar geri þetta til að skapa sér frið. Of mikið álag er að taka for­eldr­ana inn endi eigi þeir nóg með börn­in. Ekki illa meint og for­eldr­ar sem eru önn­um kafn­ir taka þessu fagn­andi. Ekki er ætl­ast til þess að þeir komi inn í skól­ann og börn­in fest­ast í sam­skipta­leys­inu.

Kenn­ar­ar geta breytt þessu með því að stuðla að efl­ingu for­eldra og finna leiðir til að veita for­eldr­um aukna hlut­deild í lífi og starfi barna sinna. Sam­skipta­leysið bitn­ar því miður mest á barn­inu en oft get­ur það snú­ist um valda­bar­áttu. Hvað á að kenna, með hverj­um í bekk – hver fær að ráða? Vanda­mál skóla­sam­fé­lags­ins og heim­il­anna spegl­ast í þessu – skól­inn ótt­ast að missa völd og hleyp­ir kannski þess vegna ekki for­eldr­um alla leið, seg­ir Nanna.

„Eitt það mikilvægasta sem börn læra er að takast á …
„Eitt það mik­il­væg­asta sem börn læra er að tak­ast á við lífið og marg­breyti­leika þess. Það er sam­starfs­verk­efni for­eldra og skól­ans að kenna þeim að það er allt í lagi að stund­um sértu ekki best­ur eða þurf­ir að tak­ast á við mót­læti Að læra að gef­ast ekki strax upp og koma sér upp seiglu,“ seg­ir Edda.Kjart­ans­dótt­ir mbl.is/​Hari

„Ekki mæta fólki af hörku held­ur hlusta á for­eldra. Skól­inn þarf að vera sveigj­an­leg­ur og hlusta á það sem for­eldr­ar hafa að segja. Það sem einkum skil­ur á milli nem­enda sem vegn­ar vel í skóla og hinna sem vegn­ar síður er hvernig for­eldr­ar þeirra gegna hlut­verki sínu. Það að eiga barn í grunn­skóla hef­ur ekki aðeins mik­il áhrif á líf barns­ins held­ur allr­ar fjöl­skyld­unn­ar. Að vera skóla­for­eldri er ekki meðfædd­ur hæfi­leiki held­ur þarf, líkt og með öll önn­ur hlut­verk, að lær­ast. Það er held­ur ekki til nein ein rétt upp­skrift að skóla­for­eldri, ekk­ert frem­ur en að vera for­eldri. Við erum fyrst og fremst mann­leg, höf­um mis­mun­andi reynslu, viðhorf og vænt­ing­ar, styrk­leika og veik­leika,” seg­ir Nanna.

„Ef for­eldr­ar treysta kenn­ur­um og skóla barns­ins þá líður öll­um bet­ur. Ef það kem­ur upp van­traust verður ástandið slæmt sem skil­ar sér í minna námi og veru­legri van­líðan,” seg­ir Edda.

Kost­ir leiðsagn­ar­mats

Í leiðsagn­ar­mati er lögð áhersla á að matið sé hluti af nám­inu, fari reglu­lega fram á náms­tím­an­um, skýr viðmið séu um ár­ang­ur og end­ur­gjöf sé ná­kvæm og lýs­andi fyr­ir hvern nem­anda. 

Lyk­il­hug­takið í leiðsagn­ar­námi er end­ur­gjöf/​leiðsögn. For­send­ur end­ur­gjaf­ar/​leiðsagn­ar er að nem­andinn geti nýtt sér hana til að nálg­ast mark­mið sitt. Rann­sókn­ir sýna að til að end­ur­gjöf­in/​leiðsögn­in hafi þau áhrif sem að er stefnt þarf náms­menn­ing­in að ein­kenn­ast af trausti nem­enda til kenn­ara, rík­um vænt­ing­um kenn­ara til allra nem­enda, getu­blönd­un, virkri sam­vinnu, viður­kenn­ingu á því að mis­tök eru eðli­leg­ur hluti náms, vax­andi hug­ar­fari þ.á m. þraut­seigju og skiln­ingi nem­enda á því hvernig nám fer fram. Náms­menn­ing­in ein­kenn­ist jafn­framt af því að nem­end­ur læra sam­an og hver af öðrum, þess vegna eru sam­ræður áber­andi og kenn­ar­inn vek­ur at­hygli á því sem vel er gert og því sem má læra af.

Þegar unnið er með leiðsagn­ar­nám þurfa nem­end­ur alltaf að þekkja náms­mark­mið sín og vita hvað þeir eiga að læra í hverri kennslu­stund (lotu). Til að þeir geti unnið verk­efni sín eins og til er ætl­ast þurfa þeir einnig að vita hvernig gott verk­efni á að vera.

Þær Nanna og Edda segja leiðsagn­ar­matið byggj­ast á mörg­um rann­sókn­um sem sýni hvað virki í skóla­starfi og hvað ekki. Meðal ann­ars hafi komið í ljós að ým­is­legt sem gert hafi verið ára­tug­um sam­an inn­an skól­ans hef­ur eng­in eða jafn­vel nei­kvæð áhrif á náms­ár­ang­ur nem­enda.

Kenn­ari verður hafa trú á að það geti all­ir bætt sig og að geti all­ir lært. Á sama tíma verða all­ir að hafa vænt­ing­ar þar um og vinna að því og kenn­ar­inn þarf að koma því til nem­enda að hann hafi trú á þeim. Þær segja að með teym­is­vinnu og leiðsagn­ar­mati sé hægt að draga úr sér­kennslu og halda  bet­ur utan um bráðger börn eins og öll önn­ur börn. En eitt af því sem for­eldr­ar bráðgerra barna kvarta und­an er hvað þeim leiðist í skól­an­um og þau fái allt of sjald­an nógu krefj­andi verk­efni.

Edda og Nanna segja að til að koma á móts við þenn­an hóp þurfi að auka teymis­kennslu í skól­um og byggja upp náms­menn­ingu í anda leiðsagn­ar­náms. Það þarf að breyta kennslu­hátt­um seg­ir Nanna. Ef námið væri meira verk­efna- og hæfni­miðað myndi sá hóp­ur sem er að fást við verk­efni við hæfi stækka.

Kennsla þar sem nemendur eru ekki að læra eitthvað nýtt …
Kennsla þar sem nem­end­ur eru ekki að læra eitt­hvað nýtt og efla hæfni sína er ekki góð. mbl.is/​Hari

Snýst ekki um fleiri stuðnings­full­trúa

Edda seg­ir að börn sem eru full af skóla­leiða strax á fyrstu árum skól­ans valdi oft vanda þegar kem­ur á ung­linga­stigið. Þau hafa ekki áhuga á viðfangs­efn­un­um og sjá ekki til­gang með þeim. „Þetta snýst ekki um fleiri stuðnings­full­trúa held­ur viðhorfið til þess hvernig nám á sér stað. Mik­il­vægt að kenn­ar­ar séu opn­ir fyr­ir breyt­ing­um og fest­ast ekki í að gera allt eft­ir bók­inni. Því nem­end­ur geta yf­ir­leitt rúm­lega það sem ætl­ast er til af þeim, þegar þeir fást við það sem þau sjá til­gang með og hafa áhuga á,“ seg­ir Edda.

Nanna seg­ir oft þann mis­skiln­ing ríkja að magn náms­efn­is sé vís­bend­ing um gæði kennslu. Því meira magn því betri kennsla. Af­köst­in verða fókus­inn í stað þess að áhersl­an sé lögð á að finna efni við hæfi hvers nem­anda til þess að hann læri eitt­hvað nýtt. Kennsla þar sem nem­end­ur eru ekki að læra eitt­hvað nýtt og efla hæfni sína er ekki góð.

„Börn sem eru alin upp sem snill­ing­ar eru þau börn sem eru í mik­illi hættu á að hætta í skóla því þau ótt­ast ekk­ert meir en að vera af­hjúpuð,” seg­ir Nanna. Því er mik­il­vægt að hrósa börn­um ekki fyr­ir að vera fljót með verk­efni og að þurfa lítið að hafa fyr­ir hlut­un­um. Því ef þau eru eld­snögg og hafa ekk­ert fyr­ir nám­inu eru þau ekki að fá nám við hæfi og læra ekki seiglu og að tak­ast á við það sem er erfitt. Það sama á við um for­eldra, þeir eiga held­ur að hrósa börn­un­um sín­um fyr­ir það sem þau leggja á sig frek­ar en eitt­hvað sem er sjálf­gefið eða lít­il sem eng­in inni­stæða fyr­ir, seg­ir Nanna.

Þurf­um þraut­seigt fólk 

„Við eig­um að hrósa börn­um fyr­ir að leggja á sig og að vera til­bú­in til þess að hafa fyr­ir hlut­un­um. Eig­um að efla með þeim þraut­seigju og þetta á við bæði um heim­ili og skóla. Við þurf­um þraut­seigt fólk og höf­um alltaf þurft. Áður urðum við þraut­seig vegna þess að lífið var erfitt. Hver dag­ur var lífs­bar­átta. Nú þurf­um við ekki á þessu að halda og svo virðist sem seigl­an sé að hverfa og við verðum að vera meðvituð um að viðhalda henni,” seg­ir Edda.

Þær benda á að tíma­skort­ur for­eldra og að for­eldr­ar forðist að gera kröf­ur til barna sinna dragi úr þraut­seigju þeirra og hæfni til að tak­ast á við áskor­an­ir. Börn­um er hrósað mikið á kostnað gagn­rýni og þeim ekki kennt að líta í eig­in barm. Allt of flókið er að leysa vanda­mál með þeim og miklu auðveld­ara að taka upp sím­ann og hringja í skól­ann og biðja hann um að leysa vanda­málið. Þessi tíma­skort­ur gæti verið ástæðan fyr­ir því að sum börn eru of­vernduð af for­eldr­um þegar kem­ur að hindr­un­um af öllu tagi.

Þær breytingar sem hafa orðið á þjóðfélaginu undanfarna áratugi hafa …
Þær breyt­ing­ar sem hafa orðið á þjóðfé­lag­inu und­an­farna ára­tugi hafa meðal ann­ars haft þær af­leiðing­ar að hlut­verk skól­ans hef­ur orðið stærra í vel­ferð barna. mbl.is/​Hari

„Lífið er ekki svona og það kem­ur að því að þú lend­ir í áföll­um í líf­inu. Eitt það mik­il­væg­asta sem börn læra er að tak­ast á við lífið og marg­breyti­leika þess. Það er sam­starfs­verk­efni for­eldra og  skól­ans að kenna þeim að það er allt í lagi að stund­um sértu ekki best­ur eða þurf­ir að tak­ast á við mót­læti. Að læra að gef­ast ekki strax upp og koma sér upp seiglu,“ seg­ir Edda.

Nanna hef­ur aðeins fylgst með þróun skóla­starfs í Kan­ada og seg­ir að þar sé mik­il áhersla lögð á að ala upp sam­fé­lags­lega ábyrgð hjá börn­um. Alltaf verið að spyrja hvað legg­ur þú af mörk­um? Hvert er mitt hlut­verk og hvað get ég gert í stað þess að segja: hver er rétt­ur minn og hvað ætl­ar þú að gera fyr­ir mig? Þetta vant­ar hér segja þær báðar. „Hvað get­ur þú gert til að bæta skóla­sam­fé­lagið okk­ar. Þetta þurf­um við öll að hugsa sem störf­um í skóla­kerf­inu, bæði starfs­fólk skóla, börn og for­eldr­ar þeirra.“

Vef­ritið Krít­in fór í loftið árið 2012 og að þeirra sögn var ástæðan að þeim fannst skorta á fag­lega umræðu um skóla­mál í stað þess að þau séu töluð niður.

„Við kenn­ar­ar ber­um ábyrgð á því hvernig við töl­um um starfið okk­ar og við fæl­um fólk frá með því að tala það niður. Kenn­ar­ar verða að temja sér fag­lega orðræðu. Til að mynda þegar þeir eru að ræða við for­eldra sem kannski hafa áhyggj­ur. Að ræða á fag­leg­um nót­um í stað per­sónu­legra. Að geta bent á rann­sókn­ir máli sínu til stuðnings. Þú átt að geta rök­stutt fagið þitt. Kenn­ar­ar eru með langt nám að baki þannig að þeir eru full­fær­ir um það,“ segja Nanna og Edda.

Ekk­ert með regl­ur að gera held­ur ábyrgð

Spurðar út í atriði eins og síma­notk­un í skól­um segja þær að það sé skól­ans að setja regl­ur þar að lút­andi og fram­fylgja þeim. Það að börn séu með sím­ann á lofti í skóla­stofu hef­ur ekk­ert með regl­ur að gera held­ur ábyrgð, hver set­ur regl­un­ar, fylg­ir þeim eft­ir og axl­ar ábyrgðina á því að regl­um sé fylgt. 

Skól­ar setja regl­ur og það er allra að fram­fylgja þeim. Sím­inn er bara tæki og hluti af líf­inu og við erum að ala börn upp til að kenna þeim að búa í sam­fé­lag­inu eins og það er, seg­ir Edda og Nanna bæt­ir við að hér eigi enn og aft­ur við sam­vinna milli heim­il­is og skóla. „Við eig­um að kenna þeim að nota sím­ana, ekki að nota þá ekki. Það er held­ur ekki sama hvernig tækið er notað. Not­ar þú tækið eða not­ar það þig?“

Þær breyt­ing­ar sem hafa orðið á þjóðfé­lag­inu und­an­farna ára­tugi hafa meðal ann­ars haft þær af­leiðing­ar að hlut­verk skól­ans hef­ur orðið stærra í vel­ferð barna. For­eldr­ar þurfa að horfa á skól­ann sem stuðning og sam­herja í því mik­il­væga hlut­verki að koma börn­um til manns. Að vinna sam­an að vel­ferð nem­enda. Ef það er vel gert eru þeim all­ar leiðir fær­ar í að tak­ast á við lífið og þær áskor­an­ir sem því fylgja, seg­ir Edda Kjart­ans­dótt­ir og Nanna Krist­ín Christian­sen. 

mbl.is